Morgunblaðið - 29.06.1986, Qupperneq 12
12 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 1986
Keri Hulme
og skáldsaga hennar
um frumbyggja Nýja-Sjálands
Keri Hulme er nýtt nafn á
sviði bókmennta, nafn
hennar vakti mesta athygli árið
1985. Hulme, sem er tæplega
fertug, hefur gengið með rit-
höfundinn í sér síðan hún var
lítil stúlka, en aðeins skrifað
eina bók, The Bone People, bók-
ina sem hreppti hin virtu Booker
McConnell-bókmenntaverðlaun
fyrir árið 1985. En sagan á bak
við höfundinn og verkið er ekki
síður merkileg.
Hulme lauk við handritið
snemma árs 1983 og hafði hún
þá unnið að því í sautján ár, eða
frá því um tvítugt. Hún bauð
handritið til útgáfu en engum leist
á það. Það sem gerði Hulme erfíð-
ara fyrir var að hún neitaði að
breyta einum einasta bókstaf;
sagan skyldi gefin út eins og
höfundurinn vildi hafa hana,
annars yrði hún eldinum að bráð.
Það var ekki fyrr en í febrúar
1984 að Hulme komst í samband
við útgáfu kvenréttindasinna sem
hafa aðsetur í Wellington á Nýja-
Sjálandi. Útgáfufyrirtækið hafði
áhuga á að varðveita menningu
maóra, frumbyggja Nýja-
Sjálands, og gaf verkið út í 2.000
eintökum. Bókin var ekki auglýst
en seldist engu að síður upp á
nokkrum vikum; einnig önnur út-
gafa. Þessi óvænta sala ýtti við
útgáfurisanum Hodder & Stough-
ton, sem gaf The Bone People út
í stærra upplagi.
Hulme reit í formála annarrar
útgáfu: „Þessi bók getur komið
þeim, sem hafa ákveðinn bók-
menntasmekk, sérkennilega fyrir
sjónir, rétt eins og þegar fólk
þarf tíma til að venjast nýrri
mataruppskrift. En óttist eigi. Það
sem þið þekkið ekki í dag getur
verið ykkar besti vinur á morgun."
Sérfræðingar sem spá í met-
sölubækur og vinsældalista árið
um kring voru ekki lítið hlessa
þegar hin óvenjulega skáldsaga
Keri Hulme birtist dag einn á
vinsældalista bókabúðanna í
Nýja-Sjálandi og Ástralíu. Sér-
fræðingamar voru því ekki vanir
að bók, sem úthýsti tveimur al-
gengustu þáttum metsölubók-
anna, kynlífi og ofbeldi, gæti selst
í svo mörgum eintökum. Þar fyrir
utan þykir stíll Hulme óárennileg-
ur, hún skrifar nefnilega í anda
James Joyce og WiHjams Faulkn-
er. Tuttugu og fimm þúsund ein-
tök seldust á Nýja-Sjálandi og þar
með hafði The Bone People slegið
nærri tíu ára gamlt sölumet Þymi-
fuglanna eftir þekkasta rithöfund
Ástralíu, Colleen McCullough.
Bókin var svo gefm út á Eng-
landi í júlí 1985, hreppti Booker-
bókmenntaverðlaunin í október
og þar með skaut Hulme virtum
rithöfundum eins og Iris Murdoch
og Doris Lessing ref fyrir rass.
„Getur ekki verið, þið eruð að
grínast," sagði Keri Hulme þegar
vinir tilkynntu henni úrslitin; ein-
stæðingurinn sem hafði vart átt
til hnífs og skeiðar þurfti nú loks
engar áhyggjur að hafa af morg-
undeginum.
Óvenjuleg' bók
Sagan er óvenjuleg og hrífandi.
Aðalpersónumar em þijár og
tengja þær menningu hvíta fólks-
ins annars vegar og hins vegar
menningu maóranna, fmmbyggja
Nýja-Sjálands. Sögumaðurinn er
Kerewin Holmes, listamaður, sem
glatað hefur sköpunargáfunni og
yfirgefið fjölskyldu sína til að
halda sambandi við Símon, sjö
ára, einmana og fámæltan snáða.
Hólmes tekur drenginn nánast að
sér, þótt hann eigi fósturföður,
Joe Gillaylev, sem er ekkill og
vinnur í verksmiðju eftir að hafa
fallið á prófum í háskóla. Holmes
dregst að Joe, en áður en þessar
þrjár persónur kynnast nánar
ræðst Joe að drengnum í mikilli
ölvímu og lemur hann næstum til
óbóta.
Þessi verknaður myndar hvörf-
in í sögunni og sögumaðurinn,
Holmes, leitar á á náðir inn-
fæddra, „beinafólksins", og goð-
sagna þeirra.
Keri Hulme hreppti Booker-
bókmenntaverðlaunin 1985
fyrir fyrstu skáldsögu sína, The
Bone People.
