Morgunblaðið - 19.09.1986, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 19.09.1986, Qupperneq 15
MORGUNBLARIE), FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986 B lð Henni lýkur 21. september, en þá heldurHallgrímurafturtil Banda- ríkjanna. Norræna húsið: Ulf Trotzigsýnir Sænski myndlistarmaöurinn Ulf Trotzig sýnir nú málverk og grafík- verk í sýningarsölum og anddyri Norræna hússins. Sýningin er opin daglega kl. 14 til 19 í sýningarsölum og 9 til 19 í anddyri, nema sunnu- daga frá 12 til 19. Sýningunni lýkur 21. september. Carl Nielsen í taliogtónum Á sunnudaginn kl. 16 les danska leikkonan Birte Sterup Rafn úr bréf- um tónskáldsins Carls Nielsen og konu hans, Anne Marie Brodersen, sem var myndhöggvari. Með upp- lestrinum leikur Jergen Westh á pianó tónlist eftir Carl Nielsen. Dag- skrá þessa nefna þau „Facetter af et kunstnerægteskaþ" (Fletirá hjónabandi listamanna) og hafa þau flutt hana víða í Danmörku við góð- ar undirtektir. Aðgöngumiðarveröa seldirvið innganginn. Mokkakaffi: Sýning á prjóna- flíkum Ólöf Guðrún Sigurðardóttir (Lóa) hefur opnað sýningu á sérhönnuð- um prjónaflíkum á Mokkakaffi við Skólavörðustig í Reykjavík. Sýningin stendurtil næstu mánaöamóta. Bólvirkið: Saga og ættfræði Á annarri hæð í húsi verslunar- innarGeysis, Vesturgötu 1, stendur nú yfir sýning á vegum Bólvirkisins á gömlum Ijósmyndum úr Grófinni. Þá er sýnt líkan sem 10 ára nemend- ur úr Melaskóla gerðu í tilefni 40 ára afmælis skólans og 200 ára afmælis Reykjavíkku. Einnig er þar kynning á þókum um sögu og ættfræði Reykjavíkur sem væntanlegar eru á næstunni. Sýningin er opin frá kl. 14 til 18 virka daga. ísafjörður: Daði Guðbjörnsson sýnir Nú stendur yfir í Slunkariki á ísafirði sýning á verkum Daöa Guð- björnssonar. Á sýningunni eru bæði málverk og grafíkmyndir, allar unnar á síðustu tveimurárum. Daði sýndi áður á ísafirði árið 1983 og hefur auk þess tekið þátt í ýmsum samsýningum og haldið einkasýningar í Reykjavík og víðar. Akureyri: Þorvaldur Þor- steinsson sýnir í afgreiðslusal verkalýðsfélagsins Einingar, Skipagötu 14 á Akureyri, stendur nú yfir kynning á myndverk- um ettir Þorvald Þorsteinsson myndlistarmann. Á sýningunni eru 27 olíumálverk. Ásunnudaginn, 14.sept.,eru áætlaðar þrjárdagsferðir. Sú fyrsta kl. 8, Þórsmörk-Goðaland. Stansað í 3-4 klst. i Mörkinni. Önnur er kl. 10:30, Þjóðleið mánaðarins. Ekið að Húsmúla og gengið um Marar- dal og yfir Dyraveg sem liggur að Nesjavöllum í Grafningi. Þriðja dags ferðin hefst kl. 13, Elliðavatn-Þing- nes-Hjallar. Ekið að Elliðavatni og gengið út að Þingnesi og um Heiö- mörk. Góð og létt ganga. Nánari upplýsingar um ferðirnar fást á skrifstofu Útivistar, Grófinni 1, Reykjavík og í síma 14606 og 23732. Hana nú: Laugardagsganga Vikuleg laugardagsganga Fristundahópsins Hana nú í Kópa- vogi verðurá morgun, 13.septem- ber. Lagt af stað kl. 10 frá Digranesvegi 12. Markmið göngunnar er: samvera, súrefni, hreyfing. Rölt er um bæinn íklukkutíma. Búið ykkurvel. Nýlag- að molakaffi. Ferðafélag íslands: Landmannalaugar- Jökulgil í kvöld verður lagt upp í helgar- ferð i Landmannalaugar og verður laugardagurinn notaður til að aka suður Jökulgil alla leið í Hattver. Jökulgilið er rómað fyrir náttúrufeg- urð en þessi leið er ekki fær nema á haustin þegar lítið er i Jökulgils- kvíslinni. Gist verður í sæluhúsi Ferðafélagsins í Laugum. Einnig verður farið í helgarferð í Þórsmörk til að njóta haustlitanna. Þar er gist í Skagfjörðsskála. Kynd- ing er í báðum skálunum. Á sunnudaginn kl. 8 er dagsferð í Þórsmörk. Kl. 10 verður farið um Skarðsheiðarveg og gengið á Hafn- arfjall, en Skarðsheiðarvegur liggur milli Skarðsheiðarog Hafnarfjalls. Kl. 13 á sunnudaginn er gönguferð um Heiðmörk, komið að Hólmsborg og Thorgeirsstöðum. Gallerí