Morgunblaðið - 22.11.1986, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 22.11.1986, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986 Að óttast sjálfan sig Opið bréf til Þorsteins Pálssonar - frá Ásmundi Stefánssyni í könnun félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið sem kynnt var í síðustu viku kemur fram að fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur verulega hrakað. Samkvæmt könnuninni njóta stjómarflokkamir sameigin- lega aðeins fylgis 51% kjósenda og stjórnarandstaðan 48%. Atkvæða- sókn fellur samkvæmt könnuninni í skaut Alþýðuflokks og Kvenna- lista. Stjórn stjórnarand- stöðuflokkanna í setningarræðu þinni á flokks- ráðsfundi sl. laugardag sem birt var í Morgunblaðinu á sunnudag dróst þú eftirfarandi ályktun: „Engum vafa er undirorpið að kosningaúr- slit í samræmi við niðurstöðu síðustu könnunar myndu opna dyr fyrir nýja vinstri stjóm. Ef Sjálf- stæðisflokkurinn tapar atkvæðum yfír miðjuna til vinstri, verður ekki séð hvemig vinstri flokkamir eiga að komast hjá því að mynda nýja stjóm, jafnvel þó þeir sjálfír hræð- ist ekkert meira en að taka þannig höndum saman, hræðist ekkert meira en sjálfa sig." Ný stjórn: A-flokkarnir og Kvennalisti Mér þykir líklegt að margir telji það rétta ályktun af atkvæðasókn stjómarandstöðunnar að hún freisti stjómarmyndunar og skoðanakönn- unin sýnir að hún þarf ekki að vinna nema fá prósent í viðbót til að ná meirihluta. í ræðu minni á þingi Alþýðu- flokksins fyrir stuttu hvatti ég eindregið til aukins samstarfs Al- þýðubandalags og Alþýðuflokks. Þeir flokkar báðir hafa djúpar ræt- ur í verkalýðshreyfingunni og hafa haft forystu um félagslegar umbæt- ur á liðnum árum. Ég minnti í ræðu minni á að þessir tveir flokkar nytu samkvæmt skoðanakönnun fylgis 30—40% kjósenda og með sam- ræmdri sókn ættu þeir tvímælalaust að geta náð hreinum meirihluta ein- ir og sér. stjóm A-flokkanna sé því raunhæft markmið. í stjómmálaályktun miðstjómar- fundar Alþýðubandalagsins um fyrri helgi er tekið undir þessi við- horf og hvatt til stjómar A-flokk- anna og Kvennalista en félagsleg viðhorf Kvennalistans skipa honum eðlilega á bekk með A-flokkunum. 48% fylgi þessara flokka í skoð- anakönnuninni sýnir að kosturinn er raunhæfur. Skoðanakönnunin sýnir að lq'ósendur vilja nýja stjóm. Um það emm við greinilega sam- mála. Óttinn við sjálfan sig Ég er þér sammála um að kjós- endur vilja nýja stjóm. Þeirri skoðun vex fylgi að rétt sé að ryðja stjómarflokkunum úr sessi. Þú ert greinilega ragur við áframhaldandi setu Sjálfstæðis- flokksins í ríkisstjóm og reynir að breiða yflr óttann með því að slá því fram, án rökstuðnings, að stjómarandstaðan hræðist stjómar- myndun. Hver er hræddur við sjálfan sig? Að vísu er um margt ófýsilegt að taka við reytum þinnar ríkis- stjómar. En það em einmitt hin mörgu óleystu vandamál sem kalla á nýja stjóm. Ég trúi því að stjóm- arandstaðan hafi kjark til að taka við og þann jákvæða samstarfsvilja em þarf til að fínna raunhæfar lausnir. Áframhaldandi sókn stjóm- arandstöðuflokkanna mundi þá gera hvort tveggja í senn, að létta af þér óttanum við úrræðaleysi og gefa þjóðinni allri þá stjóm sem hún þarf á að halda til að tryggja sókn í atvinnumálum, bætt kjör, kjara- jöfnun og aukið öryggi. Góðærið og taxtaþjóðin Þú talar um góðærið í setningar- ræðu þinni og segir ráðstöfunar- tekjur aldrei hafa verið hærri en nú. Ekki er öllu logið í þessu efni en það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að tölumar sem vísað er til fela óhugnanlegan raunvem- leika. Ráðstöfunartekjur heimilanna er hugtak sem samsett er úr ýmsum þáttum. Þannig hafa eignatekjur vaxið vegna hærri vaxta og bókast sú breyting sem tekjuaukning án þess að tillit sé tekið til þess út- gjaldaauka sem samhliða skellur yfír. Tilfærslur hafa aukist vegna fjölgunar lífeyrisþega og aukinna