Morgunblaðið - 22.11.1986, Síða 62

Morgunblaðið - 22.11.1986, Síða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986 Opið í frákl.9-16 Sendtim um aUan Allar sendingar eru fulltryggðar yður að kostnaðarlausu RAflMAGERÐIN HAFNARSTRÆTI 19 Augýsingar 22480 Afgreiðsla 83033 Dagbókog minningargreinar .... .. 691270 Erlendaráskriftir . 691271 Erlendar fréttir .. 691272 Fréttastjórar .. 691273 Gjaldkeri .. 691274 Hönnunardeild .. 691275 Innlendarfréttir .. 691276 íþróttafréttir .. 691277- Ljósmyndadeild .. 691278 Prentsmiðja .. 691279 Símsvarieftirlokunskiptiborðs .. .. 691280 Tæknideild .. 691281 Velvakandi .. 691282 Verkstjóraríblaðaafgreiðslu .. 691283 Viðskiptafréttir .. 691284 Kynningarfundur: Hvernig starfar Rauði krossinn? Rauði krossinn starfar í 144 löndum heims. Innan vé- banda Rauða krossins eru um 250 milljónir manna. Rauði kross íslands var stofnaður 1924 og eru félags- menn nú um 20.000 í 48 deildum um allt land. Á verkefnaskrá félagsins er m.a. þetta: Sjúkraflutningar Skyndihjálp Hjálpartækjabanki Múlabær Blóðsöfnun Öldrunarmál Starfsþjálfun fatlaðra Neyðarvarnir Sjúkrahótel RKÍ-hús fyrir æskufólk Hlíðabær Unglingamál Sjálfboðastörf Alþjóðamál Kynningarfundur verður haldinn í fundarsal félagsins að Nóatúni 21 miðvikudaginn 26. þ.m. kl. 20.15—22. 30 og er dagskráin þessi: Ávarp formanns RKÍ Guðjóns Magnússonar. Almennt um starfið — Jón Ásgeirsson, framkvæmda- stjóri RKÍ og fleiri. Kvikmynd og kaffi. Umræður. Nýir félagar fá barmmerki félagsins og RKÍ-fréttir o.fl. Árgjaldið er 400 krónur. Vinsamlega tillkynnið um þátttöku í síma 26722 (Anna). Verið velkomin. AP/Símamynd • Kanadamaðurinn Dusco Dan Markovic veltir bíl f keppninni um titilinn „sterkasti maður heims“. Jón Páll Sigmarsson varð þriðji f þessari grein, en það kom ekki i veg fýrir glæsilegan sigur hans í keppninni. Sterkasti maður heims: Jón Páll Sigmarsson endurheimti titiiinn JÓN Páll Sigmarsson sigraði í keppninni „sterkasti maður heims“, sem lauk í Nice i Frakk- landi i gær. Jón Páll sigraði í 4 greinum, varð í 2. sæti í þremur og hafnaði í 3. sæti i einni grein. Hann hlaut samtals 59 stig, en Bretinn Geoff Capes, sem sigraði f keppninni í fyrra, fékk 54 stig. Keppnin tók þrjá daga. Á mið- vikudaginn varð Jón Páll í 2. sæti í trukkadrætti og munaði aðeins tveimur sekúndubrotum á honum og Capes. Jón Páll sigraði hins vegar í sekkjaþraut, sem var erfið- asta greinin í keppninni. Fyrst var 50 m hlaup með 90 kg sekk og síðan 200 kg sekkur dreginn sömu leið til baka. Að fyrsta keppnisdegi loknum voru Jón Páll og Capes jafnir og efstir með 15 stig. Annan daginn sigraði Jón Páll í steinalyftu, varð annar í kross- festingalyftu og hafnaði í þriðja sæti í að velta bíl. Eftir fimm grein- ar hafði Jón Páll 36 stig en Capes 33 stig. í gær var keppt í þremur grein- um og sigraði Jón Páll í réttstöðu- lyftu og tunnuhleðslu, en varð annar í reiptogi, og