Morgunblaðið - 21.11.1986, Side 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986
Eittstórt
ævintýri
„Þaðþyrftu að vera aðeins fleiri
stundir í sólarhringnum, “ segir
Valgerður Matthíasdóttir
listráðunautur á Stöð tvö.
Við höfðum mælt okkur
mót snemma morguns
á einu kaffihúsanna í
miðbænum til að
spjalla um nýja starfið
hennar, en Valgeröur Matthías-
dóttir arkitekt byrjaði fyrir nokkru
að vinna sem listráðunautur á Stöð
tvö. Eftir að hafa fengið rjúkandi
kaffi og kertaljós á borðið til að
ná burt kuldahrollinum og hafa
spjallað um daginn og veginn
beindist talið að kaffihúsamenn-
ingu bæjarins. Eins og lesendum
er kannski kunnugt sá Valgerður
um þá andlitslyftingu sem Hress-
ingarskálinn fékk á dögunum. Og
það er ekki að undra þó að sumum
þyki staðurinn anda af frönskum
blæ, því það mun einmitt hafa
verið ætlun Valgerðar sem segir:
„Ég saknaöi kaffihúsastemningar-
innar frá París og Kaupmannahöfn,
- er nefnilega algjör kaffihúsasjúkl-
ingur," bætir hún svo við og brosir.
„þegar ég var að Ijúka námi var
það því eins og ævintýri að fá að
reyna að vekja þá stemningu í
Austurstræti með því að hanna
breytingar á Skálanum."
Valgerður er ein af þeim sem
hefur látið undan útþrá og aflað
sér þekkingar og reynslu erlendis.
Hún dvaldi um sex ára skeið viö
nám í arkitektúr við Kunstakademí-
una í Kaupmannahöfn og vann
síðan bæði þar og í París.
Þegar hún lauk námi ytra, þá
er ekki ólíklegt að það hafi verið
hlýjan og gleðin í viðmóti Valgerð-
ar sem varð til þess meðfram
árangri í störfum að henni stóðu
til boða störf bæði í Danmörku og
París. En eins og hún segir sjálf,
þá kom ekki annað til greina en
koma heim aftur. Síðan hefur hún
starfað á teiknistofu Guðna Páls-
sonar og Dagnýjar Helgadóttur og
haft í mörgu að snúast. Þar kveðst
hún hafa lært mikið og fengist við
fjölbreytileg verkefni, allt frá skipu-
lagi gamla miðbæjarins niður í
smæstu hönnunarverkefni.
Það sem varð til þess að for-
vitni vaknaði hjá blaöamanni um
hagi hennar núna, var eins og
áður kom fram, sú frétt að Valgerð-
ur hefði nú söðlaö um og snúið
sér að störfum á Stöð tvo og
nefndist þar listráðunautur. Þetta
er nýtt starfsheiti hérlendis þegar
sjónvarp er annarsvegar og marg-
ir sem hafa velt því fyrir sér hvað
það orð táknar í verkum á Stöð-
inni?
„Þetta orð hljómar líklega mun
hátíðlegar en skyldi. Mörg fyrir-
tæki erlendis hafa svokallaðan „art
director" og þetta er eiginlega
þýðing á því orði. Ég vinn hér við
sjónvarpið sem deildarstjóri lista
og hönnunardeildar. Listráðunaut-
ur er ég einnig, þar sem ég hef frá
upphafi verið ráðgjafi varðandi allt
sem heitir útlit og hönnun bæði á
því sem að okkur snýr hér innan-
dyra og eins því sem við komum
til með að senda frá okkur. ( því
sambandi má nefna til dæmis
umgjörð fréttanna og þeirra þátta
sem við erum að vinna aö.
Ég er að móta hér deild sem
stækkar ört og hleöur utan á sig.
Það má segja aö val á starfsfólki
í hana hafi úrslitaáhrif á það hvaða
svip stöðin fær. Við viljum leggja
áherslu á og reyna að hafa hér
heildarsvip og leggja metnað í allt
útlit stöðvarinnar.
Sem deildarstjóri er ég í stjórn
stöðvarinnar og tek því þátt í heild-
arrekstri hennar. Við erum fá
ennþá og vinnum hver óg einn á
við tíu manns.
Stærsta verkefnið mitt hingað
til hefur þó verið hönnun hús-
næðisins og innréttingar. Það
hefur verið mikið verk að koma
þessu öllu haganlega fyrir og gera
umhverfið gefandi. Það skiptir
máli að fólki líöi vel í því umhverfi
sem það vinnur í og að það sé um
leið hvetjandi. Umhverfið allt hefur
áhrif á okkur og gegnum aldirnar
hefur maðurinn haft þörf fyrir listir
í einhverju formi í kringum sig.
Ég stend mig að því aö raða í
kringum mig allskyns hlutum sem
örva mig í starfi, skærum litum,
fallegum formum og núna hef ég
meira að segja sjónvarpsþætti rúll-
andi á skerminum hjá mér allan
daginn. Þannig fæ ég iðulega hug-
myndir af því sem óg sé á skjánum.
um.
Ég finn mig mjög vel í þessu,"
segir Valgerður spurð hvernig
henni líki í starfinu. „Mér finnst
eins og ég hafi aldrei gert annað
eða réttara sagt að allt sem ég
hef verið aö gera til þessa hafi
verið einskonar undirbúningur að
þessu starfi."
— Á þetta starf eitthvað sam-
eiginlegt með arkitektúrnum?
„Tvímælalaust. Þetta er einn
þáttur í arkitektúr sem er sam-
bland af myndlist og skúlptúr.
Arkitektúrinn er líklega sú listgrein
sem hvað mest mótar okkar um-
Stúdíó Hallgerður. Eitt sfðasta verkefni Valgerðar á teiknistofu Guðna og Dagnýjar var að hanna ásamt
Guðna Pálssyni innréttingar fyrir Stúdíó Hallgerði.
Ifi