Morgunblaðið - 07.10.1986, Side 49

Morgunblaðið - 07.10.1986, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 49 Stiömu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson í dag ætla ég að fjalla um samband Vogar (23. sept. — 20. okt.) og Bogmanns (22. nóv. — 21. des.). Einungis er flallað um hið dæmigerða fyrir sólarmerkið og eru les- endur minntir á að hver maður á sér nokkur stjömu- merki. Því hafa aðrir þættir einnig áhrif hjá hveijum og einum. Samúö Á milli þessara merkja ríkir ákveðin samúð og er grund- völlur fyrir samstarf og uppbyggilega samvinnu góð- ur. Bæði merkin eru opin, jákvæð og félagslynd og lítið fyrir að velta sér upp úr nei- kvæðari hliðum tilverunnar. Þar sem visst eirðarleysi er einkennandi fyrir bæði, og þá sérstaklega Bogmanninn, þarf samband þeirra ekki að vera langlíft. Töluverðar líkur eru á að þau eigi góðan tíma saman, en skilji síðan ef daglegur veruleiki verður of þrúgandi. Fjölbreytileiki Þegar við tölum um að merki séu eirðarlaus verðum við að hafa í huga að aðstæður við- komandi skipta máli. Ef t.d. Bogmaður er í starfí sem er fjölbreytilegt og veitir honum útrás fyrir hreyfíngarþörf og forvitni, minnkar eirðarleysið og hann getur hæglega verið stöðugur í ást. Ef daglegt líf er hins vegar í föstum skorð- um aukast líkumar á því að hann leyti útrásar fyrir spennuþörfína á öðrum svið- um og þá m.a. í ástamálum. FerÖalög Mikilvæg forsenda fyrir að samband Vogar og Bog- manns geti gengið vel og varað er að aðstæður gefi þeim kost á að ferðast og stunda Iifandi félagslíf. Því er æskilegt að þau stundi fjölbreytileg störf og hafí góða afkomu. Frelsi og samvinna Það sem helst skilur á milli er að Vogin er fædd sam- vinnumanneskja en Bog- manninum er frelsi í blóð borið. Um einhveija árekstra getur því verið að ræða varð- andi það hvar mörkin iiggja milli frelsis og samvinnu. Heimspeki og listir Ef báðir aðilar hafa náð að þroska það besta f eðli sínu má segja að þetta sé sam- band listunnandans eða listamannsins og heimspek- ingsins. Vogin er fagurkeri og Bogmaðurinn er oft vfför- ull og vfðlesinn og hefur góða yfirsýn yfír hin fjölbreytileg- ustu mál. Menningar- heimili Þegar um er að ræða að þessi merki stofna til heimilis, má búast við að það sé gest- kvæmt, menningarlegt og lifandi. Lífogjjör Hjá yngra fólki í þessum merkjum einkennist sam- bandið líkast til af ferðalög- um, mörgum vinum, samkvæmum og umræðum um margvísleg málefni. Lifandi merki Eins og við sjáum á framan- töldu eru þessi merki hress og lifandi. Hressleiki Vogar- innar birtist á rólegan og tillitssaman hátt. Bogmaður- inn er aftur á móti ærslafeng- inn og ákaflega hreinn og beinn. X-9 SjVff f JtouKÆrr*/ s1Sr7-Srs£-/<'/& &£&&/ [ ©KFS/Distr. BULLS GRETTIR /|?£TTA ero /V1ATARALKSLÝ&- < IKiGAI? TOMMI OG JENNI r- i-JL V e 1 ^ ** Atl UÓSKA i . Iir rr.v... r—JT — fl FERDINAND LZ 1 " Ifcr-s^ .1 Tr r SMÁFÓLK I have TO U)RITE a REPORT FOR SCHOOL ON THE SECRET OF LIFE... CAN VOU 6IVE ME SOME 5U66E5TION5 ? ® 'JL^7 ^ TURN OFF APPLlANCES UJHEN NOT IN U5E, FORM CAR POOL5 ANP PEFR05T FOOPS BEFORE C00KIN6 Ég á að skrifa skólastíl Geturðu gefið mér ein- um leyndardóma hveijar hugmyndir? lífsins ... Slökkvið á rafmagns- Ég verð að spyrja ein- tækjum þegar þau eru hvern nnnnn ekki i notkun, sláið sam- an um að nota einn bil í vinnuna og þiðið matvæli fyrir suðu. Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Gamla svissneska kempan, Jean Besse, sveið góðvini sína frá Bandaríkjunum, Edgar Kapl- an, ritsfjóra The Bridge World, og Norman Kay, í keppninni um Rosenblum-bikarinn f sfðasta mánuði. Besse hélt á spilum suðurs og var sagnhafí í 4 spöð- um: Vestur gefur; allir á hættu. Vestur ♦ Á4 VD652 ♦ KG542 ♦ Á5 Norður ♦ 865 ♦ ÁKG73 ♦ 87 ♦ K84 * Austur ♦ DG3 ♦ 104 ♦ 1093 ♦ G10763 Suður ♦ K10972 ♦ 98 ♦ ÁD6 ♦ D92 Félagi Besse er samlandi hans, Catzefílis. Vestur Norður Austur SuAur Kay Catz. Kaplan Bessc 1 tígull 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Kay leist ekki á að spila út frá háspilum sfnum í hliðarlitun- um, og byijaði á því að taka spaðaás og spila meiri spaða. Sem er ágæt byijun fyrir vöm- ina. Besse drap gosa Kaplan með kóng og svfnaði strax hjarta- gosa. Tók svo hjartaás og spilaði litlu hjarta, vildi ekki treysta á að liturinn brotnaði 3—3. Kaplan henti laufí og Besse trompaði. Spilaði svo laufi á kóng blinds. Kay dúkkaði. Síðan kom hjartakóngur. Kaplan trompaði og Besse henti tígli.' Kaplan spilaði auðvitað tfgli, en Besse fór upp með ásinn, læddi sér inn á blindan á spaðaáttuna og henti tfguldrottningunni nið- ur í fríhjartað. Allt hafði gengið fram að áætlun til þessa, en bjöminn var ekki unninn enn. Kay varð að eiga Iaufásinn blankan eftir. Bessi spilaði litlu laufi frá báðum höndum, og þegar ásinn kom í gat hann lagt upp. Þetta kallar maður að láta tilfinninguna ráða ferðinni. Eða hversu margir hefðu ekki frekar spilað upp á hjartað 3—3? Umsjón Margeir Pétursson Á unglingamóti í Sovétríkjun- um í vor kom þessi staða upp 1 skák E. Ragozin, sem hafði hvítt og átti leik, og Kuporosov. Svartur hótar máti á g2 og virðist hafa töglin og hagldira- ar, en hvítur fann leið til að tefla vöm og sókn í senn: 44. Re4! — fxe4, 45. d7 — Bxf4+ (Eina leiðin til að hindra hvftan S að vekja upp) 46. Bxf4 — Hdl, 47. Dd8+ - Kg7, 48. Df6+ _ Kg8, 49. Bh6 og svartur gafst upp. Ragozin þessi sigraði á mótinu, ekki veit ég hvort hann er skyldur stórmeistaranum Ragozin, sem var aðstoðarmað- ur hjá Botvinnik á sjötta ára- tugnum og blés m.a. vindlareyk framan f heimsmeistarann til að æfa hann fyrir að tefla í þungu lofti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.