Morgunblaðið - 29.06.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 1986
B 7
í mars fór bandaríska forsetanefndin, sem fjallar um
skipulagða glæpastarfsemi, fram á það við öll fyrirtæki
að þau skylduðu starfsmenn sína til að gangast undir
lyfjapróf. ^ SJÁ: SIÐIR OG
VENJUR:
Menn gerast
þreyttir á
þungbúnu
þulunum
Gorbachev, leiðtogi Sovétríkj-
anna, hefur tamið sér öðruvísi
framkomu í sjónvarpi en forverar
hans. Hann lætur þó ekki þar við
sitja, heldur hefur hann nú látið að
því liggja að breytinga sé þörf á
sjónvarpsfréttaflutningi þar eystra
og að hann verði ekki lengur í sama
rígskorðaða forminu og verið hefur
hingað til.
Slysið í Chemobyl virðist hafa
varpað ljósi á hina snöggu bletti í
fréttaflutningi sjónvarps, en þeir
hafa verið vaxandi áhyggjuefni
sovéskra stjómvalda um nokkurt
skeið. Sjónvarpið skýrði ekki frá
slysinu fyrr en þremur dögum eftir
að það átti sér stað og enn liðu
nokkrir dagar þar til sæmilega ítar-
Iegar fréttir af vettvangi atburð-
anna tóku að berast. Oft var
„fréttaflutningurinn" einungis í því
formi að lesnar vom tilkynningar
frá stjómvöldum og vestrænir fjöl-
miðlar gagnrýndir fyrir frásagnir
þeirra af slysinu.
Pravda, málgagn sovéska komm-
únistaflokksins, hefur nú gengið
feti framar en venja er til og kvart-
að yfír því að innlendar sjónvarps-
BANDARÍKIN
Þrenginga-
tíð í þjóð-
görðunum
Þjóðgarðamir í Bandaríkjun-
um em á meðal dýmstu
djásna heims. Bandaríkin urðu fyrst
til að stofna garða af þessu tagi
og hvergi í heiminum em þeir stór-
fenglegri. Nú um stundir em þó
ýmsir erfiðleikar á starfsemi þeirra.
Þjóðgarðamir, þar á meðal
Grand Ganyon, Painted Desert og
Petrified Forest, em að vonum
vinsælir ferðamannastaðir. Þangað
komu um 260 milljónir á síðasta
ári og búizt er við 10—20% aukning
á þessu ári því að Bandaríkjamenn
ætla að ferðast meira innanlands í
sumar en venjan er, það sem þeir
óttast hryðjuverk í Evrópu eins og
þráfaldlega hefur verið lýst í fjöl-
miðlum. En ýmsir erfíðleikar steðja
þó að. Til dæmis er umferð svo
mikil um suma þjóðgarðana að fólk
getur lent í margra klukkutíma
fréttir séu leiðinlegar og lífvana,
enda þótt nokkrar endurbætur hafi
átt sér stað að undanfömu. Oft er
það allur fréttaflutningurinn að
þungbúinn þulur situr við skrifborð
og les fréttatilkynningar. Einkum á
það við um flutning erlendra frétta
og af íþróttaviðburðum.
Pravda segir ekki, að þessi gagn-
rýni sé sett fram að undirlagi Gorb-
achevs þótt hún gæti vel verið
mnnin undan rifjum hans. Bæði
hann og kona hans em myndarfólk
sem taka sig vel út í sjónvarpi og
þau hafa kynnst vinnubrögðum
vestrænna sjónvarpsfréttamanna,
og jafnvel náð nokkuð góðu sam-
bandi við þá. Þá em fjölmiðlar á
Vesturlöndum ekki eins áfjáðir og
stjómvöld í Washington í að líta
óhým auga til alls þess sem frá
Sovétríkjunum kemur. Af greininni
í Pravda má draga þá ályktun að
Gorbachev vilji láta sovéska sjón-
varpið taka upp jákvæðari afstöðu
í garð Vesturlanda, en í blaðinu
segir eftirfarandi: „Upplýsingar frá
ríkjum auðvaldsskipulagsins em
tilbreytingarlausar. Uljaskaðar
tuggur er nánast það eina sem út-
umferðarteppu. Fimm ára biðlisti
er eftir bátsferð niður flúðir Grand
Canyon, og í Yellowstone em að
jafnaði ekki færri en þúsund manns
saman komin til þess að horfa á
gos úr hvemum Old Faithful, sem
gýs á klukkutíma fresti. Þegar
hefur komið til tals að takmarka
fjölda gesta í vinsælustu þjóðgörð-
unum, en það yrði illa séð hjá
mörgum, sem hafa aðeins aðstöðu
til að ferðast um þessi landsvæði
einu sinni á ævinni.
Og þótt þjóðgarðamir séu friðlýst
svæði verða þeir fyrir ýmsum áhrif-
um af því sem gerist í kringum þá.
