Morgunblaðið - 05.09.1986, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 05.09.1986, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986 B 7 að ráða sem gefa veikan rafstraum. Sjúkl- ingarnir geta fengið þau lánuð og haldið meðferöinni áfram sjálfir eða með hjálp aðstandenda sinna heima hjá sér.“ Auðveldast að ráða niður- lögum verkja sem eiga sér uppruna í taugakerfinu Er hægt að ráða niðurlögum allra verkja með þessari aðferð? „Nei, reyndar ekki. Meðferðin er áhrifarík- ust þegar átt er við verki sem eiga uppruna sinn í taugakerfinu. Kvalir sem fólk líður vegna meiðsla eða eftir aðgerð má í mörg- um tilfellum vinna bug á. Séu meiðslin mikil og verkirnir sárir og útbreiddir er tæpast nægilegt að beita meðferðinni. Langvinna verki sem stafa til dæmis af vöðvabólgu eða slæmum stöðuvenjum fólks má lækna með þessum hætti. Algengasti verkurinn sem mínir sjúklingar þjást af er verkur í neðri hluta baksins, sem oft stafar af vöðvabólgu. Verki sem stafa af skemmd- um á innyflum eða sálrænum orsökum ræður meðferðin ekki við. Sársauki er mjög dularfullt og illskiljanlegt fyrirbæri og enn vantar mikið á að við gerum okkur fulla grein fyrir eðli hans, þótt margt hafi skýrst á síöustu árum. Læknar geta yfirleitt byggt ályktanir sínar á skýrum niöurstöðum rannsókna og mæl- inga, sem gerðar hafa veriö á líkama sjúkl- ingsins og líkamsvessum. Þessu er ólikt farið um sársaukann. Læknirinn hefur engin tök á að mæla hann og verður að reyna að gera sér grein fyrir honum eftir frásögnum sjúklingsins sjálfs. Hann getur auðveldað sór að átta sig á hvernig verkjum sjúklingsins er háttað meö því til dæmis að gera kort af líkama hans Til þess að eyða sársaukanum aö mestu eða öllu leyti er gott að gefa sjúklingunum veikan straum yfir dreift svæði í nokkurn tima eftir að hann hefur verið staðdeyfður. Hér er straumnum beint að taugum sem liggja út úr mænunni og þær deyfðar þannig áður en þærtaka að dreifast verulega. og merkja inná þá staði þar sem sjúklingur- inn finnur til. Það hefur verið útbúið staðlað spurningablað sem ég hef notað. Þá þarf sjúklingurinn ekki að gefa heildarlýsingu á verkjunum en merkir einfaldlega við þau atriði sem honum finnst eiga við sig. Þannig getur læknirinn komist að því hverjar upphafsorsakirnar hafi verið og gengið úr skugga um hvort þær séu horfnar eða enn til staðar. Útfrá því má ráðleggja áframhaldandi meðferð. Að sjálfsögðu á sársaukinn sér ákveöna orsök til að byrja með og hana veröur að lækna til að hægt sé að berjast gegn honum af einhverju viti. Með því að kortleggja sárs- aukasvæðin getum við oft getið okkur til um hver hún sé. Þetta á einkum við um það sem nefnt hefur veriö yfirfærður verkur. Vegna þess hvernig taugarnar dreifast um líkamann gerist það oft að skemmdir eða meiðsl á einum stað valda sársauka á öðrum. Þessir verkir haga sér nákvæmlega eins og allur annar sársauki, og valda sömu skemmd- um". Einföld aðferð og hættu- laus með öllu „Sem fyrr segir er taliö að erting punkt- anna örvi myndun ýmissa deyfandi efna í líkamanum. Það eru ákveðnar tegundir af taugum sem ertingin örvar, svo þær senda boð áfram um framleiðslu