Morgunblaðið - 29.06.1986, Page 16
16rrB
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 1986
Lið V-Þýskalands
FYRIR heimsmeistarakeppnina
átti enginn von á að Vestur-
Þjóðverjar kæmust í úrslitaleik-
inn í þessari keppni. En Franz
Beckenbauer hefur augljóslega
ekki glatað hæfiieikanum tii að
sigra ennþá, og nú þegar í úr-
sirtaleikinn er komið getur allt
gerst. Eftirtaldir leikmenn koma
Kklega við sögu í úrslitaleiknum
í dag:
Nr. 1 Schumacher. Umdeildur
markvöröur — þekktur fyrir
ruddaskap — en einnig óumdeil-
anlega fremstur markvarða í
Þýskalandi um árabil, og einn
besti markvörður heims. Er 33
ára og hefur leikið um 80 lands-
leiki — þann fyrsta hér á Laugar-
dalsvellinum þegar hann kom
inná fyrir Sepp Maier i leikhléi.
Nr. 2 Briegel. Kraftakarl og
leiknari með knöttinn en hann
lítur út fyrir að vera. Briegel er
þrítugur og hefur leikið um 70
landsleiki. Lék með Preben El-
kjær í Verona á Ítalíu, en var
seldur í vor til Sampdoria. Virðist
svolítið farinn að þyngjast.
Nr. 3 Brehme. Baráttuglaður
bakvörður, sem leikið hefur með
Saarbriicken en var seldur til
Bayern Munchen í vor. Er frægur
fyrir aukaspyrnur sínar og
grimmd í návígi. Er 25 ára og
hefur leikið milli 20 og 30 lands-
leiki.
Nr. 4 Förster. Miðvörður. Var
fyrir nokkrum árum talinn besti
miðvörður heims og hefur verið
fastamaður í þýska landsliðinu í
ein átta ár. Hefur leikið með
Ásgeiri í Stuttgart en var seldur
til Monaco í vor. Lék frábærlega
í leiknum gegn Frökkum. A að
baki um 80 landsleiki þótt hann
sé aðeins 27 ára.
Nr. 17 Jakobs.Miðvörður.
Kom inn í liðið fyrir Augenthaler
og hefur ekki gefið stöðu sína
aftur. Gamalreyndur jaxl. Hefur
leikið með Hamburg SV árum
saman og er traustur og þóttur
miðvörður sem lætur ekkert
koma sér úr jafnvægi.
Nr. 6 Eder. Bakvörður sem
spilaði sig inn í liðið með glæsi-
legri frammistöðu í undirbún-
ingsleik gegn Sviss, þegar Beck-
enbauer gaf honum óvænt tæki-
færi. Er 26 ára og einn af traust-
ustu leikmönnum Bayern
Múnchen.
Nr. 8 Mattháus. Miðvallarleik-
maður sem vinnur fyrst og
fremst á dugnaði og líkamsstyrk.
Er stundum notaður til að taka
hættulega andstæðinga úr um-
ferð, og líklega kemur það í hans
hlut að eiga við Diego Maradona
í úrslitaleiknum. Mattháus er 25
ára gamall og hefur leikið rúm-
lega 40 landsleiki.
Nr. 10 Magath. Gömul kempa,
sem næsta haust tekur við stöðu
framkvæmdastjóra hjá félagi
sínu lengst af, Hamburg SV. Er
af spönskum ættum, en lands-
leikir hans fyrir V.-Þýskaland hafa
verið færri en efni hafa staðið til
vegna ósamkomulags við Jupp
Derwall, fyrrum landsliðsþjálfara.
Er 33 ára og með um 40 lands-
leiki að baki.
Nr. 14 Berthold. Tuttugu og
eins árs, geysilega vel byggöur
og sterkur líkamlega — og einn
besti leikmaður V.-Þjóðverja í
keppninni til þessa. Getur leikii
bæði sem bakvörður og miðju
maður. Ein bjartasta von þýskrar
knattspyrnu um þessar mundir.
Var í leikbanni í síðasta leik.
Nr. 18 Allofs. Hefur öllum á
óvart verið besti sóknarmaður
liðsins í keppninni hingað til.
