Morgunblaðið - 21.11.1986, Síða 14

Morgunblaðið - 21.11.1986, Síða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986 FÉLAGSLÍF Færeyingafélagið og Félag Norðmanna á ís- landi: Sameiginlegur haustfagnaður Færeyingafélagið og Nordmann- slaget (Félag Norðmanna á islandi) halda sameiginlegan haustfagnað föstudaginn21,nóvemberkl.21 í Fóstbræðraheimilinu við Langholts- veg 111. Boðið verður upp á léttar , veitingar og margt verður til skemmtunar. Allir eru velkomnir, bæði meölimirfélagannatveggja og aðrirgestir. íslenska pílukast félag- ið: íslandsmót í pflu- kasti Þann 21., 22. og 23. nóvefnir P.F. til fyrsta íslandsmótsins í pílu- kasti (DART). Keppnisstaður: Ball- skák, Skúlagötu 46, Reykjavík. Fyrsta daginn verðurforkeppni sem hefst kl. I9.30. Daginn eftir, kl.12.30, verðuraðalkeppnin og undanúrslit. Á sunnudaginn hefst keppnin kl. 13 á fjögurra manna úr- slitum. Allir velkomnir. MÍR: Opiðhúsað Vatnsstíg 10 Laugardaginn 22. nóv. kl. 15 verður „opið hús“ í húsakynnum MÍRaðVatnsstig 10. Þarverður greint frá fyrirhuguðu starfi félagsins ^næstu mánuði, m.a. feröum til Sov- ‘étríkjanna á næsta ári. Kvikmyndir verða sýndar og kaffiveitingar á boðstólum. Allir eru velkomnir. Hótel Örk: Hlaðborð, freyðivín sund og sauna í vetur hef ur verið ákveðið að hafa svokallaðan „Brunch" að amerískum sið á Hótel Örk á sunnu- dögum milli kl. 11 og 15. Orðið „Brunch" samanstenduraf ensku orðunum breakfast og lunch sem þýða morgunverður og hádegis- verður. Hér er um að ræða hlaðborö með köldum og heitum réttum -ásamt osti, paté og ávöxtum svo eitthvað sé nefnt. Þá er kalt freyðivín, gosdrykkir eða kaffi boriö fram með hlaðborðinu fyrir þá sem þess óska. Fleira en hlaðborð og freyðivín er innifalið í verðinu, því matargestirfá frítt í sundlaug og sauna. Helmings afsláttur er fyrir börn undirfjórtán ára aldri. Fastar áætlunarferðir eru farnarfrá Um- ferðamiðstöðinni til Hveragerðis. Gott er að panta borð með fyrirvara og afsláttur er veittur hópum ef pantað er með fyrirvara. TÓNLIST Akureyrarkirkja: Orgeftónleikar Björn Steinar Sólbergsson orgel- leikari heldur tónleika í Akureyrar- kirkju á sunnudaginn kl. 17. Á HVAÐ ERAÐ GERAST UM efnisskrá eru verk eftir Bach, Liszt og fleiri. Björn hefur nýverið tekið að sér organistastöðu við Akur- eyrarkirkju en hann er frá Akranesi. Bubbi Mortens: T rúbadortónleikar Bubbi Mortens heldurtvenna trúbadortónleika í félagsmiðstöðv- unum í Kópavogi. Tónleikarnir í Agnarögn við Fögrubrekku verða sunnudaginn 23. nóv. en í Ekkó í Þinghólsskóla þriöjudaginn 25. nóv.. Báðirtónleikarnirhefjast kl. 21 en húsin eru opnuð kl. 20.30. Verð ðgöngumiða er 200 kr.. Þjóðleikhúsið: Tosca snýraftur Nú er óperan Tosca komin aftur á fjalir Þjóðleikhússins. Aðeins verða 11 sýningarfram til 17. des- ember, þarsem Kristján Jóhanns- son verður bundinn við sýningar erlendis eftir það. Tosca er sýnd í kvöld, sunnudagskvöld og miðviku- dagskvöld. SÖFN Þjóðminjasafn íslands Opið fjóra daga vi- kunnar Þjóðminjasafn íslands eropið laugardaga, sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13.30 til 16.00. Hópar geta fengiö leiösögn um safnið á öðrum tímum sam- kvæmt samkomulagi. Sjóminjasafnið: Opið um helgar Sjóminjasafn íslands verðuropið í vetur laugardaga og sunnudaga frá kl. 14—18, en hópar geta tíma ef aðrir tímar henta þeim betur. Tímapantanir eru ísíma 91-52502 á mánudögum og fimmtudögum 10—12 og 14-15. Hinn nýi organisti Akureyrar- kirkju, Björn Steinar, spilar fyrir Akureyringa á sunnu- daginn. Árbæjarsafn: Opið eftir sam- komulagi Enginn fastur opnunartími er yfir veturinn en safniö er opið eftir sam- komulagi. Síminn er 84412. Sædýrasafnið: Dýrin mín stór ogsmá Sædýrasafnið verður opið um helgina eins og aðra daga frá kl. 19 til 19. Meðal þess sem er til sýnis eru háhyrningar, Ijón, isbjörn, apar, kindur og fjöldi annarra dýra, stórra og smárra. Listasafn Einars Jónssonar: Safn og garður Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13.30 til 16. Höggmyndagaröur- inneropinndaglegafrákl. 