Morgunblaðið - 07.10.1986, Síða 33

Morgunblaðið - 07.10.1986, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 33 Iceland strikes goid By Julian Uharwood in Reykjavik mHF.RK is total amfusio0Jll.theJglaa.dk cagital Greinin úr The Daily Telegraph. The Daily Telegraph: Gullæði á íslandi ísland, íslenska þjéðin og aðstæður allar hér á landi hafa verið mik- ið til umfjöllunar í erlendum fjölmiðlum að undanförnu, vegna fundar Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta og Mikhail Gorbachev, Sovétleiðtoga, í Reykjavik um næstu helgi. Umfjöllun þessi hefur yfirleitt verið jákvæð, en Julian Isherwood, fréttaritari breska blaðs- ins, The Daily Telegraph , dregur upp heldur dökka mynd af ástandinu hér og fégræðgi ísiendinga í forsíðufrétt er birtist i blað- mu sl. laugardag. Fer hún hér á Fyrirsögnin er „Gull finnst á ís- landi í ringulreið leiðtogafundarins". „Algjör ringulreið ríkir í Reykjavík, höfuðborg ísiands, þar sem ákvörðun ríkisstjómarinnar um að hýsa fund Reagan og Gorbachev, virðist hafa verið tekin án þess að tekið væri til- lit til þess, að hina litlu borg skortir allar aðstæður og búnað til að halda slíkan fund. Nú þegar von er á a.m.k. 3000 embættis-, leyniþjónustu-, biaða- og tæknimönnum næstu daga til þess að undirbúa leiðtogafundinn, minnir borgin mest á gullgrafarbæ, þar sem skortur er á fjarskiptum og húsnæði, verðlag stígur upp úr öllu valdi og gripið er til klúðurslegra lausna á vandanum. Framtakssamir borgarar í þessari 89.000 manna borg virðast hafa ákveðið að bæta slæma stöðu ríkis- fjármáia með því að selja hæstbjóð- anda, allt sem falt er. Til dæmis var húskofi fyrir utan borgina leigður út, án nokkurs búnað- ar, fyrir 2.000 dollara (um 80.000 ísl.kr.) á sólarhring. Hótel og gisti- heimili hafa hækkað verðskrár sínar um 20-250% og flestir veitingastaðir flarlægðu matseðla með föstu verði á, þegar eftir að tilkynningin um fundinn barst og hafa nú í staðinn lista með „sveigjanlegu" verði. eftir í lauslegri þýðingu. Ríkisstjóm iandsins og stjómar- andstaða gerðu mjög sérkennilegt samkomulag sem veitti Hermanns- syni, forsætisráðherra, sérstakt vald til þess, að rýma fjögur helstu hótel borgarinnar svo hægt væri að fá gistirými fyrir 400 manna fylgdarliði leiðtoganna beggja. Eftir leiðtoga- fundinn verða lögin síðan lögð fyrir hið 900 ára gamla Aiþingi, elsta þing í heimi. Helsta hótel borgarinnar, Hótel Holt sagði þó að það myndi ekki reka út sína gesti, „Við emm einkafyrirtæki", sagði taismaður þess, „Ríkisstjómin getur fundið sér herbergi annars staðar. Það vakti almenna kátínu, þegar hafist var handa við þjálfun 15 manna liðs, eina innlenda hers eyjarinnar, sem ætlað er að verja ísland fyrir hryðjuverkamönnum. ísland mun engu að síður líkjast hemumdu ríki í næstu viku, er hinir 4.700 banda- rísku hermenn á Keflavíkurflugvelli og ótiltekinn fyöldi sovéskra og bandarískra öryggisvarða taka við gæslu Ieiðtoganna tveggja. Fjarskipti eru einnig mikið vanda- mál og þar sem Reykjavík er óvön álagi þvf sem alheimsfjölmiðlum fyigja, fer nú fram æðisgengin tilraun til að flytja inn auka tæknibúnað“. Eduard Shevardnadze Gennady Gerasimov frekari ákvörðun um hann. í flest- um opinberum yfirlýsingum frá Kreml er lögð áhersla á, að rætt verði um geimvamaáætlunina bandarísku og bann við kjamorku- vopnatilraunum en Bandaríkja- menn vilja hins vegar lítt undir það taka. Sovéskir embættismenn hafa- einnig lagt áherslu á, að