Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1986 45 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Flugbjörgunar- sveitin í Reykjavík sem er stærsta einstaka björgunarsveit landsins vill ráða erindreka/framkvæmda- stjóra. Hér er um nýtt starf að ræða er felst aðalega í þátttöku í daglegum rekstri sveitar- innar, að vinna að sérstökum fjáröflunarverk- efnum og samskiptum við félagasamtök, stofnanir og opinbera aðila. Þeir er áhuga hafa á starfinu leggi inn nöfn sín á augldeild Mbl. í umslagi merktu: „FBSR. — 5847". Trúnaði er heitið. Rafvirki Heildverslun í Reykjavík óskar að ráða raf- virkja til að annast viðgerðir á litlum heimilis- tækjum. Viðkomandi þarf einnig að sinna afgreiðslu. Umsóknir sendist augldeild Morgunblaðsins fyrir 15. ágúst merktar: „Raftæki — 2637". Byko Okkur vantar fólk til framtíðarstarfa í timbur- sölu okkar að Skemmuvegi 2, Kópavogi, við afgreiðslu- og lagerstörf. Einnig í verslun okkar að Nýbýlavegi 6, Kópavogi við af- greiðslustörf. Umsóknareyðublöð liggja frammi á ofan- greindum stöðum. BVKO BYGGINGAVORUVERSLUN R O KÓPAVOGS SF. síivii 41000 Tónlistarkennarar Tónlistarskóli Dalvíkur óskar eftir að ráða skólastjóra og 2 kennara við skólann frá 1. sept. nk. Æskilegar kennslugreinar eru píanó, flauta og gítar, en aðrar kennslugrein- ar koma til greina. Gott húsnæði í boði og flutningskostnaður greiddur. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst nk. Nánari upplýsingar veitir Anna B. Jóhannesdóttir í síma 96-61316 og 61382. Kennara vantar að Stóru-Vogaskóla Vogum Vatnsleysu- strandarhreppi. Meðal kennslugreina: eðlis- fræði, líffræði og tungumálakennsla (enska, þýska). í sveitarfélaginu eru um 650 íbúar. Þaðan er um 35 km. til Reykjavíkur. Nánari upplýsingarveita Hreiðar Guðmundsson sími 92-6520 og María Jónsdóttir sími 92-6505. Rafmagnstækni- fræðingur 37 ára gamall rafmagnstæknifræðingur (sterkstraums) með afar fjölþætta reynslu sem deildarstjóri hjá innflutnings- og þjón- ustufyrirtæki óskar eftir vel launuðu starfi. Tilboð sendist augld. Mbl. fyrir 15. þ.m. merkt: „M — 391". Líffræðingur — efnafræðingur óskast í sjálfstætt rannsóknarverkefni tengt lífefnavinnslu. Upplýsingar veita Bergþóra Jónsdóttir s. 84166 milli kl. 9 og 12 og Kristín Magnúsdóttir s. 685766 milli kl. 14. og 17. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skilað til G. Ólafsson hf., Grensásvegi 8, fyrir 20. ágúst. Skólastjóri — kennarar Skólastjóra og kennara vantar við Tónlistar- skóla Þingeyrarhrepps í Vestur-ísafjarðar- sýslu sem stofnaður verður í haust. Uppl. hjá Sigrúnu Guðmundsdóttur í síma 94-8250, Bjarna Einarssyni í síma 94-8200/ 94-8225 og hjá menntamálaráðuneyti. Atvinna — húsnæði Kona óskast til að sjá um eldri konu eftir kl. 15.00 á daginn og um helgar eftir nánara samkomulagi gegn fæði, húsnæði og ein- hverri gneiðslu. Upplýsingar um aðstæður viðkomandi, nafn og símanúmer leggist inn á augld. Mbl. fyrir nk. fimmtudag merkt: „Létt vinna — 0284". Verkfræðistofur — Verktakar Byggingatæknifræðingur óskar eftir vinnu í Reykjavík eða úti á landi. 1-2 ára starfs- reynsla. Upplýsingar veittar á kvöldin og um helgar í síma 91-12511. Afgreiðsla Rótgróna sérverslun í miðbænum vantar ábyrgan og laghentan mann til afgreiðslu- starfa frá og með 1. september nk. Hér er um framtíðarstarf að ræða. Tilboð sendist augldeild Mbl. merkt: „Ábyrgur — 1050“ fyrir 16. ágúst nk. Afgreiðslustúlka óskast Söluturninn Pólís, Skipholti 50c, vantar röska stúlku strax. Ekki yngri en 20 ára. Tvískiptar vaktir. Uppl. á staðnum sunnudag frá kl. 11.30-13.30. Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða skrifstofumann sem fyrst. Verksvið: Símavarsla, vélritun og sendiferðir. Laun samkvæmt launakerfi ríkisins. Umsóknir, er greini aldur og fyrri störf, sendist okkur fyrir 15. ágúst nk. Skrífstofa Rannsóknastofnunar atvinnuveganna Nóatúni 17, 105 Reykjavík. Rekstrartækni- fræðingur Rekstrartæknifræðingur óskar eftir starfi. Áhugasvið: skipulagning framleiðslunotkun örtölvutækni. Upplýsingar í síma 22880. Bókari — skrifstofumaður óskast til starfa hjá heildverslun á Ártúns- höfða. Fyrirtækið er að flytjast í nýtt eigið húsnæði og aðstaða öll hin besta. Vinnutími 9-17. Viðkomandi mun sjá um bókhald svo og al- menn skrifstofustörf. Starfsmaðurinn þar að hafa reynslu af tölvu- unnu bókhaldi ásamt almennum skrifstofu- störfum, geta unnið sjálfstætt og skipulega. Fyrirtækið býður góða vinnuaðstöðu, sjálf- stætt og krefjandi starf, starfsþjálfun og laun í samræmi við frammistöðu. Nánari uppl. veitir Holger Torp. Umsóknir skilist fyrir 18. ágúst nk. FRiam Starf smannast jórnun - Ráðningaþjónusta Sundaborg 1 - 104 Reykjavík - Símar 681888 og 681837 Okkur vantar pössun sem fyrst 3-4 daga í viku. Við erum 1 árs og 3 ára og búum í Hlíðunum og viljum helst fá einhvern sem vill koma heim til okkar. Má hafa barn með sér. Uppl. í síma 687751. Vélamaður — verkamenn Vanur vélamaður óskast strax og einnig verkamenn í gatnagerð. Uppl. í síma 50877. Loftorka Reykjavik hf. Verslunarstörf Starfsfólk á aldrinum 20-40 ára óskast til ýmissa starfa, bæði í hlutastörf og heil störf. Verslunin Garðakaup, Garðabæ. Meinatæknar Óskum eftir meinatækni eða starfsmanni með hliðstæða menntun til starfa á rann- sóknarstofu. Tilboð merkt: „R — 5846“ sendist augldeild Mbl. fyrir 15. ágúst nk. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa strax, hálfan eða allan daginn eftir samkomulagi. Tilboð leggist inn á augldeild Mbl. merkt: „Strax — 5845". Bókbindari Prentsmiðja á Reykjavíkursvæðinu óskar eft- ir röskum bókbindara. Þarf að vera vanur bókbandi og alhliða bókbandsvinnu. Um framtíðarstarf er að ræða. Með umsóknir verður farið sem túnaðarmál. Tilboð sendist augld. Mbl. merkt: „Bókbindari — 5686". Rekstrartækni- fræðingur Rekstrartæknifræðingur óskar eftir starfi. Áhugasvið: skipulagning, framleiðslunotkun örtölvutækni. Upplýsingar í síma 22880.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.