Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986 B 11 VIKINGUR # Kristján Sigmundsson Finnur Thorlacius # Karl Þráinsson O Siggeir Magnússon Ámi Friöleifsson . i Einar Jóhannesson # Hilmar Sigurgíslason # Bjarki Sigurösson Magnús V. SigurÖsson Ingólfur Steingrímsson • Ásgeir Einarsson # Sigurður Ragnarsson Guðni Guöfinsson # Guöm. Guömundsson Orlítið kvíðafullir - segirÁrni Indriðason þjálfari „ÞAÐ hafa orðið miklar breytingar hjá okkur Víking- um, og þess vegna förum við örlítið kvíðafuilir í bar- áttu vetrarins," sagði Árni Indriðason, þjálfari Víkings. „Eftir að lið verður fyrir jafn- miklum breytingum og Víkings- liðið frá því í fyrravetur, er nauðsynlegt að fá tíma til að byggja upp nýtt lið. Núna eru í liðinu ungir leikmenn og það er stóra spurningin hversu fljótt þeir læra. Við förum því í þennan vetur með því hugar- fari að læra, auðvitað reynum við að standa okkur eins vel og við getum, en við reiknum eiginlega ekki með að blanda okkur í alvarlega toppbaráttu fyrr en á næsta vetri. Ég á von á því að í vetur verði það Stjarnan, Breiðablik, Valur og Fram sem muni berj- ast um titilinn. Þessi lið eru öll skipuð sterkum einstakling- um og þau hafa reynslu. Þau hafa ekki orðið fyrir sama mannamissinum og við, og yfir leik þeirra er því meira öryggi. Ég hef trú á strákunum hér hjá Víking og veit að þetta lið get- ur náð mjög langt, en okkur vantar öryggi í leikinn ennþá. Handboltinn hér er á mikilli uppleið. Nú er á leiðinni mikill fjöldi góðra stráka um eða undir tvítugu og það er engin spurning að þeir eiga eftir að gera handboltann hérna fjöl- breytilegan og skemmtilegan í vetur. Það má sjá það á fyrstu umferðunum að liðin virðast öll geta tekið stig hvort af öðru og ég hef þá skoðun að breidd- in sé alltaf að aukast. Vtkingur Aldur Hæð Þyngd Fyrri lið Mfl. ieikir Lands- leikir A/ungl. Staðað leikvelli Atvinna Kristján Sigmundsson 29 1,90 83 kg 128 markmaður framkvstj. FinnurThorlacius 22 1,80 71 kg markmaður nemi EinarJóhannesson 29 1,78 75 kg línumaður verkfræðingur Guðni Guðfinnsson 22 1,92 84 kg 7 útispilari nemi Hilmar Sigurgíslason 29 1,83 83 kg 15/0 línumaður rafvirki SiggeirMagnússon 21 1,90 76 kg 18/4 útispilari laganemi Ingólfur Steingrímsson 20 1,88 81 kg Fram línumaður nemi Magnús V. Sigurðsson 20 1,80 79 kg útispilari nemi Guðmundur Guðmundsson 25 1,75 75 kg 114/9 homamaður kerfisfræðingur Karl Þráinsson 21 1,83 86 kg 0/4 útispilari verkfræðinemi Bjarki Sigurðsson 19 1,89 72 kg homamaður verkfræðinemi Ámi Friðleifsson 18 1,87 78 kg Grótta 7 0/5 útispilari nemi Sigurður Ragnarsson 21 1,90 79 kg verkfræðinemi Ami Indriðason 36 1,87 92 kg Grótta/KR 63/3 þjálfari/línum. kennari Ásgeir Einarsson 21 1,87 85 kg markmaður vélvirki Brynjar Einarsson 21 1,87 82 útispilari húsasmiður Benedikt Sveinsson 21 1,84 82 kg útispilari laganemi Ég hugleiði lítið hvaða lið verða í fallbaráttunni. Það kemur allt saman í Ijós. Það er hinsvegar alveg öruggt að við Víkingar lítum ekki á neina andstæðinga sem auðvelda, og við lítum á hvern sigur sem mjög mikilvægan sigur. Allir andstæðingar eru erfiðir," sagði Árni Indriðason. Gerum okkar besta -segirGuðmundur Guðmundsson fyrirliði „ÞETTA verður uppbygg- ingavetur," sagði Guð- mundur Guðmundsson fyrirliði Víkings. „Við mun- um allir gera okkar besta, það er Ijóst, en við gerum okkur líka grein fyrir því að raunhæfir möguleikar okkar á að halda íslandsmeistar- atitlinum sem við unnum í fyrravetur eru ekki miklir. Ætli við verðum ekki í fjórða til fimmta sæti þegar upp verður staðið. Allt umfram það væri mjög gott. Liðið okkar er mjög ungt. Meðalaldurinn er aðeins um 22 ár. Allir vita að handboltalið þurfa að leika saman í nokkurn tíma áður en þau verða mjög góð, leikmenn þurfa að kynn- ast ieikstíl hvers annars til að ná rútínu og öryggi í leikinn og þannig verður að leika, til að ná árangri. Fyrir mótið voru Valur og Stjarnan sigurstranglegust og ég hef trú á því að þessi lið muni berjast um titilinn, þrátt fyrir að við höfum unnið Vals- menn núna í annarri umferð- inni. Handboltinn er á mikilli uppleið, og ég er viss um að á næstu árum verður mikil gróska í honum — mikið af ungum og geysilega efnilegum strákum er að koma upp. Það hefur verið lægð í þessu hér heima, en það er liðin tíð,“ sagði Guðmundur Guðmunds-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.