Morgunblaðið - 07.10.1986, Síða 21

Morgunblaðið - 07.10.1986, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 21 Lokatónleikar Norrænu tónlistardaganna Tónllst Jón Ásgeirsson Síðustu tónleikar Norrænu tón- listardagana voru haldnir í Langholtskirkju og bar íslenska hljómsveitin veg og vanda af þess- um tónleikum, undir stjórn Guðmundar Emilssonar. Fyrsta verkið var Consertino nr. 4, eftir Hans Holewa (1905), Vínarbúa er fluttist til Svíþjóðar árið 1937. Þetta er þriggja þátta konsert fyrir litla hljómsveit, vandaður að gerð, á köflum alvörugefínn í blæ en í heild „hefðbundið“ nútíma- verk og í rauninni mjög íhalds- samt í gerð. Annað verkið heitir Lamento og er eftir Anders Hill- borg. Þar er stflað á inntak afskræmingarinnar, þar sem klarinettið „gengur berserksgang og strengir fylgja á eftir". Auk þess að stefna tónmynduninni til þeirrar áttar, sem snýr öfugt við fallegri tónan, var einleikarinn klæddur og málaður eins og „har- lekin“ og minnir það á listhug- mjmdir Jean Cocteau, er hann setti fram eftir fyrri heimstyijöld- ina, „að hann tæki þann harlekin, sem birtist í myndverkum Picasso, fram yfír lifandi gerð.“ Leikur með grímur er gamall með mann- inum og því var lítil skemmtan að sjá ágætan hljóðfæraleikara leika „kómedíu misheppnaða trúðsins". Þriðja verkið er eftir Paavo Heininen og nefnist það Floral View with Maidens singing. Verkið bar þess merki að vera hugsað sem tónverk, jafnvel þó hönnunarskýringar ýmsar séu gefnar í efnisskrá, og það er mest um vert, að nokkur alvara liggur að baki þess tónvefnaðar er ber fyrir eyru. Síðasta verkið á tón- leikum Norrænu tónlistardaganna var Poemi eftir Hafliða Hallgríms- son. Sigrún Eðvaldsdóttir lék einleikinn í verkinu og endurskóp það fyrir undirritaðan. Flutningur hennar var einn ánægjulegasti viðburður Norrænu tónlistardag- anna og ber bæði að þakka Hafliða fyrir gott verk og Sigrúnu fyrir frábæran flutning. Með þess- um tónleikum lauk Norrænum tónlistardögum og munu fjölmiðl- ar sjaldan eða aldrei hafa verið eins Qarri góðu gamni. Ekki verð- urþeirri mennt, sem kallast tónlist nútímans, eða að minnsta kosti hluta hennar, bjargað af fjölmiðl- unum og mætti víst þeirra vegna hverfa út í hafsauga. Það getur verið að ekki hafí verið búið út í hendur §ölmiðlamanna allt það efni er varðaði þessa hátíð, en það er ljóst að þeir sjálfír virðast að- eins vera vakandi þegar poppið er annars vegar, sem er í sjálfu sér gott. Þegar litið er yfír þessa hátíð, þá kemur upp í hugann hversu mikil breidd er í íslensku tónlist- arlífí því að með örfáum undan- tekningum var flutningurinn ágætur og í nokkrum tilfellum frábær. Af þeim einleikurum sem rétt er að geta fyrir frábæran leik eru fíðluleikarinn Manfred Gres- báck, píanóleikarinn Geoffrey Madge, píanóleikarinn Anna As- laug Ragnarsdóttir, básúnusnill- ingurinn Christian Lindberg og hörpuleikarinn Satu Salo. Þeir smáhópar er stóðu sig vel, voru, til að nefna nokkra, Reykjavíkur- kvartettinn, Electric Phoenix, Hamrahlíðarkórinn, Blásarakvint- ett Reykjavíkur og fjölmargir aðrir hljóðfærarleikarar m.a. úr Sinfóníuhljómsveit íslands. Raf- verkin voru fremur í daufara lagi og líklega eru tónskáld að fjar- Sigrún Eðvaldsdóttir lægjast þann dauða miðil, sem segulbandið er og verður, að minnsta kosti sem flytjandi á tón- leikum. Athyglisverðustu verkin voru Fiðlukonsert, eftir Kalevi Aho, Kvartett 111 op. 25, eftir Jouni Kaipainen, For the Time Being, eftir Káre Kolberg, Wam- ing to the rich, eftir Thomas Jennefelt, Helices, eftir Cecile Ore, Right after, eftir Áse Hedström, Arcus eftir Steen Pade, Quattro nottumi, eftir Usko Mer- iláinen, og Poemi, eftir Hafliða Hallgrímsson, sem verður að telj- ast góð eftirtekja. í heild vom tónleikamir vel heppnaðir og furðu lítið um breyt- ingar á efnisskrá og þrátt fyrir Hafliði Hallgrímsson að frumleika væri ekki til að dreifa í gerð flestra verkanna, þ.e.a.s. að þau vom flest sam- kvæmt hefðbundinni gerð nútíma- verka, vom tónleikamir ekki að öllu leyti ófróðlegir um stöðu tón- sköpunar á Norðurlöndum. Þegar öllu er saman safnað er rétt að óska Tónskáldaráði Norðurlanda til hamingju með hátíðina en formaður ráðsins hefur verið Þor- kell Sigurbjömsson tónskáld og hann því haft veg og vanda af öllu tilstandinu og þá líklega haft í mörg hom að líta. En allt fór vel fram og nú er að bíða næstu hátíðar eftir tíu ár og vona að fjölmiðlar hafí þá sofíð nóg og geti þá vaknað upp af væmm menningarblundi sínum. BAUKURINN, KJÖRBÓKIN OG LANDSBANKINN HJÁLPA ÞÉR AÐNÁENDUM SAIHIAN Þegar lítið fólk ræðst í stórar fjárfestingar er gott að minnast þess að margt smátt gerir eitt stórt. Smámynt sem safnað er í sparibauk og síðan lögð á Kjörbók stækkar og ávaxt- ast hraðar en þig grunar. Bangsa baukurinn fæst í öllum sparisjóðsdeildum Lands- bankans. Þegar spariféð úr honum er lagt inn er Kjörbók- in vísasta leiðin að settu marki. Barnið, baukurinn og bankinn leggjast á eitt; tölurnar hækka og að lokum ná endar saman. Kennum börnunum okkar að spara peninga og ávaxta þá, það er gott veganesti og gagnlegt. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna í 100 ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.