Morgunblaðið - 07.10.1986, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 07.10.1986, Qupperneq 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 næðismarkaðinum á hverjum tíma og að hægt verði að fjármagna 1/3 af árlegri íbúðarþörf með félagsleg- um byggingum. Þá segir einnig að fólk eigi að geta valið sér eignar- eða leigufyrirkomulag eftir þörfum og aðstæðum hvers og eins. í fé- lagslegum íbúðum verði meginá- herslan lögð á kaupleiguíbúðir. í ályktun um atvinnumál segir m.a. í kafla um sjávarútvegsmál: „Augljósir gallar á núverandi kvóta- kerfí kalla á endurskoðun þess. Alþýðuflokkurinn leggur áherslu á að hagsmunasamtök sjávarútvegs- ins og rikisvaldið taki þegar að vinna að slíkri endurskoðun til að fínna nýtt stjómkerfí, en ella verður AJþingi að höggva á hnútinn og sníða af þá vankanta, sem kvóta- kerfínu fýlgja." Um landbúnaðar- mál hafði þingið m.a. þetta að segjæ „Bændur sitja fastir í fjötrum sölukerfís og flárfestingarútgjalda annars vegar og framleiðslutak- markana hins vegar. Ef ekki verður gripið til raunhæfra aðgerða munu bændur mynda nýja öreigastétt í landinu." Þá samþykkti þingið tillögu um sameiginlegan lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. Segir í upphafí tillög- unnar: „Við næstu kosningar til Alþingis skal fara fram þjóðarat- kvæðagreiðsla um hvort koma eigi á fót einum sameiginlegum lífeyris- sjóði fyrir alla landsmenn... í stað þess lífeyrissjóðakerfis sem við lýði er. Við það skal miðað að hinn sam- eiginlegi lífeyrissjóður allra lands- manna taki til starfa í ársbyijun 1991 og leysi þá núverandi lífeyris- sjóðakerfi af hólmi." Um samræmda launastefnu segir í stjómmálaályktun þingsins: „Samræmd launastefna er forsenda árangurs í baráttunni við verðbólgu. Verkalýðshreyfíng, stjómvöld og samtök atvinnulífsins bera ábyrgð á því að ávinningur síðustu kjara- samninga verði ekki stundarsigur, heldur undirstaða varanlegrar sóknar, ekki aðeins til bættra lífskjara og aukins réttlætis, heldur til jafnari lífskjara." Flokksþing Alþýðuflokks: Mikíl áhersla lögð á sam- stöðu jafnaðarmanna Á FLOKKSÞINGI Alþýðuflokks- ins, sem lauk á sunnudagskvöld, var mikil áhersla lögð á samstöðu jafnaðarmanna, eða eins og formaðurinn, Jón Baldvin Hannibalsson sagði: „Þingið hef- ur einkennst af eindrægni og samstöðu." í upphafi stjómmálaályktunar þingsins segir„Þegar fíokksþing Alþýðuflokksins síðast var háð, fyr- ir tveimur árum, setti það svip sinn á íslensk stjómmál að þá voru starf- andi tveir stjómmálaflokkar er kenndu sig við jafnaðarmennsku. Nú hafa þau sögulegu tíðindi gerst að tekist hafa sættir og sameining við Bandalag jafnaðarmanna." Þá segir í sljómmálaályktuninni að launafólk á íslandi hafí bitra reynslu af stjómarsamstarfi núver- andi stjómarflokka. Grímulaus íhaldsstefna og nýfrjálshyggja, sem eigi sér öfluga talsmenn í núver- andi stjóm landsins, stefni að því að bijóta niður það velferðarþjóð- félag sem Alþýðuflokkurinn hafí átt ríkan þátt í að skapa. Þessari þróun verði að snúa við, en það gerist ekki nema Alþýðuflokknum verði alismapin