Morgunblaðið - 22.11.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.11.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986 Með kveðju til tann- lækna að gefnu tilefni eftir Jóhönnu Sigurðardóttur Á Alþingi hef ég ásamt nokkrum þingmönnum Alþýðuflokksins lagt fram tillögu til þingsályktunar um endurskipulagningu á tannlækna- þjónustu. Fjölmiðlar hafa lítið sem ekkert fjallað um tillöguna. Fyrir henni hef ég enn ekki mælt á Al- þingi né fjallað um í blaðagrein. En nú virðist ærið tilefni til. Tannlæknar hafa í þremur blaða- greinum kosið að heQa skrif í ^ölmiðlum í tilefni af þessari til- lögu. Tilgangurinn er ekki að ræða efnislega eða málefnalega um til- löguna, heldur að beina spjótum sínum að mér með rangfærslum og tilhæfulausum ásökunum. Þar með hafa þeir boðið heim deilum í flöl- miðlum sem ég tel að sé_ málum þeirra lítt til framdráttar. Ég hefði heldur kosið að skrif við tannlækna á opinberum vettvangi hefðu snúist um hvemig við gætum náð fram, að ég ég ætla, sameiginlegum markmiðum um að koma betra skipulegi á tannlæknaþjónustuna og markvissari stefnu í tannlækn- ingum, sem og að fínna leiðir til að lækka tannlæknakostnað. En sé það skoðun tannlækna að það sé málstað þeirra til framdráttar að heija umræður á opinberum vett- vangi um launamál tannlækna og tannlæknakostnað með þeim hætti sem þeir gera í Morgunblaðinu 14. nóvember sl. þá er það auðvitað þeirra mál. Tannlæknar verða líka að skilja og virða mér það til betri vegar að ég get ekki legið undir svívirðingum og tilhæfulausum ásökunum af þeirra hálfu. Þeir hafa sjálfír kastað boltanum. Það er mér líka bæði ljúft og skylt að leggja því lið, að fá fram í dagsljósið upplýsingar um það sem hingað til hefíir verið hulið öllum. Hver er heildarkostnaður við tann- lækningar á íslandi? Hver er raunverulegur kostnaðarhluti og hver launahluti tannlækna í heildar- kostnaði tannlækninga? Það myndi í senn auðvelda allar samningavið- ræður við tannlækna vegna tryggðra sjúklinga og ákvarðana- töku um stefnu í tannlækningum og aukinn hlut almannatrygginga í tannlæknakostnaði almennt. * Otraustar heimildir En hvað var það, sem fékk stjóm Tannlæknafélagsins til að gefa landsmönnum allra náðarsamlegast innsýn í tekjur tannlækna og heild- arkostnað við tannlækningar? Var það vegna þess að flutningsmenn tillögunnar á Alþingi byggðu á ótraustum heimildum eins og stjóm Tannlæknafélagsins segir í bréfi sínu, sem birtist í Morgunblaðinu 14. nóvember sl.? Eða var það kannski vegna þess að þvílík reikn- ingsgleði greip 1. flutningsmann tillögunnar að „tölvur tmflast og gamlir stærðfræðikennarar ganga með veggjum," eins og tannlæknir á Húsavík orðaði það í blaðagrein í DV 13. nóvember af sama tilefni? Lítum nánar á það. „Ótraustu heimildimar", sem stjóm Tann- læknafélagsins orðar svo, em upplýsingar frá tannlæknum sjálf- um, sem fram komu á samninga- fundi tannlækna við Trygginga- stofnun ríkisins, sem og opinberlega í fjölmiðlum. Það sem tannlæknar sjálfir upplýstu var að 10—15% tannlæknaverka sé vegna tryggðra sjúklinga, sem fá endur- greiddan hluta eða allan tann- læknakostnað. í þingsályktunartil- lögunni segir orðrétt: „Talið er að tannlæknaverk, sem greitt er fyrir gegnum trygginga- kerfíð, séu 10—15% allra tann- læknaverka (sbr. Morgunblaðið 23. sept. 1986, grein formanns samn- inganefndar Tryggingastofnunar ríkisins).