Morgunblaðið - 07.12.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.12.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNÚDAGUR 7. DESEMBER 1986 21 oc KJARASAMNIN GUR milli Alþýðusambands íslands vegna Iðnnemasambands íslands og eftirtalinna landssambanda þess og einstakra aðildarfé- laga þeirra; Verkamannasambands íslands, Málm- og skipasmiðasambands íslands, Rafiðnaðarsambands Islands, Landssambands iðnverkafólks, Landssambands íslenskra verslunarmanna, landssambands vörubifreiðastj óra svo og félaga með beina aðild að sambandinu annars vegar og Vinnuveitendasambands íslands vegna aðildarfélaga þess og einstakra meðlima og Vinnumálasambands samvinnufélaganna hins vegar. 1. grein Allir kjarasamningar ofangreindra aðila framlengjast til 31. desember 1987, með þeim breytingum, sem í samningi þessum felast. 2. grein Ákvæði um hækkun lægstu launa Frá 1. desember 1986 leysa eftirgreind ákvæði um lágmark launa áður gildandi kaup- taxta af hólmi og er þeim einungis ætlað að hafa áhrif á lægstu laun í viðkomandi starfs- grein, sem dregist hafa aftur úr í launaþróun síðustu ára. Laun fullgildra starfsmanna verða að lág- marki sem hér segir að meðtalinni almennri launahækkun um 4,59% frá 1. desember 1986: 1. Ófaglærðir starfsmenn: Kr. 26.500 á mánuði. Þeir starfsmenn, sem lokið hafa samningsbundnum námskeiðum og starfs- þjálfun í fiskiðnaði, fataiðnaði, verslun og veitinga- og gistihúsum skulu fá námskeið- sálag, kr. 1.300, þannig að lágmarkslaun þeirra sem þeim hafa lokið verði í desemb- er kr. 27.800 á mánuði. 2. Iðnaðarmenn að afloknu a.m.k. 4 ára iðnnámi kr. 35.000 á mánuði. 3. Upphafslaun byijenda skulu vera 92% af lágmarki launa og greiðast fyrstu 3 mán- uði í viðkomandi starfsgrein. 4. Laun 15 ára unglinga skulu vera Vs af lágmarki launa ófaglærðra starfsmanna og laun 14 ára unglinga 60% en yngri en 14 ára 50% af sama stofni. 5. Um laun iðnnema fer skv. sérstöku sam- komulagi, sem er fylgiskjal með samningi þessum. Framangreind launaákvæði koma í stað áðurgildandi launasamninga og miðast við allar tekjur fyrir 40 stunda dagvinnu, þ.e. samningsbundin laun að viðbættum hvers kyns aukagreiðslum, yfirborgunum og álög- um, sem fylgja föstum launum. Ef laun starfsmanns, þannig metin eru hærri en við- eigandi lágmark, hækka þau ekki. Hins vegar teljast samningsbundnar greiðslur vegna vinnufata, verkfæra, ferða vegna vinnu, fæðiskostnaðar og vaktavinnu- álags ekki með, þegar metið er hvort laun séu ofan eða neðan lágmarks. Laun þeirra, sem hafa þannig skýrgreint jafnhá eða hærri heildarlaun fyrir dagvinnu taka engum breytingum á launum umfram það, sem rakið er í 3. gr. Þar sem laun eru samsett af föstum launum og breytilegum, t.d. bónus, premíu, þá skal breytilegi hluti launanna lækka tilsvarandi við hækkun fastra launa. Ofangreind ákvæði gefa ekki tilefni til breytinga á launum sem eru hærri en tilgreind lágmarkslaun og hafa ekki áhrif á einstaka kjaraliði, sem hingað til hafa tekið mið af kauptöxtum kjarasamninga. Hækka þeir liðir því einungis í samræmi við ákvæði 3. gr. 3. grein Á samningstímabilinu hækka öll laun og kjaratengdir liðir, sem fylgt hafa kauptöxtum kjarasamninga, þ.m.t. grunntölur afkasta- hveljandi launakerfa og kostnaðarliðir, sem hér segpr: 1. Frá 1. desember 1986 um 4,59% skv. úr- skurði launanefndar ASÍ og VSÍ/VMS. 2. Frá 1. mars 1987 um 2,0%. 3. Frá 1. júní 1987 um 1,5%. 