Morgunblaðið - 21.11.1986, Side 11

Morgunblaðið - 21.11.1986, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986 B 11 Rœtt við Ragnheiði Gestsdóttur um bók hennar Ekki á morgun, heldur hinn... „Ekki bara gaman heldur gagnlegt líka“ Það sem ég er kannski fyrst og fremst að reyna að ýta undir með þessari bók er að fjölskyldan setjist niðursamanoggeri eitthvað skemmtilegt. Þegar maður hefur átt svona stundir þar sem allir sitja og gera eitthvað í sameiningu þá finnst manni endilega að fleiri eigi að fá að njóta þess. Þetta eru yndislegar stundir og gefa jafnt börnum sem foreldrum og jafnvel ömmum og öfum ótrúlega mikið," segir Ragnheiður Gestsdóttir. Nú er nýkomin út bók hennar Ekki á morgun, heldur hinn... sem gefin erút af Máliog menningu. Bókin er þannig uppbyggð, að í henni eru 24 opnur með jólaföndri og leikjum. Lesendurfylgjast með systkinunum Ingu og Atla síðustu vikurnar fyrirjólin og læra að búa tilallskonarhluti með þeim, jólakort, jólaskraut, smákökur, sælgæti og fleira. Ragnheiðurteiknaði allar myndirnar í bókina og samdi textann. „Ég vann bókina að mestu leyti úti í Svíþjóð síðastliðinn vetur, en þar var maðurinn minn við framhaldsnám í skurðlækningum. Mig hafði langað að gera þetta í mörg ár, mér hefur alveg fundist vanta svona bækur á íslensku. Mig langaði að gefa út bók með föndri og leikjum þar sem sýnt er hvað hægt er að gera og leyfa börnunum svo að láta hugmyndaflugið njóta sín. Ekki segja fyrst á að gera þetta og svo þetta, heldur láta börnin um sköpunina," segir Ragnheiður. Sjálf á hún þrjú börn, þau Kolbrúnu, Kára og Kjartan sem eru tólf ára, átta ára og tveggja og hálfs árs. - Fékkstu hugmyndir frá börnunum við gerð bókarinnar? „Já, það erekki hægt aðneita því, þau hafa tekið mikinn þátt í þessu með mér. Við erum búin að haldajól út affyrir okkur í það mörg ár, fjölskyldan, að hjá okkur hafa mótast alveg fastar jólahefðir eins og hjá öðrum. Þetta föndur er mikið af því sem við gerum alltaf saman fyrir jólin og sumt hef ég gert frá því ég var barn. Þegar Morgunblaðið/RAX „Það hefur oft, sérstaklega i seinni tfð, verið talað með einhverjum niðrandi tóni um föndur, en að búa til eitthvað fallegt úrsvotil engu er skemmtilegt og styrkir krakka og sjálfsvitund þeirra,“ segir Ragnheiður Gestsdóttir. mitt framlag til að fá fjölskylduna til að setjast niður, ræða saman og leika sér.“ - Erbókin þannig uppbyggð að hún sé aðgengileg fyrir börn á öllum aldri? „í bókinniernokkuð um hluti sem lítil börn geta gert, en þau Inga og Atli sem fylgst er með eru sex og níu ára gömul. í raun geta börn frá fimm ára og upp úr haft gaman af þessu. Þau geta lært einföld vinnubrögð af bókinni og leikið sér svo að því að spinna í kringum hverja hugmynd. Þegar um minnstu börnin er að ræða er það athöfnin sjálf, að gera hlutinn sem er aðalatriðið. Það skiptir minna máli hvernig útkoman verður, þau eru alltaf jafn stolt og glöð. Smátt og smátt verða þau svo fær um vandaðri vinnu. Það hefuroft, sérstaklega í seinni tíð, verið talað með einhverjum niðrandi tóni um föndur, en að búa til eitthvað fallegt úr svo til engu er skemmtilegt og styrkir krakka og sjálfsvitund þeirra. Svo segir það sig sjálft að krakkar sem