Morgunblaðið - 07.10.1986, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 07.10.1986, Qupperneq 34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 Fæðan, hrár fisk- ur og regnvatn Charleston, Suður KarólSnu.AP. HUMARVEIÐIMADUR frá Ba- hamaeyjum, sem varð fyrir því óláni að stýri báts hans o.fl. bU- aði í óveðri, , lifði á hráum fiski, regnvatni, og bjór úr tveimur bjórdósum í sex vikur, á meðan Októberhátíðinni lokið: Þorstinn slökktur meðfinun millj.lítra af bjór Mflnchen, frá Bergljót Friðriksdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. MUNCHENAR-hátíðinni lauk á sunnudag og sóttu hana namtala 6,7 milljónir manna. Þá 16 daga, sem hátíðin stóð yfir, kom ekki deigur dropi úr lofti og hafa hátíð- ardagarnir aldrei fyrr verið jafn sólríkir, að því er segir í Zildde- utache Zeitung í gær. Þrátt fyrir gott veður komu heldur færri gestir á hátíðina nú en í fyrra, en þá voru þeir um 7,1 milljón. Að þessu sinni kneyfuðu gestimir úr fimm milljónum lítra-kanna með há- tíðardrykknum, áfengum bjór, en í fyrra voru könnumar 5,2 milljónir talsins. Eins og fram hefur komið var nú í fyrsta sinn boðið uppá óáfengan bjór á þessari árlegu drykkjuhátíð. Seldust alls 70.000 könnur af honum og að sögn afgreiðslufólks mæltist nýjungin einkar vel fyrir hjá kven- fólkinu. Að venju var ekki aðeins dmkkið á Októberhátíðinni, heldur tóku gest- ir einnig ríflega til matar síns. Snæddu þeir um 700.000 grillaða kjúklinga, 30.000 fleiri en í fyrra. Laugardagurinn, næstsíðasti dag- ur hátíðarinnar, var metdagur í sögu Októberhátíðarinnar því að þá komu alls 670.000 gestir. Var þá enda hver að verða síðastur til að tylla sér niður í einhveiju „tjaldinu" með kollu af freyðandi bjór og taka lagið með bæverskum hljóðfæraleikurum og söngvumm. Ziiddeutsche Zeitung birti í gær fróðlega samantekt um Októberhá- tíðina. Um helmingur þeirra, sem hátfðina sóttu, reyndist vera útlend- ingar, flestir frá Ítalíu en færri Bandaríkjamenn en undanfarín ár. Starfsfólk Rauða krossins hafði í nógu að snúast. Koma þurfti 198 útúrdmkknum hátíðargestum til hjálpar og sinna þurfti 242 bömum, sem urðu viðskila við foreldra sína. Eins og vanalega reyndust margir hátíðargestanna sólgnir í minjagripi því 220.000 bjórkönnur vom teknar ófrjálsri hendi meðan á hátíðinni stóð. Margt vill líka týnast á svona hátfðum og em nú 3.200 óskilamunir f vörslu lögreglunnar, t.d. heilmikið af gervi- tönnum. bát hans hrakti fyrir straumum, þar til honum var bjargað af skemmtisiglingamönnum sl. laugardag. Maðurinn, Nelson Mclntosh, sem er 27 ára gamall, fannst úti á hafi, um 160 km norðaustur af borg- inni, Savannah í Georgiu. Hann sagði björgunarmönnum að hann hefði lagt úr höfn á Bahamaeyjum í annarri viku ágústmánaðar, ætlað í stutta veiðiferð og aðeins haft með sér tvær bjórdósir. Óveður hefði síðan skollið á, stýrið bilað og bátinn rekið stjómlaust síðan. Hann safnaði regnvatni í tóma olíu- tunnu og veiddi físk, en mjög var af honum dregið þegar hann fannst og er talið að hann hafi léttst um 45 kíló á þessum vikum. Hann var fluttur á sjúkrahús og mun dvelja þar f nokkra daga, en talsmenn sjúkrahússins