Morgunblaðið - 22.11.1986, Side 43

Morgunblaðið - 22.11.1986, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986 43 Stjörnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Um karl og konu í dag ætla ég að fjalla um merkin útfrá kynjaskiptingu. Þegar fjallað er um eðli stjömumerkja er yfirleitt ein- ungis gefin ein iýsing á hveiju merki, burtséð frá því hvort viðkomandi aðili sé karl eða kona. Þó það sé rétt að hvert merki hafi ákveðna grunneiginleika og skiptir þá kynjaskipting engu, sýnir reynsla okkar að karlmenn og kvenmenn þroska mis- munandi eiginleika í fari sínu. Tilfinningar ogkapp Við skulum taka Sporðdreka sem dæmi og skoða tvo ein- staklinga í merkinu, karl og konu. Við vitum að Sporð- drekinn er tilfinningamerki og jafnframt að stjómandi hans er athafna- og keppnis- plánetan Mars. Hvemig skyldi þetta birtast hjá karl- manni og kvenmanni? Uppeldi Stjömuspekingar segja að stjömukortið sýni upplag mannsins og að síðan þurfum við að skoða uppeldi og um- hverfisáhrif. í þessu tilviki þurfum við að skoða það hvemig þjóðfélagsviðhorf móta uppeldi karla og kvenna. Kaldur karl Við getum sagt í grófum dráttum að uppeldi karla miði að því að efla styrk þeirra, ákveðni, dugnað og getu til að takast á við ytri vemleika Kfsins. Þeir eiga að vera fyrirvinna heimila og þurfa að vera hæfir til að draga björg í bú. Þeir þurfa því m.a. að beijast um góða stöðu í Iffinu. Allir eiginleikar sem ganga þvert gegn þessu geta því verið ósækilegir. Mjúk kona Hins vegar er ætlast til þess af konunni að hún ali upp böm og sjái um heimili. Hin dæmigerða kona á að vera tilfinningarík, mjúk og gef- andi o.s.frv. Ólík framhliÖ Við sjáum af framantöldu hvað getur gerst þegar við höfum tvo Sporðdreka af sitt hvora kyni. Karlinn þroskar Mars hlið merkisins, þann ákafa, karft og einbeitingu sem býr f merkinu, en neitar að viðurkenna tilfinningahlið þess. Hún er fyrir honum. Konan eflir aftur á móti til- finningalegan næmleika sinn r og innsæi. Hún finnur sér hag f þvf að vera tilfinninga- rík og góður sálfræðingur, einfaldlega vegna þess að uppeldi bama hennar getur krafist þess. Því er lfklegt að hún þroski tilfinningahlið merkisins en láti annað liggja á milli hluta. Kartdreki Á þessu sjáum við að f raun er æskilegt þegar við tölum ' um Sporðdreka og vel að merkja önnur merki, að gera greinarmun á því hvort er rætt um karl eða konu. Und- irritaður er sannfærður um að báðir þættimir, tilfinn- ingasemi og kapp plánetunn- ar Mars búi f báðum kypjum. Uppeldi og rfkjandi þjóðfé- lagsviðhorf gera einungis að ólíkur flötur fær að snúa út á við. Þangað til kvennabar- átta skilar betri árangri ættum við þvf kannski að tala um kvensporðdreka og karldreka þegar við ræðum um sporðdrekamerkið. En gera okkur jafnframt grein fyrir að hin hliðin býr innra. X-9 ■He Y&pt/, *».. t/— &jm/# woTkeysr /KKafí, Mt'! GRETTIR TIL HAMINGJU, GRETTIR' 5Uð&, HVENÆR ÉG NÝTU KAF- HUÖPURNAR /Íeinna) TOMMI OG JENNI LJÓSKA 1 77 ... 1 / . . . V / W.. - ... / / L 7= CCDHIM AMH ; W~\ 7P7" IV J L/\j w u —— «-1 -— rcKUIIMMIMU . ; ; ; ; ;; ;;■;;; ;■ SMAFOLK THE5E ARE CAM0UFLA6E 50ITS... IF VOU UJEAR A CAM0UFLA6E SUIT, NO ONE CAN SEE VOU.. i 1 l‘VE SPENT ALL MY LIFE TRYIN6 TD 5E 5EEN, ANP NOW TUEV bJANT ME NOT TO BE 5EEN ?! Hvers konar föt eru þetta? Mér finnst ég hlægilegur! Þetta eru feluföt Ef maður fer i feluföt get- ur enginn séð mann ... Ég er búinn að eyða allri ævinni i að reyna að láta taka eftir mér og nú vijja þeir gera mig ósýnilegan. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Patrick Jourdain heitir kunn- ur bridsskriffinnur. Hann býr í Wales og ritstýrir þaðan alþjóð- legu riti bridsblaðamanna. Jourdain er ágætur skríbent, en hann er líka nokkuð glúrinn spil- ari, að minnsta kosti ef marka má handbragð hans i þessu spili: Norður ♦ K1094 ¥62 ♦ 73 ♦ ÁK985 Vestur Austur ♦ G7 ♦ 852 ¥ KG973 ¥ D8 ♦ GIO ♦ 9842 ♦ D1073 +G642 Suður ♦ ÁD63 ¥ Á1054 ♦ ÁKD65 ♦ Ef Jourdain og félagi hans hefðu lent í sex spöðum hefði þetta spil aldrei varðveist. Jour- dain þurfti sem sagt að glfma við sex tígla í suður með tígul- gosanum út. Hann byijaði á því að takat þrisvar tígul og uppgötva þar með að þar var óhjákvæmilegur tapslagur. Og annar ámóta óhjá- kvæmilegur virtist vera á hjarta. En þá rifjaði kappinn upp tvær „bókabrellur" — innkomu- svíningu og undanbragð! Hann spilaði næst litlum spaða og svínaði níu blinds! Tók svo ÁK í laufi, henti hjörtum og tromp- aði lauf: Norður ♦ K104 ¥6 ♦ - ♦ 98 Vestur Austur ♦G ... ♦ 85 ¥KG97 ¥ D8 ♦ - ♦Ð ♦ d +g Suður ♦ ÁD6 ¥Á10 ♦ 6 ♦ - Næst var spaðadrottning yfir- drepin með kóng blinds og lauf aftur trompað. Laufnían var nú orðin frí og lokahnykkurinn var að fara inn á blindan á spaða- kóng og spila henni. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti f Wuppertal f V-Þýskalandi í haust kom þessi staða upp f skák V-I>jóðveijanna Behle, sem hafði hvítt og átti ' leik, og Schwamberger: 22. Hxd4! (En alls ekki strax . 22. Dh8+? - Bxh8, 23. Hxh8+ - Kg7, 24. Hxd8 - Hc2+, 25. Kbl - Bf5!) - cxd4, 23. Dh8+! - Bxh8, 24. Hxh8+ - Kg7, 25. Bxd4+ - f6, 26. Hxd8 og hvítur vann auðveldlega. (26. — Kf7, 27. Bxf6 - Bb7, 28. Hd7+ - Kc6, 29. Rb6! - Kf5, 30. Hxb7 O.s.frv.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.