Morgunblaðið - 21.11.1986, Page 6

Morgunblaðið - 21.11.1986, Page 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986 UMSJÓN/ÁSLAUG RAGNARS BEZTU ÁR ÆVINNAR I. HLUTI SKELIN ER HOLLUSTUFÆÐA Það er alltaf gaman að segja góðar fréttir og nú eru vísindamenn við Washington-háskóla búnir að komast að því að í skelfiski sé mikið af fitusýrunni Omega-3 sem hefur þann eiginleika að minnka kól- esteról og blóðfitu og á þannig sinn þátt í því að draga úr hættu á hjartasjúkdómum. Nánar tiltekið hafa þessar rannsóknir fyrst og fremst beinzt að ostr- um og hörpuskel en vísindamennirnir telja þó að þetta gildi líka um annan skelfisk, og þá væntanlega rækjur og humar sem Islendingum eru svo hjartfólgin. Niðurstöðurnar kveða líka upp úr um það að í skel- fiski sé lítið af salti og almennt mæla vísindamennirnir með því að sjávarfangs sé neytt a.m.k. tvisvar í viku. Þeir rækju eflaust upp stór augu ef þeir gerðu sér ferð til íslands og hittu nokkrar af þeim mörgu fjölskyldum sem aldrei hafa tekið upp þann leiða sið að neyta kjöts oftar en einu sinni eða tvisvar í viku. Soðningin mundi eflaust falla þeim vel í geð því þeir sjá ástæðu til að vara fólk við þeirri hættu sem fólgin er í því að steikja fiskinn í feiti og brauðmylsnu. Sú viðbót mun fjórfalda magn óhollustu í fiskréttum. (LOS ANGELES TIMES) Trefjar í fædunni Neyzla trefja kemur í veg fyrir ýmsa alvarlega sjúk- dóma — æðasjúkdóma þar sem trefjar koma í veg fyrir kólester- ól-myndun, offitu af því að trefjar koma í stað annarrar fæðu sem inniheldur mikið af hitaeiningum, og krabbamein í ristli. Þetta hefur verið marg- sannað með vísindalegum rannsóknum, og raunar skipta þessar rannsóknir nú orðið þús- undum. Trefjar hafa líka aeskileg áhrif á blóðsykurinn þar sem þær tefja fyrir því að sykurinn fari úr ristlinum út í blóðið, en þetta er atriði sem hefur mikið að segja fyrir sykursjúka. „Trefjar" eru ýmis efni sem efla mótstöðu í meltingarfærun- um og koma aðeins úr jurtarík- inu. Trefjum er skipt í tvo meginflokka og öll höfum við þörf fyrir báðar tegundirnar. Annars vegar eru trefjar sem leysast upp í vatni og þær er einkum að finna í ávöxtum, grænmeti og haframjöli. Það eru þessar trefjar sem hafa áhrif á Næring og aldur EFTIR MIRIAM STOPPARD ■^að er fyrst á síðari árum sem l#athyglin hefur beinzt að sér- stökum þörfum fólks er árin færast yfir. Til skamms tíma var litið á þroskaárin sem tímabil vonbrigða og hrörnunar. Á þessu herrans ári, 1986, gera flestir sér vonir um heilsu og langlífi og því er ellin að verða mikilvægt tímabil á manns- ævinni. „Beztu ár ævinnar" heitir bók um þetta efni eftir frægan brezkan lækni, Miriam Stoppard, sem gift er leikritaskáldinu Tom Stoppard. Efni bókarinnar verður rakið í stuttu máli í þrennu lagi hér á Heilsu-opnunni. í fyrsta þætti er rætt um mikil- vægi næringar og breytilegar þarfir líkamans eftir aldri. Góð heilsa er enginn einkaréttur ungs fólks. í Bandaríkjunum hafa vísindamenn sannað með rann- sóknum að fjöldi fólks heldur heilbrigði og andlegu atgervi fram- undir áttræðisaldur. Þó er það staðreynd að skömmu eftir að tvítugsaldri er náð tekur líkaminn að hrörna og því þarf að veita honum sérstaka umönnun og at- hygli ef hann á að gegna hlutverki sínu svo lengi sem unnt er. Líkam- leg vellíðan krefst þess að við aðlögum heilbrigðishætti okkar eðlilegum breytingum en gætum þess ekki aðeins að sjúkdómar herji ekki á líkamann. Þegar árin færast yfir er nauð- synlegt að vita við hvaða breyting- um er að búast og hvernig þær fara fram. Þannig getum við gert skynsamlegar ráðstafanir varðandi breytingar á mataræði, hreyfingu, umönnun húðarinnar, reykingum og drykkjuvenjum, klæðaburði, svefnvenjum og jafnvel á búshátt- Að sjálfsögðu fer hitaeininga- þörf hvers og eins mjög eftir aldri, líkamlegu erfiði og eðli þess, og við þetta hlýtur dagleg næring að miöast. 