þessara efna. Það er einnig lega þessara tauga sem stjórnar þvi hvernig skemmdir eða meiðsl á einum stað koma fram sem verkir á öörum. Það merkilega við þessa meöferð er 4 VERKUR 4 VARNAR- VÖÐVASAM- k STARFRÆNAR SVÖRUN r DRÁTTUR V TRUFLANIR kannski það hvað hún er hlægilega einföld. Enda þekkjast svipaðar aðferðir við lækning- ar frá fornu fari. Það eru til heimildir um notkun rafmagns til að deyfa sársauka frá Grikklandi forna. Torpedo-fiskurinn gefur frá sér straum ef trjónan á honum er snert og þetta notfærðu Grikkirnir sér til að lækna höfuðverki og liðbólgu. í öllum samfélögum manna hafa veriö þekktar og viðurkenndar einhverjar lækn- ingaaðferðir. Hversu fráleitar sem okkur finnst margar þeirra vera nú, hefðu þær tæplega viðhaldist teldi fólk sig ekki hafa séð einhvern árangur af þeim. Menn virðast til dæmis hafa þekkt þá reglu gegnum tíðina að sársauki yrði helst læknaður með því að beita sársauka. Og nú er búið að finna full- gildar skýringar á því hvernig það má vera. Þannig eru til aðferðir eins og sú sem nefnd var „cupping" og heimildir eru meðal annars um að hafi verið beitt hér á íslandi. Bolla eða lítilli skál var hvolft yfir húö sjúkl- ingsins, þar sem hann fann til. Bollinn var þvínæst hitaður sem olli því að þrýstingur jókst. Þá bólgnaði húðin undir bollanum upp, sem er nokkuð sárt. Þetta gerði oft að verkum að sársaukinn sem verið hafði minnkaði nokkuð. Þetta er skýranlegt núna þegar við gerum okkur grein fyrir hvaða áhrif erting af þessu tagi getur haft. Það er Ijóst að gamlar aðferðir og kenn- ingar geta haft margt til síns máls. Þær eru byggðar á reynslu og hún er ólygin. Sumar eru náttúrlega vita gagnslausar, til dæmis blóðtökur, enda voru þær byggðar á mjög vafasömum hugmyndum um mannslík- amann. En þaö er þess virði að kanna gömlu aðferðirnar einsog raunin hefur orðið í sam- bandi við að létta af fólki sársauka". Hugarfarsbreyting meðal lækna „Það má segja aö á síðustu árum hafi orðið nokkur hugarfarsbreyting meðal lækna. í staö þess að treysta blint á hávís- indalegar aðferðir og niðurstöður og hafna þvi sem ekki var hægt að útskýra í smáatrið- um eru þeir nú að verða opnari fyrir mörgu því sem skottulæknar einir hefðu litið við fyrir örfáum árum. Þaö færist nú mjög í vöxt að þeir prófi ýmsar aðferðir svo framarlega sem þeir eru vissir um að valda ekki skaða með þeim. Og rannsóknir á allskyns alþýðulækningum, hjátrú og hindurvitnum eru mikið stundaðar víða um heim um þessar mundir. Þetta lýsir kannski best þeirri kreppu sem nútíma læknavísindi eru komin i. Þau geta ekki lengur staðið við það fyrirheit að einn daginn megi með handarviki lækna hvaða sjúkdóm sem er. Öllum er nú Ijóst að sá dagur rennur aldrei upp. Fólk treystir ekki læknunum eftir að því finnst þeir hafa brugðist sér. Ófaglært fólk, misjafnlega fært, sem gefur mönnum nýja von um að ná bata eftir að það hefur gefist upp á læknunum, blómstrar viða um lönd. En fólk verður líka að gera sér grein fyrir því að lækning kvilla þess og hvaða bót það fær meina sinna er í mörgum tilfellum ekki síður undir því sjálfu komið en lækninum. Menn mega hvorki hafa oftrú á læknum