Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1986 Hvar eru íslensku af rekskonurnar? ÞAÐ er athyglisvert að velta fyrir , sér hverjir eru helstu afreksmenn íslenskra íþrótta. Nokkur nöfn koma strax upp í hugann: Einar Vilhjálmsson, Ásgeir Sigurvins- son, Pétur Guðmundsson, Eð- varð Þ. Eðvarðsson, Kristján Arason, Bjarni Friðriksson. Marg- ir fleiri koma til greina — atvinnu- menn okkar í knattspyrnu eru margir í fremstu röð, handknatt- leiksmenn okkar eru á heims- mœlikvarða, körfuknattleiks- landsliðið var að ná mjög fram- hærilegum árangri á dögunum, lyftingamenn hafa verið að setja -. Evrópu- og jafnvel heimsmet og frjálsíþróttamenn, eins og Oddur Sigurðsson, Vésteinn Hafsteins- son og Sigurður Einarsson, eru • Sveinn Björnsson: „Er reiðu- búinn að beita mér fyrir átaki á nœstu mánuðum". framarlega í sfnum greinum f heiminum. Skíðamaðurinn Einar Olafsson er að komast í hóp hinna bestu í göngunni og íslend- ingar í „smærri" íþróttum, t.d. karate, nafa verið á verðlaunap- öllum á Norðurlandamótum. Fleira mætti eflaust nefna. Þetta er frábær uppskera hjá jafn fá- mennri þjóð og við fslendingar erum. En hvað eiga allir þessir af- reksmenn sameiginlegt? Jú, þeir erumeðtippi. Ef litið er yfir lista helstu afreks- manna okkar á íþróttasviöinu núna, og eins þótt horft sé nokkra áratugi aftur í tímann, er það slá- andi hve hann er gjörsnauður kvenmannsnöfnum. Með nokkrum sanni má segja að við höfum aldrei átt kvenkyns íþróttamann á heims- mælikvarða. Aðeins einu sinni hefur kona verið valinn íþrótta- maður ársins, það var á miðjum sjöunda áratugnum þegar Sigríður Sigurðardóttir varð fyrir valinu — en það var fyrst og fremst vegna þess að hún var fyrirliði kvenna- landsliðsins í handknattleik, sem varð Norðurlandameistari það ár. Viðurkenningin var til liðsins i heild. Á meöan strákar í fjölmörgum íþróttagreinum verða frábærir íþróttamenn verða stelpurnar að sætta sig við að standa kynsystr- um sínum í nágrannalöndum langt aðbaki. íþróttir hafa löngum verið sér- áhugamál karla. Konum var til dæmis meinaður aðgangur að Ólympíuleikum til forna. Hlutur kvenna á þessu sviði hefur þó smám saman farið vaxandi, og • Hvað veldur því að á meðan við eigum fjölda karlkynsíþróttamanna á heimsmælikvarða, standast konurnar ekki kynsystrum sínum erlendis snúning? margar íþróttakonur hafa náð heimsfrægð. Ennþá eru það samt karlmenn sem vekja langmesta athygli og fyrir hverja heimsfræga íþróttakonu má eflaust nefna tíu jafnfræga karlmenn. Það er samt sem áður sláandi hve við Islend- ingar stöndum illa hvað varðar frambærilegar íþróttakonur. í ná- 1____ iK>5f ¦J ____i ír ^ ^^W ¦^^^™ 7mmmmi*4~* *-J|i s#:S mmr TOBjn wmt±> «.)mHIHH a_n -' • mm0, J kf'Ad ^f% MmmmMmmmmmmt ¦ •f- t a« s 1 S tík ML' ' jW" Wr— ¦^Jtm i 1 'p .¦; k ijj m * X íí'i B 1 [ J : tj 1 I «. -^i^a^ «• > i i #' i 1 — * 1 i r m i W~m B JM •—^"" " \ ^P YU**x> £ ......... ¦ :Æ> ..é íslenska körf uknattleikslandsliðið sem tók þátt í Norðurlandamótinu á dögunum og fékk slæma útreið. grannalöndum okkar eru til íþrótta- konur sem eru í fremstu röð, alveg eins og karlarnir — þó þær séu ekki eins þekktar erlendis. