Morgunblaðið - 07.10.1986, Page 31

Morgunblaðið - 07.10.1986, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 Neskirkja lokuð Það verður að líkindum hljóðlátt í Neskirkju fram yfír helgi, þar sem ölll starfsemi kirlqunnar liggur niðri, þar til að loknum fundi leið- toga risaveldanna. Landhelgisgæslan: Viðbúnað- ur aukinn LANDHELGISGÆSLAN heldur uppi auknu eftirliti með skipa- ferðum og fleiru fram yfir fund þeirra Reagans og Gorbachevs samkvæmt upplýsingum Gunn- ars Bergsteinssonar forstjóra Landhelgisgæslunnar. Gunnar sagði að það breytti engu þó að Landhelgisgæslan hefði leigt Flugleiðum Fokker Friendship flug- vél sína, þar sem samningurinn væri með þeim hætti að Landhelgis- gæslan gæti hvenær sem er tekið hana til sinna þarfa. Aðspurður hvort hann teldi að þeir þyrftu á því að halda nú, svar- aði Gunnar: „Já, það tel ég vera.“ Gunnar sagði að eflaust yrði eitt varðskip Landhelgisgæslunnar fyrir utan Höfða, þar sem leiðtogamir funda. Hvarvetna í grennd við þá staði sem mest mun mæða á um helgina, eru starfsmenn Pósts og síma í óða önn að grafa og leggja leiðslur og kapla. Póstur og sími: Kaupir og leigir tækjabúnað frá Svíþjóð MIKLAR annir hafa verið hjá Pósti og síma að undanfömu, vegna leiðtogafundar þeirra Reagans og Gorbachevs sem hefst hér i Reykjavík næstkomandi laugardag. Jón Kr. Valdimarsson hjá Pósti og sima fór til dæmis tíl Svíþjóðar nú fyrir helgina og festi kaup á og tók á leigu nauðsynlegan tækjabúnað. „Eg var að sækja búnað til þess að flytja sjónvarpsrásir um bæinn þveran og endilangan," sagði Jón Kr. Valdimarsson í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins. Jón sagði að hann hefði lent í smávandræðum í Svíþjóð, vegna þess að hann hefði verið að sækja búnaðinn um helgi. Svo þegar hann hefði komið til Keflavíkurflugvallar á sunnudag, þá hefði tollgæslan þar neitað Pósti og síma um að fá búnaðinn toílaf- greiddan. Jón var spurður hvort neitun tollgæslunnar hefði tafið framkvæmd- ir svo einhveiju skipti: „Nei, ekki mikið. Við hefðum kannski hafíst handa seinnipart sunnudags, í stað þess að gera það í dag. Þetta setti okkur ekki í neinn stórvanda, því það er ekki fyrr en seinnihluta vik- unnar og yfír fundina sjálfa, sem þetta þarf að komast í gagnið,“ sagði Jón. I ^ DAVlÐ S.JÖNSSON. HEILD.V. GÓÐ NÆRFÖT. GÓÐ LÍÐAN ÞAÐ BESTA NÆST ÞER

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.