Morgunblaðið - 29.08.1986, Side 14

Morgunblaðið - 29.08.1986, Side 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1986 HVAD ERAÐ GERAST UM Sjóminjasafnið: Sjóminjasafn íslands verður opið í sumar þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14 tiM 8. Safniö er til húsa á Vesturgötu 8 í Hafnarfirði. Árbæjarsafn: Helga leikur á lág- fiðlu Árbæjarsafn er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30 til kl. 18. Helga Þórarinsdóttirleikurá lág- fiölu í Dillonshúsi á sunnudaginn frá kl. 15 til 17. Ásgrímssafn: Reykjavíkurmyndir Ásgríms ÍÁsgrímssafni, Bergstaðastræti 74, stendur nú yfir sýning á verkum Ásgríms Jónssonar. Á neðri hæð hússins eru einkum sýndar vatns- litamyndir, en stór olíumálverk eru til sýnis í gömlu vinnustofu málar- ans. Safnið er opið alla daga nema laugardaga milli kl. 13.30 og 16. Sýningin stendur út ágúst. Sædýrasafnið: Dýrin mín stórogsmá Sædýrasafnið verður opið um helgina eins og aðra daga frá kl. 10 til 19. Meöalþess semertil sýnis eru háhyrningar, Ijón, ísbjörn, apar, kindurog fjöldi annarra dýra, stórra og smárra. Listasafn Einars Jónssonar: Safn og garður Listasafn Einars Jónssonarer opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30 til 16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 11 til 17. MYNDLIST Norræna húsið: Utf Trotzig sýnir Á sunnudaginn kl. 15:00, opnar sænski myndlistarmaðurinn Ulf Trotzig sýningu á verkum sýnum í Norræna húsinu. Á sýningunni eru olíumálverk og grafik. Dr.Sven Sandström listfræðingur mun tala um Ulf og list hans í fyrirlestrarsal Norræna hússins kl. 16:00 og sýna litskyggnur til skýringar. Seltjarnarnes: Sýning ítilefni nor- ræns vinabæjamóts Nú um helgina lýkurí Listaveri, Austurströnd 6, Seltjarnarnesi myndlistarsýningu í tilefni af norr- ænu vinabæjamóti. Það er Myndlistarklúbbur Seltjarnarness sem stendurfyrir sýningunni og eru á henni verk eft- ir 10 Seltirninga. Sýningin er opin frá kl. 14 til 22. Aðgangur er ókeypis. Henni lýkur nú á sunnudaginn, 31.ágúst. Bólvirkið: Saga og ættfræði Á annarri hæð i húsi verslunar- innarGeysis, Vesturgötu 1, stendur nú yfir sýning á vegum Bólvirkisins á gömlum Ijósmyndum úr Grófinni. Þá er sýnt líkan sem 10 ára nemend- ur í Melaskólanum gerðu i vor i tilefni 40 ára afmælis skólans og 200 ára afmælis Reykjavíkur. Einnig er þar kynning á bókum um sögu og ættfræði Reykjavíkur sem væntanlegar eru á næstunni. Sýningin eropin frá kl. 14 til 18 virka daga. Haukur Morthens og félag-ar skemmta gestum í Skiðaskálanum í Hveradölum um helgar i september. leika á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum út september- mánuð. Austurland: Stuðmenn ítón- leikaferð Nú er farið að síga á seinni hluta sumarferðalags Stuðmanna. í kvöld ætla þeirað leika í Nes- kaupsstað, á morgun í Höfn á Hornafirði og á sunnudaginn, 31. ágúst, kl. 15.30 halda þeirtónleika til styrktar Sólheirnum í Grímsnesi. Þeir tónleikar verða að Sólheimum. Vestmannaeyjar: Eyjakvöld Á haustmánuðum ársins í fyrra byrjaði Hótel Gestgjafinn með hin svokölluðu Eyjakvöld, skemmtanir þar sem snæddur var matur frá Vestmannaeyjum og sungin eyja- lög. í ár verður þessu haldið áfram. Um skemmtiatriði sjá Runólfur Dag- bjartsson leikari, Helgi Hermanns- son söngvari, Jónas Þ. Dagbjarts- son fiðluleikari, Ásta Ólafsdóttir, Ásdís Þórarinsdóttir og Jónas Þórir hljómborðsleikari. Gestir eru beðnir að mæta tíman- lega því að borðhald hefst kl. 20.30 og skemmtiatriðin kl. 21.30. FÉLAGSLÍF Félagsmiðstöðin Fellahelli: Trimmaðstaða á laugardögum Sú nýbreytni hefur verið tekin upp í starfi félagsmiðstöðvarinnar Fella- hellis að nú í sumar verður íbúum Breiðholtshverfis boðið upp á trimmaðstöðu á laugardögum. Verður húsið opið frá kl. 10 til kl. 16. Meöal annars verður boöiö upp á aðstöðu til þrekæfinga, borð- tennis, góða baðaðstöðu fyrir hlaupara og síðan verður kaffitería opin fyrir gesti. Listasafn Háskólans: Listasafn Háskóla íslands í Odda (gengiö beint upp af Norræna hús- inu) er opið daglega þangað til kennsla hefst í haust frá kl. 13.30 til 17. Aögangur er ókeypis. Nýlistasafnið: Samsýning Tolla og Bong-Kyou Im í gær, 28. ágúst, opnuðu þeir Þorlákur Kristinsson og Kóreumaðurinn Bong-Kyou Im, samsýningu í Nýlistasafninu við Vatnsstíg í Reykjavík. Þeir félagar sýndu saman í Berlín í fyrra og munu aftur eiga stefnumót í Seoul að ári. Bong-Kyou Im fæddist í Suður-Kóreu árið 1947 og stundaði nám í högg- myndalist í Seoul. Hann fluttist til Berlínar 1979 og hefur dvalist þar við nám og starf síðan. Þorlákur Kristinsson fæddist árið 1953 í Reykjavík og hefur stundað nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og við Hochschule der Kunster í Berlín. Sýningin í Nýlistasafninu er opin frá kl. 16-22 virka daga en 14-22 um helgar. Henni Iýkur7. september. Öld goðsagna eftir Bong-Kyou Im t.v. og Til móts viö sjóndeildarhringinn eftir Tolla t.h.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.