Joe getur ekki horft framan í
nokkum mann eftir að hafa lúskr-
að á syni sínum. Hann hyggst
stytta sér aldur, en maórískur
einsetumaður telur hann af því
og skipar hann vörð yfir maór-
ískum fomminjum. Hann hefur
kynnst sögumanninum Holmes,
sem dregur úr sársauka maga-
krabbameins með dópi og eitruð-
um sveppum. Drengurinn Símon
leita enn föðurástar, en tíminn
líður og hugur hans beinist burt
frá forfeðmm sínum.
Svo kann að vera að Keri
Hulme sé einnar bókar höfundur,
það er að The Bone People sé lífs-
starf hennar á sviði bókmennt-
anna, enda segist hún hafa lagt
allt sem átti í þetta verk. Hún
skrifaði um allt það sem hún vissi
um menningu maóra, hjarta
þeirra bein, hug og anda. „Allt
það sem kom yfir mig,“ segir
skáldkonan og kímir.
Keri Hulme er elst sex systkina.
Föður sinn, skoskættaðan húsa-
málara sem bjó í Christchurch á
Nýja-Sjálandi, missti hún ellefu
ára gömul. Móðir hennar var
maóri, og segist Hulme geta rakið
ættir sípar aftur í nítján kynslóðir.
Hulme fór að hugsa um skáld-
skap strax í æsku og byrjaði á
The Bone People áður en hún náði
tvítugsaldri. En lífið lék ekki við
hana, hún þvældist milli vinnu-
staða, festi hvergi rætur, vann á
tóbaksakri eitt árið, bar út póst
annað árið, byrjaði meira að segja
í háskóla, en varð að gefa námi
á bátinn þegar harðnaði í ári. En
dag einn sagði hún: Hingað og
ekki lengra! Og þar með var hún
orðin rithöfundur í eigin augum.
Hún vann að sögu sinni sleitu-
laust, lifði á því að selja gosflöskur
og flöskur undan mjólk sem fólk
hirti ekki um. Hún fékk einu sinni
styrk frá Bókmenntasjóði Nýja-
Sjálands og var sá styrkur einu
tekjur hennar þau tíu ár sem það
tók hana að ljúka við söguna
miklu.
En nú þarf hún ekki að hafa
áhyggjur af morgundeginum.
Booker-bókmenntaverðlaununum
fylgdu 15.000 sterlingspund (sem
er nærri ein milljón króna), og
nú segist Hulme hafa næga pen-
inga til að borða og drekka, mála
og skrifa á býlinu sínu í Okarito
sem hún hefur byggt. Hún vinnur
að nýrri skáldsögu um þessar
mundir en vill ekki ræða hana
nánar, segir þó að hún fjalli um
margvísleg andlit dauðans.
(HJÓ tók saman úrTime Majfazine.) .
Fiskibátur af þessari gerð verður sýndur íslenskum sjómönnum og
útgerðarmönnum í júlí.
Sýningarbátur frá SIMRAD
Sýningarbátur frá SIMRAD-
verksmiðjunum í Noregi kemur
til Iandsins í júlí.
Bátur þessi er búinn öllum nýj-
ustu fiskileitartækjum og gefst
skipstjómarmönnum færi á að sjá
hvemig tækin vinna úti á sjó, segir
í fréttatilkynningu frá umboðs-
manni SIMRAD á íslandi, Friðrik
A. Jónssyni hf.
Báturinn mun heimsækja eftir-
farandi staði hér á landi: Neskaup-
stað 6.-8., Húsavík 10.-11., Akur-
eyri 12.-13., ísafjörð 15.-16., Pat-
reksfjörð 17., Ólafsvík 18., Reykja-
vík 20.-23., Vestmannaeyjar 25.-
27. og Höfn 29.-30. júlí.
Sjómenn og útgerðarmenn eru
boðnir velkomnir að skoða bátinn
og verður farið í smá siglingu með
þá sem þess óska.
Sumar-
næturá
Hótel Borg
SÉRSTÖK tónlistarkvöld verða
haldin á Hótel Borg í sumar í
tilefni 200 ára afmælis Reykja-
víkurborgar.
„Sumamætur á Borginni", eins
og tónlistarkvöldin eru nefnd, verða
á virkum dögum og mun Hálft í
hvoru hefja leikinn þann 30. júní
og spila frá klukkan 22 til eitt eftir
miðnætti út vikuna. Frá 7. júlí til
10. júli mun jasshljómsveit Krist-
jáns Magnússonar leika og þamæst
kvartett Bjöms Thoroddsen.
AUCLÝSINCASTOFA
MYNDAMÓTA HF
OTRULEGA
LÁGT VERD
kr. 17.800 staðgreiðsia
Afborgunarskilmálar
KÆLI- OG FRYSTISKAPAR
Samt. stærð: 275 I.
Frystihólf: 45 1.
Hæð: 145 sm. Breidd 57 sm.
Dýpt: 60 sm.
Vinstri eða hægri opnun
Fullkomin viögerða-
og varahlutaþjónusta.
V7Sd
ffl
Heimilis- og raftækjadeild.
HEKLAHF
LAUGAVEGI 170- 172 SÍML695560