teikna og klippa mikið heima eru fljótari til í mörgu sem tengist skólanum. Þau læra líka að einbeita sér á þennan hátt, þannig að þetta er ekki bara gaman heldur gagnlegt líka," segir Ragnheiður að lokum. EJ smábarnalegar." Ragnheiðursegist hafa verið að teikna alveg frá því hún man eftir sér. „Enda er ekki annað hægt í fjölskyldu minni," segir Ragnheiður hlæjandi, en foreldrar hennareru myndlistarmennirnir Gestur Þorgrímsson og Sigrún Guðjónsdóttir. „Ég sagði í upphafi að það sem ég væri að reyna að gera með þessari bók væri að fá alla fjölskylduna til að setjast niður og eiga saman góða stund. Þetta er nokkuð sem ég var alin upp við. Ég verð vör við það í kennslunni að mikið er um að ekki sé talað við börn og þau vantar athygli. Ef börnum er ekki gefinn sá tími sem þau þurfa og á þau er ekki hlustað nægilega kemur það niður á málþroska þeirra sem og öllum almennum þroska. Þessi bók er því krakkarnir mínir sáu bókina sögðu þau: „Mamma, þetta erum við! Manstu þegarvið vorum að þessu?" Ragnheiður er kennari að mennt og hefur auk þess lesið bókmenntafræði og listasögu í háskólum. Hún kennir nú sex ára gömlum börnum við Æfinga- og tilraunaskóla KHÍ. Undanfarin árhefur hún unnið mikið við myndskreytingar. Meðal annarshefurhún myndskreytt endurútgáfu af Dóru-bókunum eftir ömmu sína, Ragnheiði Jónsdóttur. Á síðastliðnu ári tók hún þátt í samkeppni sem haldin var á vegum Námsgagnastofnunar og var meðal þeirra sem þar unnu. í framhaldi af því kom út bók hennar Ljósin lifna fyrir jólin 1985. „Þetta var ífyrsta skipti sem ég vann bæði texta og myndir. Hugsunin að baki þessari samkeppni var að fá texta fyrir börn sem eru nýbyrjuð að lesa og einnig þau sem eru treglæs. Það hefur vantað tilfinnanlega bækur fyrir börn sem þurfa einfaldan texta, þá er ég að tala um bækur sem höfða til þeirra. Það er mikið atriði ef halda á athygli barnanna að bækurnar henti þeim, að þær séu ekki of í bókinni eru 24 opnur, ein fyrir hvern dag desembermánaðar. Efni: Þunnur karton, gömul myndablöð, skæri, lím Nál og band eða heftari til að festa saman í kjölinn. 12. desember I dag eiga systkmin aö vera hjá ömmu rreðan mamma verslar i bænum Það er gaman að vera hjá ömmu, henni dettur svo margt skemmtilegt i hug Núna dregur hún fram xassa fullan af gömlum myndablöðum. auglýsingabæklingum og verðlistum. - Langar ykkur að búa til myndabækur? segir hún - Þið gætuð notað þær sem jólagjafir handa litlu frændsystkinunum Krakkarmr hefjast strax handa Siðumar I bókunum eiga að vera úr kartonpappa. þá rifna þær siður Inga gerir bók handa Ósk litlu, frænku smni Hún klippir út bæði myndi' og stafi, þvi ósk er að byrja að læra stafina A fyrstu siðu limir hún stórt A og svo finnur hún mynd af appelsínu og sætum apa. sem hún limir líka á síðuna Atli gerir bók handa Orra, sem er bara tveggja ára Hann hefur slðurnar í bókinni alla vega litar og klippir út myndir af dýrum. fólki. bílum og leikföngum. Framan á bækurnar skrifa þau svo nöfn krakkanna með bóxstöfum klipptum út úr blöðunum - Þetta verða flottar bækur, segir Atli. Amma er lika ánasgð með árangurinn og hjálpar krökkunum að sauma bækurnar saman i kjölinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.