sögðu að líðan hans væri sæmileg eftir atvikum. Andstæðingar aðildar Dana að Evrópubandalaginu (EB) hafa í 14 ár í röð efnt til mótmæla á Ráð- hústorginu í Kaupmannahöfn. Þeir hafa valið 2. október til hinna árlegu mótmæla. Á fyrstu árunum var torgið sneisafullt af andstæðingum aðildarinn- Einn á móti öllum hinum ar en hin síðari hefur þeim fækkað og sl. fimmtu- dag var aðeins einn slfkur mættur á torgið. Myndin var tekin við það tækifæri og sýnir manninn standa undir mótmælaborða, þar sem á er letrað: Dan- mörk úr EB. Michael S. Voslensky: Áróðursbragð en ekki málefnalegur fundur TOPPFUNDURINN í Reykjavík milli þeirra Gorbachevs og Reagans verður að skoðast sem undirbúningsfundur. Þetta er auðvitað undar- legt. Undirbúningur undir toppfundi er venjulega framkvæmdur af utanríkisráðherrum og þannig hefur þvi alltaf verið farið til þessa með slíka fundi. Þannig komst Michael S. Voslensky að orði í símaviðtali við Morgun- blaðið frá Munchen. Hann er forstöðumaður Sovétrannsókna- stofnunarinnar í Munchen og höfundur hinnar heimsfrægu bókar, „Nomenklatura", um herrastéttina í Sovétríkjunum. Áður en hann flýði frá Sovétríkjunum, var hann fram- kvæmdastjóri afvopnunarmála- deildar sovézku vísindaaka- demíunnar og starfsmaður heimsfriðarráðsins. Voslensky flýði 5. marz 1972 til Vesturlanda. Hann var þá 51 árs að aldri og orðinn mjög virtur fræði- og embættismaður í Sov- étríkjununm. Það eru því fáir, sem geta státað af jafn mikilli þekkingu á sovézka kerfinu og Voslensky. Hann kom nýlega til íslands og flutti þá erindi á vegum Varðbergs og Samtaka um vestræna sam- vinnu. -Málefnalegir fundir hafa þegar verið haldnir af æðstu mönnum risaveldanna, sagði Voslensky enn- fremur í viðtalinu við Morgunblaðið. -Ég tel því, að hér sé ekki um raun- verulegan, málefnalegan fund að ræða heldur áróðursbragð af beggja hálfu. Hvers vegna slíkt áróðursbragð. Jú, til þess að bæta andrúmsioftið eftir ögrun Sovétmanna með máli Nicks Daniloff. Gorbachev verður að sýnast sáttfús, því að ráðamenn í Moskvu hafa eyðilagt það mikið fyrir sér á pólitíska sviðinu með þessu máli. Fyrir Reagan er það einnig heppilegt að sýnast sáttfús með tilliti til kosninganna í fulltrúa- Michael S. Voslensky deild Bandaríkjaþings og einnig í þeim tilgangi að auka álit sitt í Evrópu. Sú spuming vaknar, hvort það OPEC-rikin funda í Genf: Nýtt kvótakerfi til að lialda uppi olíuverðinu? Genf, AP. Oliumálaráðherrar OPEC- ríkjanna komu saman tíl sér- Sokolov vinnur áskorendaeinvígi Moslcvu, AP. ANDREI Sokolov sigraði í ásko- rendaeinvígi þeirra Arturs Yusupovs og hefur því unnið rétt til að tefla um réttinn til að skora á heimsmeistarann við þann, sem bíður ósigur í einvígi þeirra Garry Kasparovs og Anatoly Karpovs um heimsmeistaratign- ina. Sokolov og Yusupov, sem báðir eru sovézkir, tefldu 14 skák einvígi í Riga. Lauk 14. skákinni í gær með jafntefli og hlaut Sokolov því 7,5 vinninga gegn 6,5 vinningum Yusupovs. Um tíma hafði Yusupov 4-2 forystu, en Sokolov tókst að jafna stöðuna, 6-6, með sigri í 12. skákinni. staks fundar í Genf í gær í þeim tilgangi að framlengja það sam- komulag, sem gert var á milli