Námugröftur, iðnaður og annað
sem á sér stað við jaðra þeirra,
hefur valdið skemmdum innan
garðanna sjálfra. Á sama hátt hefur
röskun á náttúm og dýralífi utan
þeirra ýmis áhrif á þá, því þeir em
algerlega einangraðir frá umheim-
inum. Ýmsar hættur steðja til
dæmis að Yellowstone í Wyoming,
sem er elzti þjóðgarður heims. Þar
í grennd á meðal annars að reisa
tvö raforkuver, bora eftir jarðhita
og skipuleggja skíðalönd. Enn-
sig en ekki með venjulegum lækn-
isaðgerðum. Sagt er að Páfagarð-
ur hafi meiri áhuga á slíkum full-
yrðingum en sögusögum um
kraftaverkin sem til hans em
rakin eftir dauða hans.
En þótt hann verði tekinn í
dýrlingatölu er ólíklegt að hjátrúin
sem hefur vaxið upp í tengslum
við minningu hans fjari út. Fá-
tæklingar hafa lengi haft það fyrir
sið að setja vatnsglas með rauðri
rós við sjúkrabeð fólks í þeirri
trú að það dragi að anda dr.
Hemandesar og leiði til bata.
Þar fyrir utan hafa óprúttnir
menn reynt að auðgast á „Heilög-
um Hemandes". Reist hafa verið
musteri sem bera nafn hans og
þar starfa miðlar sem falla í
leiðslu til að ná sambandi við
lækninn heilaga og em áhorfend-
ur krafnir um 250 krónur í að-
gangseyri. Ma'rgir læknar em og
lítt hrifnir af fréttum um að
miðlar, sem telja sig haldna anda
„dýrlingsins", hafi skorið fólk upp
í mustemnum og stundum með
þeim afleiðingum að sjúklingamir
hafi látizt.
- GEOFFREY
MATTHEWS.
varpið og sjónvarpið flytja okkur
þaðan." Um fréttir frá Vesturlönd-
um segir þar ennfremun „Þær
skýra einkum frá fundum og mót-
mælaaðgerðum. Sjaldan er greint
frá afrekum á sviði tækni og vísinda
og þeim áhrifum sem þær hafa á
verkafólk í ríkjum auðvaldsins."
Höfundur þessarar greinar í
Pravda er Dmitri Lyubosvetov og
þau mál sem hann tekur til um-
fjöllunar hafa oft verið ásteytingar-
steinn milli austúrs og vesturs. Til
dæmis hafa ýmsir utanríkisráð-
herrar á Vesturlöndum haft sitt-
hivað við fréttaflutning sovéskra
fjölmiðla að athuga. Meðal annars
hefur breska utanríkisráðuneytið
oft haldið því fram að fréttir Sovét-
manna af átökunum á Norður-
írlandi og atvinnuleysinu í Bretlandi
bæru vott um meinfýsni og hlut-
drægni.
Samskonar sjónarmið hafa löng-
um komið fram af hálfu sovéskra
borgara. Þeir hafa gagmýnt frétta-
flutning sovézkra fjölmiðla í blöðum
og þar á meðal í bréfadálkum
Pravda og krafíst þess að aukinnar
hlutlægni verði gætt.
Þó er alls óvíst að Gorbachev og
Pravda fái einhveiju ágengt í þess-
um efnum. Pravda er raunar oft
sama marki brennt og aðrir sovéskir
fjölmiðlar. Þar er lítil fjölbreytni í
fréttaskrifum og umfjöllun í föstum
skorðum. Þótt blaðið sé gefið út í
feykistóru upplagi er það ekki sér-
lega vinsælt lesefni, en skýringin á
útbreiðslu þess er sú, að það er
allt að því skylda flokksmanna að
kynna sér efni þess, en flokkurinn
telur 17 milljónir félaga.
MICHAEL SIMMONS
fremur eru þar í grenndinni gull-
náma og olíulind. Mikill skógur
hefur verið höggvinn fyrir utan
þjóðgarðinn og það ógnar lífi dýr-
anna sem eru ekki nægilega kæn
til að halda sig fyrir innan mörkin
ósýnilegu.
En hætta steðjar ekki einungis
að dýrunum heldur virðast Banda-
ríkjamenn, sem óttast hryðjuverk í
Evrópu, einnig vera í háska staddir
í sínum heimahögum og jafnvel í
þjóðgerðum. Glæpum hefur sem
kunnugt er fjölgað mjög í Banda-
ríkjunum síðustu tvo áratugi, eink-
um í grennd við stórborgir.
Nokkuð hefur borið á kókaín-
neyzlu í Yosemite og eiga þar bæði
starfsmenn og gestir í hlut. Á hóteli
einu í garðinum reyndist vera mið-
stöð víðtækrar vændisstarfsemi.