betri horfur væm nú á samkomulagi um meðal- drægu eldflaugamar í Evrópu. Shevardnadze, utanríkisráðherra, Anatolv Dobrynin Viktor Karpov sagði í Mexfkó sl. sunnudag, að á fundinum í Reykjavík myndu Sovét- menn leggja fram málamiðlunartil- lögu um það mál og reyna að komast að formlegu samkomulagi. Pravda, málgagn sovéskakom- múnistaflokksins, birti á sunnudag grein þar sem mikillar bjartsýni gætir með Reykjavíkurfimdinn. Sagði þar, að fundurinnværi sam- eiginlegt átak, sem gæfi „vonir um, dað í Reykjavík takist að brjóta í blað, öllum heimi til blessunar". lceland Mobilizes to llost Stqterpoiver ConJ'er, nre Ri lklAViK i.íUlU J ZHT" ' " í'.'tn.io.nl her» mij. i.I,, „ ,, n . .",ur‘' * rirpífclw * j‘ ( iiTlu/. ,U' rcimc ii>..iimy,'n »»! ' n..4y j-»i »1.»..»“,^. »••!«... j d ll.F Ml.l Uir I#; V j in / j II iNit .12,2211 ui/iift * *. I t‘cr> iiirinlvi . *' 4II,| | .... '"•4 ■'M.wryn r»c:n., ] INTERNATIONAL Enbun iTilh The New York Time. and Tlie V, aehin^on »*—* T,, .;..;lv VvnNtsno;o<TOH»i i. Talks Oiuldlncludéj Role in AfghanistanJ Shevardnadze Says on A*A — Thr S.MIM auhUiY pr—nc in Af|haouUn u hídj lo 1 hc * l.«p«. .4 ihr Ulkt in UcUr.il bciawn Praudcnl K.ntlJ Hrtui »nd * SUihtd S (i.Hbrclin. auoiiUni u» UhSoimi f.>a<> duoí.ui, bluard A Sho.rdnadir Souei odiculi k*d tuj tbti ducUu dMTRUmanl *oukl I* MaWi krt iirm (oi cmti.k/tlioa ui ihc Ulkt (Xt 11 Ukl II u> Kr>kjtvik. rrr-'-p. ' I>TUIINIHI IWT Judge Telh fíjissini v AA I TeailersJgrn’on In Irelundon Oct. I l-I- ;,f En Route to Reykjavik, .-iS'strÆKeagan May Have „Ræða heimsins gagn og nauðsynj- ar í Reyldavík“ Fréttavika í Bandarikjunum Ágúst Ingi Jónsson TÓLF norrænir blaðamenn á Kennedyflugvelli í New York þriðjudaginn í siðustu viku. Mikill hiti og leiðindahangs, ekkert annað að gera en að bíða eftir vélinni tíl Orlando. Spjallað um allt og ekki neitt. Blaðafulltrúi Flugleiða kemur röltandi að hópnum og segir stutt og laggott: „Þið hafið heyrt fréttirnar. Gorbachev og Reagan ætla að hittast og ræða heimsins gagn og nauðsyqjar i Reykjavik.“ Dauðaþögn. Síðan er boðberinn vændur um ósann- sögli og beðinn að reyna eitt- hvað annað. Sver og sárt við leggur að rétt sé og satt. Einhvem veginn þannig frétti undirritaður af stórveldafundi Gorbachevs og Reagans. Fram- undan voru dagar heimsfrétta þar sem ísland var beint eða óbeint f sviðsljósinu. Án þess að skrökva stórt þá var hægt að fylgjast með fréttum af Reykjavíkurfundinum í sjónvarpi og útvarpi í Banda- ríkjunum samfleytt frá morgni og fram eftir nóttu alla síðustu viku og enn á fréttastreymið eftir að aukast næstu dagana. ísland var á allra vörum og skandinavískum ferðafélögum fannst nóg um alla athyglina. frekar átt að svara. Blöðin greindu lesendum frá legu íslands með því að birta landakort og al- mennar upplýsingar fylgdu með um mannfjölda, trúarbrögð, efna- hag og slíkt. Fljótlega vom helztu stöðvam- ar komnar með fiokka frétta- og tæknimanna til íslands og við tóku beinar útsendingar. Spjallað var við ráðherra, blaðafulltrúa og lögreglustjórann í Reykjavík. Gamla kunningja mátti greina í beinni útsendingu úr miðborginni, veðrið heima við frostmark, rok og rigning eða slydda. Allt í einu var Agnes Bragadóttir komin á skjáinn og útskýrði snöfurmann- lega að eskimóar fyndust ekki á íslandi og híbýlin væru ekki úr snjó. Helztu sérfræðingar Banda- ríkjamanna um utanríkis- og afvopnunarmál vom kallaðir til sögunnar og Henry Kissinger var í