Morgunblaðið - 29.06.1986, Qupperneq 3
B 3
MORGUNBLAÐDÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 1986
Nýir eigendur hafa tekið við rekstri Lóukjörs í Vallagerði,
Kópavogi. Þær heita Ólavia Jensdóttir, t.v. og Elísabet Ásta
Magnúsdóttir.
Eitt verka Lauri Dammert.
Páll Sólnes og
Lauri Damm-
ert sýna í
Jónshúsi
Jónshúsi.
NÝLEGA var opnuð sýning á
verkum tveggja ungra lista-
manna hér í Jónshúsi, Islendings-
ins Páls Sólnes og Finnans Lauri
Dammert. Sýnir sá fyrrnefndi
15 litkrítarmyndir, en hinn síðar-
nefndi 15 Ijósmyndir og 13
myndir unnar með Ijósmynda-
tækni. Þeir félgarnir hafa starf-
að saman í vetur á sameiginlegri
vinnustofu í Christianshavn.
Páll Sólnes stundaði nám hér í
Kaupmannahöfn í Skolen for
brugskunst og útskrifaðist þaðan
fyrir nokkrum árum. Vann hann
síðan við auglýsingatækni heima.
Páll hélt sýningu á Akureyri í fyrra-
vetur og hefur áður tekið þátt í
sýningum hér í Kaupmannahöfn.
Lauri Dammert hefur aðallega
starfað sem blaðamaður og ljós-
myndari í Svíþjóð. Hann hefur hald-
ið sýningu í Helsingfors og tvisvar
áður sýnt hér í Höfn. Lauri notar
sérstaka gamaldags tækni,
gúmmídíkrómat, þ.e. án silfurs, við
sumar mynda sinna og nær m.a. á
þann hátt sérkennilegum blæbrigð-
um.
Sýningin verður opin H1 nr>
Lúðrasveit Stykkishólms heim-
sótti þijá vinabæi Stykkishólms,
fyrst Drammen í Noregi, þá Örebro
í Svíþjóð og loks Kolding í Dan-
mörku. Einnig lék hljómsveitin í
Gautaborg og Árósum og loks hér
í Kaupmannahöfn, þar sem lúðra-
sveitimar hittust loks og léku
saman. Rúmlega 50 manns voru
með í förinni.
Skólahljómsveit Mosfellssveitar
lék einnig í vinabæjum sveitarfé-
lagsins, Skien í Noregi, Uddavalla
í Svíþjóð, en þar var þá mikil hátíð,
og Thisted í Danmörku á vinabæja-
móti. Á fleiri stöðum hlaut sveitin
góðar móttökur svo sem í Ribe, þar
sem biskupinn sýndi hina frægu
dómkirkju, Esbjerg, Odense og í
Legolandi, þar sem meðlimum
hljómsveitarinnar var boðið upp á
ailar veitingar og aðra fyrirgreiðslu,
enda umboðsmaður Lego, Bjöm
Ásmundsson með í förinni. Kom það
sér sérstaklega vel, þar sem mjög
kalt var þann dag. Gott er til þess
að vita að ungir íslendingar em
landinu til sóma á erlendri gmnd.
G.L.Ásg.
17. júní í Kaupmannahöfn:
Góðir gestir settu
svip á hátíðina
Jónshúsi:
Margir ungir tónlistarmenn
frá íslandi juku á hátíðarblæinn
í Austurgarði á þjóðhátíðardag-
inn er íslendingafélagið gekkst
fyrir þjóðhátíðarsamkomu þar.
Voru það lúðrasveitir úr Stykkis-
hólmi og Mosfellssveit, sem voru
báðar að Ijúka hljómleikaför um
Norðurlöndin og halda heim á
leið í dag.
Það var aftur komið sumarveður
eftir kuldatíð undanfamar vikur og
flölmenni naut sólar og blíðu í
garðinum við Ríkislistasafnið. For-
maður íslendingafélagsins, Berg-
þóra Kristjánsdóttir, setti samkom-
una kl. 14.00 og bauð gesti vel-
komna. Þá léku lúðrasveitimar „ís-
land ögmm skorið", séra Ágúst
Sigurðsson predikaði, en á eftir var
þjóðsöngurinn leikinn. Ávarp fjail-
konunnar flutti Inga Gísladóttir, en
hátíðarræðu Erla Sigurðardóttir.
Hörður Torfason annaðist skemmti-
atriði og lúðrasveitimar léku ýmis
lög, bæði íslensk og erlend. Að
samkomunni lokinni gengu margir
til Jónshúss, til kaffídiykkju í fé-
lagsheimilinu og ti) safns Jóns
Sigurðssonar, sem margir hafa
skoðað á þessu vori.
Félagar í Lúðrasveit Stykkis-
hólms og Skólahljómsveit Mosfells-
sveitar hafa aflað fyár til fararinnar
með margvíslegum hætti, með því
að leika fyrir félög og á samkomum,
selja blóm og kökur og láta laun
vegna vinnu sinnar renna í sameig-
inlega sjóði. Hljómsveitimar koma
saman á hveijum vetri og vom
utanlandsferðir beggja skipulagðar
sameiginlega, en stjómandi Lúðra-
sveitar Stykkishólms, Daði Þór
Einarsson, var nemandi hins stjóm-
andans, Birgis Sveinssonar í Mos-
fellssveit. Hlutu hljómsveitimar
hvarvetna hinar bestu móttökur á
ferðum sínum og tóku borgarstjórar
víða á móti þeim með viðhöfn.
Áatula
símkerfið hefur leyst öll símavandamál
okkar, innan fyrirtækisins sem utan
og þó hefur viðskiptavinum okk-
ar fjölgað stórlega síðan við
fengum það.
En ánægjan með Kanda-sím-
kerfið er jafnvel enn meiri innan
fyrirtækisins.
Það er alveg sama hvar ég er
stödd, þegar hringt er í mig, ég
get svarað símtalinu í næsta
síma, í stað þess að hlaupa lang-
ar leiðir eins og ég þurfti áður.
Eða þegar ég þarf að ná í ein-
hvern, og veit ekki hvar hann er
staddur, get ég kallað í mörg sím-
tæki í einu og hann síðan svarað
þar sem hann er staddur, og
þetta er bara lítið brot af öllu því
sem hægt er að gera með þessu
símkerfi frá Kanda.“
Með Kanda EK-516B getur þú:
1. Geymt samtöl.
2. Hringt handfrjálst á bæjarlínu.
3. Haldið símafundi.
4. Kallað í mörg símtæki í einu á
innanhússlínu.
5. Lokað fyrir allar hringingar, ef
þú vilt ekki láta trufla þig.
6. Flutt skiptiborð milli símtækja.
7. Flutt símtöl milli símtækja á
einfaldan hátt.
8. Sett hindrun á langlínusímtöl
á einstök símtæki.
9. Tengt rafhlöðu við kerfið, þannig
að það vinnur þó rafmagn fari kf.
10. Valið sjálfur biðtónlistina
á símanum.
Kanda EK-516B símkerfið er fyrir allt að 5 línur og 16
símtæki.
Verð kr.
Símkerfi með 5 línum og 8 símtækjum 144.745,-
_ 5 — 12 — 184.095,-
_ 5 — 16 — 214.379,-
Við komum á staði og veitum ráðgjöf um hentug sím-
kerfi. •Verð iniðað við gengi 10.02. 1986.
m 1ÖKUM VEL i Mðn ÞÉR
SKIPHOLTI 19
SÍMI 29800