Stöðugt verður og meira um þjófn-
aði, skemmdarverk, nauðganir og
morð. Til dæmis voru tvær ungar
konur, sem voru á ferð eftir göngu-
stíg, myrtar á þessu ári. Hins vegar
er rétt að taka fram að fæstir
gestanna verða fyrir alvarlegri
áreitni.
Fyrir skömmu gaf Alston Chase,
sem er sérfræðingur í umhverfis-
málum, út bók um ástandið í þjóð-
görðunum og nefnist hún „Að leika
guð í Yellowstone". Hún hefur
þegar vakið miklar deilur. í bókinni
hellir Chase úr skálum reiði sinnar
yfir þjónustustofnun þjóðgarðanna
svo og yfir þjóðgarðsverðina sjálfa.
Hann fullyrðir að því fari fjarri að
þessir aðilar sjái sómasamlega um
gæzlu í görðunum og að þeir vinni
þvert á móti. Chase staðhæfír að
þjónustustofnun þjóðgarðanna hafi
ekki áhuga á vísindalegum rann-
sóknum og haldi fast við eigin
kreddur. Hann sakar meðal annars
þjóðgarðsverði í Yellowston um að
hafa flutt inn í hann úlfa frá Kanada
til þess að auka eigin hróður, og
síðan halda því blákalt fram að
dýrin hefðu verið í garðinum alla
tíð. — SIMON HOGGART.
Gæsla efld
íbandarískum
sendíráðum
Washington, AP.
ÖLDUNGADEILD Bandaríkja-
þings samþykkti á miðvikudag
lög, sem kveða á um að 1,7 milij-
örðum dollara verði varið til
öryggisgæslu við bandarísk
sendiráð víðs vegar um heim til
að koma í veg fyrir hermdar-
verk.
Samkvæmt lögunum verður
heimilt að gera endurbætur á sendi-
ráðsbyggingum eða reisa nýjar.
Einnig verður sérstök sveit þjálfuð
í sendiráðunum, sem ætlað er það
hlutverk að fara með öryggisgæslu.
Þá verður ijármunum varið til
stuðnings rfkisstjómum í barát-
tunni við hermdarverkastarfsemi.
Fara fram
á ísraelsk
gögn vegna
njósnamáls
Tel Aviv, AP.
BANDARÍKJAMENN hafa farið
fram á við stjóm ísraels að þeim
verði veittur aðgangur að niður-
stöðum sérstaks dómstóls um
yfirheyrslu yfir ísraelskum sam-
verkamönnum Bandaríkja-
mannsins Jonathan Jay Pollard,
en hann hefur verið ákærður
fyrir njósnir. Þetta kom fram í
ísraelsku dagblaði í gær.
Yitzak Moday, dómsmálaráð-
herra ísraels, sem nýlega var í
Bandarikjunum, sagði, að allir þeir
ísraelar sem viðriðnir væru málið
hefðu verið yfirheyrðir um það.
Samkvæmt frétt blaðsins á ísra-
elska stjómin í vandræðum vegna
þessa máls því líklega voru menn-
imir ekki yfírheyrðir. Á hinn bógin
gæti stjómin ekki viðurkennt að
dómsmálaráðherrann hafi logið vís-
vitandi.
Pollard og kona hans, Ann Hend-
erson Pollard, hafa verið ákærð
fyrir njósnir í þágu ísraels, en hann
vann á vegum bandaríska sjóhers-
ins.
Kína:
Menningar-
málaráð-
herra eftir
20 ár í ónáð
Peking, AP.
VEL ÞEKKTUR rithöfundur,
sem um tuttugu ára skeið var i
ónáð vegna hægri sinnaðra skoð-
ana, var sl. miðvikudag gerður
að menningarmálaráðherra
Kína.
Wang Meng er 51 árs og varafor-
maður kínverska rithöfundasam-
bandsins. Hann hefur verið meðlim-
ur í kfnverska kommúnistaflokkn-
um síðan hann var 14 ára gamall,
en féll í ónáð, er hann skrifaði
gagnrýna smásögu um áhugalausa
flokksleiðtoga árið 1957 og var þá
sendur í útlegð til afskekkts héraðs
í Norð-vestur-Kína. 1979 hlaut
hann uppreisn æm og hefur síðan
verið mikill stuðningsmaður stefnu
stjómvalda varðandi listir. Meng á
sæti í miðstjóm kínverska komm-
únistaflokksins og segir það hlut-
verk sitt, að vera tengiliður milli
nefndarinnar og rithöfunda, sem
hann hvetur til að sýna þjóðfélags-
lega ábyrgð, þar sem þeir hafi
aldrei fýrr haft slfkt svigrúm til
skapandi skrifa.
# %
SACHS
Högg
deyfar
V-þýsk
gæðavara
SUÐURLANDSBRAUT 8
.j^^SÍMI 84670