Morgunblaðið - 21.11.1986, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 21.11.1986, Qupperneq 5
I ■ r MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986 B 5 Valgerður og Ólafur Friðriksson fróttamaður. Allar innróttíngar á Stöð 2, skrifborð, hillur, skápar og annað er hannað af henni. Þessi mynd er tekin á deild Hrafns Gunnlaugssonar hjá ríkissjónvarpinu. Það vildi svo undarlega til að um það leyti sem Vatgerður hóf störf hjá Stöð 2 var hún að Ijúka við að hanna skritstofuhúsgögn fyrir Hrafn. hverfi og innan þessarar listgreinar rúmast fleiri en ein deild, til dæm- is skúlptúr, iðnhönnun, myndlist, litafræði og lýsing sem allt er sam- tvinnað arkitektúr. Námið tel ég því góðan undirbúning og hafa komið mér að notum í þessu starfi á Stöð 2, enda arkitektadeildin sem ég var í hluti af listaaka- demíunni í Kaupmannahöfn. Auk myndlistar hef ég alltaf haft brennandi áhuga á leiklist, en myndlistin varð yfirsterkari þegar kom að því að ég þurfti að gera upp á milli. Kosturinn við þetta starf mitt hérna á Stöð 2 er að það sameinar hvorutveggja." — Ætlarðu að staldra eitthvað við í sjónvarpinu eða fara ut í arki- tektúrinn aftur? „Það er ómögulegt að segja til um það. Þetta sem ég er að gera núna er stórkostlega spennandi og eitt stórt ævintýri í mínum aug- um. Ég á mér draum sem er að komast einhverntíma í að teikna hús en ég er alveg róleg hvað það snertir og get hlakkað til að glíma við það í framtíðinni. Ég lærði arki- tektúr en ekki innanhússarkitektúr og þó ég hafi mest teiknað hús í skólanum þá hafði ég alltaf mikinn áhuga á hönnun innanhúss þannig að húsið og innviöirtengdust sam- an og væru í samræmi." — Þúhefurfengistviðaðhanna húsgögn? „Já síðan ég kom heim að utan og mér finnst það mjög skemmti- legt. Ég byrjaöi á því að hanna _ fyrir Listahátíð skrifstofuhúsgögn B____________________________________ og það er nú svo skrítin tilviljun að um það leyti sem ég hóf störf á Stöð 2 var ég að Ijúka við að hanna húsgögn á deild Hrafns Gunnlaugssonar hjá ríkissjónvarp- inu. Að sjálfsögðu hef ég svo hannað allt sem viðkemur hús- gögnum hér á Stöð 2 auk innrétt- inganna." Þegar farið er að spjalla um starfið nánar og það kemst til tals hvort hún hafi kynnt sér starfsemi erlendra sjónvarpsstöðva undan- farið eða aflað sér þekkingar á slíkum rekstri á annan hátt, segist hún alltaf hafa haft brennandi áhuga á sjónvarpi. „Þegar ég var búsett erlendis þá var ég iðulega með hugann við uppsetningu þátta, manneskjur sem fram komu, leikmynd, tökur og velti þessum hlutum mikið fyrir mér án þess að vera þá að vinna við það.“ Þegar að því er vikið hvort hún ætli að birtast áhorfendum á skjánum í framtíðinni færist kíminn svipur yfir andlitið og svarið er stutt og laggott -„Hver veit.“ Það reynist ekki möguleiki að fiska neitt nánar upp úr henni með það en eftir svipnum að dæma er ekki ólíklegt að eitthvað ráðabrugg sé í gangi. Innt eftir því hvort hún ætli að taka að sér hönnunarverkefni sam- hliða starfinu á Stöð tvö segist hún hún aldrei hafa fengið eins mikið af tilboðum og núna. „Sum þess- ara tilboða hafa verið mjög spennandi og í rauninni sárgræti- legt að þurfa að neita þeim. Það eru bara ekki nógu margar stundir í sólarhringnum og hingað til hefur vinnan verið sieitulaus við sjón- varpið." Hún verður hálf skömm- ustuleg á svip þegar hún minnist á vinnutímann og segist varla geta talist til fyrirmyndar þegar hann sé annarsvegar. „Þetta er mitt líf þessa stundina frá morgni til kvölds. Það er ekkert sem heitir frí eða slökum. Þó ég ætli að taka mér frí þá er alveg sama hvað ég tek mér fyrir hendur ég finn mér alltaf eitthvað til að tengja það því sem ég er að fást við uppi í sjón- varpi. A meðan ég tala við fólk sé ég það fyrir mér á skerminum, í tökum, hugsa hvaða bakgrunnur myndi hæfa því best og ég fæ hugmyndir allsstaðar úr umhverf- inu. Svo er ég óþolandi ef ég fer í kvikmyndahús. Ég þarf að deila því með öðrum sem ég sé og upp- hrópanir algengar á borð við sérðu þetta skot, þessa töku, lýsinguna og litina . Það eina sem ég sakna þegar ég sökkvi mér svona í vinnu er að ég er hætt að lesa eins mikið og ég gerði. Það hefur þó ekki háð mér mjög ennþá því það sem ég fæ út úr starfinu fullnægir mér al- veg. Þetta er það fjölbreytilegt starf, lifandi og ótrúlega skapandi. Bara að sólarhringurinn væri að- eins lengri!" Texti/Guðbjörg R. Guðmundsdóttir Myndir/Árni Sæberg MargeftirspurÖu frönsku jassballettbúningarnir eru komnir. MikiÖ úrval. Gott verÖ. Póstsendum. Opiö laugardag frá kl. 10—13. Heildsala — smásala. KROMHILLU- SAMSTÆÐURNAR Einnig í hvítu og svörtu. Stakar hillur eða samstæður með hillum, skápum og skúffum. Opið: Föstudag til kl. 7, laugardag til kl. 4. BÚSTOFN Smiðiuvegi 6, Kópavoqi simar 45470 — 44544.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.