4. Frá 1. okt. 1987 um 1,5%, enda hafi við- komandi samningi þá ekki verið sagt upp skv. 4. grein. Lágmarkslaun verða sem hér segir:. Ófaglærðir Faglærðir 1. mars 1987 27.000 35.700 1. júní 1987 27.500 36.200 l.okt. 1987 28.000 36.800 4. grein Á samningstímabilinu skulu samningsaðilar gera nýja fastlaunasamninga með þeim hætti og í þeim starfsgreinum sem að neðan greinir: Fastlaunasamningar þessir skulu taka gildi eftir því sem um semst á tímabilinu frá 1. mars 1987 til 1. september 1987. Hafi fast- launasamningur ekki verið gerður fyrir 1. sept. 1987 í samræmi við samningsákvæði þarum, er aðilum heimilt að segja samningi upp með tveggja vikna fyrirvara, þannig að hann verði laus 15. sept. að því er tekur til starfsmanna í þeirri starfsgrein, sem gera skyldi fastlaunasamning um. Við gerð umræddra fastlaunasamninga skal miðað við eftirgreindar forsendur: 1. Að fastlaunakerfi nýs samnings verði í sem bestu samræmi við launakerfí fyrirtækja í hlutaðeigandi starfsgrein og að gerð fast- launasamninga þessara miðist við skrán- ingu kauptaxta, sem best samræmist greiddu kaupi í starfsgreininni, en leiði ekki sjálfkrafa til hækkunar á greiddu kaupi. 2. Að leitast verði við að auka hagræðingu og framleiðni þannig að vinnan nýtist sem best og skili sem mestum verðmætum til hagsbóta fyrir alla samningsaðila. 3. Að launamunur m.t.t. starfsreynslu, menntunar og hæfni taki mið af raun- verulegum aðstæðum í hveiju tilviki. 4. Að samningsbundin launakerfí miðist sem mest við að laun séu greidd fyrir raun- verulega unninn tíma án þess að gengið sé á hefðbundinn hvíldartíma, forðast verði að greiða laun fyrir skráðan tíma en óunn- jnn. Á grundvelli ofangreindra forsendna og annarra sem um kann að semjast skulu gerð- ir eftirtaldir fastlaunasamningar við þá samningsaðila sem tilgreindir eru vegna fé- lagsmanna aðildarfélaga þeirra í tilgreindum starfsgreinum: 1. Verkamannasamband íslands Sérþjálfaðir byggingaverkamenn Bifreiðastjórar og stjómendur þungavinnu- véla Matráðskonur og starfsfólk í mötuneytum 2. Málm- og skipasmiðasamband íslands VSÍ, SMS og MSÍ munu á samningstímabil- inu greiða götu þess, að fyrirtækjasamn- ingar geti tekist í einstökum fyrirtækjum í skipasmíðagreininni. MSÍ og SMS munu í sameiningu stuðla að bættum kjararannsóknum í málmiðnaði og í því skyni skipa einn mann hvort til samstarfs við Kjararannsóknamefnd um bætt skil á launaupplýsingum til nefndar- innar. Þessir trúnaðarmenn samtakanna em bundnir þagnarheiti gagnvart upplýs- ingum um einstaklinga og fyrirtæki, sem þeir fara höndum um í starfi sínu í þágu nefndarinnar. Nefndarmennimir skulu enn- fremur fylgjast með stærð úrtaksins og vinna að því með Kjararannsóknamefnd, að úrtakið gefi sem gleggstar upplýsingar um laun og launadreifingu í mismunandi störfum og starfsgreinum. 3. Landssamband íslenskra verslunar- manna Sérstakt samkomulag um útfærslu á 4. grein aðalkjarasamninga. Aðilar eru sammála um að útfæra fast- launasamninga sem sérsamninga og að eftirtalin svið hafi forgang: 1. Afgreiðslustörf 2. Störf í lyfjavöruverslunum 3. Almenn skrifstofustörf 4. Störf í ferðaþjónustu Aðilar eru sammála um að setja á lagg- imar nefnd skipaða xx fulltrúum hvors aðila sem vinni sameiginlega úr launaupp- lýsingum Kjararannsóknamefndar. Nefnd- in skal hefja störf þegar í ársbyijun 1987. Aðilar skulu síðan með hliðsjón af niður- stöðum nefndarinnar semja um lágmarks- laun fyrir hvem ofangreindra starfshópa, og þau skulu taka umsömdum launabreyt- ingum samkvæmt aðalkjarasamningi á hveiju samningstímabili. Lágmarkslaunin merkja ekki í þessu sambandi lægstu laun í hveijum hópi heldur þau sem um er samið. Lágmarkslaun ofangreindra hópa skal síðan endurskoða við lok hvers samnings- tímabils eða oftar ef um semst og skal sú endurskoðun taka mið af raunverulegri launaþróun. 