Morgunblaðið - 07.10.1986, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 07.10.1986, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 59 „Stofnun en ekki hús“ Niels W. Vogensen forstjóri Norrænu stofnunarinnar á Grænlandi HÉR Á LANDI er nú staddur Niels W. Vogensen forstjóri Norrænu stof nunarinnar á Grænlandi. Hann var ráðinn til starfa í ágúst s.I., en var áður skólastjóri þar í landi. Skrifstofa Nonænu stofnunar- innar er í Nuuk. Á fundi með blaðamönnum sagði Vogensen að ákveðið hefði verið að nýta fjár- magn stofnunarinnar til þess að fara með sýningar og ýmis konar fróðleik um landið, kynna hin Norð- urlöndin og menningu þeirra á Grænlandi og Grænland á hinum Norðurlöndunum. Þessi leið hefði verið valin fremur en að reisa hús líkt Norrænu húsunum á íslandi og í Færeyjum. “Grænland er stórt land og fámennt" sagði hann “ef hús yrði reist í Nuuk myndi ein- göngu um 20 prósent þjóðarinnar njóta þess sem þar yrði boðið upp á.“ I staðinn er ætlunin að fara með farandsýningar um landið og setja upp i skólum og félagsheimilum, flytja norræna menningarviðburði svo sem myndverk, kvikmyndir og bókmenntir út á landsbyggðina. Þá verður lögð áhersla á að kjmna grænlenska menningu á Norðurl- öndunum, fengnir grænlenskir listamenn til að kynna verk sín. Vogensen sagði ennfremur að mikill áhugi væri fyrir öðrum sam- skiptum miili þjóðanna, svo sem heimsóknum skólanemenda milli landanna, og kynningu á mismun- andi verkmenningu, talsverð samskipti væru t.d. milli íslands og vesturstrandar Grænlands. Þá sagði hann aðstöðu fyrir listamenn, rithöfunda eða þá sem óska eftir að kynnast Grænlandi í Julianeháb Niels W. Vogensen forstjóri Norrænu stofnunarinnar í Nuuk eða Qaqortoq eins og staðurinn nefnist á grænlensku, og yrði Norr- æna stofnunin þeim innan handar sem óska eftir að dvelja þar. í stjóm stofnunarinnar er einn fulltrúi frá hverju Norðurlandanna, formaður er Olav Isaksson í Stokk- hólmi, fulltrúi íslands er Ámi Johnsen. Vogensen sagði að Græn- lendingar væntu góðs af þessu samstarfí, mikill áhugi væri fyrir stofnuninni þar í landi og góð sam- vinna milli hennar og heimastjóm- arinnar. Þeir sem vilja hafa samband við stofnunina geta skrifað til Nuuk, box 770, DK 3900 eða hringt í síma (009 299) 24733. Komdu með málin til okkar og við gerum tilboð þér að kostnaðarlausu. NÝJAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR Á SÉRLEGA GÓÐU VERÐI Viðja býður nú nýja gerð eldhúsinnréttinga, sem settar eru saman úr einingum eftir óskum viðskiptavinanna sjálfra Trésmiöjan Viöja hóf nýlega framleiöslu á vönduöum og sterkum eldhúsinnrétt- ingum sem eru afrakstur áralangrar þró- unar og reynslu starfsmanna fyrirtækis- ins. Þær byggjast á einingakerfi sem gerir kaupendunum kleift að ráða stærð, fyrirkomulagi og útliti innan ákveðinna marka. Hægt er að fá innréttingarnar í beyki, eik eða hvítu með sléttum hurðum. Auk þess eru hvítu innréttingarnar fáanlegar með fræsuðum hurðum (sjá mynd). Eldhúsinnréttingarnar frá Viðju eru auð- veldar í uppsetningu og hafa nánast óendanlega uppröðunar- og innréttinga möguleika ásamt miklu úrvali af grindum og körfum í skápa og skúffum á léttum brautum. Innréttingarnar einkennr.st af góðri nú- tímalegri hönnun og sígildu útliti sem stenst tímans tönn. Hurðabreiddir: 30 cm - 40 cm - 50 cm - 60 cm 20% útborgun 12 mánaða greiðslukjör. Trésmiðjan viðja Smiðjuvegi 2 Kópavogi sími 44444 þar sem góðu kaupin gerast. HAPPDRÆTTI DVAIARHEIMILIS ALDRAÐRA SJÓMANNA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.