Vakti fyrst athygli þegar hann
skoraöi þrjú mörk í undanúrslita-
leik gegn Hollandi í Evrópukeppni
landsliða 1980. Er þrítugur að
aldri og leikur með Köln.
Nr. 11 Rummenigge. Fyrirlið-
inn hefur valdið nokkrum von-
brigðum í keppninni til þessa,
enda var hann að stíga upp úr
meiðslum. Viröist hafður í liðinu
til að veita því andlegan styrk,
en Rummenigge er frægur fyrir
að hafa góð áhrif á félaga sína í
stórleikjum. Rummenigge er þrí-
tugur og hefur leikið milli 90 og
100 landsleiki. Hann og Passa-
rella fyrrum fyrirliði Argentínu
leika saman í liði Inter Mílanó á
Ítalíu.
Nr. 9 Völler. Völler var fyrir
keppnina bjartasta von V.-Þjóð-
verja, en hefur valdið vonbrigð-
um. Var settur úr liðinu á tíma-
bili. Hann er hins vegar ávallt
hættulegur, eins og markaskrá
hans sýnir, en honum hefur mjög
hætt við meiðslum. Leikur með
Werder Bremen.
Nr. 21 Rolff. Varnartengiliður
sem hélt Platini algjörlega niðri
í undanúrslitaleiknum. Leikur
með Hamburg SV, og kom þang-
að frá Fortuna Köln, þar sem
hann var samtímis Janusi Guö-
laugssyni. Hann er 26 ára, þind-
arlaus dugnaðarforkur.
• Lothar Mattháus fær væntanlega það erfiða verkefni í úrslitaleikn-
um að reyna að stöðva Maradona. Vestur-Þýskaland er eina liðið í
sögunni sem kemst í úrslit á HM með þvi að skora aðeins eitt mark
að meðaltali í leikjum sínum á mótinu. Vörnin hefur því verið geysi-
lega sterk. En tekst Mattháus að halda aftur af Maradona?
• Diego Maradona er óumdeild stjarna heimsmeistarakeppninnar
og sá maður sem Vestur-Þjóðverjar munu leggja allt kapp á að stöðva
i úrslitaleiknum. Bilardo, þjálfari Argentinu, telur að nú geti enginn
stöðvað hann — honum nægi að losna tvisvar til þrisvar í leik til að
gera út um leikinn. Það kemur i ijós í dag.
Lið Argentínu
LIÐ Argentínu sem leikur úr-
slitaleikinn í dag er skipað
ungum og lítt reyndum leik-
mönnum í bland við nokkrar
kempur. Fram að heimsmeist-
arakeppninni prófaði Carlos
Bilardo ótal leikmenn, en virðist
hafa fundið réttu formúluna á
sfðustu stundu. Þeir leikmenn
sem líklega koma við sögu f
úrslitaleiknum eru eftirfarandi:
Nr. 18 Pumpido. Markvöröur.
Kom inn í liðið rétt fyrir keppnina
í stað gömlu kempunnar Fillol.
Tók við markvarðarstöðunni af
Fillol hjá River Plate, argentísku
meisturunum, og er líklegur arf-
taki hans í landsliðinu. Hefur leik-
ið tæplega 20 landsleiki og er
28 ára.
Nr. 19 Ruggeri. Miðvörður.
Ódrepandi baráttujaxl sem er
lykilmaður í hinni sterku vörn
liösins. Líkamlega mjög kraft-
mikill. Hann er aöeins 23 ára og
hafði leikið 18 landsleiki fyrir HM.
Nr. 5 Brown. Miðvörður. Þjálf-
arinn Bilardo þekkir þennan leik-
mann vel — hann þjálfaöi hann
í Estudiantes-félagsliðinu fyrir
nokkrum árum. Brown er 28 ára,
og Bilardo segir hann ávallt vita
upp á hár hvað hann eigi aö gera.
Nr. 9 Cuciuffo. Bakvörður.
Þessi 25 ára nýliði kom inn í liðiö
sem varamaöur fyrir Oscar
Garre, og hefur leikið svo vel að
hann mun örugglega fá að
spreyta sig í úrslitaleiknum.
Harður í návígi, og eldfljótur.
Nr. 13 Garre. Bakvörður.
