Morgunblaðið - 29.06.1986, Síða 25

Morgunblaðið - 29.06.1986, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 1986 B 25 Blöðruselurinn ræðst á fisk í netum o g á línu og stór- spillir honum „Nú á nýliðnu vori var óvenju mikið vart við ishafssel, einkum blöðrusel og einnig- vöðusel, á miðum Húsvíkinga, Eyfirðinga og Skagfirðinga. Kvað svo rammt að ásókn blöðrusels í fisk í veiðarfærum sjómanna, að fyrir kom að meira en helmingur af dagafla báta væri selbitinn. Selir þessir réðust bæði á fisk á linu og þó einkum á netum“, segir i fréttatilkynningu frá Landssam- bandi smábátaeigenda. Þar segir ennfremur: „Svo virðist sem þessum sel fari nú verulega Úölgandi fyrir utan að eyðileggja fisk í veiðarfærum þá fælist fískur burt af þeim svæðum sem selurinn leggur undir sig. Ungir vöðuselir fengust nú, þó nokkrir, í grásleppunet, en undan- farin ár hafa þeir naumast sést. í því sambandi er rétt að minnast þess að fyrir 1930 var oft óhemju mikið af vöðusel á ferðinni á vorin og sáust þeir jafnvel þúsundum saman. A þessum áium hvarf fískur algjörlega af grunnmiðum á meðan selagengd stóð yfír. Misvitrir menn úti í löndum virð- ast telja sig guði fremri við stjóm sjávarlífríkis íshafsins, en gæta þess ekki að þeir sporðreisa því jafnvægi sem fyrir var. Þeim væri nær að snúa sér að því að taka til á „eigin lóð“ því frá þeirra eigin löndum berast milljónir tonna af eiturúrgangi út í andrúmsloftið og í hafíð. Haldi svo áfram þurfa af- komendur þeirra ekki að hafa fyrir því að vemda eitt eða neitt síðar meir, því bæði hvalir og selir verða þá allir. Það voru mikil mistök þegar nokkrir háttvirtir þingmenn komu í veg fyrir afgreiðslu á seiafrum- varpi sjávarútvegsráðherra. Því stærra sem hringormavandamálið verður því lægri laun í þessu landi. Fyrir því eru engin rök að selorm- ur klekist í öðrum dýrum en sel, og klak á sér alls ekki stað í fugli. Aðeins er vitað um eitt dæmi þar sem hugsanlega var fyrir hendi klak í hval. Hin síðari ár virðist útsel hafa fjölgað vemlega og nokkur ný sela- látur verið fundin til dæmis fyrir Norðurlandi. Að fróðra manna áliti telur stofninn nú um 10 þúsund fullorðin dýr. Stjómvöld verða nú að taka þessi mál föstum tökum, ekki með því hugarfari að hefja einhvers konar útrýmingarherferð gegn selastofn- unum, heldur með það markmið í huga að halda þeim innan hæfílegra marka. Þá álítur Landssamband smá- bátaeigenda að notkun dragnótar sé komin út í öfgar og að fyrir því séu engin vísindaleg rök að óhætt sé að leyfa dragnótaveiðar á hrygningartíma nytjafíska. Ennfremur að notkun 135 mm möskva í dragnót sé með öllu óþol- andi og gera Landssamtökin kröfu til þess að möskvinn verði þegar í stað stækkaður í fyrra horf þ.e. 155 mm. Jafnframt að friða beri fyrir TJöfðar til 11 fólks í öllum starfsgreinum! lltaflgitiiiÞfofeffe RÚSÍNAN í P Y SLUEND ANUM: BREIÐ OG GÓÐ BAÐSTRÖNDIN. Beint dagflug með ARNARFLUGI til HAMBORGAR alla sunnudaga. Verðdæmi: kr. 13.900,- á mann, miðað við 4ra manna fjölsk. í eina viku. Sumarhús á strdnd Nyjung scm hrittir ri marh WEISSENHAUSER STRAND, glæsilegur sumardvalarstaður um 100 km norður af Ham- borg. Frábær aðstaða fyrir alla aldurshópa, góður vettvangur leikja og útiveru. WEISSENHAUSER STRAND er frábærlega vel í sveit sett, stutt til ótal forvitnilegra staða. Má þar nefna glæsilega tívoligarðinn HANSALAND, dýragarðinn í Hamborg, sem er frægur um víða veröld, og vilji menn skreppa til Kaupmannahafnar er aðeins um 3ja klst. akstur til borgarinnar við sundið. ðtcfkvm FERÐASKRIFSTOFA, HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 Landssamband smábátaeigenda: Halda verður fjölda sels innan hæfilegra marka Garðabær: Efnalaug opnuð við Garðatorg NÝ EFNALAUG hefur verið opnuð við Garðatorg í Garðabæ. Það eru hjónin Bryngeir Vattnes og Ragna Gisladóttir sem reka efnalaugina. Efnalaug Garðabæjar býður upp á kemiska hreinsun og eins er hægt að fá svokallaða kílóhreinsun (hrað- hreinsun). Afgreiðslutími Efnalaugar Garðabæjar er frá kl. 8 á morgnana til kl. 19, virka daga og á laugardög- um M kl. 9—16. Bryngeir Vattnes og kona hans, Ragna Gísladóttir, hafa opnað efnalaug íGarðabæ. -A'- •Umboó a Islandi fyrir DINERS CLUB INTERNATIONAL - 28580 botnvörpuveiðum 4 mílur frá grunnlínupunktum við Vestmanna- eyjar. Þá mótmælir Landssamband smábátaeigenda þeirri ályktun Alþingis frá sl. þingi að opna fyrir frekari dragnótaveiðiheimildir í Faxaflóa og krefst þess að aftur verði umrætt svæði þegar í stað friðað."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.