Morgunblaðið - 22.11.1986, Síða 33

Morgunblaðið - 22.11.1986, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986 33 Efnaframleiðsla er skamm- aryrði - en lífið er efnafræði Haukur Kristinsson, efnafræð- ingur í Basel, tekinn tali „Umhverfistjónið sem hlaust af stórbrunanum í vörugeymslu Sandoz var mikið áfall fyrir efnafræðinga," sagði dr. Hauk- ur Kristinsson, efnafræðingur hjá svissneska efnafyrirtækinu Ciba-G eigy í Basel, í samtali við Morgunblaðið. “Efnafræði og efnaiðnaður eru að verða skammaryrði. Það er orðin samviskuspurning hvort að við séum að vinna i þágu mann- kynsins eða að eyða kröftum okkar í vitleysu og óþokkaskap. Það fylgir því mikil ábyrgð að geta búið til baneitruð efni, eins og við erum færir um, og það verður að gæta ýtrustu vark- árni í sambandi við þau. Við urðum því sárir og reiðir yfir kæruleysi og glæfraskap Sandoz í sambandi við geymslu á stórhættulegum og í sumum tilvikum úreltum efnum. Maður hélt að svona nokkuð gæti ekki komið fyrir í Sviss, en slysið sýnir að Svisslendingar eru ekkert betri en aðrir. Glansinn er farinn af landinu, eins og stóð í einu þýsku blaði.“ Eiturefni, sem runnu út í Rínar- fljót þegar ein af vörugeymslum svissneska efnafyrirtækisins Sandoz í Basel brann til kaldra kola aðfaranótt 1. nóvember sl., ollu mesta tjóni í fljótinu í árarað- ir. Fiskar drápust unnvörpum og ekki er búist við að vistfræðilegt jafnvægi komist á í Rín fyrr en eftir ein tíu ár. íbúar Rínarland- anna fyrir norðan Sviss hafa brugðist reiðir við slysinu og ör- yggisráðstafanir Svisslendinga hafa verið gagniýndar harðlega. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, sagði í viðtali við v-þýska útvarpsstöð að slysið væri “óþoIandi“ og kvatti svissn- esk yfirvöld til að grípa til nýrra öryggisráðstafana í sambandi við efnaiðnað ( landinu og greina frá þeim opinberlega. Rín var löngum skolpræsi Sviss, Frakklands, Vestur-Þýska- lands og Hollands. Umhverfísvit- und þjóðanna vaknaði í byijun áttunda áratugarins og síðan hef- ur verið unnið markvisst að þvi að hreinsa ána. Umhverfisreglur eru nú í gildi í öllum Rínarlöndum og Svisslendingar hafa samþykkt að aðlaga sínar reglur að reglum Evrópubandalagslandanna. Rín var orðin tiltölulega hrein. Fiskur þreifst í ánni og það var óhætt að synda í henni, þótt því sé ekki að neita að það hefur löng- um verið fyla úr fljótinu fyrir norðan efnaverksmiðjumar í Bas- el. Helstu efnafyrirtæki Sviss, Ciba-Geigy, Hoffmann-La Roche og Sandoz, hafa höfuðstöðvar í borginni. Tvær skýringar eru gefnar á uppruna efnaiðnaðar í borginni. Samkvæmt annarri þá voru blekgerðarmenn, sem komu til borgarinnar á 15. öld, braut- ryðjendur þessarar atvinnugrein- ar í Basel. Þeir settust þar að eftir að pappírsverksmiðja var sett á fót í tengslum við kirkju- þing sem var haldið í borginni á þessum tíma. Það stóð í tvo ára- tugi og mikil skriffínnska fylgdi því. En algengari skýringin er sú að efnagerð hafí þróast út frá lita- framleiðslu sem var stunduð í sambandi við vefnaðar- og silki- iðnað í borginni á 17. og 18. öld. Litaframleiðsla, hvort sem það var blek eða fatalitur, ól af sér gerð annarra efna og fyrirtækin í Basel eru nú í fremstu röð efna- fyrirtækja í heimi. Sandoz er minnst Baselfyrirtækjanna. Það framleiðir einkum lyf og þar upp- götvuðu menn meðal annars lyfíð sem notað er við líffæraflutninga. Einn starfsmaður þess varð fræg- ur fyrir að fínna upp LSD. Það