Morgunblaðið - 22.11.1986, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 22.11.1986, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÖVEMBER 1986 13 Myndræn atök Myndlist Valtýr Pétursson í Vestursal Kjarvalsstaða er Sigurður Örlygsson á ferð með málverk, sem hann hefur unnið á þessu ári. Þama eru 15 verk máluð með olíulitum, og ýmislegt annað er haft til að hressa upp á myndbygginguna. Myndfletimir em að vísu af nokkuð verklegri stærðargráðu, en nægja auðsjá- anlega ekki fyrir þau miklu umsvif, er búa með listamannin- um, sem sagt Sigurður sprengir rammann og plastísk form ganga út fyrir myndflötinn, eða réttara sagt, sveifla sjálfs verksins er ekki hamin innan hins venjulega ramma. Sigurður hefur sannarlega hog- ið stómm á þessu ári, og afköst hans em eftir því. Hann málar af mikilli tilfínningu, þykkt og safamikið, og litimir em látnir leika eftir því lögmáli, sem á vondu máli er nefnt malerískt. Þessi stóm málverk Sigurðar spegla ágætlega hæfileika, sem þama em á ferð og gætu hæglega þróazt enn sterkara í þá mynd- bænu spennu, sem svo auðsæ er í litameðferð Sigurðar í dag. Það fer ekki milli mála, að hér er ung- ur listamaður á ferð, sem tæki- færin blasa við. Það mætti auðvitað fínna eitthvað að mynd- gerð Sigurðar, ef vel er leitað, en mig langar aðeins til að varpa þeirri spumingu fram, hvort þessi málverk væm ekki sterkari, ef öllu væri haldið innan rammans? í heild em þessi málverk Sigurðar þó svo vel unnin, að ég ætla mér ekki að eltast við smámuni, sem ég er ekki sammála Sigurði um. Það er stórkostlega rúmt um þessi 15 málverk í Vestursalnum á Kjarvalsstöðum, og hvert og ejtt fær að njóta sín ágætlega. Ég man ekki eftir að hafa séð mál- verk fara öllu betur í þessum sal, og það er hrein unun að valsa þama um á milli málverka Sigurð- ar. Að mínum dómi hefur Sigurð- ur ekki komið jafn sterkur fram sem málari áður, og ég get ekki að því gert, að mér finnst það, sem eftir Sigurð liggur frá þessu ári, miklu fremra sem málverk en það er hann hefur sýnt áður. Sem sagt — það hafa orðið mikil umskipti hjá Sigurði og það til hins betra, svo mikil umskipti, að þau komu mér skemmtilega á óvart. Þessi sýning Sigurðar Örlygs- sonar hlýtur að skipa honum í fremstu víglínu hjá hinum yngri, og sýningin ætti að herða hann sjálfan í sókn til meiri afreka. Hann getur litið á verk sín í sam- anburði við finnska liðið, sem er með farandsýningu í Austursaln- um, og verið alls óhræddur. Það er mér mikil ánægja að geta skrif- að eins og ég hér geri um Sigurð Örlygsson, því að mér er kunnugt um þann feikna áhuga, sem hann hafði á myndlist hér áður fyrr, er hann var enn yngri að árum og ekki búinn að fara í gegnum listaskóla hér heima né heldur í Danmörku og Ameríku. Sannarlega ánægjulegt að sjá þessi nýju verk Sigurðar Örlygs- sonar, og ég hvet alla þá, er áhuga hafa á myndlist, til að sjá hinar einstæðu sýningar Sigurðar og Helga Gíslasonar, sem saman fylla vesturhluta Kjarvalsstaða. Sigurður Orlygsson Opið til kl. 16 á laugardögum Vegna fjölda áskorana höfum við formlega haf- ið söluáglugga- tjöldum og áklæðum frá hinum heims- þekktu og viður- kenndu vefnaðarverk- smiðjum Creation Baumann SEM ER 100 ÁRA GAMALGRÓIÐ FYRIRTÆKI EN ÁVALLT Á UNDAN TÍSKUNNI HJA Baumann er í fararbroddi í hönnun, gæðum og framleiðslu gluggatjalda og ofinna áklæða og veggefna. Úrvalið skiptir hundruðum lita. Um nokkurt skeið höfum við boðið sérpantanaþjónustu fyrir arkitekta, hönnuði og einstaklinga, sem hafa haft spurnir af Creation Baumann. Okkur finnst sjálfsagt að allir geti skoð- að og keypt sér Baumann-gluggatjöld. Við tökum því áskorun fjölmargra ánægðra viðskiptavina og bjóðum Baumann- OKKUR NÁ GÆÐIN I GEGN! gluggatjöld i Teppalandi. Sýnishorn liggja frammi til skoðunar. Guðrún Sigurðardóttir og aðrir sölumenn Teppalands aðstoða við valið. Veljið saman glugga- tjöld og gólfteppi Teppaland GRENSÁSVEG113.108 R.. SÍMAR 83577 OG 83430 HRINGDU in skuldfærð á greiðslukortareikning SÍMINN ER 691140 691141 T ækifæristékkareikningur ...með allt í einu hefti! Stighækkandi dagvextir Mun betri ávöxtun á veltufé. Á TT-reikningi Verzlunarbankans Af innstæðu að kr. 10.000.- reiknast eru vextir reiknaðir af daglegri stöðu 3% dagvextir. reikningsins í stað lægstu stöðu hvers Af innstæðu umfram kr. 10.000.- tíu daga tímabils. reiknast 8,5% dagvextir. Þú færð einnig stighækkandi vexti Af umsaminni lágmarksinnstæðu með hækkandi innstæðu og auk þess reiknast 10,0% dagvextir. geturðu ákveðið að hafa mánaðarlega lágmarksinnstæðu á reikningi þínum og fengið þannig enn hærri vexti. VŒZlUNflRBflNKINN -uúutwnMe&ftén!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.