Morgunblaðið - 29.06.1986, Side 24
%
98ei Iwúi es »TjoAain«ru8 .aia/uauuoHOM
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 1986
Á siglingu
Að þessu sinni birtist hér frásögn manns-
ins míns af siglingum um Sundin við Reykja-
vík á unglingsárum hans. Aðeins eru fáar
uppskriftir en nauðsynlegt er að hafa eitt-
hvað til að narta í á slíkum ferðum.
„Eins og hvítir mávar svífa skútumar þönd-
um seglum út við hafsbrún og fyrir stafni
aðeins hafoghiminn.
Sjón sem þessa má nú sjá alla daga
sumars hér á Reykjavíkursvæðinu og víða
út um land.
Þegar ég var á táningaaldrinum fyrir 35
árum að sjósetja Sæblómið, voru aðeins
tveir aðrir siglarar hér í Reykjavík. Lorelei
hét sá stærri, glæsiskúta, mikil um mjaðm-
imar og fær í flestan sjó. Þegar hún var
með öll segl uppi, sló hjartað hraðar. Ekki
man ég nafn hins siglarans, en það rifjast
upp fyrir mér, að þegar hann stóð uppi í
slippnum í Bátanausti var listamaðurinn
Tryggvi Magnússon (yfírlitssýning á verk-
um hans var fyrir skömmu í Listasafni
ASÍ) að mála myndir af höfrungum á kinn-
unga hans, og fallegar voru þær myndir.
Fugl getur ekki flogið fyrr en vængir
hans eru fullvaxnir, og enginn verður góður
siglingamaður fyrr en hann þekkir á bátinn
sinn og aflið, sem knýr hann.
Oft lifði maður það í bytjun, að hin kalda
krumla óttans læstist um hjartað og að það
væri einhveiju öðm að þakka en manni sjálf-
um að vera ekki í sjónum að krafsa sig á
kjöl. Þessar fyrstu sjóferðir rifjast upp,
þegar horft er á þrastarungann reyna að
bera fyrir sig vængina á fyrstu fiugferðinni
ofan úr reynitrénu — okkur gæti verið eins
innanbijóst. Þeir að sneiða framhjá greinum
trésins og óvaningurinn að læra að venda,
og svo þakka allir sínum sæla að vera lentir
— bæði fuglar og menn.
Byr var oft liðugur, þegar farið var út
um sexleytið, en upp úr klukkan níu datt
kannski á dúnalogn og þá var Sæblómið
komið út á milli eyja og ekki annað að gera
en fella segl og leggja út árar, og þá hefði
maður þegið að hafa eitthvað matarkyns
meðferðis til að hressa sig á, eða koma við
í fjöru og hita sér súpu.
Það er dijúgur spölur eftir að róa að
Gelgjutanga þótt komið sé fyrir Klepp, en
maður var ungur á þeim árum og vildi þetta.
Svo kom að því að Sæblómið var sett úr
sjó í síðasta sinn á Gelgjutanga og þama á
tanganum, steinsnar frá, hafði annað skip
lokið sjóferð sinni. Það skip hét Frekjan.
Því skipi höfðu nokkrir ungir menn siglt
yfír til Atlantsála í heimsstyijöldinni, þeir
höfðu ekki viljað una því að láta villimennsk-
una stía sér frá ættjörðinni.
Fjöldi ára eru liðin frá bálför Frekjunnar,
en stutt er í tíma frá bálför Sæblómsins.
Þá hafði það um árabil verið ungum mönn-
um til nota á vatni hér í nærsveit.
Það er skrítinn tími þetta gelgjuskeið —
þá lá maður yfír útlendum siglingablöðum.
Þar voru myndir af ungu fólki, sem sveif
léttklætt seglum þöndum á bátum sínum í
blíðviðrinu. Þetta flutti maður í huganum
heim til Islands, en veruleikinn var lopa-
peysa og úlpa. Þegar litið er til baka, þá
sé ég ekki eftir þessu — Sæblómið hjálpaði
mér til þess að hemja óróleikann í blóðinu,
eins og krómfelgur undir bflnum gera öðrum
sama gagn. Á mínum aldri er oft sagt, að
hann eða hún séu komin til vits og ára, og
rétt er það að maður er kominn til ára
sinna, en oft er grynnra á rótum vitsins og
þær haldminni, en maður hélt. Gelgjuskeiði
mannsævinnar lýkur kannski aldrei — á
ákveðnu æviskeiði er það eins og ísjakinn,
mestan part undir yfirborðinu."
Eins og bóndi minn segir í þessu spjalli,
hefði hann þegið að hafa eitthvað matar-
kyns, þegar hann var að sigla Sæblóminu
og svo mun um fleiri sem sigla fleyi sínu,
og þá þarf það að vera eitthvað, sem fljót-
legt er að grípa til. Mjög gott er að hafa
heita súpu á hitabrúsa svo og samlokur.