né gefast upp þótt þeir hafi ekki alltaf á valdi sínu einu réttu lækningaaðferðina. Til þess að hægt sé að vinna bug á kvöl- um sjúklings með þeirri meðferö sem hér hefur verið lýst verður hann að vera sér meðvitaður um sjúkleika sinn og ákveðinn í að læknast. Ef hann fylgir aðgerðum lækn- isins ekki eftir sjálfur verður lækningin ekki varanleg. Það veröur að breyta þeim hugsunar- hætti fólks að likamsástand þess sé undir einhverjum öðrum komið en því sjálfu. Mjög margir þeirra kvilla sem menn þjást af nú á tímum stafa af slæmum lífsháttum. Lækn- ir getur auðvitað hjálpað manni við aö losna við þessa kvilla, en oft verður hann að breyta lifsháttum sínum varanlega til þess að lækningin sé fuilkomin. Maður ræður því í rauninni sjálfur hvort hann er of feitur, hvort hann reykir eða drekkur og svo má lengi telja. Þetta gildir og um margar tilraun- ir manna til að losna við mein sín, kvilla og sjúkdóma, og ekki síst þann líkamlega skaða sem menn hafa beðið af sársauka. Þótt læknar séu nauðsynlegir verður að hafa það í huga að þeir eru hjálparmenn fólks, ekki töframenn. Svona Irturvrta- hríngur sárs- aukans út. Sú meðferð sem hér er lýst rýfur hringinn með því að eyða sársaukanum. Það er þó ekki eina leiðin. Hrínginn má rjúfa á fleiri stöðum, til dæmis með því að reyna að koma starfsemi vöðvans og efnaskiptum í eðlilegt horf og flæma þannig burt sársauk- ann. Ef sjúkling- urinn er ekki langt leiddur má einnig rjúfa hann með því að ráðast gegn vöðvasam- drættinum með nuddi til dæmis. Texti/Jón Ólafsson Myndir/Emilía B. Björnsdóttir Aukabúnaður: vökvastýrl — 5 gíra — rafmagn í rúðum — velti- stýrl — lituð gler — sportfelgur — toppgrind — allæsingar — útvarp/segulband — Delux innrétting- ar — dráttarkrókur. Ný innfluttur frá Ameríku. árg. 1981 með öllu er til sýnis og sölu. Ath.: getum útvegað vel með farna bíla á góðu verði frá Þýska- landi. CHEROKEE JEEP Intercooler Turbo Diesel 1985 Ekinn 33 þús. km ÞESSI GLÆSILEGI AUDI100 GT5TS AÆTLANAGERÐAFORRITIÐ PIANNING SYSTEM ....' ........'' .." ....:........v ......:" IFPS er öflugt áætlanageröaforrit sem lengi hefur veriö ( notkun á stórum tölvum s. s. Vax/780. Nú hefur veriö gerö útgáfa sem nota má á IBM PC. IFPS er notað viö alla venjulega áætlanagerö og tölulega únrinnslu upplýsinga. Þó er grundvallar- munur á IFPS og t. a. m. Lotus 1-2-3. Uppsetning lik- ana er gerö á hefðbundinn hátt meö uppsetningu Ifk- inga eöa jafna, og kerfið nýtur sin best þegar unniö er úr miklu magni upplýsinga svo sem gagnagrunnum fyrirtækja. Efni: • Kyrwing á IFPS. • Skýrslugerð. • Uppbygging • Samkeyrsla upplýsinga. reiknillkana. • Tenging við staerri tölvur. • Fjárhagslegar reikniaðgerðir. • Hiálparaögerðir. • Birting myndrænna upplýsinga. Leiðbeinandi: Bjarni Júlíusson, deildarstjóri Fjárlaga- og hagsýslustofnunar. Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað framkvæmda- stjórum stærri og meðalstórra fyrirtækja og starfs- mönnum áætlanadeilda stærri fyrirtækja og stofn- ana. Timi: 15.—18. september, kl. 13.30—17.30. Stjórnunarfélag islands Ánanaustum 15 ■ 091-621063

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.