Morgunblaðið - 22.11.1986, Síða 30

Morgunblaðið - 22.11.1986, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986 Rekinn fyrir að spyrja Reagan Washing^ton, AP. FRÉTTAMAÐUR ríkisútvarps- ins Radio Marti hefur verið vikið úr starfi fyrir að beina spurning- um til Ronalds Reagan, Banda- ríkjaforseta, á blaðamannafundi hans í Hvíta húsinu á miðviku- dag. Annette Lopez-Munos, braut gamla hefð um að fréttamenn ríkis- rekinna stöðva varpi ekki fram spumingum á formlegum blaða- mannafundum forsetans. Á fundi forsetans á miðvikudags- kvöld lagði ungfrú Lopez-Munos tvær spumingar fyrir forsetans. Daginn eftir ákváðu yfirmenn henn- ar að víkja henni úr starfí. Hún starfaði á Radio Marti, sem er deild útvarpsstöðvarinnar VoiceofAmer- ica. Radio Marti sendir út á spænsku og er útsendingum stöðv- arinnar einkum beint til Kúbu. * Norður-Irland: Skæruliðar halda vopnasýningu Belfast, AP. HINN útlægi Þjóðfrelsisher ír- lands (INLA) hélt í gær leynisýn- ingu á vopnum sínum. Skærulið- arnir sýndu þarna vélbyssur, sem nota má til að skjóta niður flug- vélar, og tölvukanna til að hlera leynileg skeyti, sem breskar og írskar öryggissveitir senda á milli sín. INLA sýndi blaðamönnum vopna- búnað sinn í suðurhluta Armagh, skammt norður af landamærum Norður-írlands að írska lýðveldinu. Viðstaddir blaðamenn sögðu að skæruliðamir hefðu bandarískar vélbyssur af M16 gerð undir hönd- um. Þessar byssur em búnar miðunartækjum með leysigeisla og Gengi gjaldmiðla London, AP. GENGI Bandaríkjadollara hækk- aði í gær gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum heims. í gær kostaði dollarinn 163,25 japönsk jen (162,65) þegar gjald- eyrisviðskiptum lauk í Tókýó. Breska sterlingspundið hækkaði lítillega gagnvart dollara og kostaði 1,4150 dollara (1,4110) síðdegis í gær í London. Gengi annarra helstu gjaldmiðla var á þann veg að dollarinn kost- aði: 2,0175 vestur-þýsk mörk (2,0070), 1,6835 svissneska franka (1,6688), 6,6055 franska franka (6,5675), 2,2885 hollensk gyllini (2,2655), 1.397,20 ítalskar límr (1.394,00) og 1,3868 kanadiska dollara (1,3848). Trójuúnsa af gulli kostaði 379,50 dollara (389,30) í London í gær. má nota þær til að skjóta niður þyrlur og flugvélar í lágiflugi. INLA er flokkur skæmliða, sem stendur lengst til vinstri og klofn- aði frá Irska lýðveldishemum. INLA vakti fyrst athygli og óhug 1979 þegar félagar samtakanna myrtu Airey Neave, stjómmála- mann úr flokki íhaldsmanna, með bílsprengju við neðri málstofuna í London. Þetta var skömmu áður en útnefna átti Neave írlandsmála- ráðherra bresku stjómarinnar. Patrick McArdle var einn blaða- mannanna, sem fóm á vopnasýn- inguna. Hann sagði að bundið hefði verið fyrir augu blaðamannanna áður en farið var með þá á fundar- staðinn. Blaðamennimir sáu einnig skæmliða æfa sig á götu. Höfðu þeir riffla af nýjustu gerð, þ.á m. sovéska AK47 riffla, Kmger riffla, og Heckler og Kock riffla. Einnig höfðu þeir Uzi-vélbyssur frá ísrael. Voyager, sem smíðaður hefur verið sérstaklega fyrir hnattflug í einum áfanga. Reynsluflug tókst með ágætum á fimmtudag og verður lagt upp í hnattflugið nk. föstudag frá Kaliforníu. Voyager í hnatt- fhig í nóvemberlok Mojave, AP. REYNSLUFLUG fisléttrar flug- vélar, sem ætlað er að fljúga í einum áfanga umhverfis jörðina, gekk að óskum í gær. Akveðið var að reyna hnattflugið 28. nóv- ember. í reynslufluginu var reynd ný skrúfa og er nýting eldsneytis 13% betri með tilkomu hennar. Það sam- svarar 13% meira flugþoli, sem komið getur sér vel ef flugmennim- ir lenda í mótvind í hnattfluginu. Áður vom tréskrúfur á flugvélinni en spmnga kom í aðra þeirra í reynsluflugi 30. september. Flugvélin, sem nefnd hefur verið Voyager, var sérstaklega hönnuð til hnattflugsins. Er hún nánast einn eldsneytistankur. Vegur hún tóm 1.180 kíló en fullhlaðin 4.355 kíló. Tveir flugmenn, Dick Rutan og Jeana Yeager, munu skiptast á að fljúga henni í hnattfluginu. Ætlunin er að það taki 10-12 daga. Hvergi verður höfð viðkoma á leið- inni. Lagt verður af stað frá Kali- forníu og flogið réttsælis umhverfís jörðina. Thatcher hættir við skatta- lækkun London, Reuter. NIGEL Lawson, fjármálaráð- herra, sagði í gær að ekki yrði hægt að efna loforð um skatta- lækkanir vegna aukningar á ríkisútgjöldum. Lawson tilkynnti fyrr í mánuðin- um að ríkisútgjöld myndu hækka á næsta ári. Stjómarandstaðan segir að þar sé um kosningafjárlög að ræða. Stjómin hafði lofað kjósend- um 25% lækkun á tekjuskattinum, sem er 29%, en nú hefur Lawason tekið af öll tvímæli. Skattalækkunin kemur ekki til