12% þeirra hitaeininga sem við neytum á degi hverjum ættu að vera eggjahvítuefni. Þó er þess að gæta að þeir sem þjást af sýkingu, meltingartruflunum, eftirköstum eftir skurðaðgerð eða önnur veik- indi, nýta meira af eggjahvítuefn- um en ungt og heilbrigt fólk. Vert er að benda á það að þeir sem fá lítið af eggjahvítuefnum hafa marg- ir hverjir ekki ráð á því að kaupa mat sem inniheldur slík efni í ríkum mæli eða eru ekki færir um að tyggja mat sinn sem skyldi. Feiti skyldi aldrei vera meiri en sem nemur 30% hitaeininga í dag- legri fæðu. Þörf líkamans fyrir fitu breytist alls ekki með aldrinum. Amerísku hjartaverndarsamtökin ráðleggja að mettaðar fitusýrur í fæðunni séu aldrei meiri en sem nemur 10% af hitaeiningunum og þau 20% sem þá eru eftir ættu að skiptast á milli einmettaðrar og fjölómettaðrar fitu. Járn, kalk og kalíum eru þau steinefni sem valdið geta vanda þegar árunum fjölgar. Járnskortur er fremur algengur á hvaða aldur- skeiði sem er, en líkaminn á jafnan í erfiðleikum með að taka til sín þetta steinefni. Blóðleysi af völd- um járnskorts er algengara hjá rosknu og gömlu fólki en hjá þeim sem yngri eru og orsakirnar eru m.a. þær að mataræðið er þá rýr- ara. Á elliárunum er það líka oft svo að meltingarfærin taka til sín aukið blóð af ýmsum ástæðum. I Einnig ber að nefna að á Norður- TANIMBURSTINN ER GRÓÐRARSTÍA SÝKLA sem við neytum sé tilvalin gróðr- arstía fyrir sýkla. (AMERICAN HEALTH) um okkar og vinnu. Það sem einna mestu máli skiptir er þó að gera viðeigandi breytingar í tæka tíð. Þannig má koma í veg fyrir ýmis óþægindi sem stundum fylgja ell- inni. Það er næstum áreiðanlegt að við brennum færri hitaeiningum eftir því sem árunum fjölgar, en þó er ekki þar með sagt að þörf okkar fyrir næringarefni minnki. Ef eitthvað er þarf að gæta þess að á þessu tímabili ævinnar séu gæði fæðunnar meiri en áður. Al- veg sérstaklega þarf að gæta þess að fæðan sé nógu næringarrík til þess að tryggja mótstöðu líka- mans gegn farsóttum en einnig er nauðsynlegt að athuga að líka- manum dugar engin lágmarksnær- ing til þess að ráða við sérstakt streituálag sem óhjákvæmilega fylgir slysum, skurðaðgerðum eða sýkingum. Til að standast veikindi á borð við þessi þurfum við að fá a.m.k. 58% hitaeininga í daglegu fæði úr kolvetnum. Þau kolvetni sem við nýtum ekki breytast í fitu. Unnin kolvetni ættu ekki að nema meiru en 10% af daglegri neyzlu hitaeininga. Náttúrleg, óunnin kol- vetni, sem einkum er að finna í ávöxtum, grænmeti, korni og korn- mat, ættu helzt að vera a.m.k. 48% daglegrar fæðu og þannig væri æskilegast að taka til sín orku, steinefni, fjörefni og trefjar. Ný tilgáta um orsök þess að kvef, hálsbólga og alls konar bólgur og sýkingar batna ekki heldur dragast á langinn: Synda- selurinn getur verið tannburstinn. Við tannlæknaháskólann í Okla- homa fór nýlega fram rannsókn þar sem þátttakendur voru 20 að tölu. Þeir voru haldnir hinum ýmsu þrálátu sýkingum í tannholdi og munni. í Ijós kom aö heilsan batn- aði til mikilla muna hjá þeim sem fóru að skipta um tannbursta hálfsmánaðariega. Grunsemdir vöknuðu þá um það að áblástur og kvefsóttir yrðu þrálátar vegna þess að sýklar og veirur lifðu góðu lífi á tannburstanum og orsökuðu sýkingu æ ofan í æ. Tom Glass sem er forstöðu- maður meinarannsóknadeildar háskólans lét rannsaka tann- bursta þátttakendanna en allir burstarnir voru úr gerviefnum. Niðurstaðan varð sú að á burstun- um þrifust skaðlausir sýklar sem venjulega eru í munni hvers og eins, en einnig og ekki síður sýklar sem orsaka alvarlegar bólgur. Við nánari athugun kom ennfremur í Ijós að fjórir af hverjum tíu tann- burstum sem komu nýir úr umbúðum voru sýktir af staffíló- kokum sem venjulega þrífast á yfirborði húðarinnar. Þegar þessir sýklar komast inní munninn geta þeir orsakað andstyggilegar bólg- ur. „Vandamálið er það að allir álíta að tannburstar séu sótt- hreinsaðir en enginn krefst þess aö þeir séu það í raun og veru," segir Tom Glass. Hann bendir ennfremur á að sykur úr fæðunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.