Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1986 Ljósmynd/Bjöm Rúríksson íslandseldar komnir út hjá Vöku-Helgafelli Þetta er ein opnumyndanna í bókinni íslandseldar, sem tekn- ar hafa verið sérstaklega vegna bókarinnar. Hér sést tunga eins svonefndra Hólmshrauna, sem upp komu við norðanverð Blá- fjöll. Þessi hraun eru frá þvi fyrir landnám, en mörg önnur hraun hafa runnið í átt til höf- uðborgarsvæðisins. HJÁ BÓKAFORLAGINU Vöku-Helgafelli er komin út bókin ís- landseldar — Eldvirkni á íslandi í 10.000 ár. Höfundur bókarinnar er Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, en auk hans haf a sérf ræðingar á ýmsum sviðum komið við sögu útgáf unnar. Að sögn Ólafs Ragnarssonar, af þeim §ölda korta og skýringar- útgefanda, er hér um að ræða mynda sem í ritinu eru og allt dýrustu bókina á jólamarkaði í kapp lagt á að þetta yfirgrips- ár, verðið er kr. 4.860. Bókin er í stóru broti, 180 síður og er hver þeirra prentuð í §órum litum. Alls eru um 200 Ijósmyndir, skýr- ingarmyndir og kort í bókinni, og í frétt frá forlaginu segir að hvergi hafí verið til sparað svo þetta rit mætti verða sem vandaðast. Það er í tilefni fímm ára af- mælis forlagsins sem ráðizt hefur verið í útgáfu þessa verks. Höf- undur er sem fyrr segir Ari Trausti Guðmundsson, en hann hefur stuðzt við heimildir §öl- margra vísindamanna sem sér- fróðir eru um einstakar eldstöðvar og jarðsvæði. Þetta er í fyrsta sinn sem flallað er á einum stað um allar virkar eldstöðvar á ís- landi sem er eitt mesta eldljalla- land í heimi svo sem kunnugt er. Myndmál er veigamikill þáttur í umfjöllun efhisins eins og sjá má mikla efni sé þann veg fram sett að það sé almenningi sem að- gengilegast. í frétt frá Vöku-Helgafelli seg- ir „Glæsibækur af þessu tagi hafa í nágrannalöndunum verið eitt áhrifamesta svar útgefenda við aukinni myndmiðlun í sjón- varpi og á myndböndum. Megin- einkenni þeirra eru stórar litmyndir, feiknavandaðar skýr- ingarmyndir í litum og kort, og þykir með þessu hafa sannazt að enginn miðill slær bókina út á sviði fjölfræði og sem augnayndi." Þá er því haldið fram að ís- landseldar sé í raun fyrsta íslenzka bókin þar sem þessari formúlu sé fylgt út í æsar. Bókin íslandseldar er að öllu leyti unnin hér á landi á vegum Prentsmiðj- unnar Odda hf. Morgunblaðið/Jóhannes Long Lokaspretturinn við íslandselda. Hér er hópurinn sem mest hefur unnið að eldgosabókinni að störfum í húsakynnum Vöku-Helga- fells, frá vinstri: Ólafur Ragnarsson, útgefandi, Gunnar H. Ingimundarson, landfræðingur, sem gert hefur 50 kort í bókina, Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, höfundur bókar- innar, Jónas Ragnarsson, ritstjóri, sem sá um útlit og efnisvinnslu og Eggert Pétursson, myndlistarmaður, en hann málaði tugi skýr- ingarmynda i íslandselda. V estmannaeyjar: Leitað nýrrar orku til húshitunar ALBERT Guðmundsson iðn- aðarráðherra hefur skipað nefnd til þess að kanna með hvaða hætti nýrrar orku verður aflað fyrir Vest- mannaeyjakaupstað til hús- hitunar, þegar hraunhitinn er uppurinn. Nefndarbréf iðnaðarráðherra er svohljóðandi: „Iðnaðarráðherra hefur ákveðið að skipa sérstaka nefnd til þess að kanna leiðir til að afla Vestmannaeyjakaupstað orku til húshitunar í framtíðinni. Skal nefndin skilgreina og bera saman leiðir til öflunar orku í Vestmannaeyjakaupstað eftir að núverandi hraunhitaveita annar ekki lengur eftirspuminni.