fjölmörgum fréttatímum einn daginn. Hinum og þessum mögu- leikum var velt upp og alls staðar var ísland beint eða óbeint inni í myndinni. Daniloff, fréttamaður- inn, sem Sovétmenn gerðu að þjóðhetju í Bandaríkjunum, var mjög í sviðsljósinu. í ræðu á fundi, sem undirritaður sat, sagði hann Reykjavíkurfundinn mikii- vægt skref og leiddi vonandi til betri samskipta rílq'anna. Hann verður væntanlega á staðnum sem fréttamaður fyrir tímarit sitt. Beinar útsendingar úr miðbænum Fyrst í stað vom fréttimar af fundinum heima hlaðnar spennu og óvissan var mikil um aðdrag- andann og hvers vegna ísland var valið. Kvikmyndir frá íslandi vom greinilega af skomum skammti og hvað eftir annað vom birtar faliegar stemmningsmyndir af Tjöminni í Reykjavík eða Hallgrímskirkju í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna meðan ein- hver heimsþekktur fréttahaukur- inn reifaði stöðu mála. Langt viðtal var við Matthías utanríkis- ráðherra í einni útvarpsstöðinni og var hann meðal annars spurður spuminga, sem veðurstofan hefði í kennslustund til Steingríms í hinum vinsæla skemmtiþætti Johnny Carsons, sem tugir millj- óna fylgjast með, var talað um ísland svo dæmi sé tekið. Það var sama hvort fylgst var með ABC, NBC, CBS, CNN eða hvað þessar stöðvar heita nú allar; fundarstað- urinn og umhverfi hans var rækilega kynnt, umfjöllunin var jákvæð og lítið um rangfærslur. Á sunnudagsmorgni var Brink- ley, sá frægi fréttamaður, með sinn vikulega þátt þar sem hann spyr viðmælendur spjömnum úr. í hörkuþætti fengu Daniloff og Shultz utanríkisráðherra að finna til tevatnsins. í iok þáttarins sagði Brinkley á þá leið að á íslandi væri enginn her, ekkert stríð, engir glæpir, engin eiturlyf og engar skuldir og spurði hvort ekki væri mögulegt að forsætis- ráðherrann á íslandi tæki þá Reagan og Gorbachev í kennslu- stund. Á hátíð sem Walt Disney-fyrir- tækið hélt fyrir yfir 6 þúsund blaðamenn víða að úr heiminum var toppfundurinn alls ekki aðal- málið, en þegar fréttist að þama væm íslendingar á ferð vildu menn ólmir fá að vita ailt. Sumir vissu um landhelgisstríð, skákein- vígi eða fund Pompidous og Nixons, aðrir meira, en margir miklu minna um Island. Eftir þessa síðustu daga vita allir Bandaríkjamenn eitthvað um ís- land. Og ekki bara Bandaríkja- menn. Alls staðar f heiminum hefur verið skrifað um fundinn í Reykjavík. Taísverðum tíma og rúmi var eytt í fréttir um væntanlegan fundarstað og eftir að ljóst varð að einkafundir leiðtoganna yrðu að Höfða var sérstaklega fjallað um þessa byggingu. Fréttir af reimleikum þar vöktu athygli fréttamanna og léku þeir sér gjaman að orðunum host og ghost. Forsíðufréttir stórblaða daglega í Orlando hitti blaðamaður þann merka mann Helge Ingstad, landkönnuðinn og rithöfundinn norska, sem sýndi fram á að nor- rænir menn vom á Nýfundnalandi 500 ámm áður en Kólumbus kom til Ameríku. Niðurstöður rann- sókna hans koma heim og saman við sögumar eins og íslendingar hafa alltaf talið. 86 ára er hann orðinn, en enn þá við rannsóknir og fylgist vel með. Hann sagði það stórkostlegt fyrir ísland að að fá þennan fund og komast á svo jákvæðan hátt í sviðsijósið. Hann sagði menn ekki gera sér grein fyrir mikilvægi slíkrar kynn- ingar. Ingstad veit hvað hann er að tala um og taldi á fíngmm þau skipti sem Noregur hefur verið aðalfrétt á forsíðu New _ York Times. Þessa dagana er ísland þar á degi hveijum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.