greina vegna hækk- unar ríkisútgjalda. Bretland: Herferð gegri alnæmi „Deyið ekki ur þekkingarleysiu Chrís Buckland, The Observer. ÁKVEÐIÐ hefur verið að senda öllum heimilum í Bretlandi bækl- ing um hættuna af alnæmi Þá eru yfirvöld að íhuga að dreifa einnig verjum án endurgjalds — og sprautum fyrir eiturlyfjaneyt- endur — til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu sjúkdómsins. Þessar fyrirætlanir vom kynnt- ar í London 11. nóvember sl. að loknum fyrsta fundi sérstakrar stjómskipaðrar nefndar sem ætl- að er að takast á við sjúkdóminn. Að fundinum loknum skýrði Norman Fowler félagsmálaráð- herra frá því hvemig hann teldi bezt að forðast veimna, sem þeg- ar hefur valdið dauða 278 manns í Bretlandi og sýkt að minnsta kosti 30 þúsund aðra. Ráðleggingar Fowlers vom þessar: Stundið ekki lauslæti. Haldið ykkur við einn maka, en notið veijur ef ykkur reynist það ofviða. Sprautið ykkur ekki með eiturlyfj- um, en ef þið getið ekki hætt þá. . . Deilið ekki sprautum með öðmm. Tuttugu og þremur milljónum eintaka af bæklingi er ber heitið „AIDS: Don’t die of ignorance" (Alnæmi: Deyið ekki úr þekking- arleysi) veður dreift til heimila um allt land auk þess sem efnt verður til mikillar auglýsingaher- ferðar í sjónvarpi. „Ég vona að þetta verði nógu greinargott," segir Fowler ráð- herra. „Við viljum gera öllum ljóst að karlar og konur geta gripið til aðgerða sem hefta útbreiðslu al- næmis hér á landi. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma upplýsingunum á framfæri, en ljóst er að það er almenningur sem verður að grípa til gagnaðgerða." Sérstökum upplýsingum verður beint til unglinga, eiturlyfjaneyt- enda og annarra áhættuhópa. Fowler benti á að: „vandamálið hverfur ekki af sjálfu sér.“ Hann sagði að sjúkdómurinn gæti hetj- að í Bretlandi næstu tíu til fimmtán árin, eða það sem eftir væri aldarinnar, en Bretar hefðu bolmagn til að fást við hann. I stjómskipuðu nefndinni — sem er undir forsæti Whitelaw lávaðar og aðstoðar-forsætisráð- herra — eiga sæti innanríkisráð- herrann, utanríkisráðherrann, vamarmálaráðherrann og menntamálaráðherrann auk Fow- lers. Samkvæmt upplýsingum Al- þjóða heilbrigðismálastofnunar- innar, WHO, er Bretland í 11. sæti á lista yfir þau ríki heims þar sem útbreiðsla alnæmis er mest á hveija 100.000 íbúa. í efstu sætunum eru Kanada, Bandaríkin og Sviss. (ísland er einnig á þessum lista í 8. sæti innsk.) Heilbrigðis- og félags- málaráðuneytið hefur einnig birt skýrslu þar sem fram kemur að sjúkdómurinn er fjórum sinnum útbreiddari í London og nærliggj- andi sveitum en í öðrum héruðum landsins. Utan höfuðborgarinnar eru sjúkdómstilfellin flest í Yorks- hire, Liverpool og nágrenni, og í norð-vesturhéruðunum, 45 á hveiju svæði. í þessari skýrslu ráðuneytisins er því spáð að innan sex ára muni hver einasta fjöl- skylda í Bretlandi þekkja til einhvers sem haldinn er eyðni. Fjöldi alnæmis-sjúklinga tvö- faldast í Bretlandi á hveiju tíu mánaða tímabili eins og er, og sjúkdómurinn er nú álíka út- breiddur þar og hann var í Bandaríkjunum fyrir aðeins fimm árum. En þessi herferð ríkisstjomar- innar nægir ekki til að hefta útbreiðsluna, segir Michael Meac- her, talsmaður stjómarandstöð- unnar í heilbrigðismálum. Hann segir að að þær 6,5 millj- ónir punda (um 380 milljónir króna) sem veittar voru í desem- ber í fyrra séu „smáræði". Og hann bætti því við að framlag ríkisins til baráttunnar gegn al- næmi væri út í hött. „Dráttur eða fjársvelti í sambandi við fyrir- byggjandi aðgerðir, ráðgjöf og rannsóknaraðstöðu væri spamað- ur á gróflega röngum forsend- um,“ sagði hann. Meacher hefur sent Thatcher forsætisráðherra bréf þar sem hann krefst þess að á næsta ári verði 50 til 100 milljónum punda (um 3 til 6 milljörðum króna) varið í þessu skyni. Skoraði hann á stjómina að gefa skýrslu um málið og að efnt yrði til sérstakr- ar umræðu um það í Neðri málstofu þingsins. Hann sagði að veijur væm bezta vömin gegn því að alnæm- is-veiran bærist manna á milli og hvatti til þess að læknar og heilsu- gæzlustöðvar dreifðu þeim ókeypis. Þá sagði hann einnig að veita ætti þeim sem þyrftu aðgang að lyfjasprautum þær án endur- gjalds. Og hann krafðist þess að kom- ið yrði á fót víðtæku læknisskoð- unarkerfl þar sem nafnleynd væri tryggð, og bætti við: „Sérstaka áherzlu verður að leggja nú þegar á upplýsingaherferð sem beint verði að skólanemendum og þeim sem eru að hætta námi til að tryggja að öllum á þessum aldurs- skeiðum séu ljósar hættumar."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.