Morgunblaðið - 07.12.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.12.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1986 ST. JÓSEFSSPÍTALI í HAFNARFIRÐI 60 ARA Á spítala heilags Jósefs í Hafnarfirði er þess nú minnst, að sextíu ár eru liðin frá því starfsemi þar hófst. Þetta er langur tími fyrir sjúkrahús hér á landi, en þar fyrir utan er saga St. Jósefsspítaians sérstök og merkileg fyrir margra hluta sakir. Raunar þarf ekki annað en að koma í stutta heimsókn á spítalann til að finna að þar er andrúmsloftið á margan hátt frábrugðið því sem menn eiga að venjast á öðrum sambærilegum stofnunum. Andi St. Jósefssystra er þar enn ríkjandi þótt nokkur ár séu nú liðin frá því þær hurfu á braut. Þar er enn starfandi fólk sem átti samleið með systrunum á spítalanum og segja má að þar sé enn starfað í þeim „mannúðaranda sem systurnar höfðu að leiðarljósi", svo notuð séu orð Gunnhildar Sigurðardóttur hjúkrunarforsljóra. Undir þau orð tekur Jónas Bjarnason, yfirlæknir sjúkrahússins, um leið og hann bætir við: „Starfsandinn hjá fólkinu í húsinu hefur verið alveg einstakur, allt frá upphafi.“ A þessum merku tímamótum í sögu St. Jósefsspítala er því ennfremur fagnað, að nú hefur verið tekin í notkun ný og fullkomin röntgendeild við spítalann. Af þessu tilefni verður sögu spítalans gerð nokkur skil í eftirfarandi grein og viðtali við Jónas Bjarnason yfirlækni. St. Jósefsspítali í Hafnarfirði. Starfað í þeim mannúðaranda sem systumar höfðu að leiðarljósi Rœtt viö Jónas Bjarnason, yjirlœkni um sögu ogstarfsemi St. Jósefsspítala Meulenberg biskup vígir St. Jósefaspftala 6. september 1926. Aðdragandann að stofn- un St. Jósefsspítala má rekja allt aftur til ársins 1896, er fyrstu systum- ar af reglu heilags Jósefs komu hingað til lands. Þær voru aðeins fjórar og störfuðu fyrst og fremst meðal útlendra sjómanna á Fáskrúðsfírði. Landnám St. Jó- sefssystra í Hafnarfírði hófst hins vegar árið 1921 þegar kaþólska kirkjan keypti Jófríðastaðalandið af þáverandi eiganda, Hinrik Hans- en. Fljótlega var ákveðið að reisa spítala á landinu, sem St. Jósefs- systur tækju að sér að reka og árið 1924 hófust byggingarfram- kvæmdir. Guðjón heitinn Samúels- son, þáverandi húsameistari ríkisins, teiknaði spítalann og var hann svipaður Isafjarðarspítala, sem Guðjón teiknaði einnig og reist- ur hafði verið skömmu áður. Bygging spítalans bætti úr brýnni þörf enda var þá enginn spítali á öllu Suðurlandsundirlendinu nema Landakotsspítali og Franski spítal- inn í Reykjavík, sem nær eingöngu var ætlaður frönskum sjómönnum. Bjart yfir hafnarfirði í ágætri grein Sigurveigar Guð- mundsdóttur, í jólablaði Hamars fyrir nokkru, er fjallað um aðdrag- andann að stofnun spítalans og segir þar m.a.: „Ráðamenn Hafnar- fjarðar létu sér vel líka að Jósefs- systur reistu spítala. Þó kom á menn nokkurt hik þegar þær sögð- ust þurfa peningalán hjá bænum. María Ólafsdóttir, sem lengi vann hjá Sparisjóð Hafnaríjarðar, hafði þessa sögu af því að segja: Ólafur Böðvarsson var þá einn helsti ráða- maður hjá sjóðum bæjarins. Þegar honum var sagt að St. Jósefssystur beiddust