Morgunblaðið - 21.11.1986, Síða 12

Morgunblaðið - 21.11.1986, Síða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986 Undirheima- borgin fyrrverandi á enn í erfiðleikum með að losna við glæpaorðið Byggingu gömlu vatnsveitunnar, Water Tower, var lokið árið 1869, en húsiö var eitt af örfáum húsum í miðborginni sem ekki brunnu til grunna í brunanum 1871. Gráa byggingin við hliðina á er Water Tower Place, verslunarmiðstöð á átta hæðum. | L CAPQNE og hinirskotglöðu félagar hans úr Mafíunni eru löngu horfnir af götum Chicago, en svo virðist sem borgin eigi í erfiðleikum með að losna við það glæpaorð sem enn loðir við hana frá því í tíð glæpakóngsins. Þrátt fyrir að Chicago sé þriðja stærsta borgin í Bandaríkjunum og á meðal stærstu borga heims, er enn fjöldi manna sem heldur að í Chicago sé ekki óhætt að ganga aðalgötuna, Michigan_________ Avenue, án þess að eiga á hættu að verða skotinn í hnakkann af „gangsterum" fortíðarinnar. Sjálfsagt er Mafían að einhverju leyti enn við lýði í Chicago, sem og í öðrum stór- borgum Banda- rikjanna, en í dagiegu Iffi verða fáir varir við undirheimastarfsemi hennar. Chicago er glæsileg stórborg, byggð á fallegum stað við Michigan vatnið í lllinoisfylki í Miðvesturríkjunum. Miðborgin er mjög hreinleg miðað við aðrar stórborgir, t.d. New York, og þrátt fyrir háreistar byggingar í kjarna borgarinnar, er hún langt því frá að vera frumskógur skýja- kljúfa. í lllinois, og reyndar næstum öllum ríkjum í Miðvestr- inu, er mikið flatlendi og er hægt að aka klukkustundunum saman án þess að sjá svo mikið sem álfhól. Indíánar nefndu staðinn „Chicagou" Á þessu flatlendi höföust margir ættbálkar frumbyggja Norður-Ameríku, Indíánanna, við til forna, og voru þeir hinir fyrstu Séð yfir austasta hluta miðborgarinnar. Myndin ertekin af 96. hæð John Hancock byggingarinnar. til aö uppgötva bæjarstæöi Chicago við Michiganvatn. Á þessum stað ferjuðu þeir kajaka sína frá lllinois ánni til Michigan- vatns og nefndu þeir hann „Chicagou," vegna sterkrar ang- an sem lagði af villtum laukum á svaeðinu. Frakkinn Pére Marquette og fransk-kanadíski leiðangursmað- urinn Louis Jolliet, voru fyrstir hvítra manna til að finna Chicago áriö 1674. Töldu þeir bæjarstæð- ið heppilegt, ekki síst ef hægt yrði að grafa skurð frá syðri enda Michiganvatns og lllinois árinnar, að St. Louis ánni, sem svo renn- ur í Mississippi fljótið, til að þar væri komin siglingarleiö allt suð- ur til Mexikóflóa. Þegar loks var hafist handa við að grafa skurð- inn einni og hálfri öld síðar, 1836, var Chicago orðin myndarlegur bær og var þá þegar búið að leggja 10 mílna langa járnbraut til borgarinnar. Chicago fékk kaupstaðarréttindi árið 1837 og 11 árum síöar var svo skurðurinn opnaður. Hann varð borginni ákaflega mikils virði, þar sem Chicago öðlaðist með honum nýtt gildi sem vaxandi hafnar- bær, þrátt fyrir staðsetningu sína inni í miðju landi. Allt frá því hef- ur Chicago verið talin á meðal mikilvægustu hafnarborga í heimi. Bruninn mikli 1871 Chicago byggðist upp með miklum hraða og voru íbúar hennar og úthverfa orðnir um þrjár og hálf milljón rúmri öld eftir að borgin fékk kaupstaðar- réttindi. Menning og listir blómstruðu og þar með talin tón- listin, því jassinn var fluttur sömu leið og vörurnar frá Suðurríkjun- um. Allt virtist ganga Chicago í haginn, þegar skyndilega tilvist hennar var stefnt í voða. Suma- rið 1871 hafði verið mikið þurrka- sumar í miðvestrinu og virtist skógareldum í Wisconsin og Mic- higan aldrei ætla að linna. Enginn veit enn þann dag í dag hvernig eldsvoðinn mikli í-Chicago hófst, en samkvæmt sögusögnum sparkaði kú ein í fjósi við DeKo- ven stræti olíulampa um koll, með þeim afleiðingum að kvikn- aði í. Eldurinn kom upp um nótt þann 8. október og breiddist út á skömmum tíma. Slökkviliðið í Chicago hafði engan veginn nægan mannafla eða tækjabún- að til að ráða niðurlögum eldsins þegar hann kom upp og þrátt fyrir að slökkvilið frá New York, Michiganríki og St. Louis hafi verið kvödd á staðinn til aðstoð- ar, máttu Chicagobúar horfa upp á stóran hluta af borginni verða eldi að bráð. Um 25 klukkustund- um eftir að eldurinn gaus upp, fór óvænt að rigna og kom það í veg fyrir að eldurinn breiddist víðar út. En áður en yfir lauk haföi allt brunnið sem brunnið gat á um 2.000 ekra svæði og um 18.000 hús brunnu til grunna. Um 100.000 manns voru heimil- islausir, en ekki þýddi að gefast upp. Stórblaðið Chicago Tribune, sem þá þegar var orðið eitt af leiðandi dagblöðum í Banda- ríkjunum, stappaði í íbúana stálinu í leiðurum og sameinuð- ust allir íbúarnir um að byggja upp borgina að nýju. Chicago hefur um langt skeið verið kennd við eigin skóla í arki- tektúr og í borginni eru margir verðugir minnisvarðar um þekkta arkitekta á borð við Mies van der Rohe og Frank Lloyd Wright. Árið 1893 fékk Chicago svo gull- ið tækifæri til að sýna heiminum að allt var á uppleið aftur eftir eldsvoðann, þegar heimssýning- in fór þar fram í nýbyggingunni á Navy Pier. Fleiri borgir kepptu um að fá að halda heimssýning- una, þ.á m. New York og Washington og þegar baráttan stóð sem hæst í dagblöðum, fékk Chicago viðurnefnið „The Windy City,“ eða skjóllitla borgin. Því viðurnefni hefur hún haldið síðan og voru margir sem hölluðust að því að með viðurnefninu væri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.