Morgunblaðið - 03.06.1986, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.06.1986, Qupperneq 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JUNI1986 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JUNI1986 B 5 „Erfitt að sitja undir þessu“ - sagði Henri Michel eftir að Frakkar unnu Kanada KANADAMENN komu verulega á óvart á sunnudaginn með því að standa vel í Frökkum lengst af leiks þjóðanna í Heimsmeistara- keppninni. Jean-Pierre Papin skoraði eina markið í ieiknum með skalia þegar aðeins 11 mín- útur voru eftir af leiktímanum. Þjálfari Frakkanna, Henri Mich- el, sgði eftir leikinn að hann hefði verið smeykur um úrslitin allan leiktímann. „Það var erfitt að sitja og horfa á þetta, en síðari hálfleik- urinn var betri en sá fyrri og þegar upp var staðiö fengum við bæði stigin og ég get verið þokkalega ánægður. Við hefðum átt að vinna með meiri mun.“ Brasilíumenn geta þakkað dómaranum MARK frá hinum fræga brasilíska bamaiækni, Socrates, reyndist sigurmark Brasilíumanna gegn Spánverjum í D-riðli HM i Mexíkó á sunnudaginn. Sigurinn var þó f tæpara lagi þar sem Spánverjar skoruðu mark sem var mjög umdeitt en fengu það ekki gilt og geta Brasilíumenn þakkað ástr- alska dómaranum, Bambirdge, sigurinn í leiknum þar sem komið hefur i Ijós eftir að þetta atvik hefur verið skoðað á myndbandi virðist það vera algjörlega lög- legt. Fyrri hálfleikurinn var frekar tíð- indalítill, Brasilíumenn mun betri en sköpuðu sér þó ekki umtalsverð marktækifæri. í seinni hálfleik fóru svo hlutirnir að ganga. Brasilíu- menn sóttu en Spánverjar áttu hættulegar skyndisóknir. Á 54. mínútu kom svo að atvikinu um- deilda. Antonio Maceda átti þá þrumuskot af 25 metra færi sem fór rakleiðis í þverslána og þaðan niður í markið og yfir marklínuha eins og sést greinilega á forsíðu- mynd íþróttablaðsins í dag. Dóm- arinn sá ekki að knötturinn fór innfyrir og lét leikinn halda áfram við mikil mótmæli Spánverja, en það þýðir ekki að deila við dómar- ann. Tíu mínútum síðar skoraði svo Socrates með skaila eftir að skot frá Careca hafði farið í þverslána og út. Þar biðu Socrates og félagi hans, Elzo, einir, varnarmenn Spánverja voru víðsfjarri. Eftir markið reyndu Brasilíumenn að hanga á boltanum og léku af skyn- semi og unnu enn einu sinni á þessum velli. Þeir þekkja sig vel á Jalisco-leikvanginum í Guadalajara því þeir unnu alla sína leiki nema úrslitaleikinn þar í heimsmeistara- keppninni 1970. Miguel Munoz, þjálfari Spán- verja, sagði, að hann hafi ekki verið í aðstöðu til að sjá hvort knötturinn hafi verið inni. „Allir eru að segja mér að þetta hafi verið mark en það er ekki aftur snúið. Við eigum enn möguleika á að komast áfram," sagði Munoz. Kanadamenn vörðust vel, unnu flest návígi og skallaeinvígi í leikun- um og gáfu gjarnan háa bolta fram völlinn á framlínumennina. „Frakk- ar eiga bestu miðvallarleikmenn í heimi, svo það var okkur að sjálf- sögðu kappsmál að halda boltan- um sem mest frá þeim,“ sagði Tony Waiters, þjálfari Kanada. Kanadamenn byrjuðu leikinn vel. Þeir hleyptu Frökkum ekki nálægt sínu marki og þeir áttu tvö fyrstu marktækifærin í leiknum. í seinna tilvikinu náði Maxime Boss- is naumlega að bjarga á marklín- unni. En Frakkar náðu smám saman tökum á leiknum, voru mjög mikið í sókn, en sem fyrr voru sóknar- mennirnir ekki á skotskónum. Papin og Rocheteau voru mátt- leysislegir og þau færi sem þeir fengu gátu þeir ekki notað. Það var ekki fyrr en Michel skipti Yannick Stopyra inná fyrir Roc- heteau að líf færðist í sóknina. Og það var einmitt Stopyra sem var maðurinn á bak við mark Frakka. Hann gaf háa sendingu fyrir mark