endurheimti þar með titilinn „sterkasti maður heims". Hjalti Árnason og Valbjörn Jóns- son aðstoðuðu Jón Pál í keppninni, en þetta var í fyrsta skipti, sem hann hafði með sér aðstoðar- menn. Jón Páll er 26 ára og 125 kg að þyngd. íþróttir helgarinnar: Hafnarfjarðarliðin mætast íhandknattleiknum ÞAÐ veröur ekki mikið um aö vera í 1. deildinni f handknattleiknum um þessa helgi enda tvö liö að keppa f Evrópukeppninni. Tveir leikir verða þó í dag. Hafnarfjarö- arliðin, FH og Haukar, mætast f Hafnarfirðinum klukkan 14 f dag og hálfri klukkustund fyrr leika á Akureyri lið KA og Ármanns. í 1. deild kvenna eru tveir leikir í dag. Stjarnan og FH leika í Digra- nesi klukkan 14 og klukkan 15.15 GRINDAVÍK vann Þór 77:72 f 1. deild karla f körfuknattleik í Grindavfk f gærkvöldi eftir að staðan hafði verið 37:35 í hálfleik. Grindvíkingar höfðu frumkvæð- ið nær allan leikinn og náðu mest 9 stiga forystu um miðjan fyrri hálfleik, en Þór náði að saxa á for- skotið fyrir leikhlé. Baráttan hélt áfram í seinni hálf- leik og um miðjan hálfleikinn jöfnuðu gestirnir og komust tvö stig yfir, en góður endasprettur leika í Seljaskóla Víkingar og Vest- mannaeyingar. Körfuknattleikur Tveir leikir eru í úrvalsdeildinni á morgun en engir körfuknattleiks- leikir eru í dag. Fram mætir ÍBK í Hagaskólanum klukkan 14 á morg- un og klukkan 20 leika þar KR og Haukar. Það gæti orðið fróðleg við- ureign því Jón Sigurðsson núver- andi þjálfari Hauka var áður heimamanna nægði þeim til sig- urs. Hjálmar Hallgrímsson var best- ur hjá UMFG og fór á kostum í lokin, en hann skoraði 24 stig. Rúnar Árnason skoraði 16 stig og Dagbjartur Willardson 11 stig. Hjá Þór var ívar Webster bestur að vanda og skoraði 26 stig. Bjarni Össurarson skoraði 23 stig og Konráð Óskarsson 15 stig. Kr.Ben. leikmaður og þjálfari KR-inganna. Hjá konunum eru einnig tveir leikir. Haukar og ÍBK leika klukkan 14 á morgun í Hafnarfirði og klukk- an 15.30 leika ÍR og ÍS í Seljaskóla. Á undan þeim leik er stórleikur í 1. deild karla. Þá eigast við ÍR og Þór frá Akureyri og hefst leikurinn klukkan 14. ÍR átti að leika við ÍS en þeim leik hefur verið frestað þar til 2. desember. Blak Þrír leikir eru í karlablakinu í dag og einn hjá konunum. Fram og HK leika í Hagaskólanum klukkan 14 og strax að þeim leik loknum leika ÍS og Víkingur en síðasti leikurinn í Hagaskóla er á milli ÍS og HK í kvennaflokki oa hefst hann um klukkan 16.30. A Neskaupstað leika heimamenn við KA frá Akureyri og hefst sú viðureign kiukkan 16. Badminton UM helgina fer fram Jafnréttis- mót hjá TBR og er leikið í dag og á morgun. Pílukast Fyrsta íslandsmótinu í pílukasti verður fram haldið í dag og á morg- un en keppnin hófst í gærkvöldi. í dag er keppt í undanrásum en úr- slitin verða á morgun. Keppnin fer fram í Ballskák við Skúlagötu. Körfuknattleikur- 1. deild: Grindavík vann Þór

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.