Morgunblaðið - 05.09.1986, Side 15

Morgunblaðið - 05.09.1986, Side 15
MORGUNBLÁÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986 B 15 Nú um helgina lýkur samsýnlngu Tolla og Bong-Kyou Im í Nýlista- safninu viA Vatnsstíg. Nýlistasafnið: Samsýning Tolla og Bong-Kyou Im Nú á sunnudaginn lýkur samsýn- ingu Þorláks Kristinssonar og Bong-Kyou Im í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Þeirfélagarsýndu saman í Berlín i fyrra og munu aftur eiga stefnumót í Seoul að ári. Sýningin eropinfrákl. 16.00-22.00 virka daga en kl. 14.00-22.00 um helg- ina. Norræna húsið: UlfTrotzig sýnir Sænski myndlistarmaðurinn Ulf Trotzig sýnir nú málverk og grafík- verk í sýningarsölum og anddyri Norræna hússins. Sýningineropin daglega kl. 14.00-19.00 ísýningar- sölum og 9.00-19.00 í anddyri, nema sunnudaga frá 12.00-19.00. a Sýningunni lýkur 21 .september. Edvard Hoem les úr verkum sínum Sunnudaginn 7. september kl. 17.00 les norski rithöfundurinn, Ijóðskáldið og leikritahöfundurinn Djass á Hótel Borg Laugardaginn 6. septemberverða haldnirnokkuðsérstæðir djasstónleikar á Hótel Börg og hefjast þeir kl. 16.00. Þar leika saman þrír þekktustu djassgítarleikarar landsins, þeir Jón Páll Bjarnason, Friðrik Karlsson og Björn Thoroddsen. Þeim til aðstoðar verða Pétur Grétarsson trommuleikari og Tómas R. Einarsson á kontrabassa. Þeirfélagar munu spila bæði frumsamin lög sem og þekkt erlend djasslög. Þetta er síðasta tækifærið til að heyra í Jóni Páli Bjarnasym áður en hann heldur til Los Angeles þar sem hann er búsettur. GaileríGangskör: Edvard Hoem úr nýjustu bók sinni, „Heimlandet Barndom", sem byggir áæskuminningum höfundar. Einnig les Hoem upp nokkur ný Ijóð. Hoem hefur starfað við Det Norske Teatret í Osló frá 1980, og er nú formaður norsku rithöfunda- miðstöðvarinnar. Bólvirkið: Saga og ættfræði Á annarri hæð í húsi verslunar- innarGeysis, Vesturgötu 1, stendur nú yfirsýning á vegum Bólvirkisins á gömlum Ijósmyndum úr Grófinni. Þá er sýnt líkan sem 10 ára nemend- ur í Melaskólanum gerðu í vor í tilefni 40 ára afmælis skólans og 200 ára afmælis Reykjavíkur. Einnig er þar kynning á bókum um sögu og ættfræði Reykjavíkur sem væntanlegar eru á næstunni. Sýningineropinfrákl. 14.00.til 18.00 virka daga. Qlafsvík: Kjartan Guðjónsson sýnir Nú á sunnudaginn, 7. septem- ber, lýkur sýningu á verkum Kjartans Guðjónssonar að Kaldalæk í Ól- afsvík. Kjartan var lengi í stjórn Norræna listbandalagsins og hefur sýnt á vegum þess í öllum höfuðborgum Norðurlanda og víöar. Myndirnar sem Kjartan sýnir að Kaldalæk eru grafík og vatnslita- myndir. Sýningin er opin frá kl. 15.00 til 23.00, fimmtudaga til sunnudaga. ísafjörður: Daði Guðbjörnsson sýnir Um síöustu helgi opnaði Daði Guðbjörnsson sýningu i Slunkariki á Isafirði. Á sýningunni eru bæði málverk og grafíkmyndir, allar unnar á síöustu tveimurárum. Daði sýndi áðurá ísafiröi árið 1983 og hefur auk þess tekið þátt í ýmsum samsýningum og haldið einkasýningar í Reykjavík og víðar. Akureyri: Þorvaldur Þor- steinsson sýnir í afgreiðslusal verkalýðsfélagsins Einingar á Skipagötu 14 á Akureyri stendur nú yfir kynning á myndverk- um eftir Þorvald Þorsteinsson myndlistarmann. Á sýningunni eru 27 olíumálverk. Þetta erfjórða sýningin í röð list- kynninga sem fram fara á þessum stað og mun hún standa fram í miðjan september. Þorvaldurer Akureyringurog hóf listnám á námskeiðum í Myndlistar- skólanum á Akureyri á árunum 1977 til 1981. Hann hefur stundað nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands frá árinu 1983 og mun út- skrifast þaöan næsta vor. Hann hefur haldið tvær einkasýn- ingaráðurá Akureyri og tekið þátt -í fjölda samsýninga. Eyjafjörður: Vápni sýnir íVín Um þessar mundir sýnir Helgi Jósefs Vápni 36 olíu og vatnslita- myndir í Vin í Eyjafirði. Einnig sýnir hann snertilist sem sjóndaprir og blindir geta notið jafnt og sjáandi. Sýningin er opin frá kl. 9.00-23.30. Henni lýkurá sunnudag. Mokkakaffi: Sólveig sýnir Um síðustu helgi var opnuð sýn- ing á vatnslitamyndum eftir Sólveigu Eggerz Pétursdóttur á Mokkakaffi við Skólavörðustíg. Hér er um að ræða myndir af Reykjavík og eru þær málaðar í til- efni af 200 ára afmæli borgarinnar. Reykjavikurmyndir Sólveigar hafa í sumar verið til sýnis í veitingahús- inu Gullna hananum á Laugavegi en þær hafa ekki verið til sölu fyrr ennú. Sumarsýning Um þessar mundir stendur yfir sumarsýning Gangskörunga við Amtmannsstíg 1. Galleríið er opið allavirka dagafrákl. 