Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 68
68
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986
næðismarkaðinum á hverjum tíma
og að hægt verði að fjármagna 1/3
af árlegri íbúðarþörf með félagsleg-
um byggingum. Þá segir einnig að
fólk eigi að geta valið sér eignar-
eða leigufyrirkomulag eftir þörfum
og aðstæðum hvers og eins. í fé-
lagslegum íbúðum verði meginá-
herslan lögð á kaupleiguíbúðir.
í ályktun um atvinnumál segir
m.a. í kafla um sjávarútvegsmál:
„Augljósir gallar á núverandi kvóta-
kerfí kalla á endurskoðun þess.
Alþýðuflokkurinn leggur áherslu á
að hagsmunasamtök sjávarútvegs-
ins og rikisvaldið taki þegar að
vinna að slíkri endurskoðun til að
fínna nýtt stjómkerfí, en ella verður
AJþingi að höggva á hnútinn og
sníða af þá vankanta, sem kvóta-
kerfínu fýlgja." Um landbúnaðar-
mál hafði þingið m.a. þetta að
segjæ „Bændur sitja fastir í fjötrum
sölukerfís og flárfestingarútgjalda
annars vegar og framleiðslutak-
markana hins vegar. Ef ekki verður
gripið til raunhæfra aðgerða munu
bændur mynda nýja öreigastétt í
landinu."
Þá samþykkti þingið tillögu um
sameiginlegan lífeyrissjóð fyrir alla
landsmenn. Segir í upphafí tillög-
unnar: „Við næstu kosningar til
Alþingis skal fara fram þjóðarat-
kvæðagreiðsla um hvort koma eigi
á fót einum sameiginlegum lífeyris-
sjóði fyrir alla landsmenn... í stað
þess lífeyrissjóðakerfis sem við lýði
er. Við það skal miðað að hinn sam-
eiginlegi lífeyrissjóður allra lands-
manna taki til starfa í ársbyijun
1991 og leysi þá núverandi lífeyris-
sjóðakerfi af hólmi."
Um samræmda launastefnu segir
í stjómmálaályktun þingsins:
„Samræmd launastefna er forsenda
árangurs í baráttunni við verðbólgu.
Verkalýðshreyfíng, stjómvöld og
samtök atvinnulífsins bera ábyrgð
á því að ávinningur síðustu kjara-
samninga verði ekki stundarsigur,
heldur undirstaða varanlegrar
sóknar, ekki aðeins til bættra
lífskjara og aukins réttlætis, heldur
til jafnari lífskjara."
Flokksþing Alþýðuflokks:
Mikíl áhersla lögð á sam-
stöðu jafnaðarmanna
Á FLOKKSÞINGI Alþýðuflokks-
ins, sem lauk á sunnudagskvöld,
var mikil áhersla lögð á samstöðu
jafnaðarmanna, eða eins og
formaðurinn, Jón Baldvin
Hannibalsson sagði: „Þingið hef-
ur einkennst af eindrægni og
samstöðu."
í upphafi stjómmálaályktunar
þingsins segir„Þegar fíokksþing
Alþýðuflokksins síðast var háð, fyr-
ir tveimur árum, setti það svip sinn
á íslensk stjómmál að þá voru starf-
andi tveir stjómmálaflokkar er
kenndu sig við jafnaðarmennsku.
Nú hafa þau sögulegu tíðindi gerst
að tekist hafa sættir og sameining
við Bandalag jafnaðarmanna."
Þá segir í sljómmálaályktuninni
að launafólk á íslandi hafí bitra
reynslu af stjómarsamstarfi núver-
andi stjómarflokka. Grímulaus
íhaldsstefna og nýfrjálshyggja, sem
eigi sér öfluga talsmenn í núver-
andi stjóm landsins, stefni að því
að bijóta niður það velferðarþjóð-
félag sem Alþýðuflokkurinn hafí átt
ríkan þátt í að skapa. Þessari þróun
verði að snúa við, en það gerist
ekki nema Alþýðuflokknum verði
alismapin
tryggð úrslitaáhrif á stjóm lands-
ins.
