Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986 Kynslóða- skipti í hand- boltanum - segir Ólafur Jónsson þjálfari „ÞETTA keppnistímabil leggst svona þolanlega í mig. Deildin verður mjög jöfn í vetur og vonandi um leið skemmtileg," sagði Ól- afur Jónsson þjálfari KR- inga f handknattleik er hann var spurður álits á hand- knattleiknum í vetur. „Ég held að jafnframt því að deildin verði skemmtileg og spennandi þá verði hún líka betri en reiknað hafði verið með. Mér finnst fyrstu leikirnir benda til þess, þeir hafa verið opnir og hraðir, og ég tel að handknattleikurinn verði betri • Guðmundur Albertsson Páll Ólafsson • Konráð Ólafsson • Þorstelnn Guðjónsson Þetta verður jafnara núna - segir Friðrik Þorbjörnsson fyrirliði „ÞETTA leggst bara þokka- lega í mig. Það þarf að vísu að ná liðinu betur saman hjá okkur en ég hef trú á að það takist," sagði Friðrik Þorbjörnsson, fyrirliði KR- inga, f handknattleik er við ræddum við hann fyrir skömmu um deildina f vet- ur. „Liðið hjá okkur KR-ingum samanstendur af „gömlum ref- um“ og ungum strákum auk þess sem það eru 2—3 leik- menn sem eru nýir og koma frá öðrum félögum. Þetta þarf allt saman að stilla saman til þess að þetta gangi upp. Markmiðið hjá okkur er að verða um miðja deild í ár. Ég held að það só raunsætt mark- mið við þennan mannskap á fyrsta ári. Það þarf að slípa lið- ið það mikið að við gerum okkur ekki vonir um að vera mikið hærra. Deildin sem slfk leggst ágætlega í mig. Hún á trúlega eftir að verða mjög spennandi og það hefur sýnt sig að allt getur gerst í vetur. Þetta verð- ur mun jafnara núna en undanfarin ár og því trúlega skemmtilegra fyrir áhorfendur. Handboltinn er samt í lægð hér á landi, getulega séð, það er mikið af ungum og efnileg- um strákum sem eru að koma inn í þetta núna og það tekur ein 2—3 ár að koma þeim á toppinn og þá verður hand- knattleikurinn betri, en hann er í smá lægð núna,“ sagði er líður á veturinn því liðin eru að þreifa fyrir sér ennþá. Þaö má segja að það hafi orðið kynslóðaskipti í hand- knattleiknum núna. Það er mikið af ungum strákum sem eru að koma inn í þetta núna og þeir þurfa aðlögunartíma til að venjast þessu. Einnig eru nokkur ný lið komin inn í þetta og ég held að þetta sé allt af hinu góða. Ég var fylgjandi því að fjölga í deildinni og ég tel að það hafi verið góð ákvörð- un. Við fáum meira af fram- bærilegum spilurum í 10 liða deild en í 8 svo ég tala nú ekki um ef aðeins sex lið væru í deildinni. Markmiðið hjá okkur KR- ingum liggur í sjálfu sér ekki á lausu en ætli það sé ekki raun- hæft að ætla sér að vera um miðja deild, hvað svo sem verður þegar flautað verður til leiksloka í vor. Við erum með nýtt og ungt lið sem þarf ákveðin tíma til að aðlagast og eftir svona 2-3 ár verður þetta topplið, ef mannskapur- inn verður áfram," sagði Ólafur Jónsson. 0 Guðmundur Páisson Leifur Dagfinsson Hanö Guömundsson # Sverrir Sverrisson ... mm. Gísli Felix Bjarnason Friörik Þorbjörnsson Jóhannes Stefánsson Lárus Lárusson # Gunnar Gíslason # Þoriákur Arnarson # Ólafur Lárusson # Páll Björnsson KR Aldur Hæð Þyngd Fyrri lið Mfl. lelkir Lands- leikir A/ungl. Staða á leikvelli Atvinna Gísli Felix Bjamason 24 1,86 94 kg KR,Ribe 170 12/13 markvörður verzlunarmaður Leifur Dagfínnsson 18 1,83 70 kg markvörður nemi ÞorlákurAmarson 17 1,82 70 kg markvörður nemi Jóhannes Stefánsson 30 1,85 88 kg 307 33/7 línumaður veitingamaður Friðrik Þorbjömsson 28 1,88 80 kg 381 7/9 homamaður skrifstofumaður HansGuðmundsson 25 1,93 90 kg FH/Maritime 28/5 útispilari lögregluþjónn SverrirSverrisson 25 1,79 76 kg Týr/Þróttur/Grótta útispilari bifreiðastj. Guðmundur Pálmason 18 1,86 78 kg 0/4 útispilari nemi KonráðÓlafsson 18 1,85 76 kg 24 0/4 homamaður nemi Páll Ólafsson 18 1,93 88 kg 26 0/2 útispilari nemi Guðmundur Albertsson 23 1,81 78 kg Víkingur/Guif 170 9/4 homamaður verzlunarm. Þorsteinn Guðjónsson 17 1,83 75 kg 0/4 útispilari nemi Lárus Lárusson 25 1,82 80 kg Þróttur 12 homamaður sölumaður ÓlafurLárusson 28 1,86 90 kg 234 útispilari kennari Páll Bjömsson 23 1,85 93 kg ÍR 14 línumaður nemi GunnarGíslason 17 1,93 82 útispilari nemi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.