Morgunblaðið - 14.09.1986, Side 2
2 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14: SEPTEMBER 1986
SIGURÐUR NORDAL ALDARMINNING
Aldar
minning
Sjá, tíminn það er
fugl sem Oýgur
hratt!
Þessi orð koma í
hugann á þeim
tímamótum þegar
Sigurðar Nordals
er minnst á
aldarafmæli
hans. Að vásu eru
aðeins tólf ár frá
láti hans, og
honum auðnaðist
að starfa að
hugðarefnum
sínum alla sína
lífstíð, en samt
fækkar þeim
óðum er þekktu
hann eða
kynntust honum
á miðjum aldri,
þegar hann var i
broddi lífsins,
fullþroska í
fræðum sinum og
var að ljúka við
sín stærstu og
merkustu verk.
EFTIR
ANDRÉS
BJÖRNSSON
Sigurður Nordal fæddist á Eyjólfs-
stöðum í Vatnsdal af húnvetnsku og
skagfirsku bergi brotinn. Foreldrar
hans voru Jóhannes Guðmundsson
Nordal síðar íshússtjóri í Reykjavík
og Björg Jósefína Sigurðardóttir. Sig-
urður Nordal var alinn upp af Eyjólfs-
staðahjónum, Jónasi föðurbróður
sínum og konu hans Steinunni Steins-
dóttur og naut frá bemsku mikils
ástríkis fósturforeldra sinna. Var
hann settur til náms þegar aldur
leyfði og ias undir skóla hjá sóknar-
prestinum, séra Hjörleifi Einarssyni
á Undirfelli, sem hann minntist síðar
þakklátlega fyrir frábæra uppfræðslu
og snjallar kennsluaðferðir.
Tvítugur að aldri lauk Sigurður
Nordal stúdentsprófí frá Lærða skól-
anum og sigldi til náms í Kaup-
mannahöfn árið 1906. Dvaldist hann
erlendis í tólf ár samfleytt, og var
svo heppinn að þurfa ekki að búa við
verulegar fjárhagsáhyggjur á útivist-
arámm sínum, sem annars varð
hlutskipti alit of margra íslenskra
námsmanna fyrr og síðar. Lagði hann
stund á norræn fræði við Hafnar-
háskóla og lauk meistaraprófí í þeirri
grein árið 1912. Síðan stundaði hann
framhaldsrannsóknir við Amastofn-
un í Kaupmannahöfn og varði þar
doktorsrit sitt um sögu Ólafs helga
1914. Finnur Jónsson var aðalkenn-
ari hans, og meginviðfangsefni
Sigurðar Nordals í fræðunum vom
verk Snorra Sturlusonar. Efni rit-
gerða hans til meistaraprófs og
doktorsprófs íjölluðu báðar um
ákveðna þætti í verkum þessa höfuð-
skömngs í sagnaritun á þjóðveldisöld.
— Þeirri spurningu má varpa fram
hvort það varð ekki í raun réttri
-Snorri sjálfur fremur en háskóla-
kennaramir sem gerðist lærimeistari
Sigurðar Nordals. Svo oft sýnist hann
hafa orðið leiðarljós hans yfir hinn
mikla hafsjó fræðanna.
Að prófum loknum og ágætum
árangri við Hafnarháskóla virtist
braut Sigurðar liggja bein og greið
til háskólaembættis, en hann lagði
lykkju á leið sína sem átti eftir að
marka djúp spor í lífí hans og þróun-
arferli síðar á ævi.
Árin 1915—18 hlaut hann styrk
úr sjóði Hannesar Ámasonar til heim-
spekináms. Dvaldist hann fyrst í
Berlín, en þar sat þá einn fremsti
kunnáttu- og fræðimaður í íslenskum
fombókmenntum, Andreas Heusler.
Brátt lá leið Sigurðar til Oxford, þar
sem hann dvaldist næstu tvö árin.
Vistar sinnar í Oxford minntist Sig-
urður jafnan með bros á vör og blik
í augum. Það vom bestu ár ævi hans.
Á þeim fomfræga stað naut hann
frelsis sem aldrei fyrr. Hann kom
þangað lærður maður og þroskaður,
og allar aðstæður vom svo hagfelldar
sem hugsast gat. Hann las og ritaði
og batt vináttubönd við ágætismenn
af þeirri þjóð sem hann mat alltaf
mikils. Hann lagði þar gmndvöllinn
að sumum merkustu ritum sínum
síðar á ævinni og viðaði um leið að
sérefninu í heimspekifyrirlestra sína.
Haustið 1918 var Sigurður Nordal
kallaður heim til að setjast í kennslu-
stól Bjöms M. Ólsens við Háskóla
Islands. Var það gert að beiðni
Bjöms. Háskólinn hafði þá ekki enn
slitið bamsskónum og allra síst nor-
Það sem Sigurður Nordal birti
fyrst á bók eftir að heim kom var
reyndar ekki vísindalegs efnis, heldur
skáldskapur í lausu máli. Á Hafnarár-
unum hafði hann birt í tímaritum
nokkrar smásögur og ljóð sem at-
hygli vöktu, og nú sendi hann frá sér
Fomar ástir 1919, og tók sér þar
með sæti á skáldabekk. Bók þessi
var eins konar kveðja til hinna æsku-
glöðu stúdentsára, og kannski þótti
Sigurði ástæða að taka til á skrif-
borði sínu, áður en hann sneri sér
að alvarlegri og meira krefjandi við-
fangsefnum. Bókinni var vel tekið,
en mesta nýmæli hennar reyndist
vera Hel, ljóðaflokkur í lausu máli,
sem ortur hafði verið á löngum tíma
og ekki lokið fyrr en í Oxford skömmu
fyrir heimkomu skáldsins. í þessu
rænudeildin, aðeins sjö vetra gömul.