Gangskör: Jón Þór Gíslason sýnir SÝNING á málverkum Jóns Þórs Gíslasonar verður opnuð í Gallerí Gangskör, Amt- mannsstíg 1, laugardag kl. 14.00. Jón Þór hefur áður haldið tvær einkasýningar og samsýningar. Sýningin verður opin frá klukkan 12—18 virka daga og 14—18 um helgar. Þetta er fjórða sýningin í röð list- kynninga sem fram fara á þessum stað og lýkur henni nú um miðjan september. Hlaðvarpinn: Wu Shan Zhuan sýnir Nú á sunnudaginn lýkur sýningu kínverska málarans Wu Shan Zhuan í Hlaðvarpanum. Hann sýnir þar 25 myndir sem hann hefur málað á hrisgrjónapappír. Viðfangsefni sín sækir hann í hafið og málar í Ijóð- rænum abstraktstil, ólíkt raunsæis- myndum eldri landa sinna. Wu Shan er 26 ára gamall og hefur stundað nám við listaháskól- ann í Zehjang. Þetta er fyrsta einkasýning hans utan Kína. Meðan á sýningunni stendur verðursýnt myndband um lista- manninn með ívafi úr kínversku mannlifi, sem Kári Schram gerði í Kína nú í vor. Sýningin er opin frá kl. 2 til 9. ingu í Gallerí íslensk list, Vesturgötu 6. Á sýningunni eiga verk þau Guð- munda Andrésdóttir, Steinþór Sigurðsson, Guðmundur Benedikts- son, Hafsteinn Austmann, Jóhanna Jóhannesdóttir, Kristján Daviðsson og Valtýr Pétursson. Sýningin er opin daglega kl. 9—7 og 14—18. LEIKLIST Leikfélag Reykjavíkur: Land míns föður Nú fer að fækka sýningum á stríðsárasöngleik Kjartans Ragnars- sonar og Atla Heimis Sveinssonar. I fyrra voru yfir 140 sýningar á leikn- um og í haust hófust sýningar þann 5. september. Nú um helgina verð- ur sýnt á föstudags- og laugardags- kvöld kl. 20:30. Áfjórða tug leikara taka þátt í sýningunni og verða þeir sömu og í fyrra i öllum aöal- hlutverkum en fjórir nýir leikarar koma í stað þeirra sem nú hverfa til annarra starfa. Nýju leikararnir eru Valdimar Örn Flygenring, Bryn- dis Petra Bragadóttir, Edda V. Guðmundsdóttir og Þór H. Tulinius. Hljómsveitarstjóri er Jóhann G. Jóhannsson, leikmynd er eftir Stein- þór Sigurðsson, búninga gerir Guðrún Erla Geirsdóttir og dansa- höfundur er Ólafia Bjarnleifsdóttir. Höfundurinn, Kjartan Ragnarsson er jafnframt leikstjóri. FERfíALÖ Cj Útivist: Tvær haustlitaferdir Um helgina verða tvær helgar- ferðir hjá Utivist. í kvöld kl. 18 veröur farið i Núpsstaöaskóg í tilefni haust- litanna. Gönguferðir verða m.a. að Tvilitahyl og að Súlutindum. Farar- stjóri er Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir. Kl. 20 verður svo lagt af stað í Þórs- mörk, en þar er gróður að komast í fullan haustlitaskrúða. Gist er í skálum félagsins í Básum. Göngu- ferðir við allra hæfi. Fararstjóri er Bjarki Harðarson. Gallerí Gangskör: Sumarsýning Um þessar mundir stendur yfir sumarsýning Gangskörunga við Amtmannsstig 1. Galleríiðeropið alla virka daga frá kl. 12 til 18 og um helgarfrá kl. 14 til 18. Gallerí íslensk list: Sumarsýning List- málarafélagsins Nústenduryfirsumarsýning List- málarafélagsins í Gallerí íslensk list, Vesturgötu 17. Það eru 15 félagar Listmálarafélagsins sem sýna þar 30 málverk. Eftirtaldirmálarareiga verk á sýningunni: Björn Birnir, Bragi Ásgeirsson, EinarG. Baldvinsson, Einar Hákonarson, Einar Þorláks- son, Guðmunda Andrésdóttir, GunnlaugurSt. Gíslason, Hafsteinn Austmann, HrólfurSigurðsson, Jó- hannes Geir, Jóhannes Jóhannes- son, Sigurður Sigurðsson, Steinþór Sigurðsson, Valtýr Pétursson og Pétur Már. Sýningin er opin virka daga frá kl. 9 til 17 en lokuö um helgar. Septem 86 Septem-hópurinn heldur nú sýn- Upp með teppið Sólmundur Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir föstudaginn 19. september leikritið Upp með teppið Sólmundur eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur. í verkinu er með gamansömum hætti greint frá upphafi og tilurð Leikfélagsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.