Morgunblaðið - 14.09.1986, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1986
C 9
„Hann
þorði
að vera
kenninga-
smiður**
Sigurður Nordal hafði mikinn
áhuga á því að. fylgjast með yngri
mönnum og einn þeirra sem varð
aðnjótandi kunningsskapar hans var
Hannes Pétursson skáld. Þrátt fyrir
mikinn aldursmun þá segir Hannes,
að hann hafi aldrei fundið til þess
að aldursmunurinn bagaði samtöl
þeirra. „Sigurður var haldinn því sem
mætti kalla heilaga forvitni, og hann
vildi hafa samband við yngri menn.
Hann sótti svonefndar rannsóknar-
æfingar í íslenskudeild Háskólans,
kaus að einangrast ekki í elli sinni."
Þegar Hannes hittir Sigurð Nordal í
fyrsta sinn er hann stúdent á leið á
rannsóknaræfingu. Þetta var um
1957, þegar Sigurður var kominn
heim eftir að hafa verið sendiherra
í Höfn.
„Við heilsuðumst fyrst í anddyri
Háskólans á undan rannsóknaræf-
ingu. Hann átti víst upphaflega
frumkvæði að þeim og mig minnir
að þær hafi legið niðri að mestu leyti
meðan hann var sendiherra, en það
færðist aftur líf í þær þegar hann
kemur heim. Þegar við hittumst hafði
ég sent frá mér Kvæðabók, 1955,
og frétt eftir Kristni Andréssyni, sem
gaf bókina út, að Sigurði hefði líkað
hún allvel, og hann tók mér ágætlega
þegar í upphafi. Síðan var rannsókn-
aræfing, erindi flutt og síðan
samdrykkja. Sigurður var dæmalaust
skemmtilegur á slíkum samveru-
stundum, svo ftjálsmannlegur,
fyndinn og frásagnarglaður við staup
að það var unun að sitja nálægt hon-
um.“
„Þú hefur ekki kynnst honum
sem kennara?"
„Nei, því ég byija í Háskólanum
árið 1954. Þá er Sigurður úti í Höfn,
og hann var auk þess prófessor án
kennsluskyldu frá árinu 1945, minnir
mig, og ég hlustaði því aldrei á hann
tala úr kennarastóli, því miður. En
hann fylgdist samt með því sem fór
fram í deildinni eftir að hann kom
heim. Snemma árs 1959 lauk ég
kandídatsprófi og tók — eins og venja
var — munnlegt próf í öllum greinum,
málfræði, bókmenntum og sögu,
hvert á fætur öðru í voðalegri lotu
sama daginn. Þegar ég er sestur við
borð fyrir framan kennara og próf-
dómara í málfræði, þá er Sigurður
allt í einu kominn þar líka gegnt
mér, við hliðina á kennaranum. Ég
hrökk við. Hann fylgdi mér síðan
stofu úr stofu, en það fór svo að mér
þótt róandi fremur en hitt að hafa
hann nálægan meðan ég var að
skrönglast í gegnum þetta.
Sama ár fór ég að starfa hjá Bóka-
útgáfu Menningarsjóðs. Ég ritstýrði
smábókum Menningarsjóðs og ein
fyrsta útgáfuhugmyndin sem ég fæ
er að gefa út ritdeilu Sigurðar Nor-
dal og Einars H. Kvaran. Ég sneri
mér þá til Nordals, sem tók strax vel
í það að hún yrði gefin út, og erfingj-
ar Einars höfðu ekki heldur neitt á
móti því. Ég þurfti mikið að leita til
Sigurðar vegna formálans og hann
hafði ánægju af því að sjá þessar
greinar á einum stað milli tveggja
spjalda. Hann lét reyndar á sér skilj-
ast að honum þótti meira gaman af
ritdeilu sinni við Jónas Jónsson frá
Hriflu. Hún virtist standa honum nær
af einhveijum ástæðum.
Síðan unnum við saman þegar
hann gaf út ritsafn Theodoru Thor-
oddsen árið 1960. Við lásum saman
fyrstu próförk, breiddum úr okkur
heima í stofum hjá honum. Hann lét
mig þylja frumtextann, en fyigdist
sjálfur með spöltunum. Mér þykir
reglulega gaman að hafa unnið með
honum þá. Honum þótti vænt um að
skrifa formála þessa ritsafns, enda
þekkti hann Theodoru vel og hún var
honum mjög kær. Árið eftir kom út
Ijóðaúrval Huldu. Erfingjar hennar
báðu Sigurð að skrifa formála, en
honum var ekki meira en svo um það
gefið, heyrðist mér, lét þó tilleiðast.
