Morgunblaðið - 10.07.1986, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, VTÐSKffTI AÍVINNUlÍF FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986
B 7
brattann að sækja. Sölu flugfélags-
ins British Airways hefur marg-
sinnis verið frestað, fyrst vegna
málaferla á hendur BA í sambandi
við gjaldþrot flugfélagsins Laker
Airways, og síðan vegna þess að
yfirvöld hafa viljað ljúka fyrst
samningum við yfirvöld í Banda-
ríkjunum um bætta aðstöðu félags-
ins í farþegaflutningum yfir
Norður-Atlantshafið. Sumir eru tor-
tryggnir á þessar skýringar og
segja að rétta ástæðan fyrir öllum
frestununum sé sú að með núver-
andi fækkun farþega, aukinni
samkeppni á flugleiðunum yfir
Norður-Atlantshafið og vegna fyr-
irsjáanlegrar þarfar fyrir miklar
fjárfestingar óttist yfirvöld að veru-
lega geti. dregið úr hagnaði flug-
félagsins og það hljóti að valda
nýjum kaupendum hlutabréfa von-
brigðum.
Sölu á Land Rover og Leyland
Trucks var fyrirvaralaust frestað
eftir að þrýstingur frá nokkrum
þingmönnum íhaldsflokksins
neyddi ríkisstjórnina til að hætta
samningaviðræðum við General
Motors Corp. fyrr á þessu ári. Ósk-
að hafði verið eftir tilboðum frá
fjórum innlendum aðilum, en ekkert
þeirra reyndist aðgengilegt.
Reiknað hafði verið með að salan
á Royal Ordnance færði ríkinu 200
milljón punda (um 12,7 milljarða
króna) tekjur. Þótt sölunni hafi nú
verið frestað ætti það ekki að hafa
mikil áhrif fjárhagslega, en er þó
pólitískt áfall fyrir stjórnina. Það
var aðeins nokkrum vikum áður en
hefja átti sölu hlutabréfa í vopna-
smiðjunum að ríkisstjórnin komst
að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið
væri ekki nægilega vel undirbúið
til að geta staðið á eigin fótum.
En Royal Ordnance var stofnað
fyrir hálfu öðru ári með sameiningu
aldagamalla vopnasmiðja og skot-
færagerða í Bretlandi.
Einokun mótmælt
Einn megin tilgangurinn með
sölu ríkisfyrirtækja til einaaðila
hefur verið sá að auka samkeppni
á markaðnum. Sem dæmi má taka
að National Bus verður breytt úr
ríkisreknu einkaleyfisfélagi í 71
flutningafélag í samkeppni hvert
við annað þegar félaginu verður
skipt og það selt síðar á þessu ári.
Áður stundaði National Bus far-
þegaflutninga samkeppnislaust á
einkaleyfisleiðum víða um Bretland,
en framvegis munu smærri fyrir-
tæki á borð við National Welsh og
Midland Red keppa hvert við annað
á þessum leiðum um farþegana með
því að lækka fargjöld og bjóða betri
þjónustu.
En í vaxandi mæli er farið að
líta á National Bus sem undantekn-
inguna frá reglunni. „Frumástæðan
var að auka framleiðni ríkisfyrir-
tækja með því að auka samkeppn-
ina,“ segir David Thompson, sem
stendur fyrir könnunum á afleiðing-
um af sölu ríkisfyrirtækja til
einkaaðila hjá Institute for Friscal
Studies í London. „Ríkisstjórnin
hefur misst sjónar af því mark-
miði, og nú er stefnan aðeins sú
að selja ríkiseignir, oft án þess að
nokkuð sé gert til að auka sam-
keppnina."
Ríkisstjórninni er mikið í mun
að auka sem mest tekjur sínar, og
vegna andstöðu stjómenda við að
fyrirtækjum þeirra verði skipt upp
í smærri einingar er ríkisstjómin
nú að selja einkaaðilum ríkiseinka-
sölur sem ekki eiga eftir að skila
betri árangri né veita betri þjónustu
í einkaeign en þær gerðu í ríkis-
eign, að sögn gagnrýnenda.
Takmörkuð samkeppni
Þegar fyrst kom til tals að selja
British Gas, datt ríkisstjórninni í
hug að skipta gasfélaginu upp í
smærri héraðabundnar einingar
sem síðan miðluðu gasi til neytenda
frá einum höfuðstöðvum fyrir Norð-
ursjávargas. Þótt neytendur fengju
ekki að velja hvaðan þeir keyptu
gasið, mátti þó búast við innbyrðis
samkeppni milli gasfélaganna varð-
andi innkaup á gasi og sölu til
stærri iðnfyrirtækja. En harðsnúnir
Finnland
Skipasmiðjur sameinast
skipulagningu rekstrarins og
sameiningu við Valmet.