greiðslna sem auðvitað er mikil- vægt, en þær greiðslur koma ekki í alla vasa. Þú mundir efalaust ítreka að þó tillit sé tekið til þessa sýni tölur að kaupmáttur atvinnutekna sé svip- aður og var árið 1980. Það hafa flestir heyrt þig segja fyrr. Ég vænti þess að fæstir hafl trúað tölunum fyrir sig og sína. Staðreyndin er sú að kaupmáttur kauptaxta er enn nærri fjórðungi lægri en var árið 1980. Hagdeild ASÍ áætlar að um helming þess sem á milli ber, um 12%, megi rekja til aukinna yfírborgana sem hafa gengið æði misjafnlega yflr. Um 6% telur hagdeildin að megi skrifa á fjölgun fólks í starfl umfram fólksQölgun, fyrst og fremst vegna aukinnar atvinnuþátttöku giftra kvenna. Um 3% megi skýra með fjölgun fólks í ýmsum sérhæfðum tekjuháum störfum og 3% með auk- inni yfirvinnu. Um tölumar má deila en þegar málið er skoðað blasir kjaraskerð- ingin ótvírætt við. Ymsir hafa hins vegar bætt sér tekjutapið með auk- inni vinnu, aðrir með auknum yfirborgunum og jafnvel sumir með hvoru tveggja. Fólkið á kauptöxtun- um berum situr enn eftir. Taxta- þjóðin þekkir lítið til góðærisins nema af afspum. Þegar Sjálfstæð- Ásmundur Stefánsson isflokkurinn svarar kröfum þessa fólks um aukinn kaupmátt með tilví- sun til góðærisins er eðlilegt að það ákveði að kjósa aðra flokka. Ójöfnuður eða jöfnuður Misgengi síðustu missera hefur aukið illilega á ójöfnuðinn í þjóð- félaginu. Brýnasta verkefnið í íslenskum þjóðmálum er að bæta þar úr. í kjarasamningum verða lægstu launin að fá forgang. Það verður að stokka upp launakerfin, færa taxtana að greiddu kaupi og hækka fastahlutann í bónuskerfun- um. Skattkerflð verður að endur- skoða, láta fyrirtækin borga meira, koma á einföldum staðgreiðslu- skatti og herða skatteftirlit. Bæta þarf réttindi í veikindum, aðbúnað aldraðra og svo mætti lengi telja. Sérstaklega þarf að styrkja uppeld- iskerfið því það fer ekki á milli mála að aukið vinnuálag foreldr- anna kemur niður á bömunum. Góðæri aukinnar vinnu bitnar á bömunum. Umhirðuleysi í þeim efnum getur gefíð stundarhagnað á kostnað framtíðar. Þjónusta þjóð- félagsins verður að laga sig að breyttum þjóðféiagsháttum. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn lítur á ójöfn- uðinn sem sjálfsagt mál og að einu viðfangsefnin á félagslega sviðinu sé að flnna hvar skuli skera er eðli- legt að fólk halli sér að öðmm flokkum. Minni verðbólga Þú þakkar ríkisstjóminni minnk- un verðbólgu á þessu ári. Víst er sanngjamt að þakka ríkisstjóm þinni að hún skyldi ekki standa í vegi þess að frumkvæði verkalýðs- hreyfingarinnar við samningsgerð næði fram að ganga og að batn- andi ytri aðstæður nýttust til að draga úr verðbólgu. Um frumkvæði stjómvalda eða frumkvæðisleysi er rétt að segja sem minnst, enda verð- bólgan nú síðustu mánuði að sigla upp. Þegar þessi árangur er það eina sem Sjálfstæðisflokkurinn get- ur hælt sér af er eðlilegt að fólk horfí annað. Atvinnuuppbygging Við samfögnum góðu atvinnu- ástandi víðast um landið. En er staðan trygg. Með kvótasölu munu margir bændur bregða búi og leita til þéttbýlisins í önnur störf. Skipu- lagslaus þróun af því tagi getur valdið handahófskenndri eyðingu byggðar. Á þéttbýlisstöðum lands- byggðarinnar er framtíðin óviss. Er líklegt að Reykjavík axli ein atvinnuuppbyggingu komandi ára? Þið í ríkisstjóminni teljið mark- aðskerflð einfært um að leysa allan vanda. Fmmkvæði hins opinbera skal vera í lágmarki. Talsmaður stjómvalda í Singapore, sem marg- ir telja háborg markaðskerfísins, var spurður að því hvort þeir tryðu ekki á markaðskerfið, af hverju stjómvöld byggðu iðngarða, rækju víðtæka þjónustu við atvinnulífíð og beinlínis stýrðu því í hvaða grein- um atvinnuuppbygging yrði. Hann sagði: „Við teljum markaðskerfíð ágætt, en það væri of lengi að fínna réttar lausnir ef það væri látið af- skiptalaust. Ef við viljum ná ömm hagvexti og tryggja