4. Landssamband iðnverkafólks 1. Matvæla- og hreinlætisvöruiðnaður 2. Umbúðaiðnaður 3. Kemískur iðnaður 4. Vefjariðnaður 5. grein Auk þeirra breytinga á samningsákvæðum, sem fram koma í öðrum ákvæðum samnings þessa breytast kjarasamningar eftirgreindra aðila sem hér segir: 1. Verkamannasamband íslands 1.1 Kaiipaukagreiðslur í samræmi við markmið 5. greinar síðast gildandi samninga eykst fastur hluti launa starfsmanna í fiskiðnaði og bónusi-, premíu- og aðrar álagsgreiðslur lækka að sama skapi. Þetta verði framkvæmt á eftirfarandi hátt: 1.2 Bónuskerfi Heimilt er að reikna bónus vikulega í fiskvinnsluhúsi eða einstökum deildum þess, enda liggi fyrir samþykki meirihluta starfsfólks, verkalýðsfélags og fyrirtækis. Þegar unnið er eftir launakerfum þar sem bónusgreiðslur hefjast nú við 66,7% af- köst hefjast bónusgreiðslur eftir gildi- stöku þessa samnings við 100% afköst. Launakerfum, þar sem afkastamörk fyrir bónusgreiðslur eru nú 100%, greiddur er 10% bónus við 100% afköst og launalína er síðan með hallanum 1.1/1.0, verði breytt þannig að 10% upphafsbónus fellur niður, halli helst óbreyttur og bónus- greiðsla hefjist við 113.64% afköst. 1.3 Premíukerfi Allar afkastatengdar premíulaunatölur margfaldast með stuðlinum 0.6. 1.4 Hrein akkorð Launatölur hreinna ákvæðisvinnukerfa (akkorða) s.s. við síldarsöltun, togaralönd- un o.s.frv. breytast ekki vegna þeirra sérstöku láglaunahækkana sem felast í samningi þessum. 1.5 Aðrar aukagreiðslur Heildaupphæð dagvinnulauna, sem samsett er af föstum launum og álags- greiðslum (þ.m.t. föstum premíu- og bónusgreiðslum) breytist ekki vegna þeirrar sérstöku hækkunar lægstu launa, sem í samningi þessum felast, nema hún sé lægri en almenn lágmarkslaun þessa samnings. Dæmi um greiðslur af þessu tagi er þegar greidd er ákveðin krónutala eða prósenta til viðbótar taxtakaupi. Þegar núverandi dagvinnutaxti að við- bættri álagsgreiðslu samkvæmt framan- sögðu er hærri en almenn lágmarkslaun, sem þessi samningur ákveður, skulu þau haldast óbreytt. Ef dagvinnutaxtinn að viðbættri álagsgreiðslu er aftur á móti lægri en almenn lágmarkslaun, gilda þau. Alagsgreiðslur á yfírvinnu breytast á sama hátt. 1.6 Reiknitala tímamældrar ákvæðisvinnu í ræstingu er kr. 214,00 frá 1. desember og breytast aðrar reiknitölur ræstingar tilsvarandi. 6. Landssamband vörubifreiðastjóra 6.1 Kjarasamningur Landssambands vörubif- reiðastjóra og Vinnuveitendasambands íslands taki eftirgreindum breytingum: Við 5. grein bætist: Þá er verktakafyrirtækjum innan Verk- takasambands íslands og Félags vinnu- vélaeigenda fijálst að nota eigin bifreiðar og flutningstæki, til alls nauðsynlegs flutnings í tengslum við verkframkvæmd- ir, sem þau hafa tekið að sér, með samningum við verkkaupa eða aðalverk- taka. í samningum við aðalverktaka má akst- ursþáttur verksins þó ekki nema meiru en 75%. Við 6. grein bætist: Landssambandið skuldbindur aðildarfé- lög og félagsmenn sína til þess að stunda ekki atvinnurekstur, hvorki verktaka- starfsemi skv. reikningi, né að taka þátt í útboðum um verkframkvæmdir. 