Hann lagði áherslu á að ritgerð
sín kæmi að bókarlokum, því hún
væri alls ekki hugsuð sem formáli.
Erfingjamir voru ekki ánægðir með
það og tilmæli Sigurðar voru snið-
gengin af útgefanda. Þegar hann
komst að raun um þetta sá ég honum
renna í skap í eina skiptið þann tíma
sem við þekktumst. Hann var skap-
mikill undir niðri, og nú varð hann
þungur á brún, sagði þó ekki margt.
Honum fannst sér misboðið.
„Svo kynnist þú honum vel?“
Já, ég kom oft á Baldursgötuna
næstu árin og hlakkaði alltaf til. Mér
fannst það hátíð. Við sátum langoft-
ast tveir einir saman. Þetta voru
síðdegisfundir, sem stundum tognaði
þó úr fram á kvöld. Hann sat jafnan
á sama stað í stofunni, í sama stóln-
um, sneri baki við glugga. Við
höfðum yfirleitt guðaveigar á skálum
til hressingar. Hann var reyndar mik-
ill kakómaður og lét stundum bera
okkur kakó og setti þá gjaman koní-
ak út í. Einu sinni kom hann með
formúlu: „Hannes minn, reglan er sú
að drekka brennivín út í kaffi, viskí
út í te og koníak út í kakó!“ Svo
; gekk neftóbaksílát á milli okkar. Það
er ógleymanlegt að hafa setið með
honum heima í stofu í kyrrð og ró.
Ég sé mjög greinilega fyrir mér
hvernig rökkvar hægt og hægt á
glugga bak við hann, en gegnt honum
á vegg er græna, gamla máiverkið
af Þingvöllum eftir Ásgrím, sem er
dýrðleg mynd.
Við Sigurður ræddum um ýmsa
hluti, lífið og tilveruna, bækur og
menn, eins og það er kallað. Hann
sagði mér af skáldum sem hann hafði
þekkt, kenndi mér vísur og fór með
sögur sem ég veit að hann ætlaðist
ekki til að færu lengra í bráð. Þegar
hann frétti að ég væri að vinna að
ævisögu Steingríms Thorsteinssonar
þá sat ég geysilengi hjá honum. Ég
fann á honum að hann var ekkert
sérstaklega ánægður með að ég færi
að skrifa um Steingrím. Hann var
ekki hans maður. Ég leyfði mér oft
bæði þá og síðar, að andmæla Sig-
urði og ég býst við að hann hafi
SIGURÐUR NORDAL ALDARMINNING'
kunnað að meta það og haft gaman
af. Nú, svo kom bókin út árið eftir.
Hann sagði álit sitt á hanni — og
brosti um leið elskulega á sinn hátt:
„Þar er vel haldið á slæmum mál-
stað.“ — Hann sagði mér dálítið frá
Jóhanni Siguijónssyni og hafði á orði
að hinar heitu ástaijátningar Jóhanns
til Ib í bréfum væru að verulegu leyti
uppgerð að sinni hyggju. Sigurður
talaði vel um Jóhann vin sinn, en
sagði hann hafa verið býsna ófróðan
um marga hluti."
„Svo fer hann að vinna að Þjóð-
sagnabókinni?"
„Já, og þá stakk hann upp á því
að ég ynni með sér við að velja sög-
urnar. Við byijuðum að þinga um það
heima hjá honum. Við völdum sögur
hvor í sínu lagi og hittumst svo og
ræddum saman. Eg var að stússast
í mörgu um það leyti og fór að skrópa.
Hann skildi það mjög vel og leysti
mig undan frekari skyldustörfum.
Einu sinni þegar ég kom í heim-
sókn var hann að skrifa forspjall
bókarinnar. Hann var nokkuð þreytu-
legur í andliti — og aldrei þessu vant
snöggklæddur, virtist nýkominn ofan
af lofti frá skriftum. Við tókum tal
saman, og þá sagðist hann vera alveg
viss um að Þjóðsagan „Selið" væri
eftir Jón Þórðarson Thoroddsen, en
ekki Jón Þórðarson, seinna jirest á
Auðkúlu, eins og álitið væri. Eg gerði
hvorki að játa þesu né neita, hafði
„Það hefur tengt ykkur saman
að þið voruð báðir að norðan?"