„Ástandið er mjög erfitt á vest-
stjórnendur British Gas neituðu að
láta skipta félaginu. Þessi andstaða
olli því að breytingarnar hefðu orð-
ið tímafrekar og dregið það á
langinn að einkaaðilar gætu tekið
við rekstrinum. Ríkisstjórnin hefur
án efa einnig haft væntanlegt sölu-
verð í huga: Hærra verð fengist
fyrir félag með einokunaraðstöðu
en fyrir mörg smærri félög í inn-
byrðis samkeppni.
Ríkisstjórnin neitaði einnig að
skipta British Airpoits Authority
niður í sérstök félög fyrir hvern
flugvallanna, Heathrow, Gatwick
og Standstead, sem síðan kepptu
sín á milli um farþega og flugfélög.
Ríkisstjórnin taldi að skiptingin
væri ósanngjörn þar sem Heathrow
fengi þá yfirburða aðstöðu. „Þótt
erfitt sé að sjá fyrir sér algjörlega
ftjálsa samkeppni, var það engin
afsökun fyrir því að útiloka þá
möguleika sem fyrir hendi voru,“
sagði Alan Haseíhurst þingmaður
íhaldsflokksins.
Nokkur samkeppni var tryggð
við sölu British Telecommunicat-
ions: símtækjaviðskiptin voru gefin
fijáls, og Mercury Communications
Ltd. deildin úr Cable & Wireless var
gerð að sjálfstæðu fyrirtæki til að
veita nokkra samkeppni í langlínu-
símtölum. En stjórnvöld lögðust
gegn algjörri uppskiptingu félags-
ins eins og gert var við bandaríska
símafyrirtækið AT&T og margir
talsmenn aukinnar samkeppni
mæltu með.
Hækkun orkuverðs
takmörkuð
Ríkisstjórnin heldur því fram að
þrátt fyrir allt eigi British Gas í
samkeppni við orku frá öðrum orku-
gjöfum, eins og kolum og olíu. Og
hún segir að það sé framleiðnihvetj-
andi fyrir bæði British Gas og
British Telecommunications að sett-
ar hafa verið reglugerðir er
takmarki kostnað neytenda vegna
þjónustu þessara fyrirtækja þannig
að hækkanir haldist minni en hækk-
un verðbólgu hveiju sinni. Segja
stjórnvöld að þetta eigi að tryggja
að félögin misnoti ekki sérstöðu
sína.
En margir hagfræðingar benda
á að þessi aukna framleiðni gæti
einnig náðst þótt fyrirtæki á borð
við British Gas yrðu áfram í ríkis-
eign. Ef opinberir embættismenn
hættu afskiptum af ríkisreknum
fyrirtækjum — leyfðu þeim vel
reknu að blómstra en hættu fjár-
stuðningi við þau illa stöddu —
þyrfti ekki að afhenda einkaaðilum
fyrirtækin, segja þeir.
„Þegar fyrirtækið er vel rekið,
skiptir ekki máli hveijir eigendumir
eru,“ segir Ralp H. Robins fram-
kvæmdastjóri hjá Rolls-Royce.
Fyrirtæki gætu einnig bætt afkomu
sína í ríkisrekstri ef þau losnuðu
undan opinberri skriffinnsku sem
tefur ákvarðanatöku og drepur nið-
ur starfsandann. John Egan hjá
Jaguar segir að velgengni fyrirtæk-
isins sé því að þakka að það
endurheimti sjálfstæði sitt ekki
síður en hinu að skipt var um eig-
endur. Starfsandinn komst niður í
lágmark, segir hann, þegar Jagu-
ar-merkið fyrir framan bílasmiðj-
umar var tekið niður og í staðinn
kom skilti sem á stóð: „Leyland
bflar — Samsetningarsmiðja nr. 2
fyrir stærri bíla.“
En ríkisstjómin segir þessar
byrðar fylgja ríkisrekstri. Meðan
ríkið á fyrirtækin er óhjákvæmilegt
annað en að farið verði frekar að
pólitískum en viðskiptalegum kröf-
um. Þau fyrirtæki í ríkiseign sem
ganga vel verða neydd til að standa
undir rekstri illa stæðra ríkisfyrir-
tækja, eða til að styrkja önnur
pólitísk markmið. Hafi fyrirtækjum
á borð við Jaguar tekizt að bæta
reksturinn, er það vegna þess að
yfirvofandi sala til einkaaðila hefur
neytt þau til að auka framleiðnina.
„Það er ekki hvetjandi fyrir stjóm-
endur þegar sérhver aukning í
framleiðni leiðir eingöngu af sér
minni fjárveitingar af almannafé,“
segir William Harper framkvæmda-
stjóri Thames Walter Authority.
(Heimild: Wall Street Journal.)
Finnskar skipasmíðastöðvar
hafa til þessa verið að mestu
lausar við þá rekstarörðugleika,
sem hrjáð hafa skipasnriðastöðv-
ar í flestum öðrum löndum
Vestur-Evrópu. Engu að síður
hafa nú margar finnsku stöðv-
anna gripið til endurskipulagn-
ingar á rekstrinum til að aðlaga
sig breyttum markaðsaðstæðum.