velmegun í framtíð verðum við að nýta öll stjómtæki hins opinbera." Þegar Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn kaþólskari en páflnn er ekki að undra að fylgið færi sig frá. Öflug atvinnuuppbygging kallar á opinbera stefnumörkun og mark- vissa eftirfylgni. Við verðum að leita uppi öll tækifæri og beita öllum tiltækum ráðum til þess að nýta þau til atvinnuuppbyggingar. Fmmkvæði stjómvalda skiptir sköpum. Fólkið leitar til flokka sem það telur líklega til raunhæfs fmm- kvæðis. Fólk óttast ekki að stjómar- andstöðuflokkamir kæfí einka- reksturinn heldur trúir þvert á móti að þeir muni búa honum eðli- leg vaxtarskilyrði. Að lifa í sátt við þjóð sína Það er eðlilegt að Sjálfstæðis- flokkurinn missi atkvæði til vinstri. í augum almennings er Sjálfstæðis- flokkurinn að fá skýrt yfirbragð þess frjálshyggjuboðskapar að hvergi megi verja þá einstaklinga sem verða fyrir áföllum í hringrás markaðskerfísins. Fólk sættir sig ekki við kjörorðið „hver skal hugsa um sig og gefa skít í hina“. Almenningur hefur þá tilflnningu að Sjálfstæðisflokkurinn vilji láta sjúklinga borga fyrir sig sjálfa, skólanema greiða skólakostnað o.s.frv. o.s.frv. Almenningur hefur þá tilfinningu að í samskiptum á vinnumarkaði standi Sjálfstæðis- flokkurinn með atvinnurekendum gegn kröfum verkafólks. Almenn- ingur hefur þá tilfinningu að Sjálf- stæðisflokkurinn vilji ekki opinber afskipti til eflingar atvinnulífs og þegar að utanríkismálum kemur sé hvergi hugsað heldur aðeins spurt: „Hvað segir Reagan?" Hver ríkis- stjóm verður að lifa í sátt við þjóð sína og það gerir ríkisstjóm Sjálf- stæðisflokksins ekki í augum almennings. Því þarf enginn að vera hissa á því að fólk segi: „Ég vil nýja stjóm. Ég vil að stjómar- andstaðan taki við, því hún er líklegri til að stjóma í samræmi við minn vilja. Það þarf nýja stjóm til þess að tryggja okkur öllum það þjóðfélag framfara, jafnaðar og öryggis sem við viljum búa í.“ Þó atkvæðin hafí enn sem komið er fyrst og fremst færst til Al- þýðuflokksins trúi ég því að þau séu á traustri leið lengra til vinstri því hveijum og einum er augljóst, þegar hann hugsar í ró og næði, að án sterks Alþýðubandalags verð- ur ekki kraftur í nýrri stjóm og óvíst að hún verði að raunveruleika. Með ósk um náðuga daga. Höfundur er forseti Alþýðusam- bands íslands. Atvinnuhúsnæði hækkar meira en íbúðarhúsnæði SÖLUVERÐ atvinnuhúsnæðis á höfðuborgarsvæðinu á fyrri hiuta þessa árs hefur hækkað meira en byggingarvísitala frá árinu 1985. A sama tima hækk- aði íbúðaverð mun minna. Frá siðasta ársfjórðungi 1985 fram í annan ársfjórðung 1986 hækkaði söiuverð atvinnuhúsnæðis i Reykjavík um 23%. Undanfama mánuði hefur verðið hins vegar lítið breyst. Ofangreindar upplýsingar koma fram í grein í Fréttabréfl Fasteigna- mats ríkisins og þar segir ennfrem- ur að undanfarin ár hafí sveiflur á söluverði íbúða annars vegar og atvinnuhúsnæðis hins vegar ekki haldist í hendur og að margt bendi til að atvinnuhúsnæði lúti að ein- hveiju leiti öðmm lögmálum en íbúðarhúsnæði. í áðumefndri grein kemur fram, að söluverð atvinnuhúsnæðis sé afar breytilegt. Fari það til dæmis eftir gerð húsnæðis, staðsetningu og hvemig það henti kaupendum. Hækkanir á söluverði atvinnuhús- næðis haldist ekki endilega í hendur við við verðhækkanir íbúðarhúsa. Þá vom greiðslukjör einnig fjöl- breytt og ekki hægt að tala um að fastar venjur hafl ríkt í þeim efnum. Meðalútborgun var 40% af sölu- verði og hefur hún farið lækkandi undanfarin ár þegar á heildina er litið, að því er segir í Fréttabréfl Fasteignamatsins. Mikið úrval af giafavöram og vína ii til ættingja og utan... Sendum um allan Opið í dag frá kí. 9-16 Við göngum frá og sendum jólapakkana um allan heim. Allar sendíngar. eru fulltryggðar yður að kostnaðarlausu. RAMMAGERÐ1N HAFNARSTRÆT119
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.