„Já, honum þótti betra að ég
þekkti vel til fyrir norðan og við gát-
um talað um margt norðlenskt.
Honum þótti gott til þess að vita að
vera af Djúpdælaætt, út af síra Jóni
Eiríkssyni, síðast á Undirfelli. Hann
hélt upp á þann frændgarð, hafði t.d.
ágætt samband við Stefán Vagnsson
á Sauðárkróki, sem sendi honum efni
í Gráskinnu. Um Vatnsdal og æsku
sína þar talaði Sigurður hins vegar
lítið í mín eyru, þó að hann hefði oft
hugann við það sem liðið var.“
„Minntist hann aldrei á skáld-
skap sinn?“
„Nei, aldrei svo ég muni, heldur
ræddum við skáldskap almennt. Og
mér virtist að hann hefði meiri áhuga
á ljóðagerð sem er hugsunarleg en
hinni sem er einberar stcmmningar.
Hann leitaði líka ævinlega að því,
hvaða mann þetta eða hitt skáldið
hefði að geyma. Það var honum ríkt
umhugsunarefni eins og glögglega
kemur fram í ritum hans.“
„En á dauðann?"
„Mér heyrðist ekki betur en Sig-
urður treysti því að hann yrði eldri
en hann var, næði jafnvel svipuðum
aldri og faðir hans sem varð níutíu
og fimm ára. Einu sinni þegar við
vorum að rabba saman heima hjá
honum lagði hann hendurnar fram á
borðið og sagði hvað faðir sinn hefði
ekkert kynnt mér málið. Ég held að
þetta muni vera síðasta kenning sem
Sigurður setti fram í bókmenntum.
Hann þorði að vera kenningasmiður.
Margir aðrir tvístíga endalaust, eru
eins og á glóðum, taka aftur í einu
orðinu það sem þeir segja í hinu svo
að lesandinn geti ekki sagt að þeim
hafí missést. Hann bjó ótrauður til
kenningar og svo má deila um þær.
Þetta er höfuðnauðsyn, ýtir allri bók-
menntalegri umræðu áfram, býr þar
til spennu. I kverinu um Magnús
Grímsson, 1971, segir Sigurður sfðan
fullum fetum að Jón Thoroddsen hafi
ritað „Selið" og færir að því ýmis rök
á sína fimlegu vísu. Hann heldur svo
vel á spilunum að maður eiginlega
sannfærist í fyrstu. Núna eftir á er
ég þó ekki viss um réttmæti kenning-
arinnar, mér sýnast veigamikii rök
hníga að því að sagan sé eftir séra
Jón Þórðarson á Auðkúlu, því hann
átti um tíma heima að Klausturhólum
í Grímsnesi og því nákunnugur sögu-
sviðinu."
haft mjúkar og lífí gæddar hendur
fram á efstu ár eins og þær eltust
ekki. Þá var hann að bera þær sam-
an við sínar eigin.
Við töluðum alloft um trúmál og
þar vorum við ósammála. Ég var
vantrúarskepna. Hann trúði á annað
líf og vildi ekki heldur mótmæla viss-
um þjóðsagnalegum fyrirbrigðum.
Það kom aldrei fyrir að við færum í
hár saman út af slíkum hlutum, en
við ræddum þetta fram og aftur.
Hann hafði ákaflega mikla ánægju
af því að tala við menn. Hann var
samræðusnillingur. Samræða var
fyrir honum nokkurs konar listform
út af fyrir sig. Þess vegna er mikils
um vert að hafa kynnst samræðulist
hans. Hún var góð f nestið, ef svo
má til orða taka. Það eru raunar viss
forréttindi núna að hafa fengið að
sitja hið næsta Sigurði Nordal og
heyra hvemig hann sagði frá, og
hvernig hann mótaði málið á tungu
sér og hafa um leið fyrir augum svip-
brigði hans og fas. Þetta var veisla."
sést Sigurður
Nordal handleika
Konungsbók
Eddukvæða, þeg-
araðhúnvar
komin heim til is-
lands. Myndina
tók Ólafur Hall-
dórsson þegar
Sigurður heim-
sótti Stofnun
Árna Magnússon-
ar.