Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1986 Jólabrauð frá ýmsum löndum Jólasiðir þjóða er mismunandi. Margar þjóðir baka sérstök brauð sem tengd eru jólunum, en aðrar baka kökur. í þessum þætti í fyrra birtust uppskriftir af þýskri Stollen, ítalskri Panettone og franskri Buche de Noöl. I hittifyrra var í þættinum sænsk Lúsiubrauð. Gætu því sumir álitið að nú væri nóg komið. En jólin eru árviss og af nógu er að taka og enn er ég með jólabrauð, og að þessu sinni frá Grikklandi og Veróna á Ítalíu, ennfremur er hér uppskrift af jólakringlu, sem Danir hengja oft í glugga sína fyrir jólin. Já, við höfum mikið fyrir bakstri um jólin, en það er ekki alveg nýtt í sögunni. Formæður okkar bökuðu alltaf fyrir jólin, ef þess var nokkur kostur og fyrirhöfnin var ekki spöruð. Ég birti hér lýsingu á jólakökubakstri Mörtu Maríu Stephensen, en hún birtist í Matreiðslu Vasa-Qveri hennar, sem út kom árið 1800. „Jóla-kökur, sem Danir svo nefna, og sem svo kostulegar eru og haldast, eru og tilbúnar af hveiti, sem vætt er í góðri og i sætri mjólk, og sýrt með geri eða og hveiti-súrdeigi, viðlíkt og deig í þau svo kölluðu Bak- ara-ofns eður Súr-brauð, hvör Danskir nefna Rúgbrauð, Huusbager-Bröd, og eru þau ólík þeim réttu Súr-brauðum, sem gjörð eru af sýrðu hveitideigi. En deig í öll þessi brauð sýnst, þegar heitt vatn eður mjólk er látin í stamp eður kérhald, þar saman við vel hrært gér eður smá-múlið súr-deig og sallt, og síðan svo vel, sem verður, eins mikið af hveiti eður mjöli (eptir því sem brauðin ega að vera til), og það getur á móti tekið, sem mest, er þá íhrært, þakið vel ofan með brekunum eður öðru, og grafið niður í heit rúmföt eður sett við velgju, svo sem nálægt eldi, hvar af það gengur, eður bólgnar vel; svona byrgt skal það standa í 3 dægur; en hvað Jóla-kökumar áhrærir þá em ásamt hveitinu, leggja-lausar Rúsinur og Kórennur, og ef til em, nockrir smámolar af Súkkati, hrærðir jafnt saman við í deigið, sem eptir 3 dægur er opnað aptur, og hnoð- að vel, og um leið svo mikið af hveiti inní deigið, sem inní vill gánga, þá em stór kringlótt brauð eður kökur óbakaðar hér um 2ja þumlúnga þyckvar mindaðar, og, ef vill, ofan á og utan með til prýðis fallega mótaðar með þar tU gjörðu tré-móti. Til útvortis glansa og fegurðar má og yfirborð þeirra ijóðrað með sundurslegnum eður hrærðum Eggja-blómum. Loksins em þessar Jóla-kökur bakaðar í brauðapönnu, með eld-glæðum yfir og undir, eður og í baksturs-ofni eins og önnur rauð. Þær em síðan borðaðar með smjöri ofaná, og osti eður kjöt-pömm ellegar pylsu-sneiðum tíl árbíts og qvöld-matar, á hátíða- og öðmm tilli- dögum, eður og þurrar." Þessar jólakökur hljóta að hafa verið bakaðar í svonefndum „lokpönnum" yfir opnum eldi, en fyrsti baka- rofn kom til íslands árið 1860. Jólabrauð frá Veróna pandoro di Verona 2 'Abolli hveiti pk (50 g) þurrger 3 msk sykur 'Atsk. salt 1 msk brætt smjörlíki 2 tsk. vanillusykur rifinn bökur af ‘Asítrónu 3 eggarauður 150 g mjúkt smjör 1 dl flórsykur 1. Setjið hveiti, þurrger, salt, sykur og vanillusykur í skál. Rífið sítrónubörkinn og setjið saman við. 2. Þeytið eggin saman, setjið síðan út í mjölið ásamt bræddu smjörlíki og hrærið vel saman. Látið skálina standa á volgum stað í l'A klst. Leggið hreina diska- þurrku yfir á meðan. 3. Hnoðið deigið aftur upp, skiptið síðan í þrjá hluta. Setjið hvem þeirra í plastpoka sem hveiti hefur verið stráð inn í og geymið í kæliskáp í 30 mínútur. 4. Fletjið hvem deigbút út, smyrjið síðan smjörinu ofan á þá, leggið síðan hvem ofan á annan. Brjótið síðan saman. Fletjið allt deigið út í aflangan bút, smyrjið með því sem eftir er af smjörinu og rúllið upp eins og rúlluköku. 