Rannsóknir á íslenskum fombók-
menntum (um aðrar var tæpast að
tala) vom fyrst og fremst unnar í
Kaupmannahöfn, að vísu í höndum
íslensks háskólakennara, en einnig
annars staðar á Norðurlöndum og
Þýskalandi þar sem fræðimenn höfðu
gert sér títt um fornritin, ekki síst
þau sem kölluð vom samgermönsk,
svo sem hetjukvæði Eddu.
Við háskólann kom Sigurður Nor-
dal að lítt numdu landi í íslenskum
fræðum, og vafalaust var honum
mikið í hug. Margt átti hann í fómm
sínum eftir lærdómsiðkanir og
fræðslu erlendis, en hugðarefni hans
urðu alltaf mörg og að ýmsu ólík.
Hann var orðinn heimsborgari og
hafði „fjöld of farið“ á mælikvarða
þess tíma. Hann hafði kynnst því
menningarsvæði veraldarinnar sem
hæst bar á þeim tíma.
Sigurður Nordal bar ríkan metnað
í brjósti fyrir hönd þjóðar sinnar.
Honum var mikið í mun að hún tæki
sér sjálf í hendur andlegt forræði sitt
og þyrfti ekki einlægt að hlusta eftir
erlendum skoðunum um íslensk efni.
í þá stefnu hnigu störf hans á langri
ævi.
Haustið 1918 hóf Sigurður Nordal
menningar- og kennslustörf sín hér
í Reyjavík. Þá flutti hann almenningi
fyrirlestra þá um heimspekileg efni
sem kenndir vom við Hannes Árna-
son. Nefndi hann þá Einlyndi og
marglyndi. Við háskólann kenndi
hann Snorra-Eddu þann vetur og
hélt þar með áfram rannsóknum
sínum á ritum þessa marglynda höfð-
ingja þar sem frá var horfíð í
Kaupmannahöfn.
Þrjár kynslóðir. Jóhannes Nordal ishússtjóri faðir
Sigurðar, Jóhannes nýfæddur, sonur Sigurðar og
Sigurður Nordal.
Sigurður Nordal
lausamálskvæði var beitt skáldskap-
araðferð sem var lítt kunn hérlendis,
en niðurlagsorð skáldsins um hana í
eftirmála hafa orðið mikil spásögn,
enda oft til þeirra vitnað í seinni tíð.
Hann segir:
„Ljóðunum hættir við að missa
lífsandann í skefjum kveðandinnar,
verða hugmyndafá og efnislítil,
hljómandi málmur og hvellandi bjalla.
Óstuðluðu ljóðin ættu að eiga
óbundnar hendur og víðan leikvöll
sundurlausa málsins og vera gagn-
orð, hálfkveðin og draumgjöful eins
og Ijóðin. Þau eiga sér krappa leið
milli skers og bám. En takist þeim
að þræða hana verður það glæsileg
sigling."
Rit Sigurðar Nordals um Snorra
Sturluson kom út 1920. Bókin var
auðvitað að miklu leyti ávöxtur af
rannsóknum hans við háskólann í
Kaupmannahöfn, enda tileinkuð
Finni Jónssyni kennara hans þar. I
merkilegum formála fyrir Snorra
Sturlusyni kemst Sigurður meðal
annars svo að orði:
„— ég hef — reynt að skrifa þessa
bók um lifandi rit fyrir lifandi menn.
Þetta býst ég við að sumum fræði-
mönnum muni þykja ærin ástæða til
að telja hana óvísindalega og einskis
virði —“ Og enn segir hann:
„Norræn ritskýring siglir nú með
lík í lestinni, af því að hún hefur
gleymt að spyija sífellt, hvað væri
rannsóknar virði, og hvemig hún
ætti að gera rannsóknina lifandi þátt
í menningu og þjóðlífí."
Hér var imprað á því sem varð svo
sterkur þáttur í öllu ævistarfi Sigurð-
ar Nordals. Upphaflega var starfs-
heiti hans við Háskóla íslands:
Prófessor í málfræði og menningar-
sögu. Málfræðikennslu gegndi hann
skamma hríð, en uppsprettur og þró-
unarsaga íslenskrar menningar urðu
honum ævilangt viðfangsefni. Rit-
skýring og textavísindi var allt of
þröngt svið fyrir hann, þó að hann
væri fyrst og fremst lærður í þeim
fræðum. Orðið menningarsaga túlk-
aði hann áreiðanlega ekki þröngri
merkingu. Það gat vísað í ýmsar átt-
ir. Skáldskapur og heimspeki mátti
ekki verða utangátta. Hann vildi ekki
aðeins vera kennari innan veggja
háskólans, heldur láta alla þjóðina
njóta góðs af lærdómi sínum og veita
til hennar menningu með læsilegum