Morgunblaðið - 29.06.1986, Síða 34
34 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 1986
LC HEIMI f\VII\MyNDANNA
Steve Guttenberg og Ally Sheedy leika í Short Circuit, gamanmynd
sem nýtur talsverðra vinsælda (Bandaríkjunum þessar vikurnar.
Sumarvertíðin
vestanhafs
Fyrir það fyrsta er nýja myndin
hans Stallones, Cobra, sem allir
bjuggust við að myndi mala gull
eins og myndir kappans um Rocky
og Rambo, neðarlega á listanum
og er ástæðan sögð vera alltof
mikið ofbeldi i myndinni. Nýja
myndin hans Schwarzeneggers,
Raw Deal, hefur líka valdið von-
brigðum hvað aðsókn varðar og
gamanmynd Alans Alda, Sweet
Liberty, stendur höllum fæti.
Sú sem hefur komið mest á
óvart er Top Gun eftir Tony Scott
(bróðir Ridleys) með Tom Cruise.
Hún verður vafalaust vinsælasta
mynd sumarsins, en margar aðrar
veita henni harða samkeppni.
Þeirra á meðal er Poltergeist 2,
Short Circuit með þeim Steve
Guttenberg og Ally Sheedy, og svo
eru nokkrar ókomnar þegar þetta
er ritað. Morgunblaðið mun skýra
frá gengi þeirra strax og fréttir
berast.
Nú er sumarvertíðin í Banda-
ríkjunum vel á veg komin og
menn farnir að sjá hvaða myndir
ganga í lýðinn og hverjar ekki.
Að þessu sinni hefur margt skrýt-
ið og merkilegt komið upp.
ÍRSKI LEIKARINN:
UAM
NEESON
Liam Neeson er nafn sem
vert er að leggja á minnið.
Hér er um að ræða hálffer-
tugan íra, sem mikið er taiað
um í Evrópu, að minnsta
kosti á Englandi, en nýlega
var þar frumsýnd myndin
„Lamb“ með téðum Neeson
ítitilhlutverki.
Neeson rær hér fýrir aftan Robert De Niro (Trúboðs-
stöðinni.
Neeson leikur ungan, ófram-
færinn prest sem kennir í af-
skekktu þorpi á írlandi. Presturinn
kynnist Owen, tíu ára snáöa, sem
er að bugast á stríðsástandinu.
Þeir félagar láta sig hverfa úr
þorpinu og ferðast alla leið til
Englands; milli þeirra myndast
órjúfanlegt traust. En kaþólski
kennari drengsins, Benedikt, sakar
Lamb um að ræna drengnum, og
lögreglan byrjar að leita þeirra.
Vinirnir snúa heim og saga þeirra
fær sorglegan endi.
Höfundur sögunnar er Bernard
MacLaverty, sá hinn sami sem
samdi söguna um Cal og sýnd var
hér á landi fyrir rúmu ári.
Liam Neeson er írskur, en hefur
búið í Lundúnum síðustu tíu árin,
eða síðan hann afréð að leggja
leiklistina fyrir sig. Neeson fékk
fljótt hlutverk, en flest voru lítil og
hann vakti enga eftirtekt og þakkar
Neeson sínum sæla fyrir það.
Hann segist nefnilega hafa þurft á
þessum tíma aö halda og þeirri
reynslu sem baráttan upp á við
gaf honum. Hann gat státað af
hlutverkum í þrem frægum, en
misjöfnum myndum þegar hann
fékk hlutverkið i „Larnb", en það
var í Excalibur, Krull og The Bo-
unty. Hann komst meira að segja
í tæri við Mel Gibson og Anthony
Hopkins í þeirri síðastnefndu.
Nýlega lék hann með Robert
De Niro og Jeremy Irons íTrúboðs-
stöðinni (The Mission) sem hlaut
Gullpálmann í Cannes í maí síðast-
liðnum. En það er írland sem á
hug hans allan og hann er ekki
bjartsýnn á framtíðina. Hann segir
að ástandið í heimalandi sínu sé
skeifilegt, svo skelfilegt að þótt
mótmælendur og kaþólikkar (Nee-
son er kaþólskur) lifðu í sátt frá
og með þessum degi þá tæki það
allt að fimm kynslóðir að græða
sárin, því flest fólkið lifir í geigvæn-
legum ótta og þekkir ekki annað
en hatur.
Liam Neeson leikur ungan mann sem vingast við
tíu ára dreng og ferðast með honum til Englands,
en hann er sakaður um mannrán.
Sean Penn og Madonna lelka
saman (fyrsta skipti (kvikmynd.
Sean Penn
og Madonna
saman
í mynd
Leikarinn Sean Penn og söng-
konan Madonna (Veronica Louise
Ciccione) vinna saman að kvik-
mynd um þessar mundir. Þau
leituðu logandi Ijósi að sögu sem
hæfði þeim báðum og loks f undu
þau handrit hjá umboðsmanni
gamla brtilsins George Harrison,
sem rekur fyrirtækið Handmade
Films.
Myndin heitir Shanghai Susrprise
og er sögð vera eins konar ævin-
týramynd eins og þær sem gerðar
voru í Hollywood í árdaga kvik-
myndarinnar. Leikstjóri er Jim
Goddard, sem íslendingar ættu að
þekkja, því hann gerði sjónvarps-
þættina um Reilley.
Madonna leikur spæjara á vegum
CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna,
en hún er stödd í Shanghai og
nágrenni til að koma upp um eitur-
lyfjasmyglara. Sean Penn leikur
vafasaman náunga sem bíður
Madonnu þjónustu sína í leitinni
að smyglurunum.
Rollie (Bryan Brown) býr hér
mafíuforingjann undir morðlð, sem
dregur dilk á eftir sér.
HÁSKÓLABÍÓ:
Hverjum er
hægt að treysta?
Ástralinn Bryan Brown leikur tæknibrellusér-
fræðinginn Rollie í myndinni F/X sem Háskóla-
bíó tekur til sýninga á næstunni. Rollie þykir
einkar fær (að hanna mannslíkama, laga þá til
eða afmynda eftir þörfum. Alríkislögreglunni
bandarfsku finnst hann þv( kjörinn til að setja
á svið morð á mafíubófa, sem er á mála hjá
lögreglunni og ætlar að gefa mikilvægar upplýs-
ingar. En Rollie kemst að þv( dýrkeyptu að
meira að segja réttlætinu er ekki treystandi,
því svo vel býr hann um hnútana að ekki er
alltaf hægt að greina á milli þeirra sem á að
drepa og þeirra sem ekki á að drepa.
Bryan Brown hefur ekki leikið í bandarískri
kvikmynd áður, en hann hefur engu að siður leikið
í um það bil tíu myndum og nokkrum sjónvarps-
þáttum (Þyrnifuglunum til að mynda). Hann er
þekktasti ástralski leikarinn á Vesturlöndum, ef
Mel Gibson er undanskilinn.
F/X er þriðja myndin sem leikstjórinn Robert
Mandel gerir, fyrsta myndin hans, „Independence
Day", var sýnd í Tónabíó síðastliðinn vetur.
Mandel er ungur að árum og hefur unnið sjálf-
stætt hingað til, það er að segja hann hefur ekki
starfað fyrir stóru kvikmyndaverin, en það gæti
breyst núna, því F/X vakti feikna athygli í Banda-
ríkjunum er hún var sýnd þar síðla vetrar.
Brían Dennehy ógnar Bryan Brown með
byssu eftlr „morðið" á maffuforíngjanum.