Hefur leikið yfir 30 landsleiki, og
er hættulegur sóknarbakvörður.
Garre er 28 ára, en hefur ekki
náð að vinna sæti sitt í liðinu
aftur af Cuciuffo.
Nr. 2 Batista. Miðvallarleik-
maður. Síðhæröur og skeggjaður
og óþreytandi á miðvellinum.
Batista er aðeins 23 ára, og hafði
aöeins leikið örfáa landsleiki fyrir
HM. Hann er einn aðalmaðurinn
í liði Argentinos Juniors, sem lék
um titilinn heimsmeistari félags-
liöa í vetur en tapaöi fyrir Juvent-
us.
Nr. 12 Enrique. Enn einn ný-
liði, sem var lítt þekktur, jafnvel
í sínu heimalandi, fyrir HM. Er
góður varnartengiliður, en hefur
komið á óvart fyrir það hve skap-
andi hann hefur veriö í leik sínum.
Nr. 11 Valdano. Þritugurfram-
herji, en hefur ekki leikið mjög
marga landsleiki vegna þess að
hann hefur verið fjarri heimalandi
sínu iengi. Leikur nú við góðan
orðstír með Real Madrid — við
hlið Hugo Sanchez. Hann er einn
fárra leikmanna liðsins sem lék
á Spáni 1982. Skapar ávallt
hættu með leik sínum.
Nr. 16 Olarticoechea. Varnar-
maður/miðvallarleikamaöur. Bil-
ardo hefur verið óhræddur við
að prófa nýja leikmenn í þessari
keppni og þetta er enn einn.
Hefur verið varamaður og jafnan
staðið sig mjög vel.
Nr. 17 Pasculli. Fljótur og leik-
inn framherji, sem skoraði úr-
slitamarkið í leiknum gegn Uru-
guay í 16 liða úrslitunum, en
hefur ekki komist í liðið síöan.
Er 25 ára og var seldur fyrir háa
upphæð frá Argentinos Juniors
til Lecce á Ítalíu fyrir ári.
Nr. 7 Burruchaga. Tuttugu og
tveggja ára miðvallar- og fram-
línumaður. Talinn besti maöur
liðsins á eftir Maradona. Hefur
leikið um 40 landsleiki, þrátt fyrir
ungan aldur, og var seldur í fyrra
frá Independiente til Nantes í
Frakklandi. Lék hér á Laugardals-
vellinum í fyrrahaust þegar Valur
vann Nantes í Evrópukeppni.
Nr. 14 Giusti. Oþreytandi
miðjumaður, 28 ára gamali. Fyrr-
um félagi Burruchaga í Inde-
pendiente og vel leikreyndur í
stórleikjum.
Nr. 10 Maradona. Óumdeildur
konungur knattspyrnunnar um
þessar mundir og ásamt Pelé
mestur knattspyrnumanna frá
upphafi. Vakti fyrst verulega
athygli árið 1977, þá 15 ára
gamall. Hann segir sjálfur það
hafa verið mestu vonbrigði lífs
síns að vera ekki valinn í landslið
Argentínu fyrir HM 1978. Þá var
hann 16 ára, og haföi þegar leikið
nokkra leiki meö landsliðinu. Frá
16 ára til tvítugs var hann ávallt
langmarkahæsti leikmaður arg-
entísku deildarinnar. Fyrst lék
hann með Argentino6 Juniors,
en var seldur fyrir metupphæð
til Boca Juniors og varö meistari
á eina keppnistímabili sínu meö
þeim. Var þá seldur fyrir enn
hærri upphæð til Barcelona.
Meiðsli settu strik í reikninginn
þar, og eftir tvö keppnistímabil
var hann seldur í hitteðfyrra til
Napoli fyrir hæstu upphæð sem
nokkru sinni hefur verið greidd
fyrir knattspyrnumann. Meðal-
áhorfendafjöldi á leikjum Napoli
jókst samstundis um 20 þúsund,
og liðið komst í Evrópukeppni
eftir síðasta keppnistímabil í
fyrsta skipti í langan tíma. Mara-
dona hefur aldrei verið betri en
nú. Úrslitaleikurinn snýst algjör-
lega í kringum þennan lágvaxna
(1,64 m) snilling.