5. Smyrjið hátt kökumót, helst rifflað. Hægt er að nota margs konar mót, en þau þurfa að vera djúp. Setj- ið, rúlluna í smurt mótið. Þrýstið öriítið niður. Deigið á að fylla mótið að V3. Leggið síðan stykki aftur yfir mó- tið og látið lyfta sér í 1 klst. á volgum stað. 6. Hitið bakarofn í 200°C, blástursofn í 180. Setjið mótið neðarlega í ofninn og bakið í 45—60 mínútur. 7. Takið mótið úr ofninum og kælið örlítið, Iosið síðan brauðið úr mótinu og kælið á grind. 8. Ef kúluform er ofan á brauðinu, þarf að skera það af, en það á að standa vel. 9. Stráið flórsykri yfir kökuna með vírsigti og berið fram með smjöri. Grískt jólabrauð Christopomo 1 kg hveiti, 7 bollar 2 pk. þurrger (100 g) 150 g sykur, 8Abolli 1 msk. anísfræ 1 tsk. salt 150 g smjör eða smjöriíki ‘Abolli vatn ‘/abolli mjólk 4 egg 1 eggjarauða 4 kokteilkirsuber, helst úr pakka 1 eggjahvíta 1. takið ’Aanísfræjanna frá og geymið. 2. Setjið hveiti, þurrger, sykur, hinn hluta anísfræsins og salt í skál. 3. Bræðið smjörið eða smjöriíkið. Hellið f skál, seljið síðan kalda mjólkina og vatnið út í. Hrærið saman, en hellið síðan út í mjölblönduna. 4. Hrærið eggin og eggjarauðuna saman þar til það er orðið ljóst og létt og setjið út í mjölið og vökvann. Hrærið saman. 5. Leggið stykki yfír skálina og látið brauðið lyfta sér á volgum stað í 2 klst. 6. Takið deigið úr skálinni. Takið ‘Ahluta deigsins frá, en mótið hlemm úr hinu. Hann á að vera u.þ.b. 20 sm í þvermál. Þetta á að vera þykkt. 7. Skiptið því sem þið tókuð frá af deiginu, í þijá hluta. Rúllið hvem bút í lengju, 40 sm langa. Skerið upp í endann hvoru megin. Veijið síðan upp eins og sýnt er Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON á meðfylgjandi mynd, þannig að munstur myndist ofan á kökunni. 8. Leggið sívalningana ofan á brauðið, eins og sést á myndinni. 9. Skerið hvert kirsuber í tvennt, leggið inn í hringina á lengjunni. 10. Þeytið eggjahvítuna örlítið með gaffli og penslið brauðið með henni. Stráið síðan því sem þið tókuð frá af anísfræinu yfir. 11. Setjið brauðið á bökunarhellu, leggið stykki yfír og látið lyfta sér í 40—60 mínútur. 12. Hitið bakarofninn í 210°C, blástursofn í 190°C. Setjið brauðið neðarlega í ofninn og bakið í 45 mínútur eða þar til þið heyrið holhljóð ef þið sláið ofan á brauðið. 13. Takið brauðið úr oftiinum, leggið á grind, setjið hreina diskaþurrku yfir og látið kólna. / 14. Berið fram með smjöri eða rjómaosti. Krínglur til að hengja í borða (2 kringlur) 500 g heiti 1 pk þurrger, 50 g 1 msk. sykur 1 tsk. salt 50 g smjöriíki 1 eggjahvíta 3 dl mjólk 10 dropar gulur ávaxtalitur 1 eggjarauða + 1 tsk. vatn til að smyija með Rauður silkiborði. 1. Setjið hveiti, þurrger, sykur og salt f skál. 2. Bræðið smjörlíkið, hellið í skál, setjið ávaxtalitinn út í mjólkina og hrærið vel saman. Setjið út í smjörlíkið. 3. Setjið vökvann í mjölið. Hrærið vel saman. 4. Leggið stykki yfir skálina og látið Iyfta sér á volg- um stað í 30 mínútur. 5. Takið deigið úr skálinni. Skiptið í tvennt. Búið síðan til fléttu úr hvorum deigbita, þannig að þið búið til 3 lengjur og fléttið saman. 6. Smyijið bökunaplötu. Leggið fléttumar í hring á plötuna. 7. Sláið eggjarauðuna í sundur með vatninu og pens- lið hringina vel með því. 8. Leggið stykki yfir brauðin og látið lyfta sér á volg- um stað í 20—30 mínútur. 9. Hitið bakarofninn í 210°C, blástursofn í 190°C. Setj- ið brauðin í miðjan ofninn og bakið í 15—20 mínútur, eða þar til þau eru nokkuð vel bökuð, örlftið dökk og glansandi. 10. Hnýtið rauða slaufu í hvort brauð og hengið í eld- húsgluggann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.