var hugsað sem geðlyf en varð útbreitt fíkniefni á sjöunda ára- tugnum. Ciba-Geigy er stærst Baselfyr- irtækjanna. Það er þriðja stærsta lyfjafyrirtæki heims en framleiðir einnig landbúnaðarvamarefni, litaefni, gerviefni og alls kyns önnur efni. Yfír 80.000 manns starfa hjá fyrirtækinu í 60 lönd- um. Tæplega 23.000 manns starfa hjá því í Sviss. Haukur Kristinsson er meðal þeirra. Hann er frá Húsavík, stúdent frá menntaskólanum á Akureyri og nam efnafræði í Vestur-Þýska- landi og Bandaríkjunum. Hann stundar grundvallarrannsóknir á landbúnaðarvamarefnum í rann- sóknarstofu Ciba-Geigy og er í hópi mest metnu vísindamanna fyrirtækisins. „Ég hef fijálsar hendur við mínar rannsóknir. Stefna fyrir- tækisins er auðvitað að búa til ný efni sem hægt er að nota og selja en það er á verksviði ann- arra að framleiða efni sem komast á markaðinn." Samkeppnin í efna- iðnaði er mjög hörð. Það þarf að búa til 15 - 20.000 efni að meðal- tali til að koma einu á markaðinn. Efnafræðingur getur búið til um 10.000 efni á sinni starfsævi. Haukur og nánustu samstarfs- menn hans hafa búið til um 7.000 ný efni. Líffræðingar og aðrir sérfræðingar taka hvert nýtt efni og gera tilraunir með það til að sjá hvaða not er hægt að hafa af því. Það er ekki á hveijum degi sem vísindamenn í Basel fínna upp Librium undanfara Val- ium, sem ollu byltingu í geðlyfj- um, eða Adrasin, sem olli straumhvörfum í landbúnaði. „Þróun og framfarir á síðustu áratugum eru bein afleiðing af nýjum efnum með nýja eiginleika. Það er sama hvert litið er. Fram- farir á sviði byggingaiðnaðar, matvælaframleiðslu, heilbrigðis- mála, íþrótta og samgöngumála byggjast allar á nýjum eftium. Lífíð er efnafræði.' Það verður efnabreyting í líkamanum við hveija hugsun. Efnafræði er því mjög mikilvæg og mér finnst að það ætti að leggja meiri áherslu á hana í skólum," sagði Haukur, og bætti við: „Það ætti að minnsta kosti að byija að kenna hana á undan dönsku." Haukur lýsir hættunum við framleiðsluna með þessum orðum: „Efnin sem eru notuð við efna- framleiðslu og mörg efnanna sem eru búin til eru stórhættuleg. Efnaverksmiðja er engin súkkul- aðiverksmiðja. Þess vegna verður að fara mjög varlega með þessi efni. Efnafræðingar kunna að umgangast þau og þeir treysta því að aðrir geri það líka. En það er kannski bamaskapur að trúa því að aðrir geri skyldu sína í sambandi við stórhættuleg efni.“ Það kom í ljós við brunann hjá Sandoz að fyrirtækið geymdi mik- ið magn efiia, þar á meðal efni sem löngu er búið að banna í flest- um Evrópulöndum, á óöruggum stað í vörugeymslum sínum. Urelt efni og baneitruð afgangsefni eru eilíf vandamál fyrir efnafyrirtæki. Áður fyrr hikuðu þau ekki við að kasta þeim í ár og vötn en nú er það bannað. Það kom í ljós í sam- bandi við Sandoz-brunann að illgresiseitur frá Ciba-Geigy flæddi út í Rín skömmu fyrir slys- ið. Fyrirtækið lét ekki vita af því og það vakti bæði athygli og reiði. Eftir Önnu Bjarnadóttur Dr. Haukur Kristinsson, efna- fræðingur, flettir í Víkurblað- inu að heimili sínu í Basel. Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir. Slys af þessu tagi og önnur mun hættulegri koma óorði á efna- framleiðslu og efnafyrirtæki. Seveso-slysið á Ítalíu fyrir tíu árum er enn í fersku minni. Hita- stigið í ofni Hoffman-La Roche, sem var þar með efnaframleiðslu, varð of hátt og Dioxin myndað- ist. Það er baneitrað efni. Fólk varð að flytja af stóru svæði og mörg hundruð hektarar lands eyðilögðust. Fyrirtækið hreinsaði svæðið og kom efninu fyrir í tunn- um sem voru að lokum brenndar í sérstökum eitureyðingarofnum Ciba-Geigy í Basel. Sandoz-bruninn ítrekaði enn mikilvægi öryggisráðstafana í sambandi við efnaframleiðslu. Það var farið vandlega yfír örygg- isútbúnað Ciba-Geigy eftir slysið í Bhopal á Indlandi og fyrirtækið dró verulega úr framleiðslu á phosgengasi eftir það. Um 10% af framleiðslukostnaði þess fer í rannsóknir sem tengjast umhverf- isvemdun. Fyrirtækið græddi lengi vel á DDT. Það var notað sem landbúnðarvamarefni, vann gegn malaríu og þótti einkar gott við lúsum f heimsstyijöldinni fyrri. En efnið var of sterkt, brotnaði ekki niður og olli tjóni í vistfiæði dýraríkisins. „Jafnvægið í náttúrunni er löngu búið að vera,“ sagði Hauk- ur. „Það sést best á ökmm í Bandaríkjunum sem ná eins langt og augað eygir. En við getum ekki lifað af án náttúrunnar þótt hún komist vel af án okkar. Við þurfum að geta nýtt hana án þess að eyðileggja umhverfi okkar. Landbúnaðarefni gera það að verkum að meiri uppskera næst af minna landssvæði en áður. Sumir vilja banna þessi efni en án þeirra þyrfti að taka meira land undir landbúnað. Hvar ætti að taka það? Á að drepa skógana og þurrka mýrlendið? Það verður að nota efni með fullri gát og endurbæta þau. Brautryðjendum á þessu sviði ber skylda til að hugsa um umhverfið og náttúruna en almenningur verður einnig að hugsa um hvers hann krefst í lífínu." Stofnun Jóns Þorlákssonar: , Nýtt rit um ríkis- skóla og einkaskóla í NÝJU ríti, sem Stofnun Jóns Þorlákssonar hefur sent frá sér, er því haldið fram að með breyttu skipulagi með spara allt að einn milljarð króna í skóla- kerfinu. Ritið nefnist Ríkisskól- ar eða eiakaskólar? og í því er að finna tvær rítgerðir, aðra eftir Guðmund Heiðar Frimannsson menntaskólakenn- ara og hina eftir Þorvarð Elfasson skólastjóra Verslunar- skólans. Að sögn útgefanda miða hug- myndir þær, sem settar eru fram í ritgerðunum, að fjölbreyttari og betri skólum, hagkvæmari nýtingu almannafjár, víðtækara frelsi for- eldra og nemenda til að velja og hærri launum kennara. Ritgerð Guðmundar Heiðars nefnist „Skólar samkvæmt vali“ og þar er að fínna hugleiðingar um rök og gagnrök fyrir einka- skóla hér á landi. Ritgerð Þorvarð- ar Elíassonar nefnist „ódýrari leiðir - sömu markmið." Þar er Rflcisskólar eða einkaskólar? nn rígcereir, er miAa að nolbrtynarí o* hetrí skólum. bagkvcmarí nýunjo alnumoafjlr. riðickarn frelli forcldrm o* ocmrnda lil aA velja ot h*nt lauoum keooara Guðmundur Hciðar Frímannsson og Þorvarður HUasson reynt að sýna fram á, hvemig spara megi fé í íslenska skólakerf- inu með breyttu skipulagi. í rit- gerðinni er m.a. lagt til að allir grunnskólar fái sömu upphæð úr ríkissjóði á hvem nemanda og nú- verandi mismunur verði aflagður. Lagt er til að óhagkvæmir fram- haldsskólar verði lagðir niður og það sem höfundur nefnir „fjár- austur í stúdenta“ verði stöðvað. í formála útgefanda segir, að eflaust verði margir til að gagn- rýna hugmyndir Guðmundar Heiðars og Þorvarðar. „En orðin eru til alls fyrst, og rökræður um markmið og leiðir í íslenskum skólamálum hafa verið allt of litl- ar. í slíkum rökræðum hlýtur almannaheill alltaf að vera leiðar- stjama, en ekki sérhagsmunir einstakra hópa eða stétta. Skólam- ir em fyrir nemenduma, en nemendumir ekki fyrir skólana."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.