Morgunblaðið - 19.09.1986, Blaðsíða 4
4 B
MORGUNgLAÐIjD, FQSTUDAGUR 19, SEPTEJMBER 1,986
AR A TT^kT A
/llVil X Ikjlv/i
í TILEFNI AFMÆLIS
REYKJAVÍKURBORGAR
GUÐLAUG SVEINBJORNSDOTTIR
Þetta er eins
og skemmtilegt
leikfang
Mig langaði alltaf í garöhús,
sérstaklega þar sem garð-
urinn með húsinu er frekar lítill,"
sagði Guðlaug Sveinbjörnsdóttir
en það eru þrjú ár síðan þau hjón-
in Guðlaug og Höskuldur Jóns-
son létu reisa garðskála hjá sér.
„í garðinum var horn sem var
frekar erfitt viðfangs svo við
fundum út þá lausn að nýta
plássið með þessu. Það stendur
til að fá hita í skálann með tíman-
um svo hægt sé að byrja aðeins
fyrr á raektuninni og hætta þá
seinna. Þó vil ég gjarnan hvíla
plönturnar í nokkurn tíma og mig
sjálfa því þá er alltaf svo spenn-
andi að byrja á ný. Fyrir mér er
þetta eins og skemmtilegt leik-
fang."
Spurð hvað hún ræktaði í hús-
inu segist hún hafa verið að fikta
við rósir og aðeins verið með
dahlfur en kveðst annars alltaf
vera að prófa sig áfram.
„Hitinn verður aldrei óbærileg-
ur í húsinu því sólin er farin upp
úr hádeginu og hægt að opna
vel út ef hitnar." Innt eftir því
hvort hún hafi sloppið við alla
óboðna gesti svo sem torkenni-
leg skorkvikindi í húsinu segir
hún svo vera. „Kosturinn við að
vera í skugga svona mikið held
ég að sé sá að við sleppum við
slíka gesti að minnsta kosti hef
ég verið heppin hingað til.“
Guðlaug segir að fjölskyldan
eyði ekki miklum tíma í húsinu
því allir séu að heiman á daginn.
„Hinsvegar er ég spennt þegar
heim er komið að fara og fylgjast
með vextinum, hvort rós hafi
sprungið út og svo framvegis.
En af því að gróðurhúsið er ekki
samfast húsinu okkar þá eyðir
maður líklega ekki eins mörgum
kvöldstundum þar og ella.
Við setjumst þó oft út á kvöld-
in með kaffibollana okkar og
virðum fyrir okkur blómin og njót-
um gtóðursins," segir Guðlaug
að lokum.
Morgunblaðið/Árni Sœberg
4