Morgunblaðið - 19.09.1986, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 19.09.1986, Qupperneq 5
MOliGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986 % -% Allt nælt saman með títuprjónum sagði Ásgerður Höskuldsdóttir sem hafði veg og vanda af verkinu Það var haldið upp á 200 ára afmaeli Reykjavíkurborgar með miklum glaesibrag. Allir sem vettlingi gátu valdið lögðu sitt af mörkum til að hátíðarhöldin heppnuðust sem best, fólk dyttaði að húsum sínum, starfsmenn borgarinnar sópuðu og fegruðu stræti og torg, tónskáldin sömdu hugljúfar ballöður um borgina, leikþættir voru settir á svið, sérstakar hátiðarguðsþjónustur voru um alla borg og það er ekki laust við að borgarbúar hafi fyllst stolti þegar marglit flugeldaljósin blikuðu á himni til heiðurs höfuðstaðnum. Þeir vegfarendur sem leiö hafa átt um Skólavörðustíginn hafa eflaust tekið eftir því að verslunin Vogue lét ekki sitt eftir liggja. Þar i gluggum trónuðu maddömur i fyrirferðarmiklum silkikjólum, skreyttar höttum og því sem hæst bar í Parisartískunni fyrir tvö hundruð árum. Ásgerður Höskuldsdóttir hefur stillt út í glugga verslunarinnar í áraraðir og rétt áður en disirnar fyrrgreindu véku fyrir nýju haustlitunum náðu útsendarar Morgunblaðsins að festa þessar yngismeyjar á filmu. „Það var eiginlega maðurinn minn sem átti hugmyndina. Það kostar mikil heilabrot að finna hvað hentar i hvert skipti sem ég breyti um útstillingu og í þetta sinn stillti ég í gluggana helgina fyrir Reykjavikurafmælið," sagði Ásgerður. „Maðurinn minn stakk upp á því að ég gerði eitthvað í tilefni afmælisins, tæki til dæmis fyrir gamla tísku. Mér leist ágætlega á hugmyndina og bar hana undir forráðamenn Vogue sem tóku henni mjög vel. Ég tók mig til og fletti upp í bókum, fékk fyrirmyndina að þessu úr tvö hundruð ára franskri tisku. Fyrsta skrefiö var að fara í gegnum þau efni sem til voru á lager, f inna út hvort nóg var til af leggingum og öðru sliku. Þegar kom í Ijós að allt sem þurfti var til var hafist handa og ég gerði þetta yfir eina helgi. Bakgrunninn ákvað ég að hafa hlutlausan, reyna að samræma þannig nútið og fortíð og lét því fatnaöinn njóta sin á hvitum fletinum. Þar sem ég gat hvergi orðið mér úti um hárkollur eins og tíðkuðust á þessum tíma tók ég það ráð að rúlla bara upp á þeim hárið. Krinólínpils gat ég ekki fengið þannig að mér hugkvæmdist að nota vattteppi sem seld eru í Vogue og undirpilsin eru „rúff"-gardínuefni. Þegar kom að kjólunum sjálfum er uppistaðan handofið silki og ég nældi þá saman með títuprjónum. Reyndar er þetta allt nælt saman þannig, saumavél kom hvergi nálægt." Hattarnir vöktu sérstaka athygli undirritaðrar og það er kannski ekki að undra að Ásgerði hafi tekist svo vel upp með þá því það var amma hennar, Anna Ásmundsdóttir, sem stofnaði fyrstu hattaverslunina í Reykjavík á sínum tíma. „Ég notaði gamla strá og filthatta til að móta hattana en notaði svo ferkantaða búta til að hylja og skreyta þá. Það var afskaplega gaman að fást við þetta tillegg okkar til afmælisins og ef einhverjir hafa getað notið þess þá er tilganginum náð." En nú er sem sagt búið að klæða maddömurnar i nýju haustlitina og þærorönarað óbreyttum fyrirmyndum tuttugustu aldarinnar. Undirrituð getur ekki annað en harmað að um leið og títuprjónarnir voru teknir úr þá var ævintýrið horfið og eftir voru bara efnisbútar. Texti/GRG AUÐUR JONSDOTTIR Hægt að næstum Það eru rúmlega sautján ár síðan hjónin Kristleifur heit- inn Jónsson og Auður Jónsdóttir byggðu gróðurhús í garðinum hjá sér að Stekkjarflöt í Garðabæ. „Ég nota húsið lítið á veturna núoröið," segir Auður „en fyrir nokkrum árum byggðum við skála út úr stofunni og hann nota ég mikið allan ársins hring. Sá skáli er líka upphitaður og notalegt að liggja í pottinum eða sitja og baða sig í sólinni þegar kalt er úti. Það er svokallað plexi- gler í skálanum sem hleypir útfjólubláu geislunum í gegn þannig að það er hægt að fá á sig lit næstum allan ársins hring. Þessi viðbótarstofa er vel nýtt, ekki síst á veturna og það er líka afar notalegt að kveikja upp í arninum þegar vindurinn blæs úti. Mikil gróska er í blómunum hérna," heldur Auður áfram spurð hvort allur gróður þrífist hjá henni í skálanum. „Það er næg birta, raki frá heita pottinum og hitinn mátulegur fyrir plönt- urnar. Þegar það vill hitna um of, þá er hægt að opna út og lofta vel. Meiningin var í byrjun að hafa þetta ekki blómahús en einhvernveginn fóru hlutirnir bada sig í sólinni allan ársins hring Morgunblaðið/Einar Falur þannig að ég kom einni og einni plöntu fyrir, mér fannst hálf tóm- legt þegar þær vantaði." Þegar farið er að spyrja út í umhirðu og vinnu við blómin seg- ir Auður að maðurinn sinn hafi löngum verið sá sem hafi haft veg og vanda af garðinum og blómaræktuninni. „Með garðin- um er þetta orðið mjög um- fangsmikið og eiginlega mér ofviða að halda þessu í góðu horfi. í gamla blómahúsinu eru rósirnar. Ég klippi þær niður í febrúar og í apríl eru þær farnar að knúppa sig. Stundum hef ég klippt rósir niður á jólaborðið hjá mér. En það þarf að hafa augun vel opin og nota fyrirbyggjandi aðgerðir vegna vágesta sem vilja herja á garðhús eins og lús og roðamaur. Mér hefur virst sem það sé meiri hætta á slíkum gest- um þegar plönturnar eru komnar til ára sinna. í garðskálanum finnst mér ég lítið þurfa að gera fyrir plönturnar. Ég get sett þangað jurtir sem hafa ekki kom- ið nógu vel til og eftir stuttan tíma eru þær orönar hinar falleg- ustu. Líklega er það eins og ég tók fram áðan, rakinn, birtan og hitinn sem hjálpa þarna til."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.