þeirra 5. ágúst sl. um ráðstafan- ir tíl að halda uppi olíuverðinu í heiminum. Fólust þær fyrst og fremst í takmörkunum á fram- leiðslumagninu og eiga að renna út 30 október nk., nema nýtt samkomulag verði gert. Með samkomulagi þvi, sem náð- ist 5. ágúst, tókst OPEC að knýja fram hækkun á olíuverðunu úr um 10 dollurum tunnan upp í 14 doll- ara. Telja má hins vegar víst, að olíuverðið hrapi aftur, ef ekki tekst að ná samkomulagi að nýju um framleiðslukvótana. Haft var eftir Stephen Smith, kunnum sérfræðingi í olíumálum í gær, að OPEC-samtökin stæðu frammi fyrir mikilli verðlækkun- artilhneigingu á olíumarkaðinum. Hélt hann því fram, að aíddarríkin myndu nú ná samkomulagi á ný um takmarkanir á framleiðslu- magninu af einskærum ótta við, að olíuverðið ætti eftir að lækka niður úr öllu valdi, ef ekkert væri að gert. Sú verðlækkun um meira en 50%, sem átti sér stað á olíu fyrr á þessu ári, hefur leitt til þess, að olíutekjur OPEC-ríkjanna lækka úr 130 milljörðum dollara niður í 80 milljarða. Hefúr þetta haft í för með sér ómælda efnahagsörðug- leika fyrir mörg olíuframleiðslu- ríki, bæði í og utan við OPEC. eigi eftir að nást raunverulegir samningar um afvopnun í Reykjavík milli Sovétmanna og Bandaríkjamanna. Ég held ekki. Slíkir samningar liggja ekki fynr. Því fer Ijarri, að báðir aðilamir hafi komið sér saman um öll ein- stök atriði þar að lútandi, þar á meðal um lausn mikilvægasta vandamálsins, sem er eftirlit með afvopnun. Þetta þýðir, að það mun senni- lega ekki nást neitt samkomulag í Reykjavík og því verði fundinum bezt lýst sem undirbúningsfundi. Ég reikna heldur ekki með því að það eigi eftir að nást samkomu- lag um að hætta tilraunum með kjamorkuvopn. Slíkt væri erfiðleik- um bundið og það yrði yrði varla unnt fyrir Reagan að fallst á það. Þá vaknar enn sú spuming, hvort andrúmsloftið verði í rauninni betra eftir fundinn. Hvað á maður að segja um slíkt. Út af fyrir sig , þá gæti það vel orðið og því bæri auð- vitað mjög að fagna. Á hinn bóginn verður maður undrandi yfir því, að Sovétstjómin skuli reyna að láta lyktir Daniloffs- málsins líta út sem sigur hennar, það er sem skipti á Zakharov fyrir Daniloff. Þannig hefur það að minnsta kosti verið láta líta út í áróðri Sovétmanna. í reynd er hér ekki um að ræða skipti á sovézka njósnaranum Zak- harov fyrir Daniloff heldur fynrir hinn kunna sovézka andófsmann Yuri Orlov. Þess vegna gátu Sovét- menn þegar verið búnir að skipta á njósnara sínum fyrir Orlov og konu hans, án þess að gera svona mikið veður úr máli Daniloffs. Ástæðan fyrir því, að ég geri svona mikið úr þessu, er sú, að mér finnst Daniloffmálið vera lítilfyör- legt bragð af hálfu Sovétmanna, sem ekki gefur til kynna, að betra andrúmsloft sé í vændum. Til þess að ná slfku markmiði væri miklu gagnlegra, ef Gorbachev lýsti skýrt yfir andúð sinni á þess konar ögmn- um og háttalagi. Að lokum vil ég þó leggja áherzlu á, að það er ánægjulegt, að Reykjavík verður enn einu sinni vettvangur mikils atburðar milli austurs og vesturs og ég vil óska Reykjavíkurborg til hamingju með það. 6 vikur á reki:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.