Fersk blaut blaðsalatblöð í plastpoka er
gott að bíta í um leið og samlokumar, sem
geta verið með ýmsu áleggi. Flestir íslend-
ingar meta flatbrauð og hangikjöt mikils,
en mjög auðvelt er að búa til flatbrauð sjálf-
ur og er fyrsta uppskriftin af slíku brauði.
Flatbrauð er bakað beint á hellunni, nema
ef þið eruð með gormahellu, þá þarf að
hafa pönnu ofan á. Flatbrauðsbakstur fer
svolítið ilia með hellumar, en hann fer líka
illa með pönnuna. Hráefni í flatbrauð er
ekki margbreytilegt — aðeins mjöl, lyftiduft,
salt og sjóðandi vatn. Þegar flatbrauð er
tekið af hellunni, er best að setja það ofan
í pott og lok yfír, þá heldur gufan sem
myndastþvíröku.
Þegar samlokur em smurðar, er best að
vefja hveija fyrir sig inn i plastfilmu, en
látið ekki plastfílmuna liggja að feitu áleggi.
Mýkingarefni í plastfilmum leysa upp plastið
þegar það kemst í snertingu við fitu, og það
er ekkert æskilegt til neyslu. Að visu er
þetta breytilegt eftir því hver tegund plast-
fílmunnarer.
Notið gróft brauð og ferkantaðar sneiðar,
þegar þið smyijið samlokur. Betra er að
sneiðamar séu ekki mjög þykkar.
Flatbrauð
200grúgmjöl
200 g heilhveiti
200ghveiti
UAtsk. Iyftiduft
1 tsk. salt
7 dl sjóðandi vatn.
1. Blandið saman rúgmjöli, heilhveiti,
hveiti, salti og lyftidufti.
2. Sjóðið vatnið og hellið út í.
3. Hnoðið saman. Mótið þykka rúllu.
4. Skerið bita af rúllunni og fletjið út í
u.þ.b. V2 sm þykka plötu. Leggið disk ofan
á og skerið í hring.
5. Hitið eldavélarhellu (pönnu, ef þið notið
gormavél). Hafið fullan straum.
6. Leggið hveija flatköku á helluna, snúið
við eftir smástund, þegar þið sjáið að kakan
er farin að bakast. Gott er að þrýsta ofan
á kökuna með pönnuspaða.
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
7. Setjið bakaðar flatkökumar í pott,
setjið hlemm yfir.
8. Bakið kökumar þannig hveija af
annarri.
Athugið: Hægt er að frysta flatkökur.
Rúgbrauð með lifrarkæfu og
gúrku
4 sneiðar rúgbrauð, seytt eða óseytt
15 g smjörvi eða sólblómasmjörlíki
100 g lifrarkæfa
smábiti fersk gúrka
1. Smyijið brauðsneiðamar með smjörv-
anum eða sólblómasmjörlíkinu.
2. Smyijið lyfrarkæfu þykkt á sneiðamar.
3. Skerið gúrkuna í þunnar sneiðar og
raðið ofan á.
4. Hvolfið brauðsneiðunum saman, vefjið
í plastfilmu, hvorri samloku fyrir sig.
Gróft brauð með
smurosti og skinku
4 sneiðar gróft brauð
50 g smurostur, t.d. sveppaostur
4 sneiðar skinka
1. Smyrjið brauðsneiðamar með smurost-
inum.
2. Leggið skinkusneið ofan á hveija
brauðsneið. Ef þær standa út af, skerið þið
það af og leggið ofan á.
3. Hvolfið brauðsneiðunum saman, vefjið
í plastfilmu, hvorri samloku fyrir sig.
Gróft brauð með
osti og papriku
4 sneiðar gróft brauð
15 g smörvi eða sólblómasmjörlíki
4 stórar sneiðar ostur
1 meðalstór paprika
1. Smyijið brauðsneiðamar með smjörv-
anum eða sólblómasmjörlíkinu.
2. Setjið ost á hveija brauðsneið.
3. Skerið paprikuna í sneiðar, takið úr
henni steinana. Leggið nokkrar papriku-
sneiðar ofan á hveija ostsneið.
4. Hvolfið brauðsneiðunum saman, vefjið
í plastfilmu, hvorri samloku fyrir sig.
Flatbrauð með
hangikjöti
2 flatbrauðskökur (4 helmingar)
20 g smjörvi eða sólblómasmjörlíki
8 þykkar sneiðar hangikjöt
1. Smyijið hvem flatbrauðshelming með
smjörva eða sólblómasmjörlíki.
2. Leggið hangikjöt ofan á, skerið utan
með svo að það passi á flatkökumar.
3. Leggið tvo helminga saman, skerið
síðan í tvennt.
4. Vefjið hvem flatkökubita í plastfilmu.
DUKKULISUR