Morgunblaðið - 07.12.1986, Page 37

Morgunblaðið - 07.12.1986, Page 37
J MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1986 37 Samdráttur hjá Lands- l' virkjun í undirbúnings- vinnu nýrra virkjana - sagði forstjóri Landsvirkjunnar LANDSVIRKJUN á nú fimm verkhannaðar virkjanir með orkugetu, sem nemur alls um 3.300 GWli á ári og eru virkjanir þessar nánast komnar á útboðs- stig. Hinsvegar hefur dregið verulega úr áframhaldandi vinnu þar sem hin nýja orkuspá frá 1985 gerir ráð fyrir mun minni aukningu í raforkueftirspurn hins almenna markaðar á næstu árum en áður og i öðru lagi ætla samningar um nýjan orkufrekan iðnað að taka lengri tíma en von- ir stóðu til. Þetta kom m.a. frám í ræðu Halldórs Jónatanssonar, forstjóra Landsvirkjunar, á 25 ára afmæli Félags ráðgjafaverkfræðinga fyrir nokkru. „Af þessum ástæðum hefur nú óhjákvæmilega komið til sam- dráttar hjá Landsvirkjun í undir- búningi nýrra virkjana og það svo að um munar. Hér er þó vonandi aðeins við tímabundna erfiðleika að etja í þeirri viðleitni okkar að riýta vatnsaflið sem mest og best. í því skyni getur þróun orkufreks iðnað- ar hér á landi skipt sköpum. Einnig er hugsanlegt að flytja megi raf- orku héðan eftir sæstreng til Skotlands á það hagkvæman hátt að hún geti orðið samkeppnisfær við orku frá kola- og lqamorku- stöðvum, en sá möguleiki er nú í athugun hjá Landsvirkjun. Ekki má heldur gleyma þeim möguleik- um, sem eru fyrir hendi í því að auka raforkunotkun í almennum iðnaði hér innanlands og til hús- hitunar, beint eða með samkeyrslu við hitaveitur." Halldór sagði að orkuspáin frá 1985 skakkaði um 400 GWh á ár- inu 1990 og um 1.200 GWh árið 2000 miðað við það sem orkuspáin frá 1981 gerði ráð fyrir og er þá ekki tekið tillit til aukningar (orkuf- rekum iðnaði. „Miðað við hina nýju spá ætti ekki að þurfa að gang- setja fyrstu vél Blönduvirkjunar fyrr en 1991 og orkan frá virkjun- inni ætti að nægja til næstu aldamóta komi ekki til neinna við- bóta í orkufrekum iðnaði." Halldór sagði að íslenskir ráð- gjafar hefðu nú að mestu komið í stað þeirra erlendu að því er snert- ir verkfærðiþjónustu í þágu virlq- anaframkvæmda hér á landi. Á fyrstu starfsárum Landsvirkjunar, 1966 til 1970, var hlutdeiic íslenskra ráðgjafa í heildarkostnaði fyrirtækisins 18% og erlendra 82%. A síðustu fimm árum hefur þetta hinsvegar snúist við og er þá íslenski hlutinn orðinn 87% og sá erlendi 13%. Ráðgjafarkostnaður Landsvirkj- unar sem hlutfall af árlegri fjárfest- ingu var um 6% á ári að meðaltali á því 20 ára tímabili sem fyrirtæk- ið hefur starfað. Hæst var hlutfallið 1973, eða 18%, en þá voru störf i hámarki við undirbúning Sigöldu- virkjunar. Lægst var hlutfallið 1977, eða 2%, en þá voru fram- kvæmdir við Hvalfjarðarlínu í hámarki og fjárfesting tiltölulega mikil miðað við ráðgjafarkostnað, að sögn Halldórs. Á 20 ára tímabili hefur heildar- kostnaður Landsvirkjunar vegna aðkeyptrar verkfræðilegrar ráð- gjafar numið alls um 2.243 millj. kr. á verðlagi 1. júli 1986. Þar al eru 1.066 millj. kr. vegna íslenskra ráðgjafa og 1.177 millj. kr. vegna erlendra ráðgjafa. „Erlendis þekkist að ráðgjafar bjóði í þjónustuverk og að samið sé fyrirfram um verkþóknun. í slíkum tilvikum velur verkkaupi þann ráðgjafa, sem hann metur hæfastan tæknilega séð til að vinna verkið, en jafnframt er að sjálf- sögðu tekið tillit til kostnaðar. Að því er ég best veit, hefur þessi leið enn sem komið er ekki verið farin hér á landi í neinum mæii," sagði Halldór. „í samningum Landsvirkjunar og ráðgjafa eru engin ákvæði um há- mark vinnustundaijölda vegna einstakra verkþátta, enda oft erfitt að koma slíkum hámarksákvæðum við. Því er það að miklu leyti undir ráðgjöfunum sjálfum komið hve margar vinnustundir fara í hlutað- eigandi verk. Aðhaldið verður hér fyrst og fremst að felast í starfs- heiðri ráðgjafans og hinu almenna eftirliti verkkaupans, sem hinsveg- ar getur aldrei verið í aðstöðu til að telja hveija klukkustund," sagði Halldór. Já, Skátabúöin byrjar skíöavertíöina á glæsilegan hátt. Mikill afsláttur á glerfínum skíöavörum. Skíði, bindingar, skór og buxur. Allt toppvörur á toppveröi. Ekki missa af þessu stórkostlega tækifæri. ♦ SKATABUÐIN Snorrabraut 60 sími 12045 FLJÚGIÐ í JÓLAFRÍIÐ Flugleiðir hafa nú sett upp yfir 50 aukaflug innanlands fyrir jólin. Við gerum okkar besta til þess að koma öllum á ákvörðunar- stað áður en hátíðin gengur í garð. Vinsamlega bókið far tíman- lega, því síðustu ferðir fyrir jól fyllast fljótt. Til þess að forðast biðraðir á flugvelli bendum við farþegum okkar á að kaupa farmiða í söluskrifstofum okkar eða hjá ferðaskrifstofum. Söluskrifstofur Flugleiða eru: Lækjargötu 2 (Nýja bíó). Hótel Esju við Suðurlands- braut. Álfabakka 10 (í Mjóddinni). Farpantanir í síma 26622. FLUGLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.