Morgunblaðið - 19.09.1986, Side 11

Morgunblaðið - 19.09.1986, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986 B 11 Er ekkert hrœdd um aö týna sjálfri mér Vicky Scott segist ekki vera í neinum vandræð- um með að vita hver hún er, þó að það virðist stundum vefjast fyrir öðru fólki og hún þekki þess reyndar dæmi, að aðrir í hennar aðstöðu hafi ruglast í ríminu. Ástæðan fyrir því að það hvarflar að manni að Vicki gæti ef til vill átt við einhvers konar samsömunarerfiðleika að stríða, er sú, að hún til- heyrir ört vaxandi stétt „samsamara", eða „looka- likes", eins og þeir munu nefndir á hennar máli og hefur sl. sex ár haft atvinnu af því að koma fram í gervi kvikmyndagyðjunnar Marilyn Monroe við alls konar tæki- færi. Lesendurgeta sjálfir dæmt um það hversu vel Vicki tekst upp að líkjast fyr- irmyndinni á meðfylgjandi Ijósmyndum, en flestum þeirra smellti Þorkell Ijós- myndari af í veitingahúsinu Uppi og niðri á dögunum þar sem Vicki brá sér í gervi Marilyn og kannaði aðstæð- ur. Þar mun hún koma fram næstu vikurnar og gefa gest- um kost á að gera sér í hugarlund að þeir séu í návígi við hina einu sönnu M.M. um stundarsakir. Það er hins vegar ekki margt við Vicki í hversdagsklæðum sem minnirá Monroe, a.m.k. ekki eins og sú síðarnefnda leit út í fullum herklæðum. Á það má á hinn bóginn minna, að óförðuð og án hárlits hefði Marilyn sjálf vel getað fallið inn í fjöldann, þó lagleg væri. Vicki er skosk að uppruna og segist halda mjög nánu sambandi við fjölskyldu sína þegar hún er ekki að ferðast um heiminn „undirfölsku flaggi". En hún hefur komið — segir Vicki Scott, sem lifir af því að líkja eftir MARILYN MONROE fram í öllum heimsálfum nema N-Ameríku, enda mun enginn hörgull á eftirlíking- um af Marilyn Monroe þar i landi. „Ég var að koma frá Ástr- alíu þegar umboðsmaðurinn minn spurði mig hvort ég hefði áhuga á að fara til Is- lands í nokkrar vikur," segir Vicki. „Og af því að ég hef aldrei komið hingað áður, sló ég til. Afi minn var reyndar sjómaður á yngri árum og sigldi mikið á íslandsmið. Þegar ég sagði honum hvert ég væri að fara krossaði hann sig í bak og fyrir og kvaðst hræddur um að ég frysi í hel. En það hefur nú væntanlega verið kaldara á honum á miðunum í gamla daga en mér hérna í Reykjavík," bætir hún við hlæjandi, „a.m.k. er ég fylli- lega sátt við veðrið enn sem komiðer." Hún nefnirengartölur, en svarar því eindregið játandi þegar hún er spurð hvort starfið sé arðvænlegt. Feril sinn hóf hún fyrir tiu árum sem Ijósmyndafyrirsæta og það voru Ijósmyndararnir sem tóku eftir því fyrstir manna að þegar hún brosti á ákveðinn hátt minnti hún þá á Monroe. Það varðtil þess að hún festist smátt og smátt í hlutverkinu, ef svo má að orði komast, og er nú í fullu starfi við að vera Mari- lyn á mannamótum, auk þess sem hún hefur leikið smáhlutverk í nokkrum gam- anmyndum og komið fram í skemmtiþáttum i sjónvarpi. En mest af frama sínum á hún þó undir M.M. Það er gervi hennar að þakka að Vicki hefur getað ferðast um heiminn að vild enn sem komið era.m.k. og stundum upplifað móttökur sem minna á þær sem fyrirmynd- inni hlotnuðust hvert sem Vicki Scott i hversdagsklæðum í rigningarúða í Reykjavík. hún fór. „Þegar ég fór til Þýzka- lands fyrir Ford-fyrirtækið að sitja fyrir á auglýsingamynd- um fyrir þá, var fyrirvarinn svo stuttur að ég varð að fara í gervið um borð i flug- vélinni," segirhún. „Ég gleymi aldrei svipnum á hin- um farþegunum þegar ég kom út af salerninu í vélinni með hárkolluna og í fullum skrúða, tilbúin að leika Mari- lyn. Þegar ég steig út úr vélinni í hvítum loðfeldi voru Þær eru ófáar vörurnar sem reynt er að selja út á nafn látinna stórstirna og er Marilyn Monroe þar fremst íflokki. Eflaust kannast ýmsir við einhverjar þessara auglýsinga úr erlendum tímaritum, en Vicki er fyrirsætan á öllum þeirra, auk þess sem sjá má fleiri eftirhermur f rægs fólks og geta lesendur spreytt sig á því að bera kennsl á heimilisvinina. Vicki Scott sem