Morgunblaðið - 29.06.1986, Side 17

Morgunblaðið - 29.06.1986, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ1986 B 17 HEIMSMEISTARAKEPPNINIMEXIKO: Úrslit ráð- ast í dag Leikur Argentínu og V-Þýskalands hefst kl. 18.00 ÚRSLITALEIKUR heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu er stærsti einstaki íþróttaviðburður veraldar. Á síðasta úrslitaleik, sem leikinn var á Spáni fyrir fjórum árum, horfðu um 2 milljarðar manna og búist er við þvf að áhorfendur verði enn fleiri nú. Með öðrum orðum: heimurinn mun í stórum dráttum leggja niður störf í þá tvo ti'ma sem leikurinn tekur og horfa á knattspyrnu. Flestra augu munu beinast að Diego Maradona, 25 ára gömlum og aðeins 164 sentimetra háum Argentínumanni, sem þykir bera af öðrum knattspyrnumönnum í heiminum í dag. Leikurinn í dag snýst ekki aðeins um það hvort liðið vinnur — stóra spurningin er: Tekst Þjóðverjum að stöðva Maradona? í þessari samantekt er gerð grein fyrir þjálfurum liðanna, öllum leikmönnum sem koma við sögu í leiknum og fleiru. Franz Beckenbauer • Beckenbauer CARLOS Bilardo, þjálfari Argent- ínu, hlýtur að njóta lífsins núna þegar lið hans er komið í úrslit á HM. í þrjú ár — síðan hann tók við — hefur hann mátt þola gegndarlausa gagnrýni heima fyrir. Honum hefur gengið illa í þessi þrjú ár — liðið tapaði mörg- um leikjum, og komst með naum- indum til Mexfkó. En nú er það allt gleymt og hann er þjóðhetja heima fyrir. Bilardo er reyndar ekki óvanur velgengni. Hann var fyrirliði og leikstjórnandi eins sigursælasta félagsliðs álfunnar, Estudiantes de la Plata, og varð með því marg- faldur argentískur meistari, þre- faldur Suður-Ameríkumeistari og VART þarf að kynna Franz Beck- enbauer fýrir áhugafólki um knattspyrnu. Hann er einn fræg- asti einstaklingur í heimi íþrótt- anna — þökk sé ferli sem spann- aði um 20 ár og ótrúlega vel- gengni. Hann varð heimsmeistari og Evrópumeistari með landsliði V.-Þýskalands, og vann Evrópu- bikar meistaraliða, Evrópubikar bikarhafa, Heimsmeistaratitil fé- lagsliða auk margra meistara- og bikarmeistaratitla i heimalandi sínu og í Bandaríkjunum þar sem hann lék á tímabili. Hann var kjörinn knattspyrnumaður V.-Þýskalands fjórum sinnum, knattspyrnumaður Evrópu tvisv- ar og fleira og fleira. heimsmeistari félagsliða á árunum 1965 til 1970. Þetta lið var frægt að eindæmum fyrir grófan og leið- inlegan — en árangursríkan — leik. Bilardo var höfuðpaurinn, sífellt að rífast í dómurum og að hvekkja leikmenn andstæðinganna með lúmskum fantabrögðum. En liðið lék afskaplega „skynsamlega" og leikskipulagið var frábært. Það var ekki síst þessi fortíð sem gerði Bilardo erfitt fyrir í landsliðsþjálf- arastöðunni. Einnig sú staðreynd að á þessu þriggja ára tímabili voru 17 af bestu leikmönnum landsins seldir úr landi. En Bilardo á það sameiginlegt með Becken- bauer, að hafa náð lengra en nokkur heima fyrir átti von á. Sem þjálfari hafði Beckenbauer ekki sýnt mikið fyrir HM. Hann hafði verið harðlega gagnrýndur fyrir að ná ekki saman þokkalegu liði — og á seinni hluta síöasta árs náði vestur-þýska landsiiðið ekki að sigra í sex leikjum í röð — sem er versti árangur þýsks landsliðs frá stríðslokum. En hann hefur náð að yfirvinna innbyrðis átök meðal leikmanna og aðstandenda liðsins og komið liðinu í úrslit. Becken- bauer lék sjálfur tvisvar í úrslitum HM og einu sinni í undanúrslitum, svo hann veit um hvað hlutirnir snúast á þessu stigi keppninnar. Það gæti reynst honum og liði hans dýrmætt. • Bilardo Carlos Bilardo Síðustu úrslitaleikir Spánn 1982: Ítalía 3 Vestur- Þýskaland 1: Lið Ítalíu hafði yfir- burði í síðari hálfleik og skoraði þá þrjú mörk áður en V-Þjóöverjar náðu að svara. Rossi, Tardelli og Altobelli skoruðu fyrir Ítalíu og Breitner fyrir V.