6. grein Foreldri skal, eftir fyrsta starfsmánuð, heimilt að veija samtals 7 vinnudögum á hveiju 12 mánaða tímabili, til aðhlynningar sjúkum bömum sínum undir 13 ára aldri, enda verði annarri umönnun ekki komið við og halda þá dagvinnulaunum sínum, svo og vaktaálagi þar sem það á við. 7. grein Ákvæði kjarasamninga um áunnin réttindi orðjst sem hér segir: Áunnin réttindi launþega skulu haldast við endurráðningu innan eins árs. Á sama hátt skulu áunnin réttindi taka gildi á ný eftir eins mánaðar starf ef endurráðning verður eftir meira en eitt ár, en innan þriggja ára. 8. grein Samningsaðilar eru sammála um að nefnd sú er skipuð var skv. 6. gr. samnings frá 26. febrúar 1986 skuli starfa áfram og vinna að tillögum í samræmi við meginmarkmið þeirrar greinar um: 1. Aukna tryggingavemd launþega, í lang- vinnum forföllum frá vinnu vegna slysa í og^utan vinnutíma eða vegna veikinda. í þessu tilliti skal höfð hliðsjjón af greiðsluréttindum opinberra starfsmanna og kannað hvort og með hvaða hætti laun- þegar geti flutt veikindaréttindi milli vinnuveitenda. 2. Slysatryggingar og skal athuga sérstak- lega fjárhæðir trygginga með tilliti til tjóns slasaðra og heildartryggingavemdar. 3. Skyldutryggingu atvinnurekenda, svo að tryggt verði að launþegi fái jafnan notið umsamins launaréttar í slysa- og sjúkdóms- forföllum. 9. grein Samningur þessi er gerður á gmndvelli neðangreindra forsendna: 1. Yfírlýsingar ríkisstjómarinnar um skatta- mál, efnahagslegar forsendur samningsins og aðild í verðlagsmálum. 2. Fyrirliggjandi áætlana um horfur í efna- hagsmálum. 3. Að framfærsluvísitalan verði innan eftirtal- inna marka m.v. 100 1. febrúar 1984: 1. febrúar 1987:187.7 l.maí 1987:193.0 l.september 1987:196.5 Á samningstímabilinu skal sérstök launa- nefnd, skipuð tveimur fulltrúum frá ASÍ og tveimur fulltrúum frá VSÍ/VMS fylgjast með breytingum verðlags og kaupmáttar svo og þróun efnahagsmála. Launanefndin skal serstaklega fylgjast með þróun framfærsluvísitölu og meta ástæður til launahækkana, fari verðlagshækkanir fram úr viðmiðunarmörkum skv. forsendum samn- ingsins. I störfum sínum skal nefndin líta til þróun- ar kaupmáttar á því tímabili sem liðið er af samningi þessum og jafnframt meta áhrif breytinga á efnahagslegum forsendum s.s. viðskiptakjörum og þjóðarframleiðslu. Telji launanefnd tilefni til sérstakrar launa- hækkunar, skal ákvörðun hennar liggja fyrir 25. dag útreikningsmánaðar og koma til fram- kvæmda frá og með 1. næsta mánaðar. Einstaklingsbundnar launahækkanir svo og launahækkanir sem ákveðnar kunna að verða í fastlaunasamningum umfram það sem kveð- ur á í þessum samningi, skal mótreikna þeim sérstöku hækkunum sem launanefnd úrskurð- ar, sé ekki öðruvísi samið. Launanefnd skal leita samkomulags um ákvarðanir sínar, en verði ágreiningur um úrskurð skulu fulltrúar annars aðila deila með sér oddaatkvæði til skiptis. í fyrsta sinn er til ágreinings kemur um ákvörðun deila full- trúar ASÍ oddaatkvæði sem gengur til fulltrúa VSÍ/VMS verði ágreiningur um síðari ákvörð- un. 10. grein Samningur þessi öðlast gildi við staðfest- ingu einstakra aðildarfélaga Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands íslands og Vinnumálasambands samvinnufélaganna og gildir þá frá og með 1. desember 1986, enda hafi Vinnuveitendasambandi íslands eða Vinnumálasambandi samvinnufélaganna bo- rist tilkynning um samþykki viðkomandi verkalýðsfélags fyrir kl. 12.00 á hádegi föstu- daginn 19. desember 1986. Berist tilkynning um samþykki ekki innan ofangreinds frests öðlast samningurinn fyrst gildi frá og með þeim tíma, er tilkjmning berst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.