Morgunblaðið - 10.07.1986, Síða 3

Morgunblaðið - 10.07.1986, Síða 3
o ttttt n» Wir>^m.TTwrvrrar wrzh jqimrianyr MORGUNBLAÐIÐ, VTDSKDPTI/KIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986 g B 3 Kynningar Útflutningsmiðstöðin með stórátnk íÞýskalandi Útflutningsmiðstöð iðnaðarins stendur fyrir þriggja ára kynn- ingarátaki í Þýskalandi sem hefst með haustinu og stendur til ársins 1989. Meginmarkmið þess er að vekja athygli á landi og þjóð að ógleymdri þeirri vöru og þjónustu sem íslenskir út- flutningsaðilar geta boðið þýskum neytendum. Að sögn Hafsteins Vilhelmssonar markaðsstjóra Utflutningsmið- stöðvarinnar hefst átakið í lok október með þremur kynningar- kvöldum í Frankfurt, Stuttgart og Hamborg. Þangað verður boðið aðilum úr viðskiptalífínu, innkaupa- stjórum stórverslana og sölufólki í ferðamannaiðnaði að ógleymdum blaðamönnum. Lögð verður áhersla á hreinleika landsins á láði og legi og boðið verður upp á íslenskt físk: og kjötmeti. Meðal annarra atriða verður fluttur pistill um ísland í nútíð og framtíð auk þess sem ferðaþjónusta og samgöngur skipa- og flugfélaganna innanlands og milli landa verður kynnt. Síðast en ekki síst mun Jón Laxdal, sem er Þjóðveijum að góðu kunnur, lesa upp úr íslenskum ritverkum. „1987 er ætlunin að víkka út starfið og nýta þá kynningu sem við fáum með haustinu", sagði Fólk og fyrirtæki ISLAND Morgunblaðið/Júlíus KYNNING ■—Útflutningsmiðstöð iðnaðarins stendur fyrir kynning- arátaki í Þýskalandi sem nær til þriggja ára. Markaðsstjóri ÚI er Hafsteinn Vilhelmsson. Hafsteinn enn fremur. „í stórversl- unum verður efnt til sérstakra vöru- og ferðakynninga og við tökum þátt í vörusýningum víðs vegar um Þýskaland. Verkefni áranna 1988 og 1989 sagði Hafsteinn ekki fastmótuð en að þau yrðu með svipuðu sniði. Reynt yrði að auka vægi menningar í kynningunum með fulltingi íslenskra listamanna. Þess má einnig geta að f sept- ember verður þýskum blaðamönn- um boðið hingað til að kynnast landi og þjóð og undirbúa jarðveginn fyr- ir átakið. Hafsteinn sagði að í fyrra hefði útflutningsmiðstöðin staðið fyrir svipuðu átaki í Hollandi og hefði það tekist mjög vel. Reyndar væri erfítt að mæla árangurinn í bein- hörðum peningum en sem dæmi mætti nefna að enn væri verið að fjalla um ísland í hollenskum fjöl- Eimskip opnar skrif- stofu í Svíþjóð KJARTAN Jónsson rekstrarhag- fræðingur, hefur verið ráðinn til þess að gegna starfi forstöðumanns nýrrar skrifstofu Eimskips í Svíþjóð, er verður staðsett í Gauta- borg. Gert er ráð fyrir að skrifstof- an taki formlega til starfa 1. október 1986. Kjartan hefur starfað hjá Eim- skip frá árinu 1979, er hann lauk framhaldsnámi á sviði stjómunar og markaðsmála frá Verzlunar- háskólanum í Kaupmannahöfn. Kjartan hefur gegnt starfí for- stöðumanns Norðurlandadeildar Eimskips frá miðju ári 1982. Með opnun eigin skrifstofu í Svíþjóð ætlar Eimskip að auka þjón- ustu sína við viðskiptavini félagsins og reyna að tryggja sem mesta hagkvæmni í flutningum. Guðmundur Halldórsson við- skiptafræðingur hefur verið ráðinn Guðmundur Halldórsson forstöðumaður Norðurlandadeildar Eimskips frá 1. ágúst 1986. Guð- mundur réðst fyrst til starfa hjá Eimskip 1969. Guðmundur hefur starfað fyrir í* jám Kjartan Jónsson Eimskip í Rotterdam frá ársbyjjun 1983, fyrstu tvö árin sem fulltrúi félagsins hjá fyrri umboðsmönnum, en frá 1. janúar 1985 sem forstöðu- maður Eimskips í Rotterdam. Utboð SKYRR á tölvupappírsnotkun Oddi með lægsta tilboðið