í ályktuninni, þar sem fjallað er
um utanríkismál segir: „Flokks-
þingið ítrekar að fylgt verði
óbreyttri stefnu að því er varðar
vamar- og öryggishagsmuni
íslenska lýðveldisins og undirstrikar
að íslensk utanríkisstefna á að ein-
kennast af reisn, íslensku frum-
kvæði og fullkomnu jafnræði í
samskiptum við bandalagsþjóðir
okkar. Flokksþingið telur að lýð-
ræðisöflunum beri skylda til að
auka samstöðu sína og efla sameig-
inlegt öryggiskerfí sitt og bendir á
að styrkur lýðræðisins hlýtur að
vera sú forsenda sem lýðræðisríkin
ganga út frá þegar gengið er til
gagnkvæmra samninga um af-
vopnun, samdrátt heija, takmark-
anir á tilraunum með ný vopnakerfi
og öruggt eftiriit með vígbúnaði."
Helstu mál flokksþingsins voru
nýtt skattakerfí, nýtt húsnæðisl-
ánakerfí, einn iífeyrissjóður fyrir
alla landsmenn, ný atvinnustefna
og samræmd launastefna. í ályktun
þingsins um skattamál segir m.a.
að 43. flokksþing Alþýðuflokksins
telji að afnema beri tekjuskatt af
launatekjum og jafnframt koma á
staðgreiðslukerfí útsvara. Vaxta-
telq'ur og hagnað af sölu verðbréfa
beri að skattleggja. Þingið telur að
reglum um tekjuskatt fyrirtækja
verði að breyta þannig að fyrirtæki
greiði skatt af raunverulegum
hagnaði og komið verði í veg fyrir
að einkaneysla eigenda fyrirtækja
sé færð sem útgjöld fyrirtækisins.
Flokksþingið vill að tekinn verði upp
tímabundinn, stighækkandi stór-
eignaskattur af öllum eignum.
Þingið ályktar að taka beri upp
undanþágulausan virðisaukaskatt.
Þeim telqulágu verði bætt upp
hækkun á matvöruverði með hækk-
un á bótum almannatryggingakerf-
isins.
í ályktun þingsins um húsnæðis-
mál segir m.a. að koma þurfí á
aukinni hagræðingu, bættri þjón-
ustu og útlánastarfsemi með
endurskipulagningu húsnæðiskerf-
isins og leggja grundvöll að traust-
um og varanlegum fjárhagsgrunni
húsnæðiskerfísins. Markmið þess
er þríþætt, þ.e. að fjáröflun til hús-
næðiskerfísins verði með þeim hætti
að hægt verði í áföngum að ná jöfn-
uði í inn- og útlánum án ríkis-
framlaga, að hægt verði að
fullnægja eðlilegri lánsþörf á hús-
Leikfélag Reykjavikur:
Leikrit um friðarvið-
ræður stórveldanna
•maÆMmmM MM
LEIKFÉLAG Reykjavíkur hefur ákveðið að sviðsetja leiklestur á
nýju bandarísku leikriti um friðarviðræður stórveldanna. Leikritið
verður flutt tvisvar á laugardag og sunnudag kl. 15, báða daganna.
Leikritið er flutt í tilefni leiðtoga-
fundar Reagans og Gorbachevs og
heitir „Gönguferð um skóginn" (A
walk in the woods), eftir Lee Bless-
ing. Leikritið gerist í Genf í Sviss í
tengslum við afvopnunarviðræðumar
og fjallar um tvo menn, sem eru í
forsvari fyrir stórveldin tvö, Banda-
ríkin og Sovétríkin. Gfsli Halldórsson
og Þorsteinn Gunnarsson fara með
hlutverk þeirra Botvinniks og Honey-
man. Þýðinguna gerði Sverrir
Hólmarsson og Stefán Baldursson
er leikstjóri.
Gönguferð um skóginn var frum-
flutt á Eugene O’Neill-leiklistarhá-
tíðinni í Waterford í Bandaríkjunum
í sumar. Flutningur Leikfélagsins á
leikritinu er frumflutningur verksins
utan Bandaríkjanna. Sviðsettur leik-
lestur af þessu tagi er nýjung í
starfsemi Leikfélagsins en hugsan-
legt er að flytja fleiri verk á svipaðan
hátt síðar í vetur ef þessi flutningur
fær góðan hljómgrunn meðal leik-
húsgesta.