Oy Wartsila AB, ein arðsamasta
skipasmíðastöð Evrópu í einka-
rekstri og ein sú stærsta, hefur
nýlega sameinast Valmet Corp.,
sem er ríkisfyrirtæki og rekur
skipasmíðastöðvar og þungaiðnað.
Þessar tvær skipasmiðjur renna
saman í eitt nýtt fyrirtæki um
næstu áramót. Wartsila eignast
70% hlut í nýja fyrirtækinu, en
Valmet 30%.
Wartsila rekur skipasmíðastöðv-
ar í Helsinki og Turku, og skipavið-
gerðir í Turku og Kotka, en Valmet
á skipasmíðastöðvar í Helsinki og
Kotka. Samtals starfa nú um
10.000 manns hjá báðum fyrirtækj-
unum, en reiknað er með að eftir
sameininguna verði starfsmönnum
smám saman fækkað niður i 6.000
á næstu árum.
Sven Bertlin, einn framkvæmda-
stjóra Wartsila, sagði að áhrif
verðlækkunar á olíu á þýðingarmik-
il viðskipti skipasmíðastöðvarinnar
við Sovétríkin hafi flýtt fyrir endur-
rænum mörkuðum, og ný viðhorf
eru ríkjandi á sovéska markaðn-
um,“ sagði Bertlin. „Nú gefst okkur
tækifæri til að aðlaga okkur að eig-
in mörkuðum í stað þess að bíða
eftir að breyttar aðstæður neyði
okkur til skipulagsbreytinga." Sam-
kvæmt viðskiptasamningi Finn-
lands og Sovétríkjanna verður að
ríkja jöfnuður í vöruskiptum land-
anna á hveiju fimm ára tímabili.
Þar sem um helmingur alls útflutn-
ings Sovétríkjanna til Finnlands er
olía og olíuvörur, neyðast Rússar
til að minnka innflutninginn þegar
olíuverð lækkar til að jöfnuður hald-
ist.
Talsmaður verslunarfélagsins,
Oy Benwow AB, Timo Syijala, seg-
ir að vonir Finna hafi glæðst við
þau ummæli fulltrúa í viðskipta-
nefnd frá Sovétríkjunum að yfirvöld
í Moskvu ætluðu sér ekki að draga
úr innflutningi á finnskum iðnaðar-
vörum. En Syijala bætti því við að
áberandi væri hvað sovésku kaup-
endumir væru nú harðari í samn-
ingum um verð.
„Það verður ekki aftur eins og í
gamla daga þegar gengið var frá
málunum með vodkaglýju í augum
milli þess sem skroppið var út í búð
til að kaupa myndbandstæki," segir
fínnskur sérfræðingur í milliríkja-
viðskiptum. Hann bætir því við að
sovésku samningamennirnir hafi
fyrirmæli frá leiðtoga sínum, Mik-
hail S. Gorbachev, um að leggja
harðar að sér við að fá verðlag nið-
ur á þeim vörum sem keyptar eru
erlendis.
Á undanfomum ámm hefur um
fjórðungur heildsölu Wartsila-
samsteypunnar verið til Sovétríkj-
anna. Hlutdeild Sovétríkjanna í
skipakaupum frá Wartsila er enn
meiri.
Heildsala Wartsila-samsteyp-
unnar á árinu 1985 nam 5.546
milljónum fínnskra marka (um 45
milljörðum króna), og hafði minnk-
að um 11,2%, úr 6.242 milljónum
marka árið 1984. Sala á nýsmíð-
uðum skipum er nokkuð sveiflu-
kennd ár frá ári og fer eftir
afhendingartima skipanna, en nam
í fyrra 2.885 milljónum marka (um
23,4 milljörðum króna). Var það
24,4% lækkun frá árinu áður þegar
skipasalan nam 3.816 milljónum
marka.
Heildarsala Valmet-samsteyp-
unnar á árinu 19,85 nam 6.088
milljónum marka (um 49,3 milljörð-
um króna), þar af skip fyrir 1.050
milljónir marka (um 8,5 milljarða
króna).
(Heimild: International Herald Tribune.)
ÚR HRINGNUM
Aukin gjaldeyrisöflun skiptir höfuðmáli: Meiri viðskipti við útlönd
og erlenda gesti í landinu — með vörur og þjónustu. Með mark-
vissu átaki í áratug hefur News From lceland haslað sér völl á
sviði viðskipta við útlönd. Þúsundir manna víða um heim lesa
News From lceland mánaðarlega. Náðu til nýrra viðskiptavina,
auglýstu í News From lceland. Ný leið út úr gamla hringnum.
FROMICEim
NewsFromlœlandermánaðarlegtfréttablað HÖfðabakka 9, Reykjavík
með alþjóðlega dreifingu í útgáfu lcelandReview. Auglýsingasími er 84966