Kanada og Papin skoraði auðveld- lega úr dauðafæri. Hann hafði skömmu áður átt sláarskot og rétt eftir markið skaut Fernandez í stöng kanadíska marksins. Leikur Kanada vakti þó mesta athygli, því fyrir keppnina voru þeir taldir með lakasta liöið. Það vakti einkum furðu að þeir náðu að skapa sér ágæt marktækifæri og það þrátt fyrir að þeirra fremsti sóknarmaður, Branko Segota, hafi ekki verið með fyrr en undir lok leiksins. Hann kom ekki til Mexíkó fyrr en á fimmtudaginn. Símamynd/AP Fyrsta mark Sovótmanna kom strax á upphafsmfnútum leiksins í gærkvöldi. Peter Diosztl, markvörður Ungverja, á enga möguleika á að verja. Ungverjar áttu aldrei möguleika gegn Sovétmönnum „AÐ fá á sig tvö mörk á fyrstu fjórum mínútunum í fyrsta leik í heimsmeistarakeppni er eins og að fá högg á höfuðið. Það tekur góða stund af jafna sig eftir slíkt, og þann tfma gáfu þessir frábæru leikmenn Sovétmanna okkur aldrei. Því fór sem fór,“ sagði Mezey, þjálfari Ungverja, á blaða- mannafundi eftir leik Ungverja og Sovétmanna á HM í gærkvöldi. Miklar öryggisráðstafanir Frá Andrási Páturuynl, fréttaritara Morgunblaðsins (Maxikó. ÞÁ ER Heimsmeistarakeppnin hár í Mexfkó hafin, keppnin sem flestir knattspyrnuáhugamenn hafa beðið eftir frá þvf útslitaleik- urinn í Madrid milli Vestur-Þjóð- verja og ítala var flautaður af fyrir um fjórum árum. Næsta mánuð- inn munu 24 landslið reyna með sér og þegar upp verður staðið kemur í Ijós hvaða land á bestu knattspymumennina. Blöðin hér í Mexíkó telja öll aö Brasilíumenn hafi verið heppnir að vinna Spánverja á sunnudaginn. Sjónvarpið er búið að sýna markið, sem dæmt var af Spánverjum, margoft og þar kemur í Ijós að þetta var löglega skorað mark, boltinn fór inn fyrir marklínuna, og blöðin tala um rán í þessu sam- bandi. Mjög miklar varúöarráðstafanir eru gerðar hér á knattspyrnuvöll- unum. Þegar ég fór á opnunar- hátíðina á laugardaginn var fjórum sinnum leitaö á mér og tvívegis þurfa menn að ganga í gengum málmleitartæki. Það er greinilegt að Mexíkanar ætla að gera allt sem þeir geta til að koma í veg fyrir hryðjuverk á þessu heimsmeist- aramóti. Þegar opnunarhátíöin hófst settust flestallir Mexíkanar við sjónvarpstæki sín og fylgdust með. Einnig safnaðist saman mikill fjöldi á útivistarsvæöum borgar- innar þar sem búið er að koma fyrir stórum sjónvarpsskjám þann- ig að fólk getur fylgst með því sem fram fer á knattspyrnuvellinum. Útivistarsvæði þessi eru mjög vinsæl því frekar dýrt er á leikina ef miðað er við kaupgetu hér í Mexíkó. Bandarískum ferðamönnum sem hér eru á ferð leist ekkert á Leikmenn Dana með magakveisu: Sundlaugin sökudólgurinn Frá Gunnari Gunnarssyni, fróttamanni Morgunblaösins í Danmörku. ÞRÁTT fyrir aö danski hópurinn í Mexíkó hafi tekið með sér 6.000 Iftra af dönsku vatni og allan matinn sam leikmennirnir láta ofan f sig, þá hefur hin skæða magakveisa, sem Mexfk- anar kalla að gamni sínu „tour- ista“, ekki iátið stjörnur liðsins ffriði. Kveisan er skæö, en varir yfir- leitt aðeins í um einn sólarhring. Nokkrir dönsku leikmannanna hafa fengið i magann, og þurfti Michael Laudrup að eyða nánast öllum sunnudeginum í rúminu — og á salerninu. Nokkrir hinna leikmannanna hafa einnig þurft • Michael Laudrup átti bágt á sunnudaginn. að vera rúmliggjandi vegna þessa. Læknar Dananna og aðstoðar- menn hafa reynt að finna skýr- ingar á þessu, en þær liggja enn ekki fyrir. Langlíklegast telja þeir þó að það sé sundlauginni við hótel það sem danski hópurinn dvelur á að kenna hvernig komið er. í hitanum og sólskininu í Mexíkó sækja leikmennirnir eðli- lega mjög í laugina, og sam- kvæmt rannsóknum hefur