all hárrar lánsfjárhæðar til þess að geta byrjað byggingu sjúkrahúss, fannst honum skyn- samlegt að leita ráða hjá vitrasta fjármálamanni sem hann þekkti, Jóni Þorlákssyni, ráðherra. Jón Þorláksson þurfti ekki lepgi að hugsa sig um. Hann sagði Ólafi að þetta fyrirtæki Jósefssystra myndi verða slík lyftistöng fyrir heilbrigð- ismál Hafnarfjarðar að gagn þess yrði ekki í tölum talið og skyldi Ólafur Böðvarsson láta Jósefssystur fá allt það fé seni hann hefði hand- bært. Ölafur fylgdi þessu ráði og má hér minnast framsýni þessara ágætu manna sem varð til þess að Jósefssystur gátu hafíð spítala- byggingu sína án nokkurra vafn- inga. Spítalinn var byggður á ótrúiega skömmum tíma enda yfír- smiður og byggingameistari at- orkumaðurinn Asgeir G. Stefáns- son." Spítalinn var vígður 5. september 1926, með mikilli viðhöfn. í frásögn Morgunblaðsins af þeim atburði er þess getið að þann dag hafí verið blíðskaparveður og bjart yfír Hafn- arfírði. Meulenberg biskup stóð fyrir vígslunni af miklum skörungs- skap. Hafði hann fengið hið þjóð- fræga skáld, Stefán frá Hvítadal, til þess að yrkja vígsluljóð af þessu merka tilefni. Mikið flölmenni var við athöfnina þar á meðal ýmsir fyrirmenn þjóðarinnar svo sem Magnús Guðmundsson, þáverandi heilbrigðisráðherra og hans frú. Helstu embættismenn bæjarins fluttu ræður, þar á meðal Magnús Jónsson bæjarfógeti, sem jafnframt var þá bæjarstjóri. Guðmundur Bjömsson landlæknir flutti einnig ávarp og minntist hann einkum á hið fómfúsa læknisstarf systranna í þágu íslensku þjóðarinnar, en þær höfðu þá rekið Landakotsspítala af miklum myndarskap um árabil. Starf systranna seint full- þakkað María Ágústína varð fyrsta príor- inna við hinn nýreista spítala. Hún starfaði allt til ársins 1938 er syst- ir Gerharda tók við til ársins 1942. Þá kom systir Cyrilla til 1948, syst- ir Lioba til 1954, systir Hildegardis til 1958 og systir Eulalia sem var príorinna um tuttugu ára skeið, frá 1958 til 1978. Fyrstu læknar við spítalann voru Þórður Edilonsson, héraðslæknir sem þá var farinn að eldast, og Bjami Snæbjömsson, sem brátt varð yfírlæknir og ráðunautur syst- ranna um fjölda ára. Á skurðstof- unni vann fyrst með honum systir Albína og stóð samstarf þeirra með miklum ágætum alla þeirra löngu ævi. Bjami mundi tímana tvenna í sjúkrahúss- og heilsugæslumálum Hafnarfjarðar. Þegar hann hóf læknisstörf sín var þar ekkert sjúkrahús. Eftir að St. Jósefssystur hófu byggingarframkvæmdir við hinn nýja spítala sigldi Bjami utan og starfaði um skeið á St. Jósefss- pítala í Kaupmannahöfn og á röntgendeild spítalans í Fredeiks- havn. Hann var því reiðubúinn þegar spítalinn í heimabæ hans, Hafnarfirði, tók til starfa. „Það var bæjarfélaginu mikið happ,“ sagði hann eitt sinn, „að systumar skyldu staðsetja sig hér. Samstarfíð við þær hefur verið mjög ánægjulegt- Þær hafa þurft að sýna mikla fóm- fysi og reglusemi til þess að geta látið þetta allt saman ganga eðli- lega. Bærinn hefur mikið að þakka systrunum." Jónas Bjamason, sérfræðingur í kvensjúkdómum, tók við starfí yfír-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.