“ í tillögunni er ekkert full- yrt eða mat lagt á þessar upplýsing- ar en í greinargerð kemur fram: „Sé þessi forsenda (innskot: frá tannlæknum sjálfum) lögð til gmndvallar má áætla að heildar- tannlæknakostnaður á öllu landinu hafí á árinu 1985 numið 2,5 milljörðum króna eða að meðal- tali um 11 milljónum (innskot: heildartannlæknakostnaður, ekki laun tannlækna) á hvem tann- lækni. Samkvæmt því sem tann- læknar sjálfir áætla er rekstrar- kostnaður tannlæknastofu á núgildandi verðlagi 3 milljónir króna á ári (sbr. Morgunblaðið 23. sept. 1986 sama grein)." Tilvitnun lýkur. Eins og sjá má af þessari tilvitn- uðu setningu í greinargerð þings- ályktunartillögu er forsendan, sem gengið er út frá, forsenda sem tann- læknar sjálfír hafa gefið upp. Miðað er við hærra hlutfallið, þ.e. að 15% allra tannlæknaverka séu vegna vegna tryggðra sjúklinga. Út frá þeirri forsendu má áætla, að meðal- árstekjur tannlækna séu um 8 milljónir króna (11 milljónir að frá- dregnum 3 millj. kr. rekstrarkostn- aði). Um þessa tilvitnuðu setningu segir stjóm Tannlæknafélagsins í Morgunblaðinu 14. nóv.: „Stjóm TFI telur alla umfjöllum flutnings- manna um 11 milljónir króna meðalárstekjur hreinan atvinnu- róg og vísar því til föðurhúsanna." (Innskot greinarhöfundar: Þ.e. tannlækna sjálfra.) Og áfram segir: „Gera verður kröfur til þess að mál séu ekki lögð fram á Alþingi sem byggja á jafn ótraustum heimild- um.“! Að falla á eigin bragði Spyija má hvemig stóð á því að enginn í samninganefnd tannlækna mótmælti staðhæfingu um að 10— 15% tannlæknaverka væm vegna tryggða sjúklinga á samningafundi, þar sem þessar upplýsingar komu fram hjá einhveijum af samninga- nefndarmönnum tannlækna. Af hveiju mótmælti heldur enginn tannlæknir, þegar þessar upplýs- ingar komu fram opinberlega hjá formanni samninganefndar Trygg- ingastofnunar ríkisins í sept. sl.? Getur verið, að á þeim tíma hafí það hentað tannlæknum að veifa þesari tölu á samningafundi um greiðslu fyrir tryggða sjúklinga? Getur verið, að vopnin hafí einfald- lega snúist í höndunum á þeim sjálfum? Nú átti þeir sig allt í einu á því að þessar upplýsingar frá þeim eru óhagstæðar, þegar áætl- aður er hver heildarkostnaður vegna tannlækninga er í landinu út frá þeirra eigin upplýsingum og forsendum um hlut tryggðra í tann- læknaverkum. -3 Og hvað er þá tekið til bragðs? Jú, leitað að nýrri forsendu til að fá út sem lægst laun hjá tannlæknum. Meginforsendan, sem þar er byggt á, er að tryggðir sjúklingar séu 39,7% af þjóðinni og m.a. dregin af því sú ályktun, að hlutur tryggðra sjúklinga sé á milli 50—60% tannlæknaverka. Með forsendur tann- lækna að leiðarljósi Með þessa forsendu að leiðarljósi nú fá þeir út heildarveltu á hvem tannlækni að meðaltali 3 milljónir króna eða 1,3 milljónir í tekjur á hvern tannlækni. Þessi forsenda gefur þeim einnig að heildartann- læknakostnaður hafí numið 746 milljónum króna á árinu 1985. (Grein stjómar Tannlæknafélagsins í Morgunblaðinu 14. nóv. sl.) Hvernig kemur það heim og saman að 50—60% af heildartekj- um tannlækna sé vegna tryggðra sjúklinga, þegar þriðjungur af heildartekjum danskra tannlækna er vegna tryggðra sjúklinga, en þar tekur almanna- tryggingakerf ið þátt í kostnaði fyrir alla ald- urshópa? Lítum nánar á þessa niðurstöðu tannlæknanna: 1. Heildarkostnaður við tann- lækningar vegna tryggðra sjúkl- inga á árinu 1985 var 373 milljónir króna. Ef heildartannlæknakostn- aður hefur numið 746 milljónum króna, eins og tannlækar sjálfír setja fram, þá fá þeir þá niðurstöðu að 373 milljónir króna séu vegna aldurshópanna 17—67 ára, sem ekki fá greitt úr tryggingum. Þetta eru rúmlega 60% þjóðar- innar eða 146 þúsund manns. Samkvæmt þessari forsendu tann- lækna er meðaltalstannlækna- kostnaður á hvem 17—67 ára einstakling um 2.500 kr. á ári. Ég læt öðrum eftir að meta þessa tölu út frá útgjöldum heimila vegna tannlækninga. Það verður líka að telja hæpið að heildartannlækna- kostnaður vegna tryggðra sé sá sami eða jafnvel minni en fyrir aldurshópinn 17—67 ára, ekki síst þar sem dýrar tannviðgerðir (gull- fyllingar, krónur, brýr) em að mestu leyti hjá þessum aldurs- hópum en ekki tryggðum sjúkling- um (bömum, unglingum, öryrkjum og öldruðum). 