vatnið t lauginni ekki verið upp á þaö allra heilsusamlegasta. Því hefur leikmönnunum nú verið bannað að fara meö höfuðið í kaf í sund- lauginni! blikuna þegar þeir ætluðu að kaupa í matinn á laugardeginum. Allar búðir og veitingastaöir voru að vísu opnir en ... það mátti bara enginn vera að því að afgreiöa því allir voru límdir við sjónvarps- tækin. Eins og fiestum er eflaust kunnugt er áhuginn á knattspyrnu mjög lítill t Bandaríkjunum og þeir ferðalangar sem ég hef rætt viö vissu varla að Heimsmeistara- keppnin í knattspyrnu væri að hefjast hér og sögðu að þeim hefði aldrei dottið í hug að koma til Mexíkó ef þeir hefðu vitað af þessu. Háskólanum hér í Mexíkóborg hefur verið lokað til 18. júní vegna leikanna. Leikið er á háskólaleik- vanginum og yfirvöld háskólans töldu viturlegast að loka bara öllu saman á meðan á keppninni stæöi. Bæði var það að þeir töldu að til illinda gæti komið milli stúdenta og þeirra, sem væru á leiðinni á völlinn, og einnig bjuggust þeir við að stúdentar hefðu meiri áhuga á knattspyrnu en skólabókum. Opnunarhátíðin fór vel fram og allt hefur tekist eins vel og frekast er kosið það sem af er keppninni. Margir höfðu búist við að meira yrði um óspektir og þjófnaöi en venjulega, því þaö vill oft verða þegar mikill fjöldi ferðamanna kemur saman á mót sem þetta. í Mexíkóborg voru 11 morð framin frá því á föstudagskvöldið fram á laugardagskvöld og er það svipuð tala og venjulega hér í borg. Sömu sögu er að segja af ránum og lík- amsárásum. Sovétmenn sýndu stórkostlega knattspyrnu í leiknum og skoruðu sex mörk gegn engu, þrátt fyrir að í lið þeirra vantaði þrjá stjörnuleikmenn - varnarmanninn Alexander Chivadze og sóknar- mennina Oleg Blokhin og Oleg Protasov sem allir eru meiddir. Valery Lobanovsky, þjálfari landsliðsins, er jafnframt þjálfari Dynamo Kiev, og hann var með átta leikmenn af ellefu úr liði Kiev i landsliðinu í gærkvöldi. Allt liðið átti stórkostlegan leik, og réð öllu á leikvellinum með hraða og ná- kvæmni í sendingum. Ungverska liðið, sem fyrir HM var álitið líklegt til afreka, sýndi hinsvegar lítið, og komst aldrei almennilega inn í leikinn. Ungverjar áttu nokkur þokkaleg marktæki- færi, en voru samt aldrei náiægt þvíaöjafna leikinn. Pavel Yakovnenko gerði fyrsta markið strax á annarri mínútu með góðu skoti af stuttu færi eftir að ungversku vörninni hafði mistekist aö hreinsa eftir aukaspyrnu. Og áöur en Ungverjar náöu að jafna sig á áfallinu kom mark númer tvö. Sergei Aleinikov átti þá fast skot af 20 metra færi sem rataði rétta ieið í netiö. I stað þess að slaka á héldu Sovétmenn áfram að sækja af krafti, og ungverska vörnin var í tætlum. Strax á 13. mínútu reyndi Mezey þjáifari að bæta úr með því að taka Antal Roth af leikvelli og setja Burscha inn á í staðinn, enallt komfyrirekki. Á 24. mínútu kom þriðja markið. Belanov var þá felldur inn í vítateig og hann skoraði sjálfur úr því af öryggi. Staðan í hálfleik var 3:0. (síðari hálfleik, þegar flestir áttu von á því að Sovétmenn myndu slaka á og leggja aðaláhersluna á að halda knettinum, „drepa ieik- inn" eins og það er kallað, héldu þeir uppteknum hætti. Ivan Yar- emchuck skoraði tvö mörk í fyrri hluta háklfleiksins og Sergei Rod- inov bætti svo sjötta markinu við þegar 9 mínútur voru eftir. Sovét- menn veittu sér meira aö segja þann munað að brenna af víta- spyrnu um miðjan hálfleikinn. „Sovétmenn eiga mjög gott landslið um þessar mundir og í því eru nokkrir af bestu knatt- spyrnumönnum heimsins," sagði György Mezey eftir leikinn og bar sig vel þrátt fyrir ósigurinn. Hann sagði leikmenn sína hafa verið grátlega óheppna í