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hve slæmt þetta er fyrir íþróttalíf hér á landi. Allir sem eitt- hvað koma nálægt íþróttastarfi vita að fátt er líklegra til að efla þátttöku og áhuga ungs fólks í einhverri ákveðinni íþróttagrein en gott afreksfólk. „Handbolta- sprengjan" er besta og nýjasta dæmið. í kjölfar árangurs hand- boltalandsliðsins í heimsmeistara- keppninni í Sviss hefur orðið feikn- arleg fjölgun á hanboltaæfingum félaga um allt land — í öllum ald- ursflokkum. Og áhugi fyrirtækja og hins opinberra er miklu meiri en fyrr, þannig að allt fjármögnun- arstarf verður mun auðveldara en ella. Það má því áætla sem svo að á meöan við eignumst ekki kven- kyns íþróttastjörnur þá muni íþróttir kvenna eiga erfitt upp- dráttar á íslandi. Konur eru nú 36% allra íþróttamanna innan vé- banda ÍSÍ, en fjármagnið og at- hyglin sem kvennaíþróttir fá eru langtum minni en þessi tala gefur til kynna. En hver er skýringin á því að hér hafa ekki komið upp íþróttakonur á heimsmælikvarða alveg eins og karlmenn? Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ: „Ég held að það sé ekki nema ein skýring til á því, og hún er sú að við gerum ekki nóg af því að styðja við kvennaíþróttir. Hér er nóg til af efnilegum íþróttakonum, svo það hlýtur að vera slæm aðstaða öðru fremur sem veldur því að þær ná ekki lengra en raun ber vitni," sagði Sveinn. „Við verðum að leggja meiri alúð við að ná upp árangri kvennanna. Það er auðvitað fyrst og fremst verkefni sérsambandanna. Ég veit að þaö eru einkurrt fjárhagserfið- leikar sem valda því að þau hafa ekki sinnt þessu meira, en allir vita að ef góður árangur á að nást verður að kosta einhverju til. Það er löngu kominn tími til að það verði gert í sambandi við konurn- ar." Sveinn sagði það að vísu ekki öruggt að hægt sé að búa til af- reksfólk með því að gera um það áætlun, enannað væri ekki hægt að gera. „Það verður að gera sér- stakt átak til að efla íþróttir kvenna hér á landi. Við stöndum öðrum þjóðum að baki í þessum efnum og það er okkur ekki til sóma. Að vísu eru konur að koma meira inn í stjórnunarstörf í íþróttahreyfing- unni en verið hefur, kona er t.d. formaður Fimleikasambandsins, kona hefur verið formaður Körfu- knattleikssambandsins og í stjórn Knattspyrnusambandsins situr nú kona. En hér þarf samt að gera átak, og ég er reiðubúinn að beita mér fyrlr því að það verði gert á næstu mánuðum." - GA Litla bikarkeppnin: Keflvíkingar sigurvegarar — unnu FH 2-1 á laugardaginn KEFLVIKINGAR urðu á laugar- daginn sigurvegarar í Litlu bikar- keppninni f knattspyrnu er þeir 'unnu FH 2-1 í Keflavík. Ungur og efnilegur leikmaður úr Keflavík, Kjartan Einarsson, skor- aði bæði mörk liðsins og tryggði sigurinn. Keflvíkingar töpuðu ekki leik í mótinu, unnu þrjá og gerðu eitt jafntefli við Breiðablik, 1 -1, og hlutu sjö stig. Breiðablik og Haukar léku í sömu keppni á laugardaginn og sigruðu Breiðabliksmenn með sex mörkum gegn tveimur. Síðasti leik- ur Litlu bikarkeppninnar verður á fimmtudaginn, þá leika Skaga- menn við FH. Morgunblaöið/Einar Falur • Lið Keflavikur, sem sigraði í Litlu bikarkeppninni. Efri röð frá vinstri: Gi'sli Grétarsson, Kjartan Einars- son, Þorsteinn Bjarnason, Valþór Sigþórsson, Gunnar Oddsson, Sigurður Björgvinsson, Jón Sveinsson, Neville Young, liðsstjóri. Neðri röð frá vinstri: Skúli Rósantsson, Óli Þór Magnússon, Sigurður Guðnason, ívar Guðmundsson, Rúnar Georgsson, Sigurjón Sveinsson, Freyr Sverrisson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.