-Þjóðverja. Argentína 1978: Argentína 3 Holland 1: Heimaliðið hatði áhorf- endur með sér og vann i hörðum en á köflum frábærum leik. Kem- pes kom Argentínu yfir en Naninga jafnaði. Á síðustu mínútu áttu Hollendingar stangarskot, en Kempes og Bertoni tryggðu Arg- entínu titilinn i framlengingu. Múnchen 1974: Vestur-Þýska- land 2 Holland 1: Neeskens kom Hollandi yfir með marki úr víta- spyrnu á fyrstu mínútu, en Breitner jafnaði. Gerd Muller skoraði svo sigurmarkið í seinni hálfleik. Mexíkó 1970: Brasilía 4 Ítalía 1: Pelé fór á kostum, skoraði fyrsa markið og brasilíska liðið í heild lék stórkostlega knattspyrnu. Gerson, Jairzinho og Alberto bættu við mörkum, en Boninsegna skoraði eina mark ítala. Aztekaleik- vangnrinn AZTEKA-leikvangurinn í Mexíkó, þar sem úrslitaleikurinn fer fram, er einn glæsilegasti knattspyrnu- leikvangur veraldar. Hann var byggður árið 1966 og kostaði á sínum tíma 7 milljónir dollara. Völlurinn tekur rúmlega 114 þús- und manns í sæti, og við hann eru 70 þúsund bílastæði. Á meðan á úrslitaleiknum í dag stendur verða 25 þúsund lögreglu- og hermenn við leikvanginn til aö sjá um að allt fari fallega fram. En ef eitthvað alvarlegt fer úrskeiðis er hægt að rýma leikvanginn á aðeins 15 mín- útum. Mikill viðbúnaður verður á vellinum vegna sjónvarpssend- inga. Hingað til hafa mexíkönsku sjónvarpsupptökumennirnir not- ast við 6 myndavélar til að taka upp leikina, en í dag verða teknar sjónvarpsmyndir af leiknum frá 12 sjónarhornum. HM-MOLAR Mesta skor í úrslitaleik í heims- meistarakeppni til þessa var í leik Brasilíu og Svíþjóðar 1958 þegar Brasilía vann með fimm mörkum gegn tveimur. Hurst með þrennu Englendingurinn Geoff Hurst er eini leikmaðurinn sem skorað hefur „hat trick" eða þrjú mörk í úrslitaleik. Hurst skoraði þrennu er Englendingar unnu Vestur-Þjóðverja eftir fram- lengdan leik, 4—2, 1966 á Wembley. Cabrini brenndi af víti Antonio Cabrini frá ítalfu er elni leikmaðurinn sem hefúr brennt af vrtaspyrnu í úrslitalelk. Hon- um mistókst að skora úr víta- spymu sem ítalir fengu snemma f leiknum gegn Vest- ur-Þjóðverjum á Spáni 1982, en ítalir unnu þann leik með þrem- ur mörkum gegn einu. Þýskir í úrslitaleik í fimmta sinn Vestur-Þjóðverjar eru þeir einu sem tekist hefur að leika til úr- slita f HM fimm sinnum. Þeir gsetu Ifka komist í hóp Brasilíu og italfu, sem hafa þrisvar orðið heimsmeistarar, með þvf að vinna Argentfnu f dag. Flestir sjónvarps- áhorfendur 1982 Flestir sjónvarpsáhorfendur á úrslitaleik voru 1982 er ftalía og Vestur-Þýskaland léku tll úrslita. Þá sáu tveir milljarðar manna leikinn f belnni útsend- Ingu. Uruguay fyrstu heimsmeistarar Fyrsta heimsmeistaramótið f knattspyrnu var haldið 1930 og þá sfgruðu Uruguay-menn. Sigruðu Argentfnu, 4—2, f úr- slitaleik. Passarella heims- meistari 1978 Fyrrum fyrlrliðl Argentfnu, Dani- el Passareiia, er eini leikmaður- inn f landsliðshópunum tveim- ur, sem getur orðið heims- meistari f annað sinn. Hann var í argentfska liðinu sem vann heimsmeistaratitílinn 1978. Það er þó ekki víst að hann geti leikið með vegna meiðsla. Azteca-leikvangur- inn Azteca-leikvangurinn í Mexfkó er fyrsti leikvangurinn sem leik- ið er til úrslita f tveimur heims- meistarakeppnum. í heims- meistarakeppninni 1970 sem fram fór f Mexfkó var úrslitaleik- ur Brasilíu og italíu einmitt þar. Þá vann Brasilfa með fjórum mörkum gegn einu. Einvígi Evrópu og Ameríku Úrslitaleikurinn f dag er einvígi heímsálfanna, Evrópu og Amer- íku. Hvor heimsálfa hefur sex sinnum unnið heimsmeistara- titllinn. Flestir áhorfendur í Brasilíu Flestir áhorfendur á úrslitaleik komu á leik Uruguay og Brasllfu f Rio 1950. Þá voru 199.850 manns samankomnir á leik- vanginum. Azteca-leikvangur- inn er f öðru sæti hvað þetta varðar. 107.412 áhorfendur sáu úrslitaleikinn 1970. Brasilía notaði fæsta leikmenn Brasilía á heimsmetið hvað varðar að nota sem fæsta leik- menn f heimsmelstarakeppni. Brasilfumenn notuðu aðeins 12 leikmenn f sex leikjum er þeir urðu heimsmeistarar 1962. Þrír leikmenn hafa unnið heimsmeist- aratitilinn Það eru aðeins þrfr leikmenn sem hafa tvfvegis unnið helms- meistaratitilinn. Þeir eru: Glo- vanni Ferrarí frá kalíu (1934 og 1938), Giuseppi Meazza frá ítal- fu (1934 og 1938) og Pelé frá Brasilfu (1958 og 1970).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.