upphafi, og lagði áherslu á að engin ástæða væri til að afskrifa Ungverja þrátt fyrir úrslitin. Leikirnir við Frakka og Kanadamenn væru eftir. Diego Maradona var stórkostlegur ARGENTÍNSKI knattspyrnusnill- ingurinn Diego Maradona reynd- ist leikmönnum Suður-Kóreu erf- iður viðfangs í landsleik þjóðanna í gærkvöldi. Argentínumenn unnu öruggan 3:1-sigur, og Maradona lagði öll mörkin upp. Kóreumenn- irnir náðu sér ekkí á strik fyrr en undir lok leiksins þegar Argent- ínumenn gátu leyft sér að slaka á, komnir með 3:0-forystu. Jorge Valdano (2) og Oscar Ruggeri gerðu mörk Argentínu, en Park Chang-Sun skoraði fyrir Suður- Kóreu. Kóreumenn virtust taugaveikl- aðir framan af leiknum og virtust ekki hafa önnur svör við sóknarleik Argentínumanna en að sparka í Maradona. Það kom þeim í koll því Maradona er enginn aukvisi í aukaspyrnum og tvö fyrstu mörkin í leiknum komu eftir að hann var sparkaður niður. Á sjöttu mínútu tók Maradona aukaspyrnu skammt fyrir utan víta- teig, en þrumuskot hans fór í varn- arvegginn. Knötturinn barst aftur til Maradona, sem var snöggur að átta sig og renndi honum til hliðar á Valdano. Valdano skoraði með góðu skoti úr þröngu færi. Á átjándu mínútu fékk Mara- dona aukaspyrnu úti á kanti og sendi hnitmiðaða sendingu á Oscar Ruggeri, miðvörð Argent- ínumanna, sem stökk hátt yfir heldur slaka vörn Kóreumanna og skallaði í netið. Það sem eftir var fyrri hálfleiks- ins réöu Argentínumenn alveg gangi leiksins og fengu nokkur tækifæri til að auka muninn, m.a. stangarskot, en staðan í hálfleik var 2:0. Strax á fyrstu mínútu síðari hálf- leiks fékk Maradona knöttinn á hægri kanti, og hann gerði sér lítið fyrir og stakk sér framhjá tveimur varnarmönnum Kóreu og gaf síðan • Suður-Kóreumenn réðu ekkert við Diego Maradona f gærkvöldi. hárnákvæmt fyrir markið — yfir vörn Kóreu og til Valdano sem þurfti ekki annað en ýta knettinum yfir marklínuna. Eftir þriðja markið slökuðu Arg- entínumenn augljóslæega mjög á og leyfðu Kóreumönnum að koma nær vörn sinni með knöttinn. Þetta er varasöm leikaðferð og á síðustu 20 mínútunum áttu Kóreumenn nokkur ágæt marktækifæri. Þeim tókst þó aðeins að skora úr einu, og það var fallegasta mark leiksins — firnafast skot af 20 metra færi, sem Neri Pumpido í markinu átti enga möguleika á að verja. Eftir leikinn sagði Maradona: „Ég átti ekki von á Kóreumönnun- um svona grófum. En við unnum leikinn og það er fyrir mestu." Þjálfari Kóreumanna, Kim Jung- Nam, var spurður eftir leikinn um hin endurteknu brot leikmanna hans á Maradona. „Ég skipa aldrei leikmönnum mínum að brjóta af sér eða taka einstaka leikmenn fyrir með fautabrögðum. En það er leyfilegt að leika fast, og það reyndum við að gera í leiknum", sagði hann. Gleymum þessum leik - sagði þjálfari Ítalíu um opnunarleikinn Pólverjar heppnir gegn Marokkómönnum PÓLVERJAR og Marokkómenn gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik F-riðilsins í Mexíkó í gærkvöldi. Marokkómenn komu mjög á óvart í leiknum og höfðu í fullu tré við Pólverjana í fyrri hálfleik. Þeir vörðust vel og áttu hættu- legar sóknir. Meðal annars þurfti hinn frábæri markvörður Póllands, Mlynarczyk, tvisvar að taka á honum stóra sínum eftir skot frá Krimau og Bouderbala, hættulegustu sóknarmönnum Marokkó. Þegar líða tók á leikinn og Marokkómenn fóru að gera sér grein fyrir að þeir áttu góða möguleika á að ná stigi í leiknum drógu þeir sig til baka og síðustu 20 mínúturnar voru Pólverja. En Badou Zaki, markvörður Mar- okkó sýndi þá að hann gaf kol- lega sínum í pólska markinu lítið eftirog varði vel. Báðir aðilar geta vel við úrslit- in unað — Pólverjar áttu