12.00-18.00 og um helgarfrá kl. 14.00-18.00. Ingólfsbrunnur: Alda Sveins- dóttir sýnir í Ingólfsbrunni, Aðalstræti 9, stendur nú yfir sýning á vatnslita- og akrylmyndum eftir Öldu Sveins- dóttur. Þetta er önnur einkasýning Öldu en hún hefur einnig tékið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin er opin virka daga frá kl. 9 til 18 og lýkur 12. september. Gallerí íslensk list: Sumarsýning list- málarafélagsins Um þessar mundir stendur yfir í Gallerí íslensk list, Vesturgötu 17, málverkasýning þar sem 15 félagar Listmálarafélagsins sýna 30 mál- verk. Eftirtaldir málarar eiga verk á sýningunni: Björn Birnir, Bragi Ás- geirsson, EinarG. Baldvinsson, Einar Hákonarson, Einar Þorláks- son, Guðmunda Andrésdóttir, GunnlaugurSt. Gíslason, Hafsteinn Austmann, Hrólfur Sigurðsson, Jó- hannes Geir, Jóhannes Jóhannes- son, SigurðurSigurðsson, Steinþór Sigurðsson, Valtýr Pétursson og Pétur Már. Sýningin er opin virka daga frá kl. 9 til 17, en lokuð um helgar. LEIKLIST Kjarvalsstaðir Flensað í Malakoff Á Kjarvalsstöðum stendur nú yfir sýning á gömlum Ijósmyndum, og fleiru sem tengist sögu Reykjavíkur, í tilefni af 200 ára afmæli borgarinn- ar. Leikþátturinn Flensaö í Malakoff, sem Brynja Benediktsdóttirog Erl- ingur Gíslason hafa tekið saman fyrir þessa sýningu verður sýndur i tjaldinu á Kjarvalsstöðum föstu- dagskvöld kl. 9.00, laugardag og sunnudag kl. 4.00 og fimmtudag í næstuviku kl. 9.00. Leikstjóri er Brynja Benedikts- dóttir. Kvikmyndaklúbbur Hispania: „El Crack“ í Regnboganum Laugardaginn 6. september, kl. 15.15, sýnir Kvikmyndaklúbbur Hi- spania kvikmyndina „El Crack" í F-sal Regnbogans. „El Crack" ereftirJosé Luis Garci, sem hlaut Óskarsverðlaun fyrirmyndina „Volvera Empezar". „El Crack" hlaut verðlaun fyrir hand- rit og bestan leik 1981 og sama áreinnig Luis Bunuel-verðlaunin og sérstaka viðurkenningu spænska menningarmálaráðuneytisins. Myndin er með spænsku tali. Aðgangur er ókeypis. FERÐALÖG Hana nú: Laugardagsganga Vikuleg laugardagsganga frístundahópsins Hana nú i Kópa- vogi verðurá morgun, laugardaginn 6. september. Lagt verður af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Nú hall- arsumri. Búið ykkur eftir veðri. Allir aldurshóparvelkomnir. Nýlagað molakaffi. Útivist: Haustferð og kræklingatínsla Tvær helgarferðir eru á dagskrá Útivistarum helgina. Kl. 20.00 á föstudagskvöldiö verður fariö í Þórs- mörk og Goðaland. Dvalið er í skálum Útivistar í Básum og farið í gönguferðir. Fararstjóri er Bjarki Harðarson. Á sama tíma hefst „Haustferö til fjalla". Gist verður í húsi í Jökul- heimum og ferðast um nágrennið svo sem að Hraunvötnum, Veiði- vötnum og Heljargjá. Sunnudaginn 7. september verð- ur lagt af stað kl. 8.00 í Þórsmörk og stansaö f Mörkinni í 3-4 klst. Léttar skoðunar- og gönguferöir. Sama dag kl. 9.00 verðurfariö í ferð um Línuveginn svokallaða. Þetta er öku- og skoðunarferö um Uxahryggi, Hlööuvelli og Gullfoss. Fararstjóri er Gunnar Hauksson. Kl. 13.00 á sunnudaginn verður svo farið í fjöruferð og kræklinga- tínslu i Hvalfirði. Það er stórstraums- fjara og því bestu aöstæður til kræklingaferðar. í Hlaðvarpanum verður nú um helgina opnuð sýnlng á verkum kínverska málarans Wu Shan Zhuan. Einnig verður sýnd mynd um listamanninn gerð af Kára Schram. Hlaðvarpinn: Wu Shan Zhuan sýnir I dag, föstudaginn 5. september, opnar ungur kínverskur málari sýn- ingu á verkum sinum í Hlaðvarpan- um. Hann sýnir þar 25 myndir sem hann hefur teiknað og málað á hrísgrjónapappír. Viðfangsefni sín sækir hann í hafiö og málar i Ijóð- rænum abstraktstíl, óikt raunsæis- myndum eldri landa sinna. Wu Shan er 26 ára gamall og hefur stundað nám við listaháskól- ann íZehjang. Þetta erfyrsta einkasýning hans utan Kína. Meðan á sýningunni stendur verðursýnt myndband um lista- manninn með ívafi úr kínversku mannlífi, sem Kári Schram gerði í Kína nú í vor. Sýningin stendurtil 15.septem- ber.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.