Morgunblaðið - 22.11.1986, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 22.11.1986, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986 53 vart syni mínum, sem var þeim mjög hjartfólginn. Svona voru þau þessi gömlu hjón, alltaf gefandi. Þau söfnuðu ekki veraldarauði og gerðu ekki víðreist um dagana. Eina utanlandsferð fóru þau þó, til Edin- borgar. Var sú ferð lengi í minnum höfð og trúi ég því að hún amma hafi tekið sig vel út í peysufotunum en þau bar hún við öll hátíðieg tækifæri. Amma missti mikið þegar afi dó, enda höfðu þau búið saman í meira en hálfa öld. Hún flutti á elliheimilið Hombrekku í Ólafsfírði þegar það var tekið í notkun fyrir fáum árum. Þar líkaði henni vel en sárt þótti okkur að sjá hana aðeins einu sinni á ári, þar sem allir henn- ar afkomendur em fluttir í burtu. En í Ólafsfírði vildi hún vera. Eiga allir þeir sem sýndu ömmu um- hyggju þegar við vomm víðs fjarri þakkir skildar. Nú er tómlegt að Aðalgötu 3, þegar amma og afí em bæði farin, en minningamar lifa. Hvert sem litið er í húsinu sjást ummerki um þau. Inniskómir hans afa á sínum stað og svuntan hennar ömmu hangir inni í skáp. Amma skildi vel við húsið sitt, fægði silfrið og stífaði dúkana sína. Hún lagði ríkt á við okkur sem komum og dvöldum í húsinu að ganga vel um. Innilegar þakkir til Huldu Steingríms fyrir að hafa hugsað um húsið í mörg ár. Það er ekki öllum gefíð að fá að kynnast ömmu sinni og afa, en því nauðsynlegra er það fyrir þá sem eiga þess kost að rækta það samband. Við eigum ómetanlegan fjársjóð þar sem þetta fólk er og í hraða nútímans má það ekki gleym- ast. Mér fínnst ég svo rík að hafa fengið að alast upp með og kynn- ast ömmu minni og afa. Nú er orðið hljótt í húsinu þeirra nema örfáar vikur á ari þegar afkomendumir koma þangað í heimsókn. Langri vegferð og gæfuríkri er lokið. Hvíli þau í friði og hafí þökk fyrir allt. Bergþóra Þinur — Abies Dagar styttast nú ört og inn- an skamms kemur að því að barrtré og barrtijágreinar fara að sjást hér á markaði til skreyt- inga fyrir jól. í því sambandi er kannski ekki úr vegi að vekja hér aðeins athygli á einni ættkvísl barrtijáa sem æ meira hefur færst í vöxt að nota í áður nefndu skyni, en það er ÞINUR (Abies). A meðal al- mennings er þinurinn oftast nefndur eðalgreni. Það er rangnefni og kemur örugg- lega til af því að þetta sama heiti er notað yfir ættkvíslina hjá frændum okkar Dönum, Norðmönnum og Svíum. Ættkvíslin ÞINUR (Abies) aðskilur sig samt talsvert vel frá greni, sem ber fræðiheitið PICEA. Væri vissulega æskilegt að fólk lærði að greina í sundur og festa sér í minni mismuninn, því að í reynd eru það mjög ein- föld einkenni, sem dæmið snýst um, en þau eru eftirfarandi: A þintegundum eru nálar (öðru nafni barr) oftast flat- vaxnar, mjúkar og mjög oft aðeins sýldar á endum. Þær eru fastar á greinunum, en þegar þær falla af eða eru slitnar lausar þá verður jafnan eftir kringluleitt ljóst ör. Könglar þintegunda eru uppstæðir og oft áberandi fjólubláir á lit þeg- ar þroski þeirra nálgast. Við fulla þroskun hrynur köngul- hreistur þeirra alveg í sundur. Hjá grenitegundum eru nálar oftast mun stinnari og jafnan oft nokkuð yddar. Þær eru fer- strendar (tígullaga) eða í stöku tilvikum flat-þrístrendar og þegar þær falla eða slitna af verða eftir á greinunum áber- andi framstæðir nabbar. Barr- lausar greinar eru því alsettar smá fellingum og eru mjög hrjú- far viðkomu. Innanhúss í hlýju og þurru lofti falla nálar grenis gjaman fljótt, en á þin innþoma þær yfirleitt aðeins en sitja áfram furðu fastar. Könglar grenitegunda eru og hangandi við þroskun og falla að lokum af í heilu lagi. Bæðiþinur og greni tilheyra Þallarætt og sama gildir um fura. Samtals era um 40 þintegundir kunnar. Margar Þinur. Eitt einkennið: Uppstæðir köngiar. þeirra teljast til skrautlegustu og tilkomumestu tijáa vegna fagurs vaxtarlags, áferðar og áhrifamikils vöxtugleika. Barr þintegunda er ýmist gljáandi grænt eða blágrænt. Oft hjúpað silfraðri slikju. Stundum er það næstum snjóhvítt að neðan vegna áberandi breiðra vax- ráka. Asamt greni, fura og ýmsum öðram barrtijám mynda þinteg- undimar barrskógabeltið á norðurhveli jarðar. Þær eru dreifðar. Syðst hefst þinur við í fjalllendi Guatemala og nyrst era heimkynnin nálægt heim- skautsbaugi í Asíu. Óli Valur Hansson. Til lesenda: í næsta þætti, laugard. 29. nóv., væntum við þess að les- endur geti fengið nokkra tilsögn við gerð (bindinguj á aðventu- kransi, með tilliti til þess að aðventa gengur í garð næsta dag. Af þeirri ástæðu verður síðari hluti greinar Óla Vals Hanssonar um ÞIN ekki birtur fyrr en laugard. 6. des. nk. * Bama og blómahátíð í Mýjabæ í dag í dag bjóöum viö öll börn velkomin í Nýjabæ. Tilefnið er opnun barnahorns í kjallaranum. Kötturinn sem venjulega fer sínar eigin leiöir leggur leið sína í barnahorniö í dag og meö honum veröa kýrin, hesturinn og hundurinn. Dýrin veröa í barnahorninu klukkan 14 og skemmta börnunum með leik og söng, svo geta börnin líka leikið sér með ótal skemmtileg leikföng í barnahorninu, lesiö í bók, litað eða horft á teiknimyndasýningar meöan foreldrarnir versla í róleg- heitunum. í dag opnum viö líka glæsilegan blómamarkað í kjallaranum. Þarer mikiö úrval af fallega skreyttum jólablómum, þurrskreytingum, jólarósum og fl. En Nýibær er meira en kjallarinn. Á þremur hæðum eru fjölmargar sérverslanir meö úrvalsvörur og matvöruverslun Nýjabæjar er einstök, Leiöin liggur í Nýjabæ í dag. Opið til kl. 4 m RŒR VORUHUSÍÐ EIÐ/STORG/
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.