tryggð úrslitaáhrif á stjóm lands- ins. í ályktuninni, þar sem fjallað er um utanríkismál segir: „Flokks- þingið ítrekar að fylgt verði óbreyttri stefnu að því er varðar vamar- og öryggishagsmuni íslenska lýðveldisins og undirstrikar að íslensk utanríkisstefna á að ein- kennast af reisn, íslensku frum- kvæði og fullkomnu jafnræði í samskiptum við bandalagsþjóðir okkar. Flokksþingið telur að lýð- ræðisöflunum beri skylda til að auka samstöðu sína og efla sameig- inlegt öryggiskerfí sitt og bendir á að styrkur lýðræðisins hlýtur að vera sú forsenda sem lýðræðisríkin ganga út frá þegar gengið er til gagnkvæmra samninga um af- vopnun, samdrátt heija, takmark- anir á tilraunum með ný vopnakerfi og öruggt eftiriit með vígbúnaði." Helstu mál flokksþingsins voru nýtt skattakerfí, nýtt húsnæðisl- ánakerfí, einn iífeyrissjóður fyrir alla landsmenn, ný atvinnustefna og samræmd launastefna. í ályktun þingsins um skattamál segir m.a. að 43. flokksþing Alþýðuflokksins telji að afnema beri tekjuskatt af launatekjum og jafnframt koma á staðgreiðslukerfí útsvara. Vaxta- telq'ur og hagnað af sölu verðbréfa beri að skattleggja. Þingið telur að reglum um tekjuskatt fyrirtækja verði að breyta þannig að fyrirtæki greiði skatt af raunverulegum hagnaði og komið verði í veg fyrir að einkaneysla eigenda fyrirtækja sé færð sem útgjöld fyrirtækisins. Flokksþingið vill að tekinn verði upp tímabundinn, stighækkandi stór- eignaskattur af öllum eignum. Þingið ályktar að taka beri upp undanþágulausan virðisaukaskatt. Þeim telqulágu verði bætt upp hækkun á matvöruverði með hækk- un á bótum almannatryggingakerf- isins. í ályktun þingsins um húsnæðis- mál segir m.a. að koma þurfí á aukinni hagræðingu, bættri þjón- ustu og útlánastarfsemi með endurskipulagningu húsnæðiskerf- isins og leggja grundvöll að traust- um og varanlegum fjárhagsgrunni húsnæðiskerfísins. Markmið þess er þríþætt, þ.e. að fjáröflun til hús- næðiskerfísins verði með þeim hætti að hægt verði í áföngum að ná jöfn- uði í inn- og útlánum án ríkis- framlaga, að hægt verði að fullnægja eðlilegri lánsþörf á hús- Leikfélag Reykjavikur: Leikrit um friðarvið- ræður stórveldanna •maÆMmmM MM LEIKFÉLAG Reykjavíkur hefur ákveðið að sviðsetja leiklestur á nýju bandarísku leikriti um friðarviðræður stórveldanna. Leikritið verður flutt tvisvar á laugardag og sunnudag kl. 15, báða daganna. Leikritið er flutt í tilefni leiðtoga- fundar Reagans og Gorbachevs og heitir „Gönguferð um skóginn" (A walk in the woods), eftir Lee Bless- ing. Leikritið gerist í Genf í Sviss í tengslum við afvopnunarviðræðumar og fjallar um tvo menn, sem eru í forsvari fyrir stórveldin tvö, Banda- ríkin og Sovétríkin. Gfsli Halldórsson og Þorsteinn Gunnarsson fara með hlutverk þeirra Botvinniks og Honey- man. Þýðinguna gerði Sverrir Hólmarsson og Stefán Baldursson er leikstjóri. Gönguferð um skóginn var frum- flutt á Eugene O’Neill-leiklistarhá- tíðinni í Waterford í Bandaríkjunum í sumar. Flutningur Leikfélagsins á leikritinu er frumflutningur verksins utan Bandaríkjanna. Sviðsettur leik- lestur