(Úr fréttatilkynningii)
Formleg opnun Stöðv-
ar 2 veltur ákomu
Reagans til íslands
- segir Páll Magnússon, fréttastjóri
„DAGSKRÁIN hjá okkur fyrstu
dagana kemur til með að riðlast
minna og meira vegna leiðtoga-
fundarins frá því sem hafði verið
ákveðið," sagði Páll Magnússon,
fréttastjóri Stöðvar 2, í samtali
við Morgunblaðið.
„Við ætlum að reyna að sjónvarpa
sem mestu beint frá komu Reagans
og Gorbachevs hingað til lands, heim-
sókn þeirra til forseta íslands og eins
mikið af fundi þeirra og við getum,
en það er ákveðin kvóti af myndavél-
um sem má t.d. fara inn á flugvöllinn
og fylgja leiðtogunum eftir svo að
sjónvarpsstöðvamar verða að sam-
einast um hveija myndavél."
Stöð 2 byijar útsendingar á
fímmtudaginn og sagði Páll að efni
stöðvarinnar fyrstu dagana yrði mik-
ið til tengt leiðtogafundinum í
Reykjavík. „Við munum lengja út-
sendingartímann, en svo kann að
fara að aðrir dagskrárliðir verði látn-
ir víkja vegna fundarins. Venjulega
munum við byija kl. 17.30, en á
fímmtudaginn, sem er hinn formlegi
opnunardagur, vitum við ekki hvenær
útsending hefst - það veltur á komu
Reagans til íslands. Upphaflega ráð-
gerðum við að opna sjónvarpsstöðina
formlega kl. 18.20, en ef Reagan
kemur fyrir þann tíma, munum við
flýta opnunarávarpinu.
Jón Baldvin Hannibalsson fagnar endurkjöri í formannsstól Al-
þýðuflokksins.
„Alþýðuflokkurinn
á skriðþungri sókn“
- segir Jón Baldvin Hannibalsson
JÓN Baldvin Hannibalsson var
endurkjörinn formaður Alþýðu-
flokksins á flokksþingi um
helgina. Hlaut Jón 215 af 219
greiddum atkvæðum. Þá var Jó-
hanna Sigurðardóttir endurkjör-
in varaformaður með 220
atkvæði af 221 greiddum. Þegar
kjöri formanns hafði verið lýst
sagði Jón Baldvin að kosningin
hafi staðfest að meiri eining og
samstaða ríkti i flokknum en
nokkru sinni áður. Flokkurinn
væri á skriðþungri sókn, sem
ekki yrði stöðvuð héðan af.
Ámi Gunnarsson var kjörinn rit-
ari með 220 atkvæðum af 222,
Geir Gunnlaugsson hlaut kosningu
sem gjaldkeri með 213 atkvæðum
af 223 og Sjöfn Sigurbjömsdóttir
var kjörin formaður framkvæmda-
stjómar flokksins. Hlaut hún 198
atkvæði af 227. Þá voru sex kjörin
í framkvæmdastjóm, Guðfinna Vig-
fúsdóttir, Guðríður Þorsteinsdóttir,
Jón Sæmundur Siguijónsson, María
Kjartansdóttir, Siguijón Valdimars-
son og Sigþór Jóhannesson. Einnig
voru 30 manns kjörin í flokkstjóm
og 29 manns í verkalýðsmálanefnd,
en formaður hennar var kjörinn
Gylfí Ingvarsson.
Á flokksþinginu var samþykkt
ný grein f lög flokksins og segir
þar: „Við lqör í allar stofnanir
flokksins, þar sem kjósa skal 2 eða
fleiri fulltrúa í einu, skal hvort kyn
eiga rétt til a.m.k. 40% fulltrúa, svo
framarlega sem nægilega margir
em í framboði." Regla þessi gildir
m.a. um kjör í flokkstjóm, fram-
kvæmdastjóm og verkalýðsmálaráð
og mun það hafa gengið eftir við
lq'ör á þinginu.