2. Samkvæmt því sem tannlækn- ar hafa sjálfír sett fram á samn- ingafundi, og því atriði í greinar- gerð þingsályktunartillögunnar hefur stjóm Tannlæknafélagsins ekki mótmælt, er rekstrarkostnaður tannlæknastofu á núgildandi verð- lagi 3 milljónir króna. Hvemig gengur það þá upp við þá stað- hæfíngu tannlækna í Morgunblað- inu 14. nóv. sl., að heildarvelta á tannlækni sé að meðaltali 3 millj- ónir króna? Hver einasta króna gengur samkvæmt þessari formúlu í reksturinn. Ekki króna eftir í laun tannlækna. 3. En látum liggja. milli hluta þriggja milljóna króna rekstrar- kostnað. Höldum okkur við þá staðhæfíngu Tannlæknafélags Is- lands, að heildarveltan á hvem tannlækni sé að meðaltali 3 milljón- ir króna og laun tannlækna séu að meðaltali 1,3 milljónir króna. í samningaviðræðum við tannlækna hefur verið gengið út frá 1.236 virkum vinnustundum á ári. Það em 23—24 virkar vinnustundir á viku sem gefa tannlæknum að með- altali um 1.050 krónur á hveija virka vinnustund. Ef miðað er við 8 stunda dagvinnu, eins og gengur og gerist hjá öðrum, er tímakaup tannlækna að meðaltali 626 kr. á klst. Ég iæt öðrum eftir að dæma hversu raunhæf sú tala er. 4. Stjóm Tannlæknafélagsins gefur upp í Morgunblaðinu 14. nóv., að launahluti tannlæknakostnað- ar sé 43,28% en kostnaðarhluti 56,72%. — Á það skal ég ekki leggja mat. Ég bendi hins vegar á að samkvæmt atvinnuvegaskýrslu frá 1984, sem Þjóðhagsstofnun gefur út og byggð er á skattfram- tölum tannlækna, kemur fram að launahlutinn sé um 60% en rekstrarkostnaður um 40%. Hér ber mikið á milli og það um svo þýðingarmikinn hlut í gjaldskrá tannlækna, sem veruleg áhrif hefur á gjaldtöku þeirra. Spumingin, sem eftir stendur er: Á hvorum upplýs- ingunum á að byggja, skattskýrslu tannlækna eða forsendum, sem haldið er fram við samningaborð þegar verið er að semja við tann- lækna um hlut tryggðra sjúklinga? 5. Víst er það svo, að það er líka mikill munur á upplýsingum frá tannlæknum við samningaborðið um að tryggður hlutur sjúklinga sé 10—15% tannlæknaverka, eða upp- lýsingum frá stjóm Tannlæknafé- lagsins þegar þeir réttlæta laun sín með að hlutur tryggðra í heildar- tannlæknakostnaði sé 50—60%. Tannlæknar verða bara að átta sig á því að það er málstað þeirra lítið til framdráttar að sveifla þessum hlutföllum fram og til baka eftir því hvað best hentar hveiju sinni. 6. í Danmörku eiga allir lands- menn kost á tannlækningum almannatrygginga. Að meðaltali taka sjúkratryggingamar þátt í 50% af heildarkostnaði þeirra verka, sem þær á annað borð greiða fyrir. Þar taka sjúkratryggingar þátt í tannlæknakostnaði fyrir alla landsmenn og tekjur tannlækna frá sjúkratryggingum nema um þriðjungi af heildartekjum þeirra. Hér á landi taka almanna- tryggingar aðeins þátt í tannlækn- ingum fyrir böm, unglinga, aldraða og öryrkja og oft aðeins að hluta til. Samt er hlutur tryggðra 50—60% af heildarkostnaði við tannlækningar, samkvæmt upplýs- ingum stjómar Tannlæknafélags- ins. Hvemig kemur það heim og saman að 50—60% af heildartckj- um tannlækna séu vegna tryggðra sjúklinga, þegar þriðj- ungur af heildartekjum danskra tannlækna er vegna tryggðra sjúklinga, en þar tekur almanna- tryggingakerfið þátt í kostnaði fyrir alla aldurshópa? 7. Tannlæknakostnaður, sem greiddur er samkvæmt ákvæðurii almannatryggingalaga, hefur und- anfarin ár numið frá 52—65% af lækniskostnaði, þ.e. almennum lækniskostnaði og sérfræðinga- kostnaði. Þó er tannlæknakostnað- ur aðeins greiddur fyrir böm, unglinga, aldraða og öryrkja. 8. A tímabilinu 1. des. 1981 til 1. nóv. 1985, voru almennar launahækkanir í landinu 198%. Launahluti í gjaldskrá tann- lækna hækkaði á sama timabili um 295%. 