“ Þeir sem skipaðir vom í nefnd- ina eru: Dr. Guðmundur Pálma- son, forstjóri Jarðhitadeildar Orkustofnunar, Eiríkur Bogason, veitustjóri í Vestmannaeyjum, Sigmund Jóhannsson, uppfynd- ingamaður, Dr. Sveinbjörn Bjömsson, prófessor, Vilhelm V. Steindórsson, verkfræðingur og Dr. Öm Helgason, prófessor. Páll Flygenring ráðuneytisstjóri iðnaðarráðuneytið sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að nefndin ætti að skila skýrslu í marsmánuði á næsta ári, og áfangaskýrslu mánuði áður. Siglufjörður: Snarpur jarðskjálfti SNARPUR jarðskjálftakipp- ur varð um hálffimmleytið í fyrrinótt á Siglufirði og telja heimamenn að hann eigi upp- tök sín þar. Mokloðnuveiði hefur verið hér í sólarhring. Huginn kom inn með fullfermi snemma laugar- dagsmorgun og voru fleiri skip væntanleg síðdegis. Voru Ioðnu- skipin að veiðum út af Húnaflóa. Matti. Innra starf Háskóla íslands til umræðu á 1. desember hátíð STÚDENTAR í Háskóla íslands halda 1. desember hátíðlegan nú sem fyrr, en fyrirkomulag hátíðarhaldanna hefur hinsvegar tekið miklum breytingum frá því sem áður var. Listakosningar til 1. des. hafa verið aflagðar og annast deildarfélög innan Háskólans skipu- lagninguna. Á 3ja ára fresti er dregið um það hvaða 3 deildarfélög sjái um hátíðarhöldin og í ár kom það i hlut heimspeki-, laga- og viðskiptadeildar að skipuleggja þau. Umræða dagsins verður um Valborg Snævarr laganemi, Jón innra starf Háskólans og ber yfír- skriftina: Orð kvað Aþena, augn- fögur gyðja: Hvað er það gildis? Hvað er það fjölmennis? Hvers ger- ist þér þörf þess? (Ódeysseifskviða 1.221,225). Pjallað verður m.a. um afstöðu stúdenta til námsins, námstilhögun í skólanum og viðhorf kennara til þessara mála. Ræðumenn dagsins verða: Páll Valsson nemi í íslensku, Torfi Jónasson dósent. Þá mun Flosi Ólafsson leikari flytja erindi, Háskólakórinn syngja og leikhópur frá LR undir stjóm Guðrúnar Ásmundsdóttur skemmta. Heiðursgestur hátíðar- innar verður forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir. Hátíðin verður kl. 14.00—16.00 mánudaginn 1. des. í Háskólabíói. Um kvöldið er dansleikur á Hótel Borg. I ávarpi Eyjólfs Sveinssonar, formanns hátíðamefndar, segir m.a.: „Um árabil hefur það verið mál manna, bæði innan og utan Há- skóla Islands, að 1. des. hátíðarhöld stúdenta væm hvorki þeim né Há- skólanum til framdráttar. Stúdent- um hefur ekki fundist það vera í anda sameiningar við 1. des. að heyja um hátíðarhöldin harðar kosningar á hveiju ári. Einnig hefur borið á því að hátíðarhöldin hafi verið notuð til að koma á framfæri flokkspólitískum áróðri. Þetta ástand var óviðunandi. Stúdentar em ein heild og pólitík á ekki og má ekki verða til að sundra þessum hóp, sérstaklega ekki þegar minnast á fullveldis okkar íslend- inga. Því vom hátíðarhöldin, sem Vaka skipulagði í fyrra, tileinkuð Háskóla íslands. Var það gert í þeirri von að takast mætti að sameina stúd- enta um þennan dag. Hátíðarhöldin tókust vel og vom mjög glæsileg en þó var mæting stúdenta ekki í samræmi við vonir manna. Við svo búið mátti ekki una. Mikið endurreisnarstarf er nú unnið á vettvangi stúdenta við HÍ. Ber þar mest á því að pólitískum flokka- dráttum er algerlega hafnað eins og sést best af öllum verkum þeirra sem nú standa í forsvari fyrir stúd- enta. í samræmi við þetta endurreisn- arstarf ákváðum við sem að hátíð- inni í fyrra stóðum að nú skyldi 1. des. breytt. Stúdentar hafa marg oft lýst yfír vilja sínum í þá átt og það hafa einnig formenn deildarfé- laga gert. Því lagði hátíðamefnd Vöku ’85 fram hugmyndir að breyt- ingum sem samþykktar voru í Stúdentaráði og í stjómum allra deildarfélaga. Ber að þakka forr mönnum deildarfélaga hve hratt og vel þeir tóku við sér í þessu máli. Nú höfum við því allar aðstæður til að endurreisa 1. des. Mönnum ber saman um það að léleg hátíða- höld þennan dag hafí skaðað bæði stúdenta og háskólann. Þessu verð- ur breytt nú í ár.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.