11 til 17. Ásgrímssafn Ásgrímssafn er opiö sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga milli kl. 13.30 og 16. MYNDLIST Mokka-kaffi: Fyrsta sýning Péturs Þórs í Reykjavík Dagana 23. nóvembertil 10. desember, heldur Pétur Þór mynd- listarsýningu á Mokka-kaffi í Reykjavík. Pétur stundar nám við Det fynske kunstakademi í Óðinsvé- um í Danmörku. Á sýningunni eru 21 verk, bæði olíu- og pastelmynd- ir, sem unnar eru á síðustu mánuðum. Mokka-kaffi eropið mánudaga til laugardaga frá kl. 9 til 23 og á sunnudögum frá kl. 14 til 23.30. Slunkaríki ísafirði: Björg Örvar sýnir Myndlistarmaðurinn Björg Örvar sýnir i Slunkaríki frá 22. nóv. og framm í desember. Á sýningunni eru einþrykkjur (monotypur). Austurforsalur Kjarvalsstaða: Sjöfn Hafliðadóttir sýnir Sjöfn Hafliðadóttir sýnir m.a. olíu- málverk i Austurforsal Kjarvals- staða. Þetta er hennar fyrsta sýning á íslandi sem er opin daglega frá kl. 14 til 22 til 30. nóvember. Norræna húsið: Jóhanna Bogadóttir sýnir Jóhanna Bogadóttir sýnir 30 mál- verk og teikningar í Norræna húsinu. Sýningunni lýkur 30.nóv.. Opið 14 til 22 alla daga vikunnar. Karlakórssalurinn við Freyjugötu: Alda Björnsdóttir sýnir Sýning Öldu Björnsdóttur verður opin um helgina í Karlakórssalnum frá kl. 14 til 22 (föstudag, laugardag og sunnudag). Norræna húsið: Finnskir minnispen- ingarMOOár Á morgun, kl.15., opnar í and- dyri Norræna hússins sýning á finnskum minnispeningum. Sýning- in verður opin daglega og stendur yfirtildesemberloka. Listasafn Alþýðusam- bands íslands: Ágúst Petersen sýn- ir Laugardaginn 15. nóv. var opnuð sýning á málverkum Ágústs Peters- en í Listasafni ASÍ, Grensásvegi 16. Á sýningunni eru 64 málverk, og verður hún opin til 7. desember. Opið virka daga kl. 16-20 og um helgarkl. 14-22. Kaffiveitingar um helgar. Jón úr Vör les úr eigin Ijóðum með kaffinu á sunnudaginn kl. 16. Athugið að lokað verður 24. og 25. nóvember. Gallerí Gangskör: Egill Eðvaldsson með sýningu Laugardaginn 15. nóv. opnar Egill Eðvaldsson sýningu á verkum sínum í Gallerí Gangskör, Amt- mannsstíg. Sýningin er opin frá kl. 12-18 virka daga og frá 14-18 um helgar. Henni lýkur 30 nóvember. Gallerí Svart á hvítu Verk eftir Sigurð Þóri Gallerí Svart á hvítu við Óöinstorg sýnirverk eftir Sigurð Þóri. Opiðfrá kl. 14 til 18 alla daga nema mánu- daga. Sýningin stendurtil 23. nóvember. Fllaðvarpinn: Guðmundur Björg- vinsson sýnir Guömundur Björgvinsson er með myndlistarsýningu í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3. Þar sýnir hann rúm- lega 30 pastelmyndiraf tjástefnileg- um toga. Þetta er 8. einkasýning Guðmundar í Reykjavík. Opið 14-22 um helgar og 14-18 virka daga. Sýningunni lýkursunnudaginn 23. nóvember. Gallerí Kirkjumunir: Afmælissýning Gallerí Kirkjumunir, Kirkjustræti 10, á 20 ára afmæli um þessar mundir. í því tilefni er þarefnt til sýningar á kirkjulegum hlutum og einnig listmunum frá Asíulöndum fjær. Opið er á verslunartíma. Sýn- ingin mun standa fram yfirjól. Flafnarborg: Krístjana F. Arndal sýnir Kristjana F. Arndal verður með sýningu í Hafnarborg, Strandgötu 34 Hafnarfirði, dagana 8-30 nóv.. Sýningineropinfrákl. 14. til 21 alla dagana. Myndirnar eru flestar til sölu. Alda Björnsdóttir frá Vest- mannaeyjum sýnir um helg- ina í Karlakórssalnum. Kjarvalsstaðir: Finnsk nútímalist Tólf finnskir listamenn sýna um þessar mundir 80 verk að Kjarvals- stöðum. Gallerí IHallgerður: Ása sýnir myndvefn- að og collageverk í Gallerí Hallgerði stenduryfir sýning Ásu Ólafsdóttur. Til sýnis

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.