M.M. „Ég ber mikla virðingu fyrir Marilyn Monroe og reyni að haga framkomu minni eftir því en þegar ég tek hvítu hárkolluna niðurer ég farin úr hlutverkinu." fulltrúar Ford mættir á völl- inn að sækja mig í stórri svartri límósínu með rósa- vönd og tilheyrandi. Fólkið var agndofa og sumir hafa kannski haldið að þá væri að dreyma." Hún segist hins vegar ekki eiga í neinum vandræðum með að afklæð- ast gervinu að afloknum vinnudegi og virðist ekki finna til neins andlegs skyld- leika við fyrirmynd sína. „Ég hef lesið mikið um Marilyn og finnst hún hafa verið mjög góð leikkona, sem aldrei náði að þroska hæfileika sína sem skyldi vegna þess hve einkalif hennar varð mikil sorgar- saga. En þetta er bara gervi sem ég bregð mér i, ég mæti á staðinn og geri það sem ætlast ertil af mér, hvort sem það er að sitja fyrir á auglýsingamyndum, opna skemmtistað eða eitthvað annað og svo er ég farin og orðin ég sjálf aftur. Ég þekkti eina „Marilyn" sem fór að lifa sig svo inn í hlutverkiö að hún sást ekki öðruvísi en í því og var farin að haga sér á allan hátt eins og Marilyn, litaði sitt eigið hár hvitt og var m.a.s. búin að gangast undir skurðað- gerðir. Þetta var mjög sorglegt tilfelli en ég veit ekki hvað varð um þessa stúlku," segir Vicki, „hún hvarf skyndilega og fólk sagði að hún hefði verið orð- in eitthvaðtrufluð." Vicki segir að sá hópur fólks sem leggur fyrir sig þessa tegund af eftirherm- um fari ört stækkandi. „Langvinsælustu persón- urnar í Englandi eru þeir sem líkja eftir meðlimum drottn- ingarfjölskyldunnar. „Drottn- ingin" sjálf er þar i efsta sæti vinsældalistans og við vinnum oft saman. Þar er aðeins ein verulega góð „drottning" á markaðnum núna, en eftir henni er stöð- ug eftirspurn. Það er hins vegar talsvert um Diönur og eflaust fer Sarah Ferguson að skjóta upp kollinum núna í ýmsum útgáfum. Annars er miklu vænlegra að líkja eftir látnum stjörnum en lif- andi, að kóngafólkinu frát- öldu. Ég man t.d. eftir einni, sem var nauðalík leikkonunni Susan George, en fékk sár- alí- tið að gera, því það var hægt að fá hina raunverulegu Sus- an George til að mæta á staðinn fyrir svipað verð!" Svo segir hún söguna af „Humphrey Bogart" í Ameriku, sem þolir ekki „Humphrey Bogart" í Eng- landi og það er greinilegt að í heimi samsömunarinnar eru líka vandamál líkt og gerist meðal „alvöru" stjarn- anna. „Bogartarnir" eru t.d. báðir mjög færir í sínu fagi, að sögn Vicki, en fá ekki vinnu hver í annars landi og fljúga heimshornanna á milli að stinga auglýsingaverkefn- um hvor undan öðrum. Vicki segist bera mikla virðingu fyrir minningu Mari- lyn og gæta þess vel að gera ekkert sem gæti kastað rýrð á ímynd hennar i augum fólks. „Þess vegna er ég t.d. alltaf kurteis og elskuleg við fólk, jafnvel þó að ég sé ekki vel upplögð og það taki upp á því að spyrja fáránlegra spurninga, eins og ég væri Marilyn í raun og veru. Ameríkanar eru af einhverj- um orsökum verstir hvað þetta varðar. Þeir sjá bara ímyndina og fara stundum að ávarpa mig eins og ég væri hún, eða spyrja mig persónulegra spurninga um hana eins og ég hafi verið henni nákomin," segirVicki, og maður fær á tilfinninguna að henni finnist skemmti- legra að koma fram í Rolls Royce-auglýsingum eða myndböndum með Soft Cefl, en að svara í tíma og ótíma spurningum á borð við þá hvort Marilyn hafi virkilega alltaf sofið í brjóstahaldara og Canel 5 og engu öðru. Aðspurð hvað hún ætli að endast lengi í hlutverki M.M. segist hún ætla að láta tvö ár til viðbótar nægja og snúa sér síðan að leiklistinni fyrir alvöru. „ Mig langar að leika á sviði, en það sem ég geri núna flokkast frekar undir það að koma fram en eigin- lega leiklist. Ég er hins vegar ekkert hrædd um að týna sjálfri mér," segir hún að lok- um og brosir brosinu sem kom þessu öllu af stað á Ijós- myndastofu í London fyrir sexárum. „I lok hvers vinnudags tek ég ofan hvítu harkolluna og verð aftur Vicki Scott." H.H.S.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.