SKÝRSLUVÉLAR ríkisins buðu nýlega út tölvupappirsnotkun sina og bárust fjögur tilboð, tvö frá dönskum aðilum og tvö frá íslenskum fyrirtækjum. Þau voru opnuð síðastliðinn þriðjudag og reyndist tilboð prentsmiðjunnar Odda lægst. Það hljóðar upp á 6,7 milljónir og er til 14 mánaða. Munur á hæsta og lægsta tilboði er um 13%. Það er mjög sjaldgjæft að ríkisfyrirtæki hér á landi bjóði út ákveðna kostnaðarþætti í starfsemi sinni og er þetta í fyrsta skipti sem SKÝRR býður út pappírsnotkun sína. Tvisvar hefur verið um smærri útboð að ræða, í segulbönd og miðlum. „Þýskaland er stór markaður sem hefur verið van- ræktur hingað til. Síðari árin hefur verið litið mjög til Bandaríkjanna en með fallandi gengi dollarans hafa útflutningsaðilar horft sér nær og er þessi kynning einn liður í að efla markaðstengsl í Þýskalandi." Nákvæm kostnaðaráætlun liggur enn ekki fyrir en miðað við kynning- arátakið í Hollandi taldi Hafsteinn að á þessu ári yrði varið um 1,5 milljón króna til þessa verkefnis. Framleiðsla minni en sala meiri hjáíSAL FRAMLEIÐSLA íslenska ál- félagsins fyrstu sex mánuði þessa árs var 36,342 tonn á móti 38,036 tonnum á sama tíma 1985. Sala hefur hins vegar aukist, var 35,200 tonn á þessu ári, en 34,003 tonn á síðasta ári. Sæmundur Stefánsson hjá ÍSAL sagði að verð nú væri um 1.150 dollarar og hefði lítið breyst undanfama mánuði og er ekki búist við miklum sveifl' um í ár. Áætlað er að heims- framleiðslan á þessu ári verði um 17 milljónir tonna en 1985 var hún 12,2 milljónir tonna. Erlent Verðbólga í Evrópu helst áfram lág Frá Eggert H. Kjartanssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Hollandi. VERÐBÓLGAN í Efnahags- bandalagsríkjunum 12 er ekki nema um 0,2% um þessar mund- ir. í apríl hækkaði neytendaverð aðeins sem nemur 0,4% og i mars var hækkunin 0,2%. Síðan í maí á síðasta ári hefur ekki verið um nema 3,5% verðhækkun að ræða. í síðasta mánuði lækkaði vöru- verð í Belgíu um 0,3% og í Portúgal um 0,5%. I Vestur-Þýskalandi, Hol- landi og Lúxemborg stóð verðið í stað. Hér í Hollandi er verðbólgan á ársgrundvelli ekki nema 0,5% á sama tíma og í Vestur-Þýskalandi og Lúxemborg er ekki um neina verðbólgu að ræða á ársgrundvelli. Einu löndin innan Efnahagsbanda- lagsins þar sem hægt er að tala um einhveijar verulegar verð- hækkanir síðustu mánuðina eru Danmörk og Grikkland, þar sem verðhækkanir voru að meðaltali um 0,5%. í Hollandi hefur þessi litla verð- bólga og stöðugt vöruverð endur- speglast í lágum vöxtum og tiltölulega miklum stöðugleika í efnahagslífinu. Hollendingar, sem njóta þess ef um raunverulegan hagvöxt er að ræða í Vestur-Þýska- landi, vegna mikilvægis þess lands fyrir útflutningsiðnað þeirra, hafa einnig orðið varir við að atvinnu- leysi væri jafnvel orðið enn minna en skrár segja til um, þar sem ýmsir hafa ekki tilkynnt sig eftir að þeir hafa fundið verkefni við sitt hæfí. Samkvæmt síðustu spám reiknistofnunar ríkisstjómarinnar hér er þess vænst að um svipaða þróun verði að ræða út þetta ár. prentborða, sem hvort um sig hljóð- aði upp á um 1 milljón króna, þannig að samningur SKÝRR við Odda er sá stærsti til þessa. Með framlengingu fyrri samnings, sem var reyndar einnig við Odda, hefði SKÝRR greitt 13% hærra verð fyr- ir tölvupappírinn en kveðið er á um í tilboði Odda. T0Y0TA 2FBE 15 3 HJÓLA RAFMAGNSLYFTARI Lyftigeta 1,5 tonn, lyftihœð 4,3 metrar Rafgeymir 48V-400 ah. TOYOTA NÝBÝLAVEGI 8 200 KÓPAVOGI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.