af þessu tagi er nýjung í starfsemi Leikfélagsins en hugsan- legt er að flytja fleiri verk á svipaðan hátt síðar í vetur ef þessi flutningur fær góðan hljómgrunn meðal leik- húsgesta. (Úr fréttatilkynningii) Formleg opnun Stöðv- ar 2 veltur ákomu Reagans til íslands - segir Páll Magnússon, fréttastjóri „DAGSKRÁIN hjá okkur fyrstu dagana kemur til með að riðlast minna og meira vegna leiðtoga- fundarins frá því sem hafði verið ákveðið," sagði Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, í samtali við Morgunblaðið. „Við ætlum að reyna að sjónvarpa sem mestu beint frá komu Reagans og Gorbachevs hingað til lands, heim- sókn þeirra til forseta íslands og eins mikið af fundi þeirra og við getum, en það er ákveðin kvóti af myndavél- um sem má t.d. fara inn á flugvöllinn og fylgja leiðtogunum eftir svo að sjónvarpsstöðvamar verða að sam- einast um hveija myndavél." Stöð 2 byijar útsendingar á fímmtudaginn og sagði Páll að efni stöðvarinnar fyrstu dagana yrði mik- ið til tengt leiðtogafundinum í Reykjavík. „Við munum lengja út- sendingartímann, en svo kann að fara að aðrir dagskrárliðir verði látn- ir víkja vegna fundarins. Venjulega munum við byija kl. 17.30, en á fímmtudaginn, sem er hinn formlegi opnunardagur, vitum við ekki hvenær útsending hefst - það veltur á komu Reagans til íslands. Upphaflega ráð- gerðum við að opna sjónvarpsstöðina formlega kl. 18.20, en ef Reagan kemur fyrir þann tíma, munum við flýta opnunarávarpinu. Jón Baldvin Hannibalsson fagnar endurkjöri í formannsstól Al- þýðuflokksins. „Alþýðuflokkurinn á skriðþungri sókn“ - segir Jón Baldvin Hannibalsson JÓN Baldvin Hannibalsson var endurkjörinn formaður Alþýðu- flokksins á flokksþingi um helgina. Hlaut Jón 215 af 219 greiddum atkvæðum. Þá var Jó- hanna Sigurðardóttir endurkjör- in varaformaður með 220 atkvæði af 221 greiddum. Þegar kjöri formanns hafði verið lýst sagði Jón Baldvin að kosningin hafi staðfest að meiri eining og samstaða ríkti i flokknum en nokkru sinni áður. Flokkurinn væri á skriðþungri sókn, sem ekki yrði stöðvuð héðan af. Ámi Gunnarsson var kjörinn rit- ari með 220 atkvæðum af 222, Geir Gunnlaugsson hlaut kosningu sem gjaldkeri með 213 atkvæðum af 223 og Sjöfn Sigurbjömsdóttir var kjörin formaður framkvæmda- stjómar flokksins. Hlaut hún 198 atkvæði af 227. Þá voru sex kjörin í framkvæmdastjóm, Guðfinna Vig- fúsdóttir, Guðríður Þorsteinsdóttir, Jón Sæmundur Siguijónsson, María Kjartansdóttir, Siguijón Valdimars- son og Sigþór Jóhannesson. Einnig voru 30 manns kjörin í flokkstjóm og 29 manns í verkalýðsmálanefnd, en formaður hennar var kjörinn Gylfí Ingvarsson. Á flokksþinginu var samþykkt ný grein f lög flokksins og segir þar: „Við lqör í allar stofnanir flokksins, þar sem kjósa skal 2 eða fleiri fulltrúa í einu, skal hvort kyn eiga rétt til a.m.k. 40% fulltrúa, svo framarlega sem nægilega margir em í framboði." Regla þessi gildir m.a. um kjör í flokkstjóm, fram- kvæmdastjóm og verkalýðsmálaráð og mun það hafa gengið eftir við lq'ör á þinginu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.