9. Á þessu ári hafa tannlæknar tvívegis hækkað gjaldskrár sínar einhliða. Nú er svo komið að í gildi eru tvær gjaldskrár, þ.e. gjaldskrá Tannlæknafélags ís- lands og gjaldskrá sem heild- brigðisráðherra hefur gefið út. Endurgreiðsla til þeirra tryggðu er miðuð við gjaldskrá heilbrigð- isráðherra. Vegna þessarar deilu, sem nú stendur yfir um gjaldskrána, er sá hluti sem hin- ir tryggðu verða að standa undir um 11% hærri en ella væri. 10. Hvaða skýringu gefa tann- læknar á því að frá október 1985 til október 1986 hefur kostnaður sjúkrasamlaganna vegna tann- lækninga hækkað um 22% umfram gjaldskrá þá sem sjúkra- samlagið greiðir eftir. í þessu sambandi skal bent á að einhliða hækkun tannlækna á sinni gjald- skrá er utan við þessa hækkun, þar sem sú hækkun iendir alfar- ið á viðskiptavinum tannlækna en ekki sjúkrasamlagi. Þetta læt ég nægja stjóm Tann- læknafélagsins, sem hóf skrif til min í Morgunblaðinu 14. nóv. sl. og þá er það ... Tannlæknirinn á Húsavík Tannlæknir á Húsavík hefur einnig skrifað í DV tvær kjailara- greinar af svipuðu tilefni og stjóm Tannlæknafélagsins. Að vísu geng- ur hann lengra þvi fyrir utan talnarugl og útúrsnúning þá eru rangfærslumar enn meiri um það sem stendur í greinargerð með þingsályktuninni. Þó flest af því sem fram kemur hjá þessum tann- lækni sé bull og útúrsnúningur og ekki svaravert er þó nauðsynlegt að leiðrétta eftirfarandi rangfærsl- ur og villandi staðhæfíngar í grein tannlæknisins: 1. að skýmm stöfum standi í grein- argerðinni að ráðning erlendra tannlækna muni auka hagræðingu í rekstri tannlæknaþjónustu. 2. að ég komist að þeirri skynsam- legu niðurstöðu að meginorsök tíðra og slæmra tannsjúkdóma á íslandi sé gjaldtaka tannlækna. 3. hvemig í ósköpunum ég fái út að þjónusta við tryggða, sem em 40% þjóðarinnar, sé 10—15% af heildarkostnaði við tannlækningar. Óðagot og flumbrugangur Það er rangt að halda því fram að lesa megi í greinargerðinni að ráðning erlendra tannlækna muni auka hagræðingu í rekstri tann- læknaþjónustunnar. Til að lesendur átti sig betur á rangfærslu tann- læknisins, óðagoti og flumbmgangi er nauðsynlegt að gefa innsýn í efnisinnihald þingsályktunartillög- unnar sem svo mjög hefur farið fyrir bijóstið á tannlæknum. í tillögunni er ríkisstjóminni falið að leggja fyrir næsta löggjafarþing tillögu að endurskipulagningu tann- læknaþjónustu ásamt kostnaðar- áætlun þar sem eftirfarandi verði lagt til gmndvallar: 1. Komið verði á tannlæknaþjón- ustu sem ríki og sveitarfélög kosti og reki sameiginlega fyrir þá hópa sem greitt er fyrir samkvæmt ákvæðum almannatryggingalaga; heimilt verði að ráða erlenda tann- lækna sé þess talin þörf; 2. opinber gjöld af aðföngum til tannlækninga verði lækkuð; 3. endurskoðaðir verði frá gmnni allir verðmyndunarþættir í gjald- skrá tannlækna; 4. skipuð verði gjaldskrámefnd sem ákvarði gjaldskrá tanniækna, í nefndinni eigi sæti fulltrúar tann- lækna, ríkis, sveitarfélaga, Trygg- ingastofnunar ríkisins, Neytenda- samtakanna og Verðlagsstoftiunar; 5. aukið verði fjármagn til fyrir- byggjandi aðgerða sem stuðli að tannvemd; 6. greiddur verði að fullu tann- læknakostnaður fyrir böm og unglinga til 20 ára aldurs; jafnframt verði gerð fjárhagsleg athugun á kostnaði sem er samfara því að greiða 25% tannlæknakostnaðar fyrir þá hópa sem ekki fá nú greitt úr almannatryggingum; 7. skattstjóri hafí heimild til að lækka tekjuskattsstofn þeirra sem hafa vemleg útgjöld vegna tann- lækninga; þeir sem ekki greiða tekjuskatt fái greiddan út ónýttan persónuafslátt. Hvers vegna er- lendir tannlæknar? Að því er 1. tillögu varðar um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.