slæman dag og mega þakka fyrir að sleppa með jafntefli, og Mar- okkómenn áttu fyrirfram ekki að eiga möguleika á stigi íleiknum. um. Italir trúðu greinilega sjálfir að þeir væru búnir að vinna leikinn „PAÐ er nú markmið okkar að gleyma þessum leik sem fyrst,“ sagöi Enzo Bearzot, þjálfari ítalska landsliðsins í knattspyrnu, eftir aö hans menn höföu gert 1:1-jafntefli í opnunarleik heimsmeistarakeppninnar f knattspyrnu f Mexlkó 6 laugardaginn. Flestir höfðu búist við sigri ítala og ef til vill ekki sfst þeir sjálfir eftir að þeir skoruðu fyrsta mark leiksins. Búlgarir gáfust þó ekki upp og þeir skoruðu jöfnunar- markiö þegar aöeins fimm mfnútur voru til leiksloka og „stélu“ þar með öðru stiginu. Leikurinn var mjög ■ svipuðum dúr og menn höfðu gert sér hug- myndir um. Rólegur framan af og ítalir höfðu undirtökin. Flestir leikir í fyrstu umferðinni í heimsmeist- arakeppninni verða líklegast svona varfærnislega leikir. Það er of mikilvægt að tapa stigi til þess að liðið tefli á tvær hættur til að ná tveimur stigum í fyrstu leikjunum. Fyrsta markið gerði Altobelli fyrir ítali og var það fallegt mark. Ítalía fékk aukaspyrnu sem Di Gennaro tók. Varnarmenn Búlgar- íu gleymdu Altobelli sem beið við fjærstöngina og þegar knötturinn kom til hans skoraði hann af ör- yggi. Þetta gerðist skömmu fyrir leikhlé. í seinni hálfleiknum tókst síðan Búlgörum að jafna og var þar á ferðinni besti maður liðsins, Sir- akov, sem hafði farið úr vörninni fram á miðjuna skömmu áður. Það var varamaðurinn Kostadinov sem sendi á Sirakov sem skoraði lag- lega með skalla. Búlgarir mega vel við una að ná jafntefli í opnunarleiknum og það gegn heimsmeisturunum sjálf- eftir að þeir gerðu markið en „mörkin ákveða hvernig leikurinn fer, ekki spiiið úti á vellinum né fjöldi tækifæra," eins og Sepp Piontek þjálfari Dana sagði eftir leikinn. „ítalir ollu mér vonbrigð- um,“ sagði Billy Bingham þjálfari Norður-lra eftir leikinn og bætti svo við, „í sannleika sagt þá minnir þessi leikur þeirra mig á heims- meistarakeppnina árið 1982 þegar þeir urðu heimsmeistarar." Þjálfari Búlgaríu sagði eftir ieik- inn að þeir hefðu átt skilið að fá annaö stigið. „Leikurinn var alls ekki góður en hverjir hefðu leikið vel í opnunarleik gegn heimsmeist- urunum sjálfum," sagði hann og var hinn ánægðasti. Altobelli gerði fyrsta markið ÞAÐ var ítalski framherjinn Alessandro Altobelli sam skor- aöi fyrsta mark heimsmeistara- keppninnar f knattspymu ériö 1986. Hann gerði eina mark ít- ala þegar þeir gerðu 1:1-jafn- tefli viö Búlgaríu f fyrsta leik mótsins é laugardaginn var. Markið skoraði Altobelli á 43. mínútu leiksins. Altobelli þessi gerði þriðja og síðasta mark ítaia þegar þeir unnu Vestur-Þjóðverja í úrslita- leiknum í Madrid með þremur mörkum gegn einu árið 1982. Hann gerði því síðasta mark þeirra í síðustu keppni og það fyrsta í þessari keppni. Þetta eru einu mörkin sem þessi þrítugi sóknarmaður hefur gert í heims- meistarakeppni tii þessa en vel getur farið að hann eigi eftir að bæta úr því. í síðustu keppni komust ítalir með naumindum áfram úr riðlin- um sem þeir iéku í. Gerðu þrjú jafntefli við Polland, Peru og Cameroon og þessi byrjun hjá þeim núna minnir að vissu marki á hvernig síðasta keppni hófst hjá þeim. Þess má að lokum geta að 1:1 -jafntefli í þessum fyrsta leik mótsins er það mesta sem skor- að hefur verið t opnunarleik allt frá árinu 1962. Fjórum sinnum, á árunum 1966-1978, hefurfyrsti leikurinn endað með markalausu jafntefli en árið